Dagur - 08.05.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 08.05.1934, Blaðsíða 1
 DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhaivus- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÖR. Norðurgötu 3. Talslmi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dea. XVII . ár. ? Akureyri 8. maí 1934. I 50. tbl. Er dr. Nielsen og förunaut- Fundahöld. ar hans á lífi? Fylgd armenn fara litt búnir á jökulinn. (Mánudagsmorgun). Mjög eru menn orðnir hræddir um dr. Nielsen og þó sérstaklega fylgdarmenn hans tvo, er áttu að bíða við jökulröndina, unz dr. Nielsen og förunautar hans kæmu af jöklinum. Þá er fylgdarmönn- um þótti seinka um of til byggða, var farið að leita þeirra, og fannst þá tjald þeirra rifið og miði, sem skrifað var á, að þeir félagar hefðu lagt á jökulinn að leita dr. Nielsen, er orðinn var þá á eftir áætlun, þótt auðvitað hefði hann getið þess, að vel gæti aftur- koma hans dregizt fram yfir til- settan tíma. Hafa hvorugir komið fram og eru menn nú mjög smeykir um þá, sérstaklega fylgd- armennina, eins og áður er sagt, því þeir munu engan útbúnað hafa með sér haft á jökulinn hæf- an í slíka svaðilför. Dr. Nielsen mun hafa verið vel að öllu búinn, með tjald, áttavita og vistir, svo að enn sé á engan hátt örvænt um hann og þá, er með honum gengu á jökulinn. Innlendar fréttir. Af hálfu Framsóknarflokksins verða I kjöri í Rangárvallasýslu sr. Sveinbjörn Högnason og Helgi Jónasson, læknir á Stórólfshvoli. Fór prófkosning á undan og tóku þátt í henni 470 manns, er allir hafa lýst yfir fylgi við Framsókn- arflokkinn. Parísardeild, sem um leið er megindeild hins mikla félags Al- liance Francaise, hefir sæmt frk. Þóru Friðriksson í Rvík heiðurs- peningi úr silfri, fyrir starfsemi hennar í þágu félagsins. Afhenti fulltrúi Frakka henni peninginn og þakkaði henni einnig um leið fyrir hið mikla starf hennar hér á landi í þágu franskra bók- mennta. sem gerð og litum var stillt í hið fegursta samræmi. Sömuleiðis glitofna ábreiðu eða veggtjald, skínandi fagurt, ofið í sama stíl og gömlu, íslenzku glitáklæðin, sem einmitt um síðustu aldamót voru að hverfa úr sögunni, fyrir skilningsleysi landsmanna* á eigin ágæti og gleypifýsn þeirra við mörgu útlendu fánýti. Ennfremur var þarna ýmis smærri flosvefn- aður, en allt með sama snilldar- handbragði. — Á hin útlenda heiðurskona hinar mestu þakkir skilið fyrir þessi afrek sín í þágu einnar hinnar elztu og fegurstu íslenzkra listgreina. Fagurt tsl handbragð. Fátt íslenzkrar framleiðslu, þeirrar er sýnd var í gluggum »íslenzku vikunnar«, mun að feg- urð hafa jafnast við heimilisiðn- aðinn frá Svalbarði, er sýndur var í gluggum Gudmann' Efter- fölgers hér á Akureyri, þótt færri munu því miður hafa tekið eftir en skyldu. Unnið höfðu þær mæðgur frú Bertha Líndal og frú Helena dóttir hennar. Sérstaklega er vert að geta um gölfdúk mik- inn og fagran, 2i/2x3'/2 metrar að stærð, al-handflosaðann, þar Hátíðardagur verkamanna fór að öllu friðsamlega fram á þriðju- daginn hér á Akureyri. Kommún- istar fylktu sér til kröfugöngu undir rauðum fánum og merkjum með ýmsum vígorðum. í kröfu- göngunni tóku þátt um 100 full- orðnir menn og konur og all- margir unglingar. Hófst kröfu- gangan með útifundi við Verk- lýðshúsið og" töluðu þar Sigþór Jóhannsson fyrir Verkamannafé- lag Akureyrar, en Áki Jakobsson fyrir Kommúnistaflokk íslands. Kröfugangan nam staðar hér og þar og voru þá ræður fluttar. — Merki seldu á götunum bæði Verkam. fél. og Verklýðsfél., og samkomur héldu þau um kvöldið, Vkm.fél. í Nýja-Bíó, en Vkl.fél. í Samkomuhúsinu til ágóða fyrir björgunarskútu Norðlendinga. — I Samkomuhúsinu flutti sr. Frið- rik Rafnar snjalla ræðu, björgun- armálum til styrktar, »Geysir« söng nokkur lög og Sigfús Hall- dórs frá Höfnum, skólastjóri, las upp nokkur kvæði. — f Nýja Bíó söng Karlakór Akureyrar nokkur lög, og ýms erindi voru flutt. Á Siglufirði urðu lítils háttar róstur, að því er útvarpsfregn þaðan hermir. Höfðu unglingar með íslenzkan fána safnazt í hóp á vegi kröfugöngu kommúnista og vildu ekki víkja. Varð þar þóf nokkurt og reif Þóroddur Guð- mundsson íslenzka fánann af stönginni. Var þegar skotið á réttarhaldi og skilaði Þóroddur þar fánadúknum, en eigi höfum vér síðan haft greinilegri fregnir af þessum atburðum. útvarpsfregn hermir, að Hann- es póstur á Núpsstað hafi á Skeiðarársandi eftir hlaupið fund- ið allmarga lurka, snjáða og gamla. Eru engir skógar nálægir jöklum, þar er Skeiðará hefir hlaupið og skilja menn því ó- gjörla enn, hvernig á lurkum þessum stendur. Hefir Hannes tekið sýnishorn af lurkunum og mun verða leitað álits sérfróðra manna um þá. Skólum er nú sem óðast sagt upp víðsvegar um land, og þar á meðal kennaraskólanum í Reykja- vík. Var þar í vetur 4. deild, auk 3. deildar, er áður hefir verið. í 4. deild sátu farkennarar er próf hafa tekið áður. — Alls tóku 54 nemendur kennarapróf. Þessi vet- ur var 25. starfsár kennaraskól- ans. Hafa alls útskrifast úr hon- um 532 nemendur, en af þeim starfa nú um 250 við barnaskóla hjá ríkinu. — Hingað komu í gærmorgun snemma Flateyingar, er lögðu heimanað om miðnætti. Höfðu þeir meðferðis rauð- maga, er þeir seldu á 25 aura hvern og var mikil ös í kringum þá. Félag barnakennara við Eyjafj&rli heldur aðalfund næstkomandi sunnudag f Baraaskóla Akureyrar, Allmikið er nú orðið um funda- höld víðsvegar um landið í sam- bandi við og til undirbúnings næstu alþingiskosningum. Bænda- flokksmenn boðuðu nýlega til funda í Árnessýslu. Eitt af því, er mikla eftirtekt vakti, var það, að glæsilegasti ræðumaðurinn í þeim flokki, Tryggvi Þórhallsson, las upp skrifaða ræðu á fundun- um, og mun það aldrei hafa kom- ið fyrir áður, að hann hafi ekki treyst sér til að halda stjórnmála- ræður af munni fram. Bendir þessi nýja aðferð hans á, að hann muni ekki að fullu treysta á mál- stað sinn. Þá vakti það ekki Jitla eftir- tekt, að fundaboðendur afskiptu mjög frambjóðendur Framsókn- arflokksins um ræðutíma; tóku mestallan fundartímann til eigin nota, til árása á fyrri samherja, en skáru við nögl ræðutíma þeirra iil andsvara. Þykir þessi aðferð ekki síður benda á meðvitund um illan málstað. En aðferðina hafa Bændaflokksmenn lært af íhald- inu. Frambjóðendur Framsóknar- flokksins í Eyjafirði héldu flokks- fund úti í Svarfaðardal síðastl. sunnudag. Ber öllum kunnugum saman um, að fylgi þeirra Einars Árnasonar og Bernharðs Stefáns- sonar hafi lítið sem ekkert hagg- ast í Svarfaðardal, þrátt fyrir klofningstilraunir »bændavin- anna«. Þá hefir Jónas Jðnsson undan- farinn hálfan mánuð stofnað til almennra funda víðsvegar í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Hafa fundir þessir borið þess vott, sem að vísu var vitað áður, að J. J. á eindregnu og óskiptu fylgi Fram- sóknarmanna að fagna í kjör- clæminu, en þeir eru, eins og kunnugt er, í margföldum meiri- hluta í Suður-Þingeyjarsýslu. Enn boðaði Jónas Jónsson til fundar í gær í þinghúsi Glæsibæj- arhrepps. Á fundinum mættu 50 —60 manns. Fundarstjóri var Kristján Sigurðsson kennari. F'ullt réttlæti vár látið ráða um ræðutímann, þannig að honum var skipt jafnt milli flokkanna. Af' hendi Framsóknarflokksins töluðu auk fundarboðanda, báðir frambjóðendur flokksins í kjör- dæminu, af hendi Sjálfstæðis- flokksins Einar Jónasson, annar frambjóðandi þess flokks, en af hendi kommúnista þeir Aðalbjörn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.