Dagur - 16.06.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 16.06.1934, Blaðsíða 2
DAGUR 67. tbl. 188 Og við fregnir þessar rifjast upp fornir atburðir af Ströndum, er tveir fyrrverandi þingmenn kjördæmisins féllu, eftir að þeir höfðu orðið sjálfkjörnir. Sjálf- kjör verðúr aðeins þegar tvenns- konar ákveðin skilyrði eru fyrir höndum; — annaðtveggja að þingmaðurinn hafi nálega hvers manns fylgi í kjördæminu, ellegar að andstæðingarnir séu farnir að fá mætur á frambjóðandanum. Á Ströndum hefir verið, síðan Tryggvi Þórhallsson var þar kjör- inn, allmikill íhaldsminnihluti. En í fyrra við kosningarnar var Trygg-vi Þórhallsson sjálfkjörinn í kjördæminu. Það voru verð- laun íhaldsflokksins honum til handa fyrir það, að hann gekk úr forsetastóli í sameinuðu þingi, til þess að heimta það, að ekki væru neinir »títuprjónar« látnir fylgja fullu trausti á Magnúsi Guðmundssyni út af Hlaðgerðar- kotsmálinu og reyndar fyrir margvislega þjónustu hans og launmakk við þröngsýnustu fé- púkana í Reykjavík. Þess vegna höfðu þeir fengið þvílíkar mætur á Tryggva Þórhallssyni í fyrra. Tryggvi Þórhallsson hefir sann- að það manna bezt með sögufróð- leik sínum, að »sagan endurtekur sig«. Tveir fyrrum sjálfkjörnir pingmenn ð Ströndum haia fallið við litinn orðstír. Þann 24. júní næstkom- andi fdlur þriðji. ViðstaddAur á Ströndum. Bækur (Niðurlag). Eg hefi því reynt að sjá mér út þærhæðirnar, í íslenzkri menningu, sem mér virtust gefa bezt yfir- sýn. Sumum kann að þykja, að eg hafa oft staðnæmst á þúfum, einstökum vísum, vísnaskýringum eða jafnvel einstökum orðum, en það er trú mín, að eðli manna og þjóða komi jafnt fram í smáu sem stóru og oft hvað skýrast í smámunum«. • Að vísu finnst manni stundum í hinum löngu Jiöflum, sem fjalla um mannlýsingar og þjóðarlýs- ingar, að hæpið sé að draga af þeim nokkrar ákveðnar ályktanir um séreðli eða þjóðareinkenni fs- lendinga, og niðurstaðan hljóti að verða á þá leið, að íslendingurinn sé ekki ólíkur því, sem fólk er flest. En höfundi tekst þó, allskil- merkilega, í niðurlagskaflanum, að sýna fram á það, að þeir muni vera í frekara lagi stórlátir, gest- risnir og örlátir og óvenju bók- vísir og skáldhneigðir í hlutfalli við aðrar þjóðir, og vitsmunina dái þeir mest allra dyggða. i fyrri köflum bókarinnar rekur hann, svo sem föng eru á, þróun þess- ara einkenna, allt frá rótum hinna fornu lífsskoðana í Háva- málum, og sýnir fram á með mik- illi skarpskyggni og andríki, hvernig erfðir og staðhættir hafa hjálpast að því að viðhalda ýmsu á Sjávarbakka í Arnarnes- hreppi er til sölu með tæki- færisverði. Steinhús 14X 6>/á al. ásamt skúr úr steini 14X5i/2 al. og auk þess torf- og timburhús innan- mál 6X6 al. Býlinu fylgja 2 dagsl. í fullri rækt af- girt. Semja ber við Pál Kristjánsson eiganda býl- isins. Upplýsingar gefur Árni Jóhannsson KEA. Litlg-Hvammi 11. júní 1934. Páll Kristjánsson. því nýtilegasta í okkar menningu, og efla hana til þessa dags. Þó að bók dr. Guðm. Finnboga- sonar, um íslendinga, sé troðfull af ýmiskonar fróðleik, þá er hún þó mjög fjörlega rituð og á hreinu og; blæfögru máli. Fáum er það gefið, að geta ritað um fjarskyld og erfið viðfangsefni og geta látið andríkar hugsanir í l'jós, í jafn íburðarlausu og léttu, en þó auöugu og kjarngóðu máli, enda bregst honum ekki mál- snilldin, þegar hann fer að lýsa sjálfri íslenzkunni: »íslenzkan hefir verið sem bergvatn, mikil og máttug elfur, svo tær, að allsstaðar sást til botns. Hún hefir ýmist liðið með léttum straumi frásagnarinnar, eða fallið í iðuköstum og gný- strengjum dýrr.a braga. Á leys- ingatímum hafa runnið í hana margir lækir víðsvegar og borið með sér leir og leðju, en þeir hafa aldrei náð að saurga dýpsta ál- inn. Þeir hafa verið skolalitar rákir meðfram bökkunum, og smám saman hefir grómið sokkið til botns og horfið. Aðalvarnir ís- lenzkunnar hafa verið eðliskostir sjálfrar hennar og þær bókmennt- ir, er leiddu þá bezt í ljós, sögurn- ar og ljóðin«. Skemmtilegra tungutak á eng- inn íslenzkur rithöfundur. Bókin er 24 arkir að stærð og skift í XVI kafla: I. Sjónarmið. II. Uppruni íslendinga. III. Land- námsmenn. IV. Stjórnarskipun. V. Lífsskoðun og trú. VI. Huliðs- heimar. VII. íslenzkan. VIII. Sög- urnar. IX. Kveðskapur. X. Listir og íþróttir. XI. Landið. XII. Dýr- in. XIII. Mannlýsingar. XIV. Þjóðarlýsingar. XV. Frá ýmsum hliðum. XVI. Að lokum. útgáfan er hin prýðilegasta, eins og yfirleitt er á bókum Menningarsjóðs, að öðru leyti en því, að með riti eins og þessu ætti að vera nafnaskrá. Fer vel á því, að Menningarsjóður gefi út rit þetta um íslenzka menningu. Um leið og það beinir athyglinni að höfuðeinkennum og meginkost- um íslenzkrar lundar og manns- hugsjóna, ætti það að hvetja fs- lendinga að halda í horfinu og hvika sem minnst frá því, sem bezt hefir veríð í fari þeirra, að fornu og nýju. Benjawdn Kristjánsson. á morgun, sunnudaginn 17. júní. Laus sæti. Samband isl. samvinnufélaga. Hofum til: Handverkfæri allskonar og garðyrkjuverkfæri. Sjóvátryggingarfélag Islands h. f. |AI-fslenzkt félag. újOfmff |iH!|3f. liiioaf. #• Hvergi lægri iðgjöld. Umboð d Akureyri: Kaupfélag Eyfirðinga. Bifreiðastöð Oddeyrar. Sími 260. ATHS. Síöðvai’nafitsið misprenlaðist í Is- lendingi i gær, i anglýsingunni um suður> ferðina. Herbergi óskast, einhleypur maður. Upplýsingar ClísSfi Ouðmundsson Hótel Goðafoss Messað í Lögmannshlíð kl. 12 á há- degi á sunnudaginn, en EKKI á Akur- eyri kl. 2, eins og stendur í »íslend- ingi«. Fréttavitstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfntim. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Veitinga- skálinn við Fnfóskárbrú verður opnaður sunnu- daginn 17. júní, Krisíján fónsson. Prentsmiðja Odds Bjömssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.