Dagur - 03.05.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 03.05.1934, Blaðsíða 2
134 DAGUR 48. tbl. KOSNINGALÖGIN Eftir BERNHARÐ STEFÁNSSON, alþingismann. Niðurlag. VI. úrslit kosninga, úthlutun uppbót- arsæta o. fl. Talning atkvæða í kjördæmum fer að mestu leyti fram með sama hætti og áður. Er kjóséndum leyfilegt að vera viðstaddir taln- inguna, eftir því sem húsrúm leyfir. Stund og stað skal auglýsa með nægum fyrirvara. í kjördæmum utan Reykjavík- ur er sá frambjóðandi kosinn, sem hæstri atkvæðatölu nær, eða þeir tveir, sem hæstum atkvæða- tölum ná, ef tvo þingmenn á að kjósa. Við persónulega atkvæða- tölu hvers frambjóðanda skal leggja tölu þeirra atkvæða, sem í kjördæminu hafa fallið á landlista þess stjórnmálaflokks, sem fram- bjóðandinn eða frambjóðendurn- ir eru í kjöri fyrir. Ef frambjóð- endur flokks í kjördæmi, utan Reykjavíkur, eru fleiri en þar á að kjósa þingmenn, teljast þó landlistaatkvæðin aðeins þeim (í tvímenningskjörd. tveim þeirra), sem flest hafa persónuleg atkv. í Reykjavík er hlutfallskosning með sama hætti og áður, þó skal þar leggja við atkvæðatölu hvers kjördæmislista tölu þeirra at- kvæða, sem í kjördæminu hafa fallíð á landlista þess stjórnmála- flokks, sem listinn er í kjöri fyr- ir. Ef floiri listar en einn eru í kjöri fyrir hinn sama stjórnmála- flokk, skal aðeins telja landlista- atkvæðin þeim listanum, sem hæsta hefir atkvæðatölu. Fyrir þíngmenn Reykvíkinga og uppbótarþingmennina (»land- fejörna þingmenn«) eru jafn- margir varaþingmenn af hverjum lista í Reykjavík og hann hefir hlotið þingmenn (Iandskjörnir) fyrir hvern flokk, eins og hann hefir fengið mörg uppbótarþing- sæti. Eins og getið var í I. kafla þess- arar greinar, á að úthluta allt að 11 uppbótarþingsætum til jöfnun- ar milli þingflokka, þannig, »að hver þeirra fái þingsæti í sem fyllstu samræmi við atkvæðatölu sína við kosningarnar«. Land- kjörstjórn úthlutar uppbótarsæt- unum eftir atkvæðamagni flokk- anna og telst hverjum þingflokki atkvæði á þessa leið: 1. Samanlögð atkvæði greidd frambjóðendum flokksins í ein- menningskjördæmum. 2. Samanlögð atkvæði greidd framboðslista flokksins, eins eða fleiri, í Reykjavík. 3. Samanlögð atkvæði greidd frambjóðendum flokksins í tví- menningskjördæmum, sem kosnir hafa verið einir sér. 4. Helmingur samanlagðra at- kvæða greiddra frambjóðendum flokksins í tvímenningskjördæm- um, sem kosnir hafa verið tveir og tveir saman. 5. Helmingur samanlagðra at- kvæða greiddra frambjóðendum flokksins í tvímenningskjördæm- um, sem kosnir hafa verið með frambjóðendum annara stjórn- málaflokka. 6. Samanlögð atkvæði greidd landlista flokksins. Um það hvernig skifta skyldi uppbótai’þingsætum milli þing- flokka varð ekki óskemmtilegur ágreiningur milli Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins, í endir aukaþingsins síðastliðinn vetur. Eins og kunnugt er, höfðu þeir flokkar fylgst að í málinu fram að þeim tíma, og kölluðu það »réttlætismálið«. »Hvað líður réttlætismálinu ?« spurði Morgun- blaðið oft, á meðan á aðalþinginu 1933 stóð og átti þá við stjórnar- skrármálið, þ. e. þá breytingu, að taka upp uppbótarþingsæti.. — »Réttlætiskrafan« var sú, að tala þingmanna hvers flokks yrði í sem fyllstu samræmi við kjós- endatölu hans við almennar kosn- ingar, með öðrum orðum, að sem líkust tala kjósenda stæði á bak við hvern þingmann hvers flokks. Við þetta var og miðað í kosn- ingalagafrumvarpinu eins og það var lagt fyrir aukaþingið í vetur og við þetta er miðað í lögunum, eins og þau urðu endanlega. En á síðustu stundu gerðu þó Sjálf- stæðismenn í N. d. tilraun, þótt hún misheppnaðist, til að hafa þetta nokkuð á aðra leið og var mönnum ekki grunlaust um, að þar réðu flokkahagsmunir eins mikið og réttlætistilfinningin, þó mikið hefði verið talað um rétt- læti áður. Til þess að finna hvern- ig uppbótarþingsætum beri að skifta milli þingflokkanna, þarf að finna meðaltal atkvæða á hvern kjördæmakjörinn þing- mann þess þingflokks, er fæst hefur atkvæði á hvern þingmann, og er það svokölluð hlutfallstala kosningarinnar. Nú var það til- laga fulltrúa Sjálfstæðismanna í stjórnarskrárnefnd N. d., að upp- bótarþingsætin yrðu reiknuð út þannig, að hlutfallstala kosning- arinnar yrði margfölduð með tölu kjördæmakosinna þingmanna þeirra flokka, sem hafa fengið hærri útkomur en hlutfallstöluna við deilingu, og draga útkomurn- ar frá samtölum atkvæða hvers þeirra flokka. Mismunur sá, sem þá yrði eftir hjá hverjum flokki, átti svo að vera atkvæðatala sú, sem til greina kæmi við úthlutun uppbótarþingsætanna; og úthlut- unin að fara fram eftir reglum hlutfallskosninga. Það liggur nú í augum uppi, að stærsti flokkur- inn hefði að jafnaði fengið til- tölulega flest uppbótarþingsæti með þessu móti, þar sem afgangs- atkvæðatala hans hlýtur í flestum tilfellum að verða hæst. En annar lítill flokkur getur haft lang flesta kjósendur á bak við hvern þingmann sinn, þótt hann hafi fremur lága afgangstölu, og þann- ir orðið fyrir ranglæti, ef þessari reglu væri fylgt. Að niðurstaðan gæti orðið á- kaflega ranglát, ef þessari reglu væri fylgt, var sannað með glögg- »• « » « « • » • um dæmum í þinginu. Þeim dæm- um skal þó sleppt hér, rúmsins vegna, en í þess stað vísað til þingtíðindanna. Þessi tilraun Sjálfstæðismanna til að fjölga uppbótarþingsætum sínum, náði ekki fram að ganga, eins og áður er sagt. Sættust menn nokkurnveginn að lokum á þá aðferð, er nú skal greina, sem mun vera sú sanngjarnasta lausn þcssa atriðis, sem hægt var að finna: Eins og áður segir, skal fyrst »finna meðaltal atkvæða á hvern kjördæmakjörinn þing- mann þess þingflokks, er fæst hefir atkvæði á hvern þingmann, og er það hlutfallstala kosningar- innar. Síðan skal skrifa atkvæða- tölur hinna annara þingflokka, hverja aftur undan annari í sömu línu, og deila í þær hverja um sig tölu þingmanna hlutaðeigandi flokks kosinna í kjördæmum, fyrst að viðbætum 1, síðan 2, þá 3 o. s. frv. unz síðustu útkomur á þennan hátt geta ekki orðið jafn- ari hlutfallstölunni. útkomurnar skal slcrifa í röð niður undan at- kvæðatölunum. Uppbótarþingsæt- um skal úthluta til þingflokka eftir tölum þessum þannig, að fyrsta uppbótarþingsætið fellur til þess þingflokks, sem hæzta á útkomuna, annað til þess, sem á hana næsthæsta, og síðan áfram, eftir upphæð talnanna, unz eitt uppbótarþingsæti hefir fallið á hverja þeirra, nema 11 uppbótax*- þingsætum hafi vei’ið úthlutað áður«. Eins og menn sjá á þessu, er uppbótarþingsætunum hér út- hlutað eftir niðui’stöðu allrar kosningarinnar, en ekki hluta hennar, eins og Sjálfstæðismenn vildu. Um í-eglurnar fyrir því, hvaða frambjóðendur þingflokks skyldu ná uppbótarþingsæti, varð tölu- verður ági’einingur í þinginu og orkaði mjög tvímælis, hvort sum- ar tillögur, sem fram komu um það atriði, gætu samrýmst ákvæð- um stjórnarskrárinnar. Yrði of langt mál að fara út í sögu þess más hér. En ákvæði laganna um þetta efni eru í stuttu máli þessi: Samkvæmt stjórnarskránni geta flokkarnir haft landlista í kjöri. Á landlista skulu vera nöfn frambjóðenda í kjördæmunum, þó eigi fleiri frambjóðenda í neinu kjördæmi en þar á að kjósa þingmenn og varaþingmenn (í Reykjavík). Heimilt er stjórn- málaflokki að láta fylgja land- lista sínum skrá yfir frambjóð- eixdur flokksins í kjördæmum í þeirri röð, er flokkurinn óskar, að þeir hljóti uppbótarþingsæti. Þegar búið er að telja saman atkvæði flokkanna og finna hvað rnörg uppbótarþingsæti hver flokkur á að fá, eftir þeim regl- um sem áður er getið, er næst fundið hvaða menn eiga að verða uppbótai’þingmemx fyrir hvern flokk. Fær þá fyrsta sætið sá falliixn frambjóðandi flokksins, sem hæsta hefir atkvæðatölu í kjöi’dæmi, 2. sætið sá, sem að honum frágengnum hefur at- kvæðatölu, er nemur hæstri hundi’aðstölu gildra kjörseðla í kjördæmi sínu og þannig á víxl. Hafi flokkur íxotað sér þá heinx- ild að láta röðun fylgja landlista, fær 3. uppbótarsætið sá fallinn fxambjóða»di flokksins, sem efstur er í i’öðinni og síðan fer 3. hvert sæti eftir röðuninni, með öðrum orðum 3., 6 og 9., ef um svo mörg uppbótarþingsæti er að ræða fyrir flokk. í greinarköflum þessum hef eg- reynt að skýra aðallega frá því, sem nýmæli mega teljast og al- menning varðar mestu. Slept aft- ur hinu, sem aðallega eða ein- göngu eru reglur fyrir kjör- stjórnir og kjörstjóra. Kjör- stjórnirnar verða vitanlega að kynna sér lögin sjálf vandlega og hafa því ekki gagn af stuttri greinargerð um þau. Eg hef skrifað þetta í flýti og má vel vera að ýmsu sé sleppt, sem þörf var að skýra fyrir almenningi, en þó vona eg, að ýmsir þeir, sem ekki eiga kost á að lesa lögin sjálf, geti orðið nokkru fi’óðari um þau við lestur greinarinnar. Sunclnámskeið verður haldið að Laugalandi 21. maí til 3. júní n. k. Kennari verður Hermann Stefánsson. Kennslugjald kr. 2.00 pr. viku, greið- ist fyrirfram vikulega. Einnig verður, ef nægileg þátttaka fæst, haldið uppi sundkennslu á sunnu- dogum, frá 3. júní til 1. september, með sama kennara. Kennslugjald kr. 2.00 greiðist fyrirfram. Væntanlegii- þátttakendur í nám- skeiðunum láti Björn Jóhannsson, á Laugalandi vita fyrir 15. maí n. k. | CasRmir- svört, nýkomin Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild. ■MMHiilMIMiliHMIMi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.