Dagur - 13.11.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 13.11.1934, Blaðsíða 2
358 DAGUR 131. tbl. Leyndarmál íhaldsins. »Máttarstólpar« ihaldsins eru bœði hrœdd- ir og reiðir af þvi að sfcipulagsnefnd er falið að athuga atvinnrekstur þeirra. — Hvað er að óttast? Hinn 29. ágúst sl. skipaði rík- isstjórnin 5 manna nefnd, »til að gera tillögur og áætlanir um auk- inn atvinnui'ekstur, framkvæmdir og framleiðslu í landinu, svo og aukna sölu afurða utan- og inn- aniands...« Nefnd þessi hefir veiúð kölluð skipulagsnefnd. Þegar litið er til verkefnis þessarar nefndar, hefði mátt ætla að fáir eða engir hefðu orðið til aðfjandskapast við störfum henn- ar. Aukinn atvinnurekstur, aukn- ar framkvæmdir og framleiðsla veginn ráð á að eyða til persónu- þarfa tugum þúsunda árlega og búa í stórbyggingum, sem kosta jafnvel 100 þús. kr. Almenningur veit og, að það er hann, eða þjóð- in í heild, sem hefir lánað þessum mönnum rekstrarféð og að af því hafa tapazt tugir milljóna. Það er því alls ekki ósanngjarnt, þó að almenningur óski að fá ljósa og rétta hugmynd um allar ústæð- iur þessara skuldunauta sinna og láti eins og vind um eyrun þjóta skelfingaróp málgagna íhaldsins jút af þessari rannsókn. og aukin sala afurða eru einmitt j Málgögn íhaldsins hafa auðsjá- þau atriði í þjóðlífi okkar, semf’ pnlega leitað að hinum sterkustu mest á ríður. Allt þetta miðar aðVéökvæðisorðum yfir þessa athug- því að tryggja afkomu manna ogffpn og rannsókn á atvinnurekstri bæta kjör þeirra. Þó er það svo, að til eru menn með svo undarlegri náttúru, að þeir eru öskugráir af reiði út af þessari nefndarskipun og verk- efni hennar. Það eru ýmsir leiðandi menn í- haldsflokksins, stórútgerðarmenn, kaupsýslumenn o. fl., sem haga sér svona ámáttlega. Það eru »máttarstólpar« íhaldsins, sem sýnast vera dauðskelkaðir út af því, að nú eigi að fara að athuga um atvinnurekstur þeirra. Hvað hafa þessir menn að óttast? Hvers vegna eru þeir fullir af kvíða og óró? Lítum til stórútgerðarmanna, Ekki er beinlínis hreystilegt hljóðið í þeim yfir blómgun at- vinnuvegar þeirra. ólafur Thors hefir hvað eftir annað barmað sér sáran yfir því, hvað sá at- vinnuvegur væri hörmulega staddur. Eftir hans frásögn gef- ur stórútgerðin ekki annað en tap í aðra hönd og það er aðeins af fórnarlund í garð verkamanna, að útgerðarmennirnir láta ekki skip sín standa ósnert og hreyf- ingarlaus á landi eða binda þau við hafnargarðinn. Þetta er ófög- ur lýsing, en ef hún er rétt, hvers vegna má þá ekki skipulagsnefnd- in kynnast af athugun og rann- sókn þessum hrörnandi atvinnu- vegi, ef ske kynni að það opnaði augu allra landsmanna fyrir því, að nauðsyn væri á að rétta út- gerðinni á einhvern hátt hjálpar- hönd? skjólstæðinga þeirra. í því efni befir Morgunbl. talað um »leynd- armál«, sem alþjóð megi ekki fá vitneskju um og ekki megi koma fram í dagsljósið. Hvaða »leynd- armál« eru þetta, sem íhaldið tel- ur sér brýna þörf á að varðveita svona trúlega? Auðvitað getur ekki hjá þvi farið, að þetta hræðsluskraf Mbl. um »leyndarmál« íhaldsins í sam- bandi við störf skipulagsnefndar hlýtur að espa forvitni almenn- ings og löngun eftir að fá að vita hið sanna og fá »leyndarmálin« fram. Sú sannleiksleit á líka að sjálfsögðu hinn fyllsta rétt á sér. En það, sem Mbl. finnst þó að taki út yfir allan þjófabálk, er þetta, að »það varðar sektum« að gefa »ranga skýrslu« um hin ýmsu atvinnufyrirtæki. Sam- kvæmt þessu hefði athugunin á Heimitisiðnaðarfélag Norðurlands. Það er margra góðra manna á- lit, að ekkert dragi eins mikið úr atvinnuleysinu og aukinn heim- ilisiðnaður og iðnfræðsla. Allar þjóðir keppast við það að auka heimibsiðnað sinn og bæta. Eru framfarir frændþjóðanna á því sviði mjög miklar og' þykjast ir.enn geta bent á að atvinnuleys- ið hafi stórum minnkað vegna þeirra. Það er alveg óskiljanlegt, hvað málgögn íhaldsins þola það illa, að skipulagsnefndinni hefir verið boðið að athuga meðal annars þenna atvinnurekstur og fram- kvæma rannsókn á þessum mál- um. Almenningi er vorkunn, þó að þessi skelfing íhaldsmanna við rannsóknina veki þann grun, að hér sé ekki allt með felldu. Hann veit það, að þrátt fyrir hið mikla tap, er ólafur Thors segir, að ut- gerðarmenn verði að þola, þá háfa þó sumir -þeirra einhvem- Hér á Akureyri starfaði fyrir nokkt'um árum fjörugt heimdis- iðnaðarfélag. En starfsemi þess lell niður fyrir 10 árum, vegna ýmisra örðugleika, og hefir ekki verið tekin upp aftur, þar til nú, að Samband Norðlenzkra kvenna gekkst fyrir því að stofna nýtt Heimilisiðnaðarfélag Norðui’- lands. Fæðingardagur þess er 7. okt, sl. og stofnendurnir 55. Flestir héðan af Akureyri, en nokkrir úr nærsveitunum. Síðan hafa nokkrir bætzt í hópinn, Sltíði 09 Skíðasleða (sparksleða) af ýmsum stœrðum, fengum við nú með e. s. Nova. Kaupfékig Eyfirðinga. Járn- og glervörudeildin. || mjög fjölbreytt úrval. Verðið lægra en þekkst liefir liér áður. HH Aipakkaskeiðar kosta til dæmis aðeins kr. 0.40 stykklð. — gaflar - - — - - o.40 - - teskeiðar - - - — - 0 25 — Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeildin. atvinnufyrirtækjum íhaldsmanna ekki verið jafn voðaleg í augum þeirra, ef þeir hefðu að ósekj.i mátt gefa ranga skýrslu um þau. Sé það rétt, sem ól. Thors og fleiri stóratvinnurekendur halda fram, að þeir geri ekki annað en tapa á atvinnurekstrinum, þá er full ástæða til ýtarlegrar rann- sóknar þeirra mála, því á annan hátt verður ekki úr þessu bætt. Fyrsta skilyrðið fyrir því, að mein verði læknað, er að grafast fyrir orsök þess. Og sé það einnig rétt, sem Mbl. virðist halda fram og hræðast, að athugunin leiði í ljós »leyndar- mák, sem íhaldinu komi illa að opinber verði, þá er tvöföld á- stæða til ýtarlegrar rannsóknar. í lögum félagsins er þessi til- gangur ákveðinn: a. að hvetja menn til þess að gera sjálfir sem flesta þá muni, er að gagni og prýði mega verða i daglegu lífi, svo að eigi þurfi að sækja þá til útlanda. b. að kenna mönnum að sníða þá sem mest eftir íslenzkum fyr- irmyndum og vanda svo alla gerð þeirra, að þeir verði sem beztir og smekklegastir. c. að stuðla að því, að heimilis- iðnaðurinn verði sem arðvænleg- astur. Á stofnfundi var þessi stjói*n kosin: Frú Elísabet Friðriksdóttir, formaður. Frú Helena Lindal, ritari. Jón Jónatansson, gjaldkeri. Frú Magnúsína Kristjánsdóttir og Sveinbjörn Jónsson, meðstjórn- endur. Félagið hefir sótt um upptöku í Heimilisiðnaðarsamband íslands og ákveðið þessa starfsemi í vet- ur: 1. Saumanámskeið fyrir ein- yrkjakonur fyrir jólin. Sé þátt- til sölu með tæki* færisverði. Upplýsingar Spítalaveg 19. Auglýsing. Á hausthreppaskilum Svarf- aðardalshr. 20. okt, s. 1. var selt óskilatryppi, jörp hryssa, 3ja vetra, mark: tvírifað í heilt hægra. Alheilt vinstra. Réttur eigandi gefi sig fram við hrepp- stjóra Svarfaðardalshr. og greiði áfallinn kostnað. Tjörn 27. okt. 1934, Hreppstjórinn i Svarfaðard.hr. takendum kennt og hjálpað til að sníða barnaföt og kvenfatnað, laga til og sauma um gamlan l'atnað. Þátttakendur greiði mjög lágt kennslugjald. 2. Vefnaðarkennslukona styrkt til þess að taka 3 stúlkur til náms í þrjá mánuði, gegn því að hun taki lágt kennslugjald af nemend- unum. 3. Ákveðið að halda tvö sauma- námsskeið fyrir ungar stúlkur eftir nýánð, 3 mánuði hvort. — Kennsla 3 klst. daglega. Þátttak- endur greiði aðeins kr. 10.00 kennslngjald á mánuði. Til þesstrar starfsemi þarf ná- iitið fé og er von um einhvern styrk frá rikinu. En æskilegt er, að sem allra flestir styðji félags- skapinn með því að gerast félag- ar. Árstillagið er aðeins 2 krónur og æfitillagið 10 kr. En safnast þegar saman kemur, og »kornið fyllir mælirinn«. Með samtökum getum við komið heimilisiðnaði okkar í eins gott horf og Svíar og Finnar. S. Ritstjóri Ingimar Eydal. Fréttaritstjóri Sigfás Halldórs frá Höfnum PrentsmiÖja Odds Björnssonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.