Dagur - 17.01.1935, Blaðsíða 3

Dagur - 17.01.1935, Blaðsíða 3
3. tbl. DAGUR II Bókarfregn. Friðrik Ásmundsson Brekkan: Alþýbleg sjálfsfræðsla. Það þykja nú ef til vill ekki orð í tíma töluð að vera að ræða, og rita bækur um alþýðlega sjálfsfræðslu, á þessari miklu skóla- og upplýsingaröld, er við nú lifum á, en þó er það nú svo, að ef til vill hefir aldi’ei veráð meiri þörf á því en nú, þrátt fyr- ir fleiri og fullkomnari skóla, út- varp, blöð og bækur. En hvers vegna? — í fyrsta Iagi vegna þess, að sjálfsfræðslan, með fullri virðingu fyrir skólafræðslunni, er ætíð hinn vígði þáttur í þeirri þekkingu, sem einstaklingarnir hafa að veganesti út í lífið. í öðru lagi lítur út fyrir, að það sé að verða alþýðumenningunni lífs- nauðsyn að taka upp eitthvert skipulagt sjálfsfræðslustarf, þar sem það má telja nokkurnveginn víst að fróðleiksfýsn og meðfædd lestrarþörf íslenzkrar alþýðu fari minnkandi að sama skapi sem fleiri og fleiri andstæð öfl togast á um sál hennar. öfl sem ekki byggja upp, heldur upphefja hvert annað. Og ég bið guð að hjálpa þeirri alþýðu, sem á að sækja sína höfuðfræðslu, hugsjón- ir sínar og lífsskoðanir í dag- blöðin okkar og vikublöðin. En er það nú orðið svo fjarri sanni, að þau séu að verða megin lesefni alþýðunnar? Sé svo, er vissulega tímabært að rita og lesa bækur um alþýðlega, skipulagða sjálfs- fræðslu. Bók sú, er hér að ofan er get- ið, er ekki stór, 140 blaðsíður í litlu broti, en hún fjallar um merkilegt mál, og því vildi ég vekja athygli á henni. Allur fyrri hluti bókarinnar ræðir um íslenzka alþýðumenn- ingu almennt eins og hún hefir verið að mótast á umliðnum öld- um við hin fátæku og fábreyttu skilyrði, og þá mikið dvalið við heimilisfræðsluna og sjálfsnámið fram að þeim tíma, er hin mikla bylting verður í íslenzku þjóðlífi, er þungamiðja þjóðlífsins færist úr sveitunum til kaupstaða og sjávarþorpa. Þar næst ræðir höf- undur um ýmsar félagslegar hreyfingar til alþýðufræðslu, er uxu upp úr jarðvegi grundtvigsku skólanna í Danmöi’ku og Noregi, svo sem ungmennafélögin, fyrir- lestrafélögin, lestrarfélögin og al- þýðubókasöfnin o. fl. og kemur svo að lokum að þeirri hreyfing- unni, er honum virðist hafa bæði lífsþrótt og tækni til að sigla næst því markinu að geta gefið hverjum og einum fræðslu eftir hæfileikum hans og þörfum. Þessi hi’eyfing er »fræðsluhringa«- hreyfingin sænska, er allur síðari hluti bókarinnar fjallar svo um. í línum þessum er ekki rúm til að ræða um þessa merkilegu hreyfingu, er hefir verið snar þáttur í alþýðumenningu Svía hina síðustu áratugi, en ég vona, að þeir, er um hana vilja fræðast nánar, lesi bókina sjálfa, en það íettu allir þeir að gera, sem ein- hvern áhuga hafa fyrir íslenzkri alþýðumenningu. En þess má að- eins geta, að fræðsluhreyfing þessi mun vera sú mikilvirkasta og þróttmesta, sem nú þekkist á Norðurlöndum, enda hafa þeir menn þar um vélt, sem trú- andi er til stórra menningarátaka. Aldrei í sögu okkar íslendinga hefur vaxið upp annar eins óskap- legur fjöldi allskonar félaga, eins og nú, og flest eru þetta einhver hagsmunasamtök stétta og flokka og við því er í raun og veru ekk- ert að segja. En er þetta ekki, þegar alli kemur til alls, að fai'a í öfuga átt? Erum við ekki að fjarlægjast hverjir aðra með þessari endalausu félagaklofn- ir.gu? Ög getum við lifað lengi á þessari bagsmunatogstreitu? Við þurfum ekki að leysa upp þessi félög okkar; við skulum lofa þeim að lifa, ef þau geta. En við þurf- um að veita inn í þau einhverjum lífrænum straumum, því annars verða þau langflest lifandi lik. Við verðum að gefa þeim menningargildi, og þá kem ég ekki auga á aðra betri hjálp en »fræðsluhrihga«-hreyfinguna sænsku. í flestöllum félagsskap er rúm fyrir slíkt menningarstarf, og má t. d. benda á verkalýðsfé- lögin, ungmennafélögin, góð- templarafélögin og samvinnufé- lögin, að ógleymdum stjórnmála- félögunum, sem fer að verða það siðferðileg nauðsyn að taka stjórnmálin og þjóðmálin yfir- leitt fræðilega, svo að síður sé hætta á því, að æskumenn okkar gangi pólitískum trúboðum á hönd þegar í bernsku og fylgi þeim síðan blindandi. — Nei, þrátt fyrir allar okkar menntalindir er ennþá ærið rúm fyrir sjálfsfi'æðsluna. Þessvegna vil ég ráðleggja öllum að lesa þessa litlu bók í því trausti, að þessi alþýðumenningarhreyfing, sem hér um ræðir, geti á næstu árum orðið íslenzkri alþýðu slílc- ur skóli, sem hún hefur orðið sænskum fi'ændum okkar. 29. des. 1934. Hannes J. Magnússon. “ Kelamálið.” Dálftil leiðrétting. í »Rauðskinnu«, II. hefti, I. árg. 1933, eru sagnir um séra Sigurð Sigurðsson, síðast prest að Auðkúlu. Er í þeim sögnum getið Sigurðar sonar hans í sam- bandi við svokallað »Kelamál« og gætir þar nokkurrar skekkju í frásögninni, að því er snertir dráp Kela og aðdraganda þess. Sigurður þessi, sonur sr. Sigurð- ar, — sem síðar var nefndur Kelabani, — bjó þá, er þetta gerðist, á Þverbrekku í Öxnadal, en það er um 15 km. framan Bægisár. Þorkell, 13 ára, sonur Guðbjargar á HraunshÖfða í öxnadal, var smali hjá Sigurði, og er þar rétt frá skýrt í umget- inni frásögn. Það bar til á túnaslætti (ekki Notið ekki Ijósdaufa lampa, heldur gasfyllta OSRAM-lampa. hinn Ijósskæri. Ljúsmagnið er aðalatriðið. Pví meira ljós, því betra. seint á engjaslætti), sunnudags- kvöld eitt, er þau voru nýháttuð, hjónin í Þverbrekku, að Stefán Jónsson, að auknefni »sveri«, sem þá var vinnumaður í Þverbrekku, kom heim úr einhverju bæja- slangri, eitthvað drukkinn. Hami var fremur drykkfelldur og þótti ekki orðvar og heldur spillandi, einkum við vín. Það var venja í Þverbrekku, að Keli var látinn fara með ærnar, þegar búið var að mjólka þær á kvöldin og sitja yfir þeim fram eftir nóttunni og þótti það ekki mikil harðneskja á þeim árum, því að það var mjög algengt. Hann átti að vera með ærnar suð- ur og upp í hólunum, en engi jarðarinnar liggur fram með ánni á nesjum eða töngum, sem skerast austur í ána og er þar víða hið bezta aðhald. Þetta sunnudagskvöld hafði Keli farið með ærnar eins og vant var suður og upp í hólana, en þoka var í fjöllum, sem síkkaði með kvöldinu. Hafði drengurinn farið með ærnar niður á nesin, t.il að forðast þokuna, þó hann hinsvegar hafi sjálfsagt vitað, að hann ekki mátti vera með þær í enginu. Þegar Stefán hafði heils- að þeim hjónum, fór hann strax að hafa orð á því, að ekki' væri Keli dyggur, því að hann væri kominn með ærnar ofan á nes og léti þær vera þar á bezta enginu. Svaraði Sigurður því til, að hann hefði verið hræddur við þokuna og það væri bezt að skipta sér ekki af honum, lofa honum að vera þar sem hann vildi með ærnar í þetta sinn, o. s. frv. Kona Sigurðar sagði þá, að það væri riú eins og fyrr, að hann mælti allt eftir stráknum, hvað sem hann gerði, og er ekki að orð- lengja það, að þau Stefán réru þangað til undir Sigurð, að hann reiddist og spratt upp úr rúminu og þaut út. Upp við bæjarvegg lá gamall og núinn smásleðameið- ur, sem oft var hafður í hendi, þegar kýr voru relcnar. Þennan lurk hafði Sigurður gripið í bráð- ræðisæði og hljóp suður og niður á nes. En er Sigurður var þotinn út, fór kona hans að tala um við Stefán að fara á eftir honum, hann dræpi nú strákinn, ef hann hitti hann svona reiður sem hann væri o. s. frv. Stefán fór svo út og sá á eftir Sigurði og fór í hægðum sínum á eftir. En þegar hann kom suður á skriðuna ofan við nesið, sat Sigurður þar grát- andi með drenginn í fanginu. Hafði hann slegið til drengsins með lurknum, en hann borið fyr- ir sig höndina, og var hann hand- ieggsbrotinn og kjálkabrotinn, þegar Stefán kom að, en Sigurð- ur ekki nema grátur og eymd, því að hann iðraðist strax eftir verk- ið. Þeim kom saman um að ekki væri hægt að bjai’ga lífi drengs- ins, þegar svona var komið, — þá var fátt um lækna og lítil þekk- ing, — og varð það úr að Stefán vann til fulls á drengnum, því Sigurður var til einskis fær vegna iðrunar og samvizkubits. Síðan var líkami drengsins falinn í torfbunka, sem þarna var ekki langt frá, meðan á leitinni stóð. Eftir það mun sögn »Rauð- skinnu« vera nálægt því sönn um þetta mál. En það er það, sem ég vil sérstaklega vekja athygli á, að Sigurði er brigzlað og hann mjög reittur til reiði, áður en hann vinnur óhappaverkið, og það bendir til að hann hafi a. m. k. einhverntíma áður tekið svari drengsins, enda hefði hann verið ólíkur föður sínum, ef hann hefði beinlínis verið harður og illur við börn, því að sr. Sigurður var sér- staklega barngóður eins og líka »Rauðskinna« í'éttilega getur um. Hinu ber að vísu ekki að neita, að hann hefir reiðzt illa og þá ekki vitað hvað hann gerði. Kona

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.