Dagur - 10.03.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 10.03.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Arni Jóhanns- son £ Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVII i ár. \ Afgreiðslan er hjá JÖNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 10. marz 1934. . J 26. tbl. Stórgjöf til sjúkrahússins. Stjóro K. E. í ber fram merkílegt nýmæli. Eins og getið er um á öðrum stað hér í blaðinu, stendur nú yf- ir aðalfundur Kaupfélags Eyfirð- inga. — Verður nánar skýrt frá fundargerðum síðar. En meðal annars þess er gerð- ist í gær, bar félagsstjórnin fram tillögu þess efnis, að stofna skyldi sjóð til fræðslu um félags- og samvinnumál og styrktar menn- ingar og framfara á félagssvæð- inu. Var þessi tillaga samþykkt cg síðan samþykkt eftirfarandi reglugerð fyrir sjóðinn: 1. gr. Sjóðurinn heitir Menningarsjóð- ur K. E. A. 2. gr. Tilgangur sjóðsins er að halda uppi fræðslu í félags- og sam- vinnumálum og veita f járhagsleg- an stuðning hverskonar menn- ingar- og framfarafyrirtækjum á félagssvæði K. Ey A. 3. gr. Tekjur sjóðsins eru: a. 25% af árlegum hagnaði kaupfélagsins af verzlun utanfé- lagsmanna. Þó getur aðalfundur hækkað eða lækkað þetta hundr- aðsgjald fyrir eitt ár í senn. b. Frjáls framlög einstakra fé- lagsmanna eftir eigin vild svo og áheit, er fram kunna að koma. 4. gr. úthlutun á fé sjóðsins samkv. 2. gr. hefir stjórn hans á hendi og framkvæmir hún hana annað- hvort eftir eigin frumkvæði eða samkvæmt umsóknum, er fram kunna að koma. Aldrei má þó út- hluta meiru en % af innstæðu sjóðsins. úthlutun fer fram einu sinni á ári, jafnaðarlega að vor- inu. 5. gr. Stjórn sjóðsins skipa 5 menn. Skulu 3 kosnir af aðalfundi til þriggja ára, þó þannig, að einn gengur úr eftir eitt ár samkvæmt hlutkesti og einn eftir 2 ár samkv. sömu reglu. Skal síöan kosinn einn á hvers árs aðalfundi- For- maður félagsins og framkvæmda- stjóri eru sjálfkjörnir í stjórnina og er hinn fyrrnefndi jafnframt formaður hennar. 6. gr. Sjóðurinn skal vera í vörzlum K. E. A. og nýtur hann sömu vaxta og Varasjóður félagsins. 7. gr. Reikningar sjóðsins endurskoð- aðir af endurskoðendum K. E. A. skulu lagðir fram á aðalfundi fé- lagsins ár hvert- • -.•'-¦• Þá er ofanskráð reglugerð hafði verið samþykkt, bar félagsstjórn- in fram aðra tillögu, er fór fram á að lagðar yrðu 25,000 kr- í sjóð- inn nú þegar, og að aðalfundur óskaði þess, að af því fé yrðu gefnar 20.000 kr. til byggingar sjúkrahúss á Akureyri. Var það einróma samþykkt. * # * Víðsýni og stórhugur liggur að baki þesari sjóðstofnun. Og með jafnri rausn er á stað farið, þeg- ar eftir sjóðstofnunina, til úr- lausnar einhverri mestu nauð- synjakröfu fyrir Akureyrarbæ, og Eyjafjarðarhéruð. Þarf ekki að efa, að þessi sjóður á eftir að verða einn öflugasti þátturinn í framfarastarfsemi samvinnu- manna hér, sem að dæmi annara þjóða, þar sem samvinnuhreyf- ingin er verulega þróttmikil orð- in, mun beinast eigi síður að sál- rænum, en líkamlegum kröfum og nauðsynjum. f stjórn sjóðsins voru kosnir, samkvæmt fyrirmælum reglugerð- ar, Þórarinn Eldjárn, Snorri Sig- fússon og Bernharð Stefánsson. Innlendar fréttir. Fjárhagur rikissjóðs 1933. Á þriðjudagskvöldið var flutti Ásgeir Ásgeirsson, forsætis- og fjármálaráðherra, erindi í út- varpið, er fjallaði um fjárhag ríkisins árið sem leið. Tekjur höfðu numið 13 milljón og 308 þúsund krónum en gjöldin orðið 13 milljón og 83 þúsund krónur, svo að tekjuafgangur hafði orðið um y4 milljón króna. Skattar og tollar námu samtals um 11 mill- jón og 150 þúsund krónum. Til varalögreglu höfðu gengið um y3 milljón króna. — Verzlunarjöfn- uður hafði orðið ríkinu í hag, þar sem útfluttar voru vörur fyrir rúmlega 2,400.000 kr. meira en innfluttar voru. Áleit forsætisráð- herra þó varlegast að létta eigi gjaldeyrishömlum, af því að bankarnir hefðu aukið skuldir sínar um 1.000000 á árinu. Þó áleit hann að ríkið mætti vel við una, er tekjuafgangur varð að þessu sinni, í stað um 1.250.000 kr. tekjuhalla árið áður. Ný flokkssiofnun. Á miðvikudagskvöldið tilkynnti útvarpið, að stofnaður hefði ver- ið nýr landsmálaflokkur í Rvík og hlaut í skírnmni nafnið Ingólfur. Er svo kveðið að orði í tilkynningu frá Svafari Guðmundssyni, er formaður mun hafa verið kosinn, að markmiðið sé að vinna að lands- og bæjarmálum í samræmi við stefnu bændaflokksins. Á mánudagskvöld tilkynnti út- varpið, eftir fregn frá Blöndu- ósi, að 10. febrúar hefði á Blöndu- ósi verið haldinn stofnfundur bændaflokksfélags í Austur- Húnavatnssýslu. i stjórn hefðu verið kósnir Runólfur Björnsson á Kornsá, Magnús Jónsson á Sveinsstöðum og Björn Guð- mundsson á Örlygsstöðum á Skagaströnd. Um síðustu helgi lézt að heimili sínu í Bólstaðarhlíð í Húnavatns- sýslu, húsfreyja íngiríður Er- lendsdótir, ekkja stórbóndans Guðmundar Klemenzsonar, er bjð þar á óðali sínu alla æfi. Bjuggu þau hjón þar um 50 ár. Hin fram- Nýja-Bíó___ •¦ Sunnudagskvöld ki 9. BfBítniníj áo rílis. Tal- og hljómmynd í 10 þáttum. Aðalblutverkin Ieika: Mady Christians, Gustav Diesel, Oeorg Alexander. Sunnudaginn kl. 5. Alpýðusýning. Niðursett verö. Valsadraumar Sf nd i siðasta sinn. Qunnar Pálsson hinn ágæti og vinsæli söngvari, er nú því miður á f örum héðan til Reykavíkur, ásamt frú sinni, og ílengist þar líklega. Er hin mesta eftirsjá að honum, þar sem hann bæði er ágætur söngmaður, sem raun hefir borið honum vitni, eigi aðeins hér, heldur og í einni af stórborgum heimsins, enda eini söngkennarinn, er hér hefir starfað undanfarið. — Gunnar efnir til hljómleika á þriðjudags- kvöldið, og munu vinir hans og Akureyringar aðrir þá eigi sitja sig úr síðasta færi að hlusta á hann. — liðna var dóttir merkisbóndans Erlendar Pálmasonar í Tungu- nesi. — Kröfuganga kommún- ista. Síðari hluta miðvikudagsins héldu kommúnistar hér á Akur- eyri í kröfugöngu frá »Verklýðs- húsinu« inn að skrifstofu bæjar- stjóra. í kröfugöngunni tóku þátt um 50 manns, karlar og konur. Er komið var að dyrum bæjar- stjóraskrifstofu, flutti Áki Jak- obsson ræðu, og kvað sýnt, að eigi þýddi lengur að fara bónar- veg að bæjarstjóra um atvinnu- bætur. Yrði verkalýðurinn að taka til annara ráða, ef bæjar- stjórn daufheyrðist, og mundi það vel hlýða, því að þá mundu í liðið ganga þeir verkamenn, er eigi væru enn nógu stéttvísir til þess að fylla þenna fámenna hóp, er fylkt hefði sér í kröfugönguna. — k meðan á ræðunni stóð, gekk

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.