Dagur - 10.02.1934, Blaðsíða 1
DAGUR
kemur út á þriðjudögum,
fimmtudögum og laugar-
iögum. Kostar kr. 9.00 árg.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
• •• «-»«—•-
XVII. ár.
Afgreiðslan
er hjá JÖNI Þ. ÞÖR.
Norðurgötu3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. dea.
Akureyri 10. febrúar 1934.
14. tbl.
Innlendar fréttir
Læknisstaðan í Blönduóshéraði
er laus og er umsóknarfrestur til
1. marz. Jónas Sveinsson læknir,
er þar var, er fluttur til Reykja-
víkur,
Brugg komst upp í Hafnarfirði
um Valdemar Sölvason, Lækjar-
götu 3. Var hann tekinn fastur
og fundust hjá honum 35 lítrar
af bruggblöndu.
Samkvæmt útvarpsfréttum er
nú þegar lokið viðgerðum á brúm
þeim og vegum, er Rangá, Stóra-
Laxá, Hvítá og Norðurá ullu í
flóðunum miklu um daginn. Ekki
var bílfært yfir Holtavörðuheiði,
sem þó var snjólaus, á fimmtu-
daginn, sökum stórkostlegra aur-
troðninga.
»Goðafoss« kom í dag. Með
honum komu meðal annars hing-
að frá Reykjavík Steinn Stein-
sen, bæjarstjóri og síra Friðrik
A. Friðriksson, á leið heim til
Húsavíkur. Ennfremur frá Siglu-
firði þau hjónin Þormóður Eyj-
ólfsson, konsúll og frú Guðrún
Björnsdóttir. Með »Goðafossi«
tók sér einnig ferð frá Reykja-
vík til Súgandafjarðar Ásgeir Ás-
geirsson, forsætisráðherra, til
fundarhalda við kjósendur sína I
Vestur-isafjarðarsýslu.
Á fimmtudaginn auglýsti út-
varpið eftir upplýsingum um
Guðmund Eir. Thoroddsen, er ný-
látinn er í Canada.Þangað hafði
hann farið 1912, og hafði þaðan
tekið þátt í ófriðnum mikla á
Frakklandi, en síðan horfið vest-
ur aftur. Þeir sem til ættingja
hans kynnu að vita hér á landi,
voru beðnir að tilkynna það ís-
lenzkum stjórnarvöldum, Mun
þetta vera í tilefni af arfi, er
hann hefir eftir sig látið.
Síðastl. laugardagsnótt tefldu
14 menn úr Hrafnagils- og öngul-
staðahreppum skák símleiðis við
jafnmarga Húsvíkinga. Leikslok-
in urðu þau, að 10 skákirnar urðu
jafntefli, Húsvíkingar unnu 3 og
Eyfirðingar 1. Það gerði Jósef
Thorlacius í Kristnesi.
Erlendar fréttir.
Upphlaupið í París.
óeirðir í París hafa farið sí-
vaxandi út af Stavinsky-hneyksl-
inu. Stjórn sú, er sat að völdum,
er uppvíst varð um fjárglæfrana,
varð að segja af sér, sökum þess
að talið var að hún tæki of mjúk-
um höndum á sökudólgunum, og
myndaði þá Daladier stjórn fyrir
skömmu. En uppþotin héldu á-
fram og í byrjun þessarar viku
ruddist múgurinn gegnum sterkar
lögregluvarnir inn í þinghúsið, en
þar fékk þó Daladier sefað upp-
hlaupsmenn. Fékk hann síðan
leyfi Frakklandsforseta, að gera
svo öflugar ráðstafanir, er álitnar
voru nauðsynlegastar, til þess að
koma í veg fyrir frekari uppþot.
Skipaði hann þá út vopnuðu lög-
regluliði og herliði, um 15,000
manns. En múgurinn trylltist þvf
meir og laust í blóðugan bardaga
á Concorde-brúnni, milli hans og
varnarliðsins. Féllu þar allmarg-
ir og særðust um 250 af lögreglu-
og herliði, en um 600 af hinum.
Varð varnarliðið að láta undan
síga, enda er talið að upphlaups-
menn hafi verið um 60,000. Síð-
an hafa þó allmargir þeirra verið
teknir höndum. En Daladier
treystist eigi að taka á sig frek-
ari ábyrgð af þessum blóðsúthell-
ingum og sagði af sér á miðviku-
daginn. — Daginn eftir tók svo
fyrrverandi forseti Frakklands,
Gaston Doumergue, að sér stjórn-
armyndun, og eiga sæti í ráðu-
neyti hans m. a. Herriot, hinn
nafnfrægi foringi jafnaðarmanna,
er oft hefir verið forsætisráð-
herra, og Joseph Caillaux, er nú
kemur aftur fram á leiksvið
stjórnmálanna.
Joseph Caillaux var ráðherra
fyrir stríðið, og í einna mestu á-
liti þá af yngri stjórnmálamönn-
um frönskum, sérstaklega fyrir
fjármálagáfur sínar. Ritstjóri
stórblaðsins »Figaro« lét blað sitt
flytja um hann svívirðilegar
dylgjur og tók þá frú Caillaux sig
til, fór upp á skrifstofu blaðsins,
með þykka blæju fyrir andliti og
baðst viðtals við ritstjórann. Er
hún var inn til hans komin, lyfti
hún blæjunni með annari hendi
en dró upp skammbyssu með
hinni, og lét hvert skotið á fætur
öðru ríða á ritstjórann, er beið
þegar bana. En er fyrir dómstól-
ana kom var hún sýknuð, svo
réttmæt þótti hefnd hennar. —
En andstæðingar Caillaux linntu
ekki látum fyrr en þeir fengu
hann sakaðan um landráð á
stríðsárunum og dæmdan í .fang-
elsi. Sat hann þar þó eigi mjög
lengi, því þegar vígamóðurinn
var runninn af Frökkum, mun
mönnum hafa þótt meira en lítill
vafi leika á um sekt hans. Síðan
hefir hann lítið viljað gefa sig að
stjórnmálum, og hefir þó eigi
skort áeggjanir af hálfu vina
hans.
r
Ogurlegt stórviðri
i Danmörku.
Á fimmtudaginn er símað að
ofsaveður hafi gengið yfir Dan-
mörku. Veðurfræðingar bjuggust
hálft í hvoru við að það mundi
lenda á okkur, en stormsveipur-
inn tók austlæga stefnu og lenti
á Danmörku og vesturströnd Nor-,
egs. I Danmörku hafa miklir
skaðar orðið, stórir verksmiðju-
reykháfar fallið í rústir, tígul-
steinar fokið sem él af húsþökum
og sumstaðar þökin sjálf og jafn-
vel heil hús, en sumar fréttir
töldu jafnvel manntjón hafa hlot-
izt af. Mun þetta eitt hið mesta
aftakaveður er yfir Danmörku
hefir gengið í manna minnum og
var vindhraðinn sumstaðar 12
stig, en það er í veðurfregnum
kallað fárviðri, sem kunnugt er.
Annars er enn mjög kalt í Suð-
ur-Evrópu. Á Korsíku hefir t. d.
fallið snjór svo að símalínur hafa
slitnað, og mun það því nær
dæmalaust suður þar.
Ungverska stjórnin hefir ný-
lega opinberlega viðurkennt Sov-
Hér og þar.
Málverkasýningu hafði ungfrú Maja
Baldvins um síðustu helgi í húsi Hjalta
Sigurðssonar. Voru þar til sýnis yfir
40 málverk og svartkrítarmyndir. Á
málverkasýninguna luku menn lofsorði.
Sýningin verður aftur opin næstkom-
andi sunnudag kl. 11 til 9, á sama stað.
Dánwrdægur. Á sunnudaginn andað-
ist hér í bænum María Jónasdóttir,
ekkja Þorvaldar sál. Guðnasonar verzl-
unarmanns; var hún á áttræöisaldri.
Síðastl. þriðjudag andaðist Kristín
jet-stjórnina rússnesku og með
því tjáð sig fúsa til stjórnmála-
viðskifta við hana.
Japan.
Afarstrangar skorður er nú
verið að reisa í Japan gegn fylg-
isöflun kommúnista, enda hefir
hún farið sívaxandi þar síðustu
árin, í sambandi við afar lágt
kaup, en langan vinnutíma, meðal
verkalýðs og smábænda. Hefir
nýlega verið gerð heyrum kunn
sú skipun, að hver sá hermaður,
er vís verði að því, að hreyfa op-
inberlega skoðunum kommúnista,
skuli vægðarlaust líflátinn.
r -------
Samkvæmt opinberum skýrsl-
um, er atvinnuleysi í Hollandi svo
magnað, að fullur y3 verkalýðs
getur ómögulega fengið að vinna.
IndlancL
Róstur hafa orðið milli Múha-
meðstrúarmanna og Hindúa á
Indlandi, en þó eigi alvarlegar.
Er slíkt eigi óvanalegt og á rót
sína í trúarbragðadeilum. En
annars hefir alveg nýlega allmjög
verið hert á lagaákvæðum til þess
að hefta alla uppreisnarstarfsemi
á Indlandi, og ber það þess vott
að Bretar séu mjög uggandi um
sinn hag þar eystra.
Tvö hinna voldugustu skipafé-
laga 1 heiminum »Cunard« og
»White Star«, hafa nú ruglað
reitum sínum í eitt heljarmikið
hlutafélag. »Cunard« hefir á
hendi 62% hlutafjárins, en
»White Star« 38%. Samfara þess-
ari frétt var sú, að hinn mikli
drómundur, er »Cunard« var
byrjað að byggja fyrir tveim ár-
um, en varð að hætta við, sökum
kreppunnar, muni nú verða full-
gerður, og innan skamms tíma.
Verður hann um 60—70000 tonn.
Pálsdóttir, kona Þorláks Einarssonar á
Kotá, sjötug að aldri.
Sjúklingar á Kristneshæli hafa beðið
blaðið að færa Karlakór Akureyrar,
Árthur Gook, Steíngrími Guðmundssyni
og Hjálpræðishemum beztu þakkir fyr-
ir heimsóknir þeirra og veittar gleði-
stundir.
Lárus Thorwrensen, innheimtumaður,
er sjötugur í dag. Hann hefir dvalið
hér í bæ samfleytt í 62 ár.
K. F. XJ. M. Fundur mánud. 12. febr.
í Zion. Allir ungir menn velkoœnir.