Dagur - 14.06.1934, Page 3
66. tbl.
DAGUR
185
Skrifstofa
Framsöknarflokksins
verður opin daglega fyrst um sinn í Skjaldborg
kl. 8—10 e. m.
endur kommúnista, g'era atkvæði
sín ónýt, nema að því leyti sem
þau geta orðið til hagræðis fyrir
íhaldsflokkinn.
Lup íhaidsinenn
að konunoinum?
íhaldsmenn eru símasandi um
það í blöðum sínum og á mann-
fundum, hvílík svívirðing það
hafi verið af Framsóknarþing-
mönnum að ætla að mynda bráða-
birgðastjórn fram yfir næstu
kosningar 1 samvinnu við þing-
menn Alþýðuflokksins.
Þessi væntanlega samvinna milli
flokkanna um stjórnarmyndun
byggðist á þremur mikilsverðum
atriðum: Skipulagning afurðasölu
bænda, skipulagning vegavinnu-
kaups í opinberri vinnu og við-
haldi á takmörkun innflutnings á
óþörfum varningi.
í þessu var svívirðing Fram-
sóknarmanna fólgin að dómi í-
haldsins, og »Bændavinirnir«
taka óspart undir þennan söng í-
haldsmanna.
En hvernig var það 1931?
Halda íhaldsmenn, að atburðirnir
frá því ári séu gleymdir?
í skrílviku íhaldsmanna tóku
þeir höndum saman við sósíalista.
Um hvað? Um að mynda bráða-
birgðastjórn með sósíalistum
fram yfir næstu kosningar, alveg
í sama formi og Framsóknar-
menn ætluðu að gera á aukaþing-
inu í vetur.
f skrílvikunni simuðu íhalds-
menn konungi og kváðust reiðu-
búnir til að mynda þingræðis-
stjórn, en hana gátu þeir ekki
myndað nema 'í samvinnu við
sósíalista.
Var þetta þá ekki líka svívirð-
ing?
Undan þessum beizka sannleika
komast íhaldsmenn aðeins á einn
veg. Þeir geta haldið því fram, ef
þeir vilja, að þeir hafi aldrei ætl-
að að mynda stjórn með sósíalist-
um; þeir hafi bara verið að ljúga
þessu að konunginum.
Nú hafa íhaldsmenn um tvo
kosti að velja: Annaðhvort verða
þeir að játa á sig þá svívirðu að
eiginn dómi, að þeir hafi ætlað að
mynda stjórn með sósíalistum,
eða þá að þeir hafi logið að kon-
unginum.
Hvorn kostinn taka þeir heldur?
»Baráttunefndin gegn fasismaog
striði« boðaði til »almenns mót-
mælafundar gegn fasisma og
stríðk i Samkomuhúsi bæjarins
á sunnudaginn var. Þar þrumuðu
þeir Jón Rafnsson og Einar 01-
geirsson móti fasisma og stríði.
Vitanlega er heimsfriðnum ekki
agnar ögn betur borgið, þó þeir
Jón og Einar haldi ræður í Sam-
komuhúsinu, og fasisminn í heim-
inum fer einnig sína leið þrátt
fyrir það. En hitt væri vert fyrir
kommúnista að athuga, að hér
innanlands eru þaö einmitt þeir
sjálfir, sem með byltingabrölti
sínu og heimskulegum gaura-
gangi hafa vakið upp fasista-
drauginn, sem þeir eru á engan
hátt færir um að ráða við eða
kveða niður. Draugurinn, sem
þeir hafa vakið upp, ofsækir þá
sjálfa, og eiga þeir naumast betra
skilið. Helzta ráðið til þess að
draga úr ofsa fasistadraugsins er,
að kommúnistar hagi sér svolítiö
skikkanlegar en þeir hafa gert að
þessu. Þeir verða fyrst að sigra
sinn eiginn ofsa, áður en þeir
geta vænzt þess að sefa ofsa ann-
ara. Það mega kommúnistar vera
vissir um, að því fastara, sem
þeir spenna ofb'eldisboga sinn,
því hærri fasistaalda rís á móti
þeim, og sú alda gleypir þá að
lokum, ef þeir þá ekki verða fljót-
ari til að leggja hönd á flokk
sinn, eins og nú sýnist helzt útlit
fyrir, þar sem allt logar í ófriði
innan kommúnistaflokksins og
brottrekstrar eru daglegir við-
buröir.
Annars er talið að tilgangur
fundarins hafi eingöngu verið
kosningaveiðar, og er það ekki ó-
líklega til getiö.
Hversvegna er málaflutningur
Tryggva Þórhallssonar gagnvart
Framsóknarflokknum jafn sví-
virðilegur og raun ber vitni?
Hversvegna ber hann sinn eigin
flokk nú þungum og ósönnum
sökum? Þannig spyrja nú margir
Framsóknarmenn.
En ráðningin á þessari gátu er
afar auðveld.
Það er alviðurkennt sálfræði-
legt lögmál, ef einhver gerir öðr-
um rangt til, þá fer hann að bera
þungan hug til þess, sem fyrir
ranglætinu varð. Þetta verður ó-
afvitandi. En svæsnasta hatur
manna á milli verður oft til á
þennan hátt.
Tr. Þ. rauk úr Framsóknar-
flokknum í einhverju mikil-
mennskubráðræði í vetur. Hann
hóf þegar svæsnustu árásir á
fyrri samherja og samverkamenn.
Og hætti samtímis að rita frið-
arhugleiðingar í »Framsókn«. —
Hann veit vel, að hann hefir'haft
Framsóknarflokkinn fyrir röng-
um sökum. En hann getur ekki
gert við því að halda því áfram.
Af því að hann liefir beitt flokk-
inn ranglæti, þá finnst honum að
flokkmrinn sé illur. Og við hverja
skammagrein sem hann skrifar í
»Framsókn«, magnast hatrið át
gömlum vinum og samherjum .
— r.
Vegavinnukaupið.
Þorsteinn Briem hefir lofað því
a() hækka vegavinnukaup í ríkis-
sjóðsvinnu 1. júlí næstk. Um það
leyti byrjar sláttur og sveitamenn
flestir hverfa þá frá vegavinn-
unni til þess að sinna heyskapar-
störfum. Þeir njóta því einskis
góðs af kauphækkuninni. .Dálag-
legt sýnishom af bændavinátt-
unni!
Æilar ihaldið að hjálpa
/óni i Stóradal?
Þess hefir áður verið getið í
þessu blaði, að íhaldsmaðurinn
Þórarinn á Hjaltabakka hafi á
fundi á Blönduósi farið þess á leit
við íhaldsmenn í Austur-Húna-
'vatnssýslu, að þeir greiddu Jóni í
Stóradal atkvæði við kosningarn-
ar 24. júní. Pétur Ottesen kvað
liafa beðið Þórarin að sjá um
þetta, en búast má við að Pétur
standi í sambandi við forystu-
menn íhaldsins í Reykjavík um
þetta ráðabrugg. Haft er eftir
háttsettum íhaldsmönnum að Jón
í Stóradal 'megi alls ekki falla,
þeir verði að sjá um, að það komi
ekki fyrir, þvi það eigi Jón skilið
af íhaldinu fyrir vikalipurð hans.
Það eru því allar horfur á að í-
haldið ætli að svíkja Jón á Akri
og taka nafna hans fram yfir
hann.
Leiðbeiningar
um fiskverkun.
Samdar áfundi yfirfiskimatsmanna 1933.
Niðurlag.
Þi?gar fiski er staflað úr þvotti,
verður aó stafla honum í mjóar
stæður, svo að vatn geti hæglega
sigið úr honum. í þessum stæðum
verður fiskurinn að standa
minnst 5 daga og þá umstaflast
þannig, að það sem ofan á var
verði undir. Aldrei má breiða
fisk fyrr en búið er að umstafla
hann. Sé það gert, loða við hann
saltkorn, sem annars hrynja úr
honum og gera fiskinn hrjúfan
og áferðarljótan, ef þau festast í
honum.
Upp úr þvotti má ekki salta
fisk nema örlítið.
Við breiðslu fisksins sem og
aðra tilfærslu, er þess sérstaklega
að gæta, að hann brotni ekki eða
óhreinkist, þegar honum er hellt
af börum eða fleygt í stakk.
Stakkar eiga að vera hlaðnir
þannig upp, að þeir séu alltaf
stærri ummáls að ofan en neðan,
svo segl eða aðrar umbúðir liggi
laus frá hnökkum nema á stakk-
brún. Breiðsla á sama fiski dag
eftir dag er árangurslaus og
skemmir fiskinn.
Þegar fiskur er geymdur lengi,
hvort heldur er metinn eða ómet-
inn, laus eða í pökkum, verður að
búa vel um hann með tvöföldum
strigamottum eða seglum (undir
seglum verður ávallt að hafa
stfiga eða mottur til að verja
slaga). Áríðandi er að loftræst-
ing sé góð í fiskgeymsluhúsum.
Nauðsynlegt er að hreyfa fiskinn
(umstakka) innan 3 vikna frá
því hann er fluttur í hús, en þar
á eftir má líða lengra á milli
þess, sem hann er hreyfður. Við
umstaflanir þornar fiskurinn og
verður því að taka tillit til þess
við þurk, hvað hann á að geym-
ast lengi.
Hættulegt er að taka heitan
•fisk úr breiðslu í hús eöa stakk
þó úti sé, því að honum er hætt
við að gulna.
Rétt sýnist okkur að brýna það
fyrir mönnum, að framvísa ekki
til mats á Barcelonamarkað fiski,
sem er alls ekki hæfur fyrir þann
markað.
Þunnur fiskur, blæljótur,
sprunginn og allavega ófríður
fiskur, á að tínast úr (af verk-
stjóra eða eiganda) og þurrkast
meira fyrir aðra markaði, sem
minna tillit taka til vörugæða.
Matið ætti líka að vanda svo, á
fiski, sem á að fara til Barcelona,
að móttakendur geti treyst því og
læri að treysta því, þó er það
þungamiðjan — þrátt fyrir allt
mat og allar reglugerðir — að
hver einasti maður, sem að fisk-
framleiðslu vinnur, vandi verk
sitt eftir beztu getu, leiðbeini
hver öðrum ög þiggi leiðbeining-
ar hvaðan sem þær koma, taki
höndum saman og vinni að því að
fá Spánverja til að viðurkenna
íslenzka fiskinn beztan og þá get-
um við öruggir treyst því, að þeir
vilji ekki án hans vera.
Lauslegt yfirlit, hvernig
byggingar háfa reynzt
á jarðskjálftasvæðinu.
Vafalaust kennir þessi gífur-
legi jarðskjálfti okkur bygginga-
mönnum margt mikilsvert um
styrkleika húsa hér á landi.
Á Dalvík, eða aðaljarðskjálfta-
svæðinu, munu byggingar yfir-
leitt vera eins vel vandaðar og
annarsstaðar á landinu. Þar eru
bústaðir af flestum gerðum sem
þekkjast hér á lahdi: Gamlir og
nýir torfbæir, járnvarin og ójárn-
varin timburhús á steyptum og
hlöðnum kjölluriim og steinhús
af ýmsum stærðum og gerðum,
ýmist vel eða illa byggð, eins og
gengur.
Ekkert hús hrundi algérlega,
en gaflar sprung-u úr nokkrum
steinhúsum og ultu um koll. Þótt
húsin standi og haldi lögun, eru
mörg þeirra mikið liðuð og hafa
misst samhengi og sprungur víða
ágerzt eftir aðaljarðskjálftann.
Skemmdir á húsum virðast ekki
hafa farið eftir aldri þeirra, en
mest eftir frágangi, efnisvöndun
og Konstruktion. ' Torfbæirnir.