Dagur - 31.07.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 31.07.1934, Blaðsíða 2
236 DAGUR 86. tbl. Vinum og vandamönnum tilkynnist, að okkar hjartkæra eiginkona, móðir og tengdamóðir, GuðbjÖrfl Steinína Steingrímsdúttir, andaðist 27. þ. m. jarðarförin fer fram n.k. laugardag (4. ágúst) og hefst með húskveðju á heimilinu, Strandgötu 25 B, kl. 1. e. h. Ingib/'örg Halldórsdótíir. Guðmundur /. Seyðfjörð. Ingólfur Guðmundsson. Steingrímur G. Guðmundsson. Skölasýningin í Reykjavík. (Niðurl.) Lítum nú sem snöggvast inn í stofur eldri skólanna. Alþýðuskól- arnir tveir sýna nokkrar, lagleg- ar teikningar, — ekkert annað. Kvennaskóli Reykjavíkur sýnir vandaða vinnu, bæði saum, út- saum og teikningar. Kennaraskólinn sýnir ofurlítið af snoturri handavinnu og teikn- ingum, en ótrúlega lítið og fá- breytt. Gagnfræðaskólarnir í Vest- mannaeyjum, Hafnarfirði og Rvík sýna dálítið af vel gerðum hlutum, en gagnfræðaskólinn á ísafirði »slær í gegnum«. Hann sýnir í 4 stofum, og þó sumar þeirra séu hálftómar, er sýningin samt seni áður allstór. Lúðvík Guðmundsson skólastjóri hefir, á- samt ágætri, þýzkri kennslukonu, sem starfar við skóla hans, gert sýninguna þannig úr garði, að það er ekki einungis hægt að sjá hlutina fullgerða heldur einnig læra að búa þá til. Efnið er sýnt og lesmál fylgir. Um allar stof- urnar hanga spjöld, með áletruð- um leiðbeiningum. Þar sjáum við eðlisfræðisáhöld, sem nemendur hafa smiðað úr ódýru efni með einföldum tækjum um leið og þeir lærðu námsgreinina. Teikn- ing er sýnd allt frá fyrsta krassi barnsins, stig af stigi til marg- brotinna mynda. Af þessari sýn- ingu er margt að læra, einkum fyrir alþýðu- og gagnfræðaskól- ana. Nú eru útlendu sýningarnar eftir. Þær bera nokkuð annan svip en hinar íslenzku. úrval er minna, meira gert til þess að láta birtast rétta mynd af starfinu á ýmsum aldri. Vinnubrögð eru fjölbreyttari hjá börnunum, t. d. hafa dreng- irnir málmsmíði og búa til eðlis- fræðiáhold. Vinnubækurnar eru fjölbreyttax-i, teikningar frjálsari og meira hagnýtar heldur en list- rænar. Að síðustu skólabóka- og á- haldasýningin norræna. Hér dvelja kennararnir mest. Ætli maður nokkuð að athuga, kostar það minnst einn dag. Við sitjum og skrifum pöntun- arlista. Það er mikil freisting að sitja lengur og bæta á listann: Handbækur í öllum námsgrein- um, smávegis kennsluáhöld, myndir, kort, skuggamyndafilm- ur o. fl. Sænsku forlögin gefa 50% afslátt, þau dönsku hafa líka afarlágt verð. Hvenær höfum við, andlega hungraðir kennarar, komizt í annan eins mat? En peningarnir segja stopp og bókalistarnir eru afhentir. Við göngum út. Hver er þá árangur þessarar sýningar? Hefir kennaralið landsins lært af henni og almenn- ingi opnast sýn yfir þessi mál? 1 Því má hiklaust játa. Margir skólar sýndu fjölbreytt úrval af vinnubi’ögðum sínum, sem kennarar skoðuðu vandlega og hafa þannig lært margt hver af öðrum, sem þeir flytja með sér inn í skóla sína á næsta vetri eða veti'um, og börnin njóta. Með nýjum störfum kemur nýr áhugi og gleði, en það eru, áhrifaríkustu öflin til framgangs náminu i hverjum skóla. Foreldrar og aðrir þeir, er sóttu sýninguna, hafa þar fengið tæki- færi til þess að kynnast starfi skólanna betur en þeir hefðu átt kost á á annan hátt. Marga stór- furðaði á hvað börnin gátu gert og höfðu ox-ð á því. Þannig hefir sýningin aukið réttan skilning og viðurkenningu á skólunum. Auk þess má af þessari sýningu marka ljóst, hvar við erum stödd í skólamálum og hvert stefnir. Við erum á eftir grannþjóðun- um, það dylst engurn, en hvei'nig gæti lika annað vei-ið? Saga barnaskólanna okkar nær yfir 27 ár eða frá árinu 1907, er við fengurn lög um almenna skóla- skyldu. Danir fengu samskonar lög tæpum 100 árum fýrr (1814) og Norðmenn meira en hálfri öld á ■ undan okkur. Þarf því engan að furða, þótt allt sé þar full- komnara og með fastara skipu- lagi en hér. En íslenzku barnakennararnir eru yfirleitt áhugasamir. Sumir þeirra hafa, þrátt fyrir féleysi, brotizt út fyrir »pollinn« og kynnt sér skólanýjungar ná- grannaþjóðanna. Þegar heim kom, hafa þeir eftir megni inn- leitt nýja og betri vinnuhætti. Mátti á sýningunni sjá þessa glögg merki, því þar voru til al- veg samskonar vinnubi’ögð, eins og sumt af því nýjasta á erlendu sýningunum. Við erurn á harðahlaupum að elta útlent skólafyrirkomulag. Er nokkurt vit í því ? Ég held það; svo fi-amarlega sem við höldum áfram með skólana, en hverfum ekki aftur til heimilisfræðslunn- ar — og’ það munu flestir telja ófæi’t — þá er okkur engin betri leið opin en sú, að læra og sníða eftir erlendum fyrii’myndum. Að sjálfsögðu á ekki að gleypa við öllu, en nýta fyrst og fremst það, sem bezt reynist, skapa síðan í eyður, eftir íslenzkum hugsunar- hætti og staðháttum. Allir, sem gengið hafa með op- Beztu cigaretturnar í 20 st. pökkum, sem kosta kr. 1.10 eru Commander Westminster Virginia cigarettur Pessi ágæta cigarettutegund fæst ávalt í heildsölu hjá Tóbakseinkasölu rikisins. Búnar til af Westminster Tobacco Gompany Limited. London. in augun um íslenzku deildirnar á skólasýningunni, hafa séð að nú stefnir allt til meira starfs í skól- unurn, jafnvel bóklega námið er gei’t starfrænna. Við erum á leið- inni til vinnuskólans. útlendu deildir sýningarinnar sýixa mun lengra komið á þessari leið. í þessa átt verðum við að sækja, því við höfurn engin efni til þess að kosta lengur skóla, sem vekja óbeit á sjálfum sér. Börnin vilja ekki sitja aðgerðarlaus og hlusta, þau elska stai’fið, þess vegna er starfsskólinn þeim hugþekkur. Stefnum ótrauð fram til starfs- skólans, það er skólinn fyrir lífið. Marinó L. Stefánsson. Krossferð itala. Með Dr. Alexandrine lcomu til Rvíkur á föstudaginn 5 manna sendi- nefnd frá Ítalíu. Saemdu þeir, fyrir hönd ítölsku stjórnarinnar, 18 íslend- inga heiðurs krossinum ítölsku orð- unnar, í þakklætis- og viðurkenningar- skyni fyrir móttökur Balbo hershöfð- ingja og flugmannasveitar hans í fyrra. Ásgeir Ásgeirsson var sæmdur heið- urskrossinum af 1. gráðu, en af ann- ari gráðu þeir Magnús Guðmundsson dómsmálaráðherra, Rorsteinn Briem atvinnumálaráðherra og Jón Rorláks- son borgarstjóri; af 3. gráðu þeir Ólafur Thors alþm., Páll Eggert Óla- son, próf, Guðmundur Hlíðdal, land- símastjóri og Stefán Þorvarðsson full- trúi í utanríkismálaráðuneytinu ; af 4. gráðu þeir Þórarinn Kristjánsson, hafn- arstjóri og Friðbjörn Aðalsteinsson, forstjóri loftskeytastöðvarinnar; af 5. gráðu 8 menn, þar á meðal ritstjór- arnir Valtýr Stefánsson og Páll Stein- grímsson, Erlingur Pálsson, yfirlög- regluþjónn, Kristján Albertsson, rithöf- undur, Páll Þorleifsson, ræðismaður Portugals og Gísli Sigurbjörnsson, kaupmaður. ítalarnir hafa fengið leyfi dönsku stjórnarinnar til þess að fara héðan til Grænlands og ganga þar á fjöll. Fara þeir frá Reykjavík til ísafjarðar með varðskipinu Ægir, en þaðan á vélskipi til Grænlands. Leiörétting. Bjarni Bjarnason hljóp Álafosshlaupið á 1 klst. 11 mín. 58 sek., en ekki á 1 klst. 58 mín., eins og stóð hér í blaðinu. Eitstjóri Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Bjömasonar. Hitabylgjur geysa nú víða um lönd, þar á meðal í Canada, Tyrklandi og Grikklandi, en í Bandaríkjunum er hitabylgjan nú í rénun og hef- ir veðrið verið svalai’a og nokk- ur úrkoma hina síðustu daga. Talið er að um 1000 manns að minnsta kosti hafi farizt þar af völdurn hitans. HAPPDRÆTTIO. ] Endurnýjun til 6. fl. () verður framlengt til 6. () ág. Eftir þann tíma () verða óendurnýjaðir mið- () ar seldir öðrum. () Athugið vel; 0 í 6.—10. flokki eru dregn- X ir út 3.500 vinningar fyrir V kr. 798 000.00. Er því sýni- () legt að þeir eiga á hættu () frekar en áður að missa af () e.t.v. háum vinningum fyrir hið litla endurnýjunargjald X Kaupið og endurnýjið seðla. a Freistið gæfunnar. Vinnings- )( líkurnar stór-vaxandi. y P. Thorlacius () bóka- og ritfangaverzlun. 0 Nýkomið mikið úrval af hengilompum borðlompum vegglompum náttlompum. Ennfremur, lampageymar lampar glös og kveikir. Kaupfélag Evfirðinga Járn- óg Olervörudeild,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.