Dagur - 21.03.1935, Blaðsíða 1
DAGUR
icemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjaldkeri: Ami Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjalddagi ’fyrir 1. júlL
Afgreiðslan
er hjá JÓNI Þ. ÞÓR.
Norðurgötu3. Talsími 112.
U ppsögn, bundin við íira-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
XVIII
■ • • # #-
. ár. \
Akurcyri 21, marz 1935,
# # # # • •
| 12. tbl.
Islenzki krónprinsinn trú-
lofaður Ingiríði Svíaprinsessu.
V inuni og vandamðnnum (ilkynnist að Ósk Jónsdótlir an<l-
aðist i g'wr að heiniili sinn Norðurgðtn 13, Jarðarförin verð-
ur ákveðin síðar.
Vegna l>essa dauðsfalls verður Jarðarfðr döttur hennar
Guunlaugar Gunnlaufjsdáttur frestað.
Aðstandeudur.
Á föstudaginn var bárust for-
sætisráðherra íregnir frá kon-
ungi þess efnis, að Friðrik ríkis-
erfingi og Ingiríður Svíaprins-
essa væru opinberlega trúlofuð.
Tilkynntu forsetar þetta í báðum
deildum Alþingis, er þegar sendi
heillaóskaskeyti.
Ingiríður prinsessa er 25 ára
28. þ. m., einkadóttir Gústafs A-
dolfs Svíakrónprins og fyrri konu
Aðfaranótt miðvikudagsins 20.
þ. m., lézt að heimili sínu í
Reykjavík Jón Þorláksson borg-
arstjóri. Banamein hans^ var
hjartabilun.
Jón Þorláksson var fæddur að
Vesturhópshólum í Húnavatns-
sýslu 3. marz 1877 og var því að-
eins réttra 58 ára er hann lézt.
Foreldrar hans voru Þorlákur
hreppstjóri Þorláksson prests á
Undirfelli Stefánssonar, og Mar-
grét Jónsdóttir prests á Undir-
felli, Eiríkssonar prests á Staða-
bakka, Bjarnasonar í Djúpadal.
Stúdentsprófi lauk Jón Þorláks-
son 1897, með hæstu einkunn,
sem tekin hefir verið hér á landi
við þá einkunnagjöf (109 stig-
um), en verkfræðiprófi lauk hann
í Khöfn 1903, sömuleiðis með
hárri einkunn. Landsverkfræð-
ingur var hann frá 1905—1917,
að hann sagði sig frá því starfi,
og stofnaði heildsöluverzlun í
Rvík. Fjármálaráðherra varð
hann í ráðuneyti Jóns Magnus-
sonar 22. marz 1924, og forsætis-
ráðherra við dauða hans. Sat
hann sem forsætisráðherra frá
27. júní 1926 til -28. ág. 1927. —
Þingmaður Reykvíkinga var hann
frá 1921—1926 og landskjörinn
þingmaður frá 1927 og til síðustu
kosninga. Auk þess gegndi hann
8törfum í ýmsum mikilsverðum
milliþinganefndum. Borgarstjóri
Reykjavíkur varð hann við síð-
ustu bæjarstjórnarkosningar f
Reykjavík og lét til sín taka um
ýms bæjarmál, hitaveitu, Sogs-
virkjunína o. s. frv. — Formaður
íhaldsflokksins var hann um
skeið og síðar formaður Sjálf-
stæðisflokksins, þangað til hann
sagði þvf ptarfi af sér. —- Hann
hans Margaret, dóttur Arthura
hertoga af Kunnáttum (Conn-
aught), bróður Játvarðar VII.
Englakonungs.
í tilefni af opinberuninni fór
Aléxandrina drottning til Stokk-
hólms, en sýktist þar snögglega
og varð að gera á henni holskurð.
Mun tvísýna mikil hafa verið á
um lífsvon í fyrstu, en talin er
drottningin nú úr hættu.
var kvæntur IngibjÖrgu Valgarðs-
dóttur Claessen frá Sauðárkróki.
Alkunnugt er, eins og sjá má
líka á þeim atriðum sem hér hef-
ir verið stiklað á, að Jón Þorláks-
son hefir mjög komið við stjóm-
Símfregn á laugardagskvöldið
segir svo frá, að laust eftir kl. 5
síðd. á laugardaginn hafi þýzka
stjórnin tilkynnt opinberlega, að
Þjóðverjar álíti sig ekki lengur
bundna við Versalasamningana.
Einnig tilkynnti Goebbels erlend-
um blaðamönnum, að Þjóðverjar
myndu í samræmi við þetta taf-
arlaust efla hervarnir sínar eftir
mætti og koma þegar á herskyldu.
Hitler, sem verið hafði suður í
Bæheimi, hélt skyndilega heim til
Berlínar á föstudagskvöldið, og
að lokinni ráðstefnu við meðráða-
menn sína ákvað hann að þegar
skyldu gefin út ný lög um skipu-
lagningu þýzkra landvarna. Em
lögin í 3 greinum aðeins, og inni-
hald þeirra á þessa leið: 1) Aö
þegar skuli lögleidd herþjónustu-
skylda. 2) Að komið skuli þegar
upp 12 herfylkingum, 3 deildif í
hverri. 3) Að hervamarráðherra
skuli bera ábyrgð á framfylgingu
laganna.
i greinargerð þýzku stjómar-
innar kveðst hún m. a. líta svo á,
að réttur Þjóðverja til vígbúnað-
ar til jafns við aðrar þjóðir sé
skýlaus og sjálfsagður. Auk þess
ber stjórnin það fyrir sig, aÖ
Þverjar hafi í hvivetná farið eft-
ir Versalasamningunum, og því
fremur átt að mega vænta þeas,
mál og opinbev mál sérstaklega
tvo síðustu áratugina. Leikur
ekki vafi á því, að hann bar höf-
uð og herðar yfir aðra í íhalds-
flokknum, eftir að hann tók við
stjórn hans.
Meðal annars kom það giöggt
fram í málaflutningi hans. Hann
var prýðilega máli farinn, slétt-
máll og rökviss og hafði fallega
tamið málfæri. Var það flokki
haixs ómælt tap, er hann fékk eigi
lengur borið gæfu til að njóta
forystu hans.
Láti Jóns Þorlákssonar lýsti
forseti í gær í sameinuðu þingi,
en síðan var fundi frestað í báð-
um deildum þangað til í dag.
að aðrar þjóðir hefðu gert slikt
hið sama, en því hafi ekki verið
að heilsa.
Þetta virðist nú ekki koma vel
heim við það, að oft áður og sér-
staklega undanfarnar vikur, hafa
aðrar þjóðir, ekki sízt Frakkar,
kvartað yfir því, að Þjóðverjar
hefðu lengi þverbrotið Versala-
samningana, einmitt um öll þau
ákvæði er lytu að vígbúnaði, enda
hafa Þjóðverjar hreinskilnislega
játað það alveg nýlega, a. m. k,
um flugherbúnað sinn.
Aðrir undrast stórlega.
Þessari fregn fylgdi það í
fyrstu að stjórnmálamenn í Evr-
ópu stæðu gjörsamlega höggdofa
og orðlausir af undrun yfir þessu
tiltæki Þjóðverja. Kváðu ensk
blöð þetta því meira undrunar-
efni, sem nú hefði Vikum saman
gengið á undirbúningi til samn-
inga milli þýzku og ensku stjórn-
anna einmitt um þessi atriði,
enda hefði Sir John Simon verið
að því kominn að fara til Berlín-
ar með svo víðtækt vald til samn-
inga, að nær mætti telja, að um
raunverulegt samband hefði orðið
að ræða framvegis milli þessara
tveggja ríkja.
* * *
Það var eípmitt á döfinni und-
□ Kún 50353268 = Frl.*.
anfarið, að Sir John Simon færi
til Berlínar, Warzawa og Moskva,
til þess að reyna að fá Þjóðverja,
Pólverja og Rússa til þess að
bindast samningum um að þessir
aðilar skyldu eigi árásir gera,
hvorki að austan né vestan um
landamæri Þjóðverja hin eystri,
heldur tryggja þar friðinn, líkt
og gert var um landamæri Þjóð-
verja Frakklands megin, með Lp-
carno samningunum (1. desember
1925). Þó var svo komið, að á-
kveðið var, að Sir John Simon
færi eigi til Moskva. Var það
samkvæmt ósk Hitlers, er eigi
kvaðst vilja láta svo virðast, sem
Berlín væri aðeins áfangi á leið
Sir John’s til miður vinsamlegrar
stjórnar. Var í þess stað ákveðið,
að í stað Sir John’s skyldi An-
thony Eden innsiglisvörður fara
til Moskva, en honum hefir enska
stjórnin mjög beitt fyrir sig und-
anfarið við samningaumleitanir
um þessi mál, í Genéve og víðar
í álfunni.*) Átti þá Mr. Eden að
semja við Rússa, en Sir John Si-
mon við Hitler, og einmitt benda
honum á ugg þann, er ríkti í
Vestur-Evrópu í tilefni af fullri
vitneskju um vígbúnað Þjóðverja,
þvert ofan í Versalasamningana.
Frakkar og Bretar fd mdlið.
Brezka stjórnin settist á rök-
stóla á sunnudaginn, þótt heyra
mætti á brezkum blöðum, að eigi
þætti vel nærgætið af Þjóðverj-
um að trufla hvíldardagsfriðinn
vestan Ermarsunds, með því að
gefa út slíka yfirlýsingu síðdegis
á laugardegi. Eftir 1% klst. ráð-
(Framh. á 4. síðu).
*) Mr. Eden er aðeins 37 ára gamall,
en talinn einna efnilegastur yngrl
manna íhaldsflokksins brezka, ásamt
verkamálaráðherra, Oliver Stanley
(38 ára) syni Derby’s jarls, hina
17. með því nafni, og Leslie Hore-
Belisha, samgöngumálaráðherra (36
ára). Mr. Eden er annars af tign-
um ættum, afkomandi Baltimore lá-
varðar, sem samnefnd borg í U. S,
A. var h.oitin eftir,
Jón Þorláksson látinn.
STÓRTÍÐINDI.
Þféðvecfar segfa upp Versalasamningunum.