Dagur - 22.02.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 22.02.1934, Blaðsíða 3
M. tbl. DAGUR 55 Undanfarin ár, og fram á þennan dag, hefir verið hið mesta ósamræmi í kaupgreiðslu við vegavinnu hér á landi. Bæirnir hafa borgað hæst kaup, ríkið næst og sveitirnar iægst. En ósamræmið í þessu máli innan sveitanna tekur þó út yfir og er ill-viðunandi og skal hér í stuttu máli athuguð kaupgreiðsla við vegavinnu hér í Eyjafjarðar- sýslu síðustu tvö árin. Fyrst og fremst hefir fjöldi bænda hallazt mjög að því að lækka vegaskattinn og komið fram með tillögur í þá átt; en þegar farið var að vinna, hafa þeir sömu menn viljað fá sem bezt kaup fyrir vinnu sína og manna sinna, eins og eðlilegt er, og verið sáróánægðir með það kaup, er borgað hefir verið, og haldið mjög niðri af hlutaðeig- andi sýslunefnd og hreppsnefnd- um. Hvernig á nú að samræma það, að lækka að miklum mun fjárveitingar til veganna, hækka kaup vinnendanna, og fullnægja samt vegaþörfinni, bæði með ný- byggingar og viðhald, eins og krafist er og fyllsta þörf er á? Og viðhald veganna, eitt út af fyrir sig, hlýtur að verða mjög kostnaðarsamt, ef bifreiðaumferð á að haldast óhindruð um vegina allan ársins hring, hvernig sem vegirnir eru, eins og nú á sér stað. Væri nú ekki hyggilegra fyrir sveitirnar að leggja á sig vega- skattinn, 6 af þúsundi, eins og hann hefir verið hér í sýslu und- anfarin ár, samræma og hækka vegavinnukaupið, einmitt til þess að fá meira fé til veganna, meiri og betri atvinnu og meiri vegi? Sannarlega veitti bændum ekki af því, — eins og nú standa sakir — því það eru þeir, og menn þeirra nær því eingöngu, sem vinna að vegum sveitanna, — sýsluvegum og hreppavegum—og nokkrir af þeim komast einnig aö þjóðvegavinnunni. Eftir því, sem eg veit bezt, hef- ir vegavinna verið borguð þessi ár eins og hér segir: öngulstaðahreppur ... kr. 6.00 Saurbæjarhreppur......— 6.00 Hrafnagilshreppur ... — 6.00 Akureyri ................— 12.25 Glæsib.hr. (Lögm.hl.v.) — 7.00 Glæsib.hr. (aðrir vegir) — 6.00 öxnadalshreppur .........— 6.00 Skriðuhreppur ...........— 6.00 Arnarnesshreppur ....... — 6.00 Árskógshreppur ..........— 6.00 Hríseyjarhreppur ....... — 7.50 Svarfaðardalshr..........— 6.00 Ólafsfjarðarhreppur ... — 7.50 Grímseyjarhreppur ... — 6.00 Siglufjörður ............— 12.25 Þetta er nú samræmið, eða öllu heldur ósami’æmið, sem eyfirskir verkamenn hafa átt við að búa við vegavinnu. Og árið 1932 var í sumum hi’eppunum unnið fyrir kr. 5.00. Hver er ástæða fyrir því, að boi’ga kr. 7.00 við Lögmannshlíð- arveg, en við aðra vegi í hreppn- um aðeins kr. 6,00? Hver er ástæða fyrir því að borga kr. 7.50 við vegavinnu í Hrísey, og ólafsfirði, en aðeins kr. 6.00 í Árskógshi’eppi og Svarfaðardal? Hver er ástæða fyrir því, að verkamenn sveitanna — bændurn- ir — fá ekki sama kaup fyrir vinnu sína, hvort sem þeir eru búsettir í sama hreppi, eða öðrum hreppum sýslunnar? Er ekki kom- inn tími til að athuga þetta mál og lagfæra ? Z. lags Mýrahrepps 9. jan. 1934, lýsir yfir því, að gefnu tilefni, að félagið er fylgjandi stefnuskrá Framsóknarflokksins og telur all- an klofning úr flokknum málstað hans og sveitanna stórhættulegan og stefna að auknum sigurvonum fyrir aðalandstöðuflokk Fram- sóknarmanna, Sjálfstæðismenn«. 2. »Fundurinn beinir því til miðstj órnar Framsóknarflokksins til íhugunar, hvoi't ekki muni á- stæða til að kalla saman flokks- þing nú í vetur, til að taka af- stöðu um atvik þau, er gerðust innan flokksins í sl. desembei’- mánuði og vinna eindregið að því, að sem minnst tjón hljótist af«. Báðar tillögurnar voru sam- þykktar í einu hljóði. Á aðalfundi Framsóknarfélags Skagfirðinga, sem haldinn var að Varmahlíð laugard. 27. f. m. voru meðal annars samþykktar eftir- farandi ályktanir: 1. »Með því að aðalfundur Framsóknai’félags Skagfirðinga lítur svo á, að umbótaflokkunum hafi á síðasta þingi tekizt að ná grundvelli til nýrrar stjórnar- myndunar þannig, að vel hafi við mátt una af hálfu Framsóknar- flokksins, verður það að teljast óvei'jandi, að tveir af þingmönn- um flokksins skyldu láta hafa sig til þess að koma í veg fyrir það, er á reyndi, að flokkurinn fengi losnað við hina óeðlilegu niður- lægingu, tengslin við íhaldsflokk- inn, og ályktar því fundurinn að lýsa fullu og óskoruðu samþykki á bi’ottvikningu þessara tveggja manna úr flokknum«. — Tillagan samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum gegn einu. 2. »Aðalfundur Fi’amsóknai’fé- lags Skagfirðinga lýsir fullkom- inni vanþóknun sinni á stofnun hins svonefnda Bændaflokks. Tel- ur fundui’inn, að sá flokkur eigi engan pólitískan tilverurétt, þar sem hann virðist ætla að tileinka sér aðeins nokkurn hluta af stefnuskrármálum Fi’amsóknar- flokksins, án þess hinsvegar að hafa nokkur þau mál á stefnuskrá sinni, er Framsóknarflokkurinn eigi berst fyrir«. — Tillagan sam- þykkt með öllum atkvæðum. Á fundinum voru mættir full- ti’úar úr öllum sveitum Skaga- fjarðarsýslu, nema Fljótum. Fundarmenn voru um 70. PÁLL JÓNSSON, bóndi á Uppsölum. Fæddur .7. des. 1865. — Dáinn á* gamlaái’skvöld 1933. Eg man þig, Páll, frá minnar æskudögum, hve marga glaða stund við lifðum þá. Við þekktum ekki neitt í lífsins lögum, en ljómi morguns vakti okkar brá. Og þó að drypi dögg á okkar vanga, hvarf dropinn tára fljótt, — og gleðin skein. Við vissum ei, að var til sorgarganga, en vorum eins og lítill fugl á grein. Það breyttist margt, er burt leið æskustundin, þá böl og stríð við líka þekktum hér. En sarnt var ætíð glöð og létt þín lundin, þú leizt í trú til guðs. — Hann var hjá þéi*. Þar fannstu styrk og stoð á lífsins vegi, þú studdur varst af kærleiksríkri hönd, og alltaf sást þú brún af björtum degi, hún benti þér á ókunn dýrðarlönd. Þú vai’st svo hógvær, hugdjai'fur og stilltur og hræddist ekki tímans lúðurhljóm. Þú vissir, — aldarandi, sem er spilltur, hann á sín takmörk, fær sinn skapadóm. Þinn verkahringur var svo góður talinn, þú vamxst með trúleik fram á æfihaust, þú bættir landið, býggðir vel Uppsalinn, svo búmannsverk þín standa föst og traust. En héðan burt þú farinn ert í friði, þér fylgja þakkir ástvinanna heim. Hjá Ijóssins anda lífs á æðra sviði þú laugar þig í himins bláa geim. Svo kveðjum við þig klökk í hjarta, vinur, með kærleiksorðum, — fyrir drengskap þinn. Þú verður aftur æskuvorsins hlynur, þinn andi hefur fundið bústað sinn. Jóh. Þórðarson. Verðmœtir demantar. Fregn frá Suður-Afríku herm- ir, að nálægt bænum Elandsfon- tein, hafi fundizt tveir afar stóf- ir demantar, annar 500, en hinn 726 karöt á þyngd. En eitt karat er 200 milligrömm. Finnandinn hefir hafnað l'/2 milljón króna boði fyrir báða demantana. Fregnin segir ennfremur, að á- litið sé, að stærri steinninn sé hluti af Cullinan-demantinum fi’æga, er fannst á þessum slóð- um fyrir 29 árum síðan. Þóttust menn þá sjá, að brotflötur væri á steininum og að hann mundi upprunalega hafa verið enn stærri, en þó var sá hluti er fannst, langstærsti demantur, er sögur fara af. Hafa menn síðan eytt þúsundum sterlingspunda í leit að hinum helmingnum, er nú er loks talið að fundizt hafi. Cullinan-demaixturinn var 3024 karöt, þ. e. a. s. 605 grömm, eða 1,2 pund á þyngd. Gaf Transvaal- stjórnin hann Játvarði konungi 7. á 66. afmælisdegi haixs 1907. Lét hann senda steininn til Amster- dam, þar sem allir stæi’stu dem- antar eru slípaðir, og var honum skift þar í tvo mjög stóra og sjö minni slípaða demanta. Himx stærsti af demöntum þessum var nefndur »Afríkustjarnan«, og greyptur í veldissprota Bretakon- ungs, en sá næst stærsti í kórónu hans. Ekkert fast verðlag er á de- möntum, en venjulega er hvert karat metið 3—400 króna virði. Þó hafa þjóðhöfðingjar og auð- bubbar greitt langt um hærra verð, en sem því svari, fyrir stóra demanta, enda er hvert karat metið því hærra, sem steinninn er stærri. Þannig greiddi Orloff, í’ússneskur fursti, rúmlega kr. 1,500,000 fyrir demant þann, er síðan hefir verið við hann kennd- ur og kallaður Orloff-demantur- inn„ en hann vegur 194% karöt, en þá gi’eiddi Orloff um 7700 krónur fyrir kai'at hvert. — Þess- um steiixi stálu franskir hermenn úr indversku musteri, þar sem hann hafði verið settur sem auga í líkneskju guðsins Brahma. * * * Síðari fregnir herma, að finn- andinn hafi loks selt báða hina íxýfundixu demanta unxboðsmanni demantsnámuhringsins í Suður- Afríku, Sir Emest Oppenheim, fyrir 2.183.000 krónur. Demant- ana fann negrapiltur, sem er vimxumaður hjá bónda einum, Jakobus Jonkher, í Elandsfontein. Samkvæmt lögum, rennur allt andvirðið til bóndans, sem jörð- ina á, þar sem steinarnir fund- ust, en bóndi þessi ætlar að vera svo veglyndur, að veita piltinum að launum æfilangt fæði og hús- næði hjá sérl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.