Dagur - 20.11.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 20.11.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júli. ítfC Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓE. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII. ár. Akureyri 20* nóvember 1934. 134. tbl. o 6 a-o m o ¦ e a tr-m- Samvinnufélögin brezku færa ífct kviarnar þrátt fyrlr ffand- sfcap íhaldsstfóriiariniiar. Á síðasta þingi Ko-operativa Förbundet í S\ pjóð skýrði full- trúi C. W. S. (Cooperative Whol- sale Society) frá því, að umsetn- ing þessarar ensku samvinnu- heildsölu hefði numið 82.1 millj. sterlingspunda á síðastliðnu ári, eða rúmlega eitt þúsund átta hmndruð og átján milljón krón- um, og hefði það verið mun meira, en árið á undan. Þó hefði umsetningin aukizt úr þessu há- marki síðastl. árs um 9%, á þeim tíma yfirstandandi árs, er skýrsl- ur þá náðu til. Þó hafði brezka stjórnin fyrir áróður öfund- sjúkra keppinauta lagt aukaskatt á þann hluta tekjuáfgangsins, sem ekki er endurgreiddur við- skiptamönnum. — f C. W. S. eru nú um 1100 félög með 5,5 milljón meðlima eða raunverulega um 20 milljónum, ef gert er ráð fyrir fjögurra manna fjölskyldu að baki hvers samvinnufélagsmanns. Er það nær helmingur íbúanna í Englandi og Wales. Övcðursljóníð. Nefndir hafa unnið að því und- anfarið, á Siglufirði og Húsavík, að meta veturnáttatjónið. Húsa- víkurnefndin héfir fyrir nokkru lokið starfi sínu. Var sýslumaður formaður hennar. Telst nefndinni að tjónið á Húsavík hafi numið alls 115.000 krónum, en þar af muni greiðast í vátryggingu 22.500 krónur, svo að skaðinn nemi 93.000 krónum. Þá telur og nefndin að 26 fjölskyldufeður hafi misst atvinnuskilyrði um skemmri eða lengri tíma vegna bátamissis. — Siglufjarðarnefnd- in hefir enn eigi lokið starfi. — Siglutréð i Axarfirði. Frá Siglufirði var útvarpinu símað í fyrrakvöld, að þangað hefði komið varðskipið »Þór«, með siglutré það, er fiskibátur rakst á í Axarfirði um daginn, og hér var getið. Er talið að það muni vera af færeysku skútunni »Standard«, er sökk við Mánár- eyjar í sumar. — Er því enn eigi gerr vitað um afdrif »Juliane«, togarans frá Grimsby. Mannslát. Útvarpsfregn á sunnu- dagskvöld kvað látizt hafa nóttina áð- ur Ingþór Björnsson, hónda að óspaks- stöðum í Hrútafirði, 59 ára að aldri. Fékk hann aðsvif nýháttaður, og lézt kl. 5 um morguninn. Ingþór gegndi sýslunefndarstörfum um 20 ára bil og var með merkustu bændum sinnar sveitar. mmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Fréttaritstjóri Sigfús Haildðirg frá Höfnum. Nýr bœjarfógeti. Ragnar Jónsson lögfræðingur hefir verið settur bæjarfógeti í Hafnarfirði og sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu í stað Magnúsar Jónssonar, er leystur hefir verið frá embætti. 250 ára afmœli Holbergs. Háskóla íslands, Norræna fé- laginu og Leikfélagi Reykjavíkur hefir verið boðið að senda einn fulltrúa hverri stofnun, á 250 ára afmæli Ludvigs Holbergs, er haldið verður 3. des. n. k. í Osló og Bergen. — Háskólinn mun eigi fá því við komið að senda full- trúa; um Norræna félagið er ó- víst, en af hálfu Leikfélags Reykjavíkur fer Lárus Sigur- björnsson. — í Reykjavík verð- ur þessa afmælis minnzt með sér- stakri sýningu leikritsins »Jeppi á Fjallk. Skipaferðir stúlkna i Reykjavik. Að því er Nýja Dagblaðið herm- ir hefir barnaverndunarnefnd Reykjavíkur nýlega skrifað bæj- arráðinu og óskað eftir betra eft- irliti við höfnina. Kveður nefnd- in orsökina vera »þrásinnis um- kvörtuo ferðalög uhgra stúlkna út í skip, sem liggja við hafnargarð- ana... Virðist nefndinni mikil þörf á, að reynt sé að ráða bót á þessu ástandi frekar en gert hef- ir verið til þessa, því að voru áliti, og margra annarra, verður það að teljast ekki aðeins stór- hættulegt i siðferðilegu og heilsu- fræðilegu, tilliti, heldur og til stór- mikils vansa borginni og borgar- öú«m«. FINNUR JONSSON „Defensor patrlœe". Sendiherrafregn á laugardag- inn kveður Carl S. Petersen, yf- irbókavörð við konunglegu bók- hlöðuna í Kaupmannahöfn, þá hafa ritað í fræðigreinasyrpu stórblaðsins »Politiken« ritgerð um samvinnu danskra og ís- lenzkra vísindamanna á bók- menntasviðinu og þýðingu þeirr- ar starfsemi fyrir þekkingu vora á fornöld Norðurlanda. Fer hann þar hinum fegurstu orðum um Finn Jónsson, er hann nefnir defensor patriæ (verjanda föður- landsins) — verjanda hinna ís- lenzku arfsagna, gildis þeirra og sannsögli. Glæsilegastan vísinda- sigurinn telur yfirbókavörðurinn að Finnur Jónsson hafi unnið í deilunni við hinn ágæta norska fornmenntafræðing Soph. Bugge. Morð Alexanders konungs. Frá London kom sú fregn á laugardaginn, að sennilegast þætti nú að Yugo-Slovar myndu vísa morðmálinu til Þjóðabanda- lagsins, ekki þó þannig, að nokkr- ir sérstakir væru ákærðir, heldur óska þess að full rannsókn væri látin fram fara, svo leitt yrði í ljós hvar morðráðin hefðu verið lögð og þá um léið að krefjast framsölu á hinum seku, í hvaða landi sem þeir kynnu að halda sig, og algerðrar tvístrunar á leynimorðingjafélögum þeim, er grunuð eru um að standa að þessu morði og mörgum fleiri hryðjuverkum á Balkanskaga. Petrus Kolemen, en það var dul- nefni konungsmorðingjans, bar á sér merki eins slíks félags, er hefst við í Makedóníu og einna illræmdast er. Annars mun hann hafa verið meðlimur Ustashi, leynifélags æstustu þjóðernis- sinna Króata, er sérstaklega höt- uðu Alexander konung sökum til- rauna hans í þá átt að bræða öll þjóðbrotin í Yugo^Slóvíu í eina þjóð, en hún skyldi að öllu snið- in eftir höfuðþjóðinni, Serbumtj Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu samúð og hluttekn- ingu við andlát og jarðarför Ölafs Sumarliðasonar. Eiginkona og börn. því að Alexander konungur var Stór-Serbi í húð og hár. — Annars herma síðustu fregnir og áreiðanlegu^tu, að morðingmn hafi orðið 4 að bana, en sært 9, suma því nær til bana. — Auk konungs og Barthou utanríkisráð- herra hlutu bana tvær konur, en meðal þeirra, er verst voru særðir voru Alfons Joseph Georges, einn af yfirhershöfðingjum Frakka, Alexander Dimitriejevitch, yfir- hershöfðingi frá Yugo-Slaviu, Philippe Berthelot, aðmíráll í flota Frakka og Calestin Galli, yfirlögreglustjóri. — Voru þetta engin smámenni, er morðingihn hafði fyrir sér. Almennur fundur templara og ann- ara bindindismanna verður haldinn í Skjaldborg í kvöld, og hefst hann kl. 8.30. Á fundinum verður rætt um á- fengislagafrumvarpið nýja og gerðar ályktanir í áfengismálunum, ef fundin- um sýnist. Væntanlega fjölmenna allir bindindisvinir á fundinn. Matthíasarhvöld verður haldið ann- að kvöld og gengst fyrir því Matthías- arnefnd stúdentafélagsins. Sigurður Guðmundsson skólameistari setur sam- komuna, s>Geysir« syngur kvæði eftir Matthias, en séra Benjamín Krist- jánsson flytur erindi um þjóðskáldið. — Ágóðinn gengur til minnisvarða, Aðsóknin að »Manni og konu« hefir aldrei verið jafn mikil og í tvö síðustu skiptin, er leikurinn var sýndur, Urðu þá margir frá að hverfa vegna þrengsla í leikhúsinu. Leikurinn verður því enn sýndur næstkomandi laugar- dagskvöld og sunnudagskvöld fyrir sama niðursett verð og áður. •»Sögur úr borg og byggð«, er nafn á smásagnasafni, er Guðmundur Frið- Jónsson hefir nýlega látið til prentun- av fara. Eru sögurnar 10 að tölu og kveður skáldið einhvern »flugufót fyr- ir sögunum«, er til hafi orðið á 7. tug æfi hans. Langflestar sögurnar hafa aldrei birzt á prenti áður. Næturlæknar: Miðvikudagsnótt: Árni Guðmundsson. Fimmtudagsnótt. Jón Gcirsson. "^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.