Dagur - 25.08.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 25.08.1934, Blaðsíða 2
I.S. I. K. A. jEinkafyrirtækið' skýrir frá af- leiðingum kaupsamningsins. Sprengimenn Framsóknarflokks- ins hafa lýst sjálfa sig þá einu og sönnu »bændavini«. Af um- hyggju fyrir bændastéttinni börð- ust þeir á móti því að samið yrði um kaupgjald í ríkissjóðsvinnu, því yrði samningaleiðin farin, myndi það leggja landbúskapinn í rústir, sögðu þeir. Var þessi fullyrðing þeirra um skaðsemi slíkrar samningagerðar því ó- skiljanlegri, þar sem Tryggvi Þórhallsson hafði áður farið þá leið alveg átölulaust af »bænda- vinunum«. Nú hafa komizt á samningar um kaup í ríkissjóðsvinnu, milli þess ráðherra, Hermanns Jónas- sonar, sem hefir stjórn vegamál- anna með höndum, og Alþýðu- sambandsins, á þá leið, að kaupið hækkar um 5 til 10 aura á klst. frá því er fyrrverandi atvinnu- máláráðherra, Þorsteinn Briem, hafði greitt fyrir vinnuna. Gerir þetta því 50 aura til 1 kr. hækk- un á dag fyrir verkamanninn. Segjum, að sveitamaður vinni í ríkissjóðsvinnu að vorinu 8 vikna tíma fram að slætti, þá nemur kauphækkun hans yfir allan tím- ann 24 til 48 kr. Þessi kauphækkun vex »einka- fyrirtækinu« svo mjög í augnm, að það lætur blað sitt 11. þ. m. staðhæfa, að um leið og kaup- samningur þessi var gerður, hafi sósíalistar ginnt Framsóknar- menn til fylgis við stjórnarstefnu Rússa; tilgangurinn sé að eyði- leggja bændur, sem hafi verka- fólk. »Þá þarf að ríða niður eins og í Rússlandi og gera alla bænd- ur að einyrkjum«, segir málgag-n »einkafyrirtækisins«. Síðan lýsir blaðið afleiðingum 5 til 10 au. kauphækkunarinnar á þessa leið: »Afleiðingarnar af þessari nýju kaupsamkeppni við sveitabúskap- inn eru auðsæjar. Þegar vega- vinnukaupið er hærra en sveita- búskapurinn getur keppt við, þá leysa þeir menn, sem verið hafa á vist með bændum (og lausa- menn, sem hafa stundað fasta at- vinnu í sveitum), upp staðfestu sína í sveitinni og fara í vega- vinnu. Með vegavinnukaupið »reisa« þeir svo í kaupstaðina. Eftir nokkra mánuði þegar kaup- ið er til þurrðar gengið í dýrtíð kaupstaðanna, við nautnalíf þeirra og skemmtanalíf, þá bæt- ast þeir við atvinnuleysingjahóp- inn«. Hér að framan hefir verið bent á, hverju kauphækkunin nemur á ári fyrir sveitamann, sem vinnur fram að slætti á vegum ríkis- sjóðs, sem er altítt. Það er um 24 til 48 kr. tekjuaukningu að ræða. Þessi tekjuaukning sveita- mannsins á að dómi »bændavin- anna« að stíga honum svo til höf- uðs, að hann verði alveg trylltur; hann leysir upp staðfestu sína í sveitinni, »reisir« með yegavinnu- kaupið í kaupstaðinn, lifir þar nautna- og skemmtanalífi í nokkra mánuði og verður síðan auðvitað, eftir óhóf í nautnum og skemmtunum, að ræfli í atvinnu- leysingj ahópnum. Og öll þessi ósköp ske, af því að aumingja sveitapilturinn fékk 24 kr. tekjuauka eða kannske ríflega það. Mikið er vald þessara fáu króna, að þær skuli geta gjörspillt sveitafólkinu svona gífurlega, eins og »bændavinirnir« skýra frá. Aldrei mun fyrr á prenti hafa sézt jafn ömurleg lýsing á staðfestu- og þroskaleysi bænda- fólks eins og í blaði »bændavin- anna«, ekki einu sinni í Morgun- blaðinu. En meðal annara orða: Hvers vegna hafa forustumenn »einka- fyrirtækisins« leyst upp staðfestu sína í sveitunum og flutt sig 1 kaupstaðina? Jón Jónsson leysti ujsp staðfestu sína í Stóradal og fluttist til Reykjavkur og fær þar há laun úr Kreppulánasjóði. Hannes Jónsson leysti upp stað- festu sína á Undirfelli, fluttist til Hvammstanga og þaðan til Rvík- ur í sama Kreppulánasjóðinn og Jón. Þorsteinn Briem leysti upp staðfestu sína á Hrafnagili, seldi jörðina, er hann hafði keypt fyr- ir 4 þús. kr., fyrir 40 þús. kr., fluttist nokkru síðar til Akraness og þaðan til Reykjavíkur. Hall- dór Stefánsson leysti upp stað- festu sína á Torfastöðum og flutt- ist til Reykjavíkur í vellaunaða stöðu. Var öll þessi ráðabreytni »bændavinanna« til þess gerð að lifa nautna- og skemmtanalífi í dýrtíð kaupstaðanna? Það er vel hægt að geta sér þessa til, þar sem þeir ætla óbreyttum sveita- mönnum að bera í brjósti svo sterkar hvatir til nautna- og skemmtanalífs, að þeir vegna 24 - -48 kr. tekjuauka sogist inn í eyðslu og spillingalíf kaupstað- anna. Ekki væri það úr vegi, að sveitamenn taki til athugunar þann dóm, er »bændavinirnir« hafa fellt yfir þeim um þroska- leysi og siðmenningarskort þeirra. Bjargaö frá Drukknun. Þ. 14. þ. m féll drengur út af bryggju í Hrísey. Voru engin tæki við hendina til að ná honum. Unglingspiltur, Svavar son- ur Páls Bergssonar, varpaði sér í sjó- inn, kafaði eftir drengnum, sem var sokkinn, og synti með hann í land Tókst að lífga drenginn við og sak- aði hann ekki. Var þessi björgun vask- lega framkvæmd af dreng' á fermingar- aldri. tapaðist 22. þ. m. á leiðinni frá Hörgárbrúnni til Akureyrar. — Skilist til Sigurjóns Kristins- sonar, Skipalóni. — Sundmót fyrir Norðlendingafjórðung verður háð í sundlaug Akureyrarkaupstaðar sunnudaginn þann 16. sept. næstkomandi og hefst kl. 2 síðdegis. T i I h ö g u n: 1. 100 metra sund karla (frjáls aðferð). - Verðlaun: >Akrabikarinn«. 2. 100 metra sund kvenna (frjáls aðferð). — Verðlaun: Bikar gefinn af hr. Axel Kristjánssyni. 3. 70 metra sund drengja innan 16 ára (frjáls aðferð). 4. 100 metra bringusund karla. 5. Boðsund, dýfingar o. fl. Auk verðlauna, sem áður er getið, verða veitt þrenn verðlaun fyrir hvert sund, nema boðsund. Bikararnir eru farandbikarar. Öllum féiögum, sem eru í í. S- í., er heimil þátttaka. Tilkynningar um þátttöku séu komnar til formanns K. A. fyrir 9. sept. næstkomandi. Akureyri, 15. ágúst 1934. Knattspyrnutélag Akureyrar. Leirkrukkur. Leirföt. Fjöldi stœrða og tegunda. jCeiruasar. JCeirker í fjölbreyttu úrvali nýkomið i ]árn~ og glervörudeild Kaupfélags Eyfirðinga. Sund. Síöastliðinn þriðjudag synti Árni Bjarnarson bifreiðarstjóri hér í bæ yfir Oddeyrarál. Hann var um það biT 26 mínútur á leið- inni. Straumur var talsvert harð- ur inn fjörðinn, og hrakti sund- manninn því nokkuð af beinni leið. Sjávarhitinn var aðeins um 7 stig eða 4—5 stigum minni en á dögunum, þegar Sunnlending- arnir syntu yfir um. Árni var ó- þreyttur og honum hlýtt að sund- inu loknu, enda hefir hann tals- vert stundað slíkar sjóferðir að undanförnu. Má slíkt kallast karl- mennska, þegar glóðvolg sund- laugin er hér ávalt til taks. Hvað tímann snertir má geta þess, að sund þetta var aðeins æfing, en alls' engin keppni um frábæran tíma. Um þetta leyti í fyrra sum- ar byrjaði Árni fyrst að iðka sund. Er þetta einn ljós vottur þess, að sundkunnátta hér er á hröðu framfaraskeiði. A. Schiöth. Hvalrengi verður se!t á fiskverkunarstðð vorri á Oleráreyrum þriðju- daginn 28. þ. m. Ojörið psntanir f tím?. Kaupfél. Verkamanna. Dánardægur. Þorgrímur Halldórsson Þorgrímssonar, fyrrum bónda í Hraun- koti í Aðaldal, og- bóndi þar um skeið sjálfur, er nýlátinn að heimili sínu, Laxamýri í Þingeyjarsýslu. Dauðamein hans var svefnsýki. Hann var maður á bezta aldri. Bitstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Bjömssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.