Dagur - 09.06.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 09.06.1934, Blaðsíða 2
Rúsinar fást nú í Nýlenduvörudeild K. E.A. SVAMPAR og ýmsar aðrar lireinlæfisvörur. nýkomnar í Nýlenduvörudeild K. E. A. það skammir um Bergstein, að hann skuli fylgja þeim Stefáni og Pétri, eða eru það skammir um þá, að þeir skuli þiggja stuðn- ing Bergsteins? Nýtt viti. Á sama fundi var Stefán á Varðgjá að gera grein fyrir á- stæðunum til stofnunar Bænda- flokksins. Ekki kvað hann það vera rétt, að flokkurinn hefði ver- ið stofnaður vegna »þreytu« for- ingjanna. Hann sagði að náðar- faðmur Sjálfstæðisflokksins hefði staðið þeim opinn! Haldið þið, sagöi Stefán, að ekki hefði verið tekið á móti okkur inn í Sjálf- stæðisflokkinn? Síðan benti hann á, hvað það hefði verið þægilegt fyrir »bændavinina« og kostað þá litla áreynzlu, að ganga beint inn í gamla vítið — þ. e. Sjálfstæðis- flokkinn. — Það hefðu þeir þó ekki gert, heldur rokið til og stofnað »nýtt helvíti« þ.e. Bænda- flokkinn. Á þessum athöfnum væru svo sem engin þreytumerki! Fundarmenn höfðu orð á, að samlíkingin væri ekki sem smekk- legust, að líkja Bændaflokknum við kvalastað fordæmdra sálna. Má þó vera, að’ samlíkingin sé rétt að því leyti, að í Bænda- flokknum séu villuráfandi sálir á stjórnmálasviðinu. Kontant-verzlun. Stefán á Varðgjá sagði, að Bændaflokkurinn ætlaði að reka pólitíska verzlun, en það ætti að vera kontant-verzlun þannig, að hönd seldi hendi. Ekki gat hann um, við hvaða flokk ætti að verzla, enda þurfti þcss ekki; allir vita, að verzlunin á að fara fram við íhaldsflokk- inn, því við jafnaðarmenn vilja »bændavinimir« engin skifti hafa og Framsóknarmenn telja þeir svikara. En hafa Bændaflokks- menn athugað það, að vandkvæði geta orðið á því, að láta hönd selja hendi í tilvonandi viðskift- um þeirra við íhaldið? Ekki geta þeir verzlað á sama hátt og laup- paðurinn, sem selur varning sinn við búðarborðið, gegn peninga- greiðslu út í hönd. Pólitísk verzl- un þeirra verður að byggjast á samningum, sem sjaldan eða al- drei geta orðið uppfylltir í augna- blikinu. Langlíklegast er, að í- haldsmenn ginni fyrst »bændavin- ina« til verzlunarsamninga við sig, fái sínum kröfum fullnægt, en svíki svo um gjaldjð á eftir. Aðfinnsla Stefríns i Fagra- skógi. Stefán í Fagraskógi fann á- stæðu til að lýsa því yfir á Hrafnagilsfundinum, að Kaupfé- lag Eyfirðinga tæki ekki þátt í kosningabardaganum. Yfirlýsing- in var með öllu óþörf. Það er á allra vitund, að Kaupfélag Ey- firðinga, sem stofnun, er ópóli- tískt. Aftur á móti gat Stefán um það í aðfinnslutón, að einhverjir starfsmenn kaupfélagsins ynnu með Framsókn, en á móti sér og Bændaflokknum. Þetta er ekkert óeðlilegt. Einstaklingarnir eiga að vera frjálsir með skoðanir sínar og athafnir í þessu falli. Stefán á Varðgjá, sem er endurskoðandi kaupfélagsins, mætti á fundinum og tók þátt í honum sem stuðn- ingsmaður Bændaflokksins. Ekki gat Stefán í Fagraskógi um, að þetta væri neitt aðfinnsluvert, sem það og ekki var. Ekki hyggilegt. Annar frambjóðandi kommún- ista sagði á fundinum, að ekki væri hyggilegt að berja höfðinu á sjálfum sér við stein. Allir skynsamir menn munu vera hon- um sammála um þetta. En í öðru falli munu kommúnistar hafa sínar sérskoðanir á höfði og steinum. Þeir telja það hyggilegt, að berja steinum við. höfuð ná- unga síns, ef hann hefir aðra skoðun en þeir. Að minnsta kosti hafa þeir gert það á Siglufirði, þar sem þessi frambjóðandi er einn af fyrirliðum kommúnista. Aðrir en kommúnstar líta svo á, að þetta sé heldur ekki hyggilegt, maður eigi hvorki að berja eigin höfði við stein, né kasta steinum að annara höfðum. Eitt 6g hið m. Nazisminn er aðflutt einræðis- og ofbeldisstefna. Hann vill af- nema bæði lýðræði og þingræði og láta stjórna með miskunnar- lausu hervaldi. Nazistar halda bókabrennur, til þess að tortíma ritverkum frægra höfunda með frjálsri hugsun. Nazistar ofsækja sína frægustu vísindamenn og flæma þá í útilegð. Þeir setja upp gaddavírsgirðingar, til þess að geyma í pólitíska fanga, sem ekkert hafa til saka unnið annað en að hafa aðrar skoðanir en naz- istar. fhaldsblöðin hæla þessari stjórn- málastefnu. Hún hefir skotið upp sinum andstyggilega haus hér á landi, og íhaldið nærir þann haus á spena sínum. Jón Þorláksson, formaður íhaldsflokksins, hefir sent íslenzku nazistunum opinbert þakklæti fyrii- stuðning við flokk- inn og kallaö þá »menn með jhreinar hugsanir«. Knútur Arn- grímsson heldur því fast fram, að ef íhaldsflokkurinn kæmist til valda, þá verði hann að stjórna eftir reglum nazista, annars haldi hann ekki völdunum »stundinni lengur«. Ungur nazisti í Reykja- vík er sendur út af örkinni, til þess að nema nazistafræði í Þýzkalandi og í kostnað við það nám er tekið fé frá mötuneyti safnaðanna í Reykjavík. Allt hnígur hér að einum og sama punkt: ihaldsflokkurinn og nazistar eru eitt og hið sama. Stundum er það að vísu látið heita svo, sem einhver skoðana- munur sé ríkjandi milli þessara tveggja flokksdeilda, en það er einungis í því skyni gert að villa mönnum sýn. Þannig látast.naz- istar vera að bjóða menn fram til Tapasf hefir 7. júní af bifreið, frá Möðruvöllum í Hörgárdal að Kaupfélagi Eyfirðinga, Akureyri, poki með sængurfötum og tösku. Skilist til Eggerts Davíðssonar, Möðruvöllum. ÚTVARPIÐ. Laugard. 9. júní: Kl. 18.45 Barnatími. Guðný Hagalín les fyrir börnin. Kl. 19.25 Tónleikar. Kl. 20.30 Leikrit: Ekkjustand. Brynjólfur Jóhannesson, Soffía Guðlaugsd. o. fl. Sunnud. 10. júní: Kl. 11. Messa í Dóm- kirkjunni (sr. Bjarni Jónsson). Kl. 15 Tónleikar (Hótel ísland). Kl. 18.45 Barnatími; sr. Friðrik Hall- grímsson. Kl. 19.20 Grammófóntón- leikar. KI. 20.30 Baldur Andrésson: Erindi um Beethoven. Kl. 21 Gramm- ófóntónleikar. Síðan danslög. Mánud. 11. júní: Kl. 19.25 Benedikt Jakobsson: Erindi. Kl. 20.30 Vilhj. Þ. Gíslason: Suður-Ameríka. Erindi. Kl. 21 Útvarpstónleikar. Daníel Þor- kelsson syngur. Síðan grammófóntón- leikar. þings í trássi við íhaldið, en þeir bjóða einungis fram í þeim kjör- dæmum, þar sem íhaldsmenn ^ru hárvissir að ná kosningu hvort sem er. Framboð' nazistanna er því ekkert annað en skollaleikur til blekkingar kjósendum. Hvenær sem mikils þykir við þurfa, skríða þessi tvö flokksbrot saman og beita sér einhuga að skemmdar- verkunum. Því efnhuga verður það að kallast, þó einstaka íhalds- maður, sem enn hefir ekki getað kyngt nazismanum, standi hjá ó- virkur. Þessi tvíhöfðaði flokksþursi mun, hvenær sem honum þykir hentugt, stofna til meiðinga eða jafnvel manndrápa, ef þjóðin verður svo blind að fela þessari ófreskju völdin. SKRIFSTOFA FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS verður opin daglega fyrst um sinn í Skjaldborg kl. 8—10 eftir hádegi. Knattspymuimót II. og III. flokks verður þreytt á morgun, sunnud. 10. þ. m. á Þórsvellinum. Kl. 5 e. h. keppa III. fl. Þór og K. A. Kl. 8 e. h. keppa II. fl. Þór og K. A. Aðgangur 50 aura. Tilkyiming. Svarðarútmæling verður fram- kvæmd af Halldóri Guðmundssyni, Naustum, Tryggva Jónssyni Strand- götu 43 og Stefáni Grímssyni Ár- gerði og verður hagað þannig: Útmæling í Eyrarlandsgröfum á laugardögum kl. 6—8 eftir hádegi. Útmæling í Naustagröfum á mánu- dögum kl. 7—8 eftir hádegi. Út- niælt í Kjarnagröfum á þriðjudög- um kl. 7 — 8 eftir hádegi. Útmælt í Bændagerðisgröfum á laugardögum kl. 6—8 eftir hádegi. Eins og að undanförnu verða kýr ekki hafðar í pöS3un á þessu sumri. En aftur bæjarbúum skylt að hafa þær kýr í félagspössun, sem ganga eiga í högum bæjarins. — f*eir kúa- eigendur, sem brjóta á móti þrí, verða að greiða aukahagatoll til bæjarins, sem svarar pössunargjaldi. — Kýr má ekki hafa annarstaðar í bæjarlandinu en kúahögunum í fjall- inu og Kjarnalandi. Hestaeigendum er skylt aö til- kynna um þá hesta, sem þeir ætla að hafa í högum bæjarins, og hve langan tíma. Sjáist hestar bæjarbúa í högunum, sem ekki er beðið fyrir, veröur litið’ svo á sem þeir eigi að vera þar og krafið um hagatoll fyrir þá. Hestum má eigi sleppa í kúa- hagana. — Ferðamannahestum má ekki sleppa í bæjarlandið. — Sauðfé og geitum ber að halda til búfjár- haga, og skorað er á garða- og tún- eigendur að girða lönd sín fjárheld- um girðingum eins og gera ber samkvæmt lögreglusamþykkt. Bæjarstjórinn á Akureyri, 7.‘júní 1934 Steinn Steinsen. Tilkynning. Ungmennastúkan Akurlilja nr. 2 fer gönguferð á sunnu- daginn. Lagt verður af stað frá barnaskólan- iim kl. 8 f. h. Mætið stundvíslega. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds BjÖrnssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.