Dagur - 28.03.1935, Blaðsíða 2

Dagur - 28.03.1935, Blaðsíða 2
52 DAGUR 13. tbl. Skaffgreiðslur samvinqu- og ijlufaféiaga. Hr. yfirskattanefndarmaður Alfreð Jónasson skrifar i næst- síðasta »íslending« langa grein, þar sem hann ber saman skatt- greiðslur K. E. A. og einhvers í- myndaðs hlutafélags. Þar eð í grein þessari er haldið fram gíf- urlegum staðleysum, sem mér finnst mjög svo athugavert að yfirskattanefndarmaður láti frá sér, mað'ur, sem á að vera til leið- beiningar handa skattanefndum Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu, finnst mér full ástæða til að leið- rétta ýmislegt af grófgerðustu og fáránlegustu villum greinar þess- arar. Höfundur getur þess fyrst í samanburði sínum, að hreinar, skattskyldar eignir K. E. A. 1. jan. 1933 hafi verið 313 þús. kr., 1. jan. 1934 687 þús. kr., hreinar skattskyldar tekjur -ái’ið 1933 160 þús. kr. Mismunur á tekjum og eignaaukningu 214 þús. kr. Raun- verulegur gróði K. E. A. þetta ár hafi því numið 374 þús. kr. Held- ur höf. því svo fram, að skatt- skyldar tekjur félagsins hafi numið 374 þús. kr., en ekki 160 þús. eins og félagið taldi fram. Er ekki hægt að skilja »tón« höf. bæði í þessari og öðrum greinum í »isl.« öðruvísi, en að hér sé um stórfengleg skattsvik að ræða. Hvernig getur yfirskattanefndar- maður leyft sér að halda slíku fram í opinberu blaði? Veit hann ekki, að honum ber skylda til, samkv. embættisheiti sínu, sem ég geri ráð fyrir að hann hafi unnið, að kæra til yfirboðara sinna, ef hann kemst að sliku? Veit hann ekki, að hann með dylgjum þessum er að drótta em- bættisafbrotum bæði að skatta- nefnd Akureyrar, ríkisskatta- nefnd og fyrrverandi og núver- andi bæjarfógetum á Akureyri? Það vill nú svo til, að ég átti nokkurn þátt í samningu skatt- skýrslu K. E. A. fyrir árið 1933 og finnst mér því slík ábyrgðar- laus skrif höggvi allnærri mér, Ennfremur geri ég ráð fyrir, að hr. cand. jur. Einar Bjamason, sem var í fyrra skipaður endur- skoðandi af ríkisstjórninni til að- stoðar skattanefndar Akureyrar, sé lítið hrifinn af slíkum árásum á starf hans. Ég vil nú benda höf. á, að eigna- áukning þarf ekki að stafa af tekjum, smbr. 9. gr. skattalag- anna. Það er lítt fyrirgefanlegt af yfirskattanefndarmanni að vita ekki þetta, og ófyrirgefwn- legt að halda einhverju fram gegn betri vitund. Hr. Alfreð Jónasson verður að gera það upp við sjálfan sig, af hvorri orsök- inni staðleysur hans stafa. Ég álít mér ekki heimilt, að 1 svo stöddu, að sundurliða eignaaukn- ingu K. E. A. Aðeins vil ég benda á nokkur atriði, sem eignaaukn- ingin gföii sfaf^ð af; Ef ska,tt-> greiðandi kaupii’ fasteign undir fasteignamatsverði, er mismunur á kaupverði og matsverði ekki tekjuskattsskyld eignaaukning. Sama gildir um verðbréf. Annað atriði getur einnig haft feikna- mikil áhrif á skattskyldar eignir. Það er orðin venja, að fyrirtæki, sem eiga mikið af útistandandi skuldum, meira og mínna óviss- um, þurfa ekki að telja þær með nafnverði til skatts. Skattanefnd- ir skera úr slíku mati. Ég vil taka dæmi til glöggvunar: Fyrir- tæki á útistandandi 1.5 millj. Af- koma manna er ill og innheimta óviss. Skattanefnd felst á að meta skuldirnar með 70% nafn- verði. Afskrift til eigna nemur því 450 þús. kr. Næsta ár: úti- standandi skuldir hafa lækkað of- an í 800 þús. kr. Þ. e. a. s. skuld- irnar hafa breytzt í önnur verð- mæti, t. d. tryggða víxla, vöru- birgðir o. s. frv. Þetta ár leyfir skattanefnd ennþá 30% afskrift af skuldum til eigna, og nemur því afskriftin ekki nema 240 þús. kr. Á útistandandi skuldum kem- ur því fram 210 þús. kr. eigna- aukning. Engum manni og allra sízt yfirskattanefndarmanni nrundi detta í hug að telja slíkan matsmismun til skattskyldra tekna, nema Alfreð yfirskatta- nefndarmanni. Hér er því bersýnilega kippt i burtu grundvelli þeim, sem Al- freð byggir á, er hann fer að reikna út skattinn fyrir sam- vinnu- og hlutafélag. Við verðum því að ganga út frá, að tekjumar séu jafnar hjá báðum fyrirtækj- unum, 160 þús. kr. Áður en ég fer lengra, verður að geta þess, að ný skattalög gengu í gildi með árinu 1935. Má því ekki rugla saman ákvæðum eldri og yngri laga, eins og Alfreð hefir gert í greinum sínum. . Þar eð Alfreð skrifar mjög svo villandi um lögleyfðan tekjufrá- drátt samvinnufélaga og hlutafé- laga, vil ég benda hér á helztu á- kvæði eldri og yngri laganna. Samkv. eldri lögunum gátu hluta- félög dregið frá skattskyldum tekjum sínum 4% af hlutafé og % af því, sem þá var eftir, ef tekjuafgangur var lagður í vara- sjóð. Hlutafélag með 1 millj. kr, hlutafé og 700 þús. kr. varasjóð og 160 þús. kr. tekjur hefði orðið að greíða tekjuskatt (eignaskatt- ur er eins og hjá samvinnufélög- um) eftir þessum reglum: Frá- dráttur: 4% til hluthafa = 40 þús. kr. Afgangurinn 120 þús. lagður í varasjóð, þar af /3 skatt- frjáls == 40 þús. Afgangur: skatt- skyldar tekjur 80 þús., sem ekki nær 5% af samanlögðu hlutafé og varasjóði og þarf því ekki að greiða hærri skatt af tekjunum en 6300.00 kr. Eftir eldri lögun- um fengu samvinnufélögin ekki nð draga neítt frá skattskýldúm tekjum, heldur er bæði lögboðið og ólögboðið varasjóðstillag og vextir af eigin sjóðum skattskylt. Samvinnufélag með sömu tekjum og ofangreint hlutafélag hefði orðið að greiða kr. 9600.00 í tekjuskatt. Tekjuskatturinn var því mun hærri hjá samvinnufé- lagi en hlutafélagi, sem varði þó ekki nema nokkru af gróða sín- um til eignaaukningar. Alfreð gerir samanburð sinn samkv. nýju skattalögunum, en byggir hann á hinum mestu blekkingum og skilningsleysi. Fer hann þar aftur inn á eignaaukn- ingu K. E. A. og slær þar aftur föstu að skattskyldar tekjur hafi verið 374 þús. kr., en áætlar tekjur af utanfélagsverzlun 74 þús. kr., sem hann dregur frá tekjunum, eins og þær tekjur væru undanþegnar tekjuskatti, sem vitanlega er alrangt. Frá þeim 300 þús. sem þá eru eftir, dregur hann svo hálft varasjóðs- tillag 22.5 þús., sem leyft er sam- kvæmt nýju lögunum, og er þá eftir 278.5 þús. skattskyldar tekj- ur. Reiknar hann svo út tekju- skattinn fyrir K. E. A. og kveð- ur hann vera kr. 12.800. Rétt reiknaður skattur af þessum tekj- um er kr. 22.280.00 og skakkar hér miklu. í sambandi við út- reikninga sína furðar Alfreð sig á, að fé það, sem greitt er i stofn- sjóði félagsmanna og vextir af stofnsjóði skuli ekki teljast til skattskyldra tekna. Það hefir margoft verið sýnt fram á, að út- hlutaður arður til félagsmanna er í eðli sínu sama og afsláttur sá, er fjöldi kaupmanna gefur viðskiptamönnum sínum af út- tekt þeirra. Afsláttur sá lækkar ágóða kaupmannsins og mér er ekki kunnugt um, að nokkur skattanefnd færi fram á, að kaup- menn teldu það til tekna sinna, sem þeir slá af reikningum við- skiptamanna. Þótt Kaupfélagið leggi nokkuð af úthlutuðum arði á bók, sem hljóðar á nafn við- skiptamanns, og greiði honum vexti af þeirri inneign, breytir engu um skattskylduna. Þótt ein- hver kaupmaður tæki upp á að fá viðskiptamann til að láta standa inni hjá sér á vöxtum af- slátt, sem hann fengi af vöruút- tekt, mundi engin skattanefnd sjá neitt athugavert við það, enda er mér kunnugt um, að minnsta kosti eitt fyrirtæki í bænum ger- ir svipað. Það er heldur engin sanngirni í því, að bera saman innborgað hlutaíé og stofnsjóði. Hlutafé er lagt i fyrirtæki til að fá vexti af fénu og það hærri vexti en hægt er að fá í bönkum eða sparisjóðum, enda áskilja skattalögin, að hluthafarnir fái vexti af fé sínu, nú 5%, án þess að skattur sé lagður á þá í fyrir- tækinu. Stofnsjóðir aftur á móti geta aldrei fengið neina hlutdeild í gróða samvinnufélaga. Ég skal nú sýna fram á, hvað hlutafélag með 160 þús. kr. tekj- ur og 1 milj. kr. hlutafé þyrfti að greiða í tekjuskatt samkvæmt nýju lögunum: Frádrag 5% af hlutafé = 50 þús. Afgangxn’ 110 þús. lagður í varasjóð, þar af 50% skattfrjálst = 55 þús. Af- gangur: skattskyldar tekjur 55 þús. Tekjuskattur af því 15.200. — Alfreð gat pínt tekjuskattinn hjá samskonar hlutafélagi upp í 57.200. Munar hér því réttum 42 þúsundum, sem Alfreð vildi reyna með vitlausu tekjumati, að að hafa út úr þessu blómlega hlutafélagi! Samvinnufélag þarf að greiða af 160 þús. kr tekjum 12.800 kr. eða 2400 kr. minna. Samandregið líta því blekking- ar eða reikningsskekkjur Alfreðs þannig út: Eignaaukning, sem ekki stafar af tekjum, telur haxm sem skattskyldar tekjur, en reikn- ar þó ekki tekjuskatt af þeim, þegar hann vill sýna lesendum blaðs síns, hvað samvinnufé- lög þurfi að greiða í skatt. Er hann aftur á móti reiknar út skattinn fyrir hlutafélag, segir hann, að hlutafélög verði að greiða tekjuskatt af eig-naaukn- ingu, sem ekki stafa af tekjum, og fær skattinn með því móti til þess að vera H-íOO kr. hærri heldur en hjá K. E. A. og er það um U2.000 kr. of hátt reiknað. — En eins og ég hefi bent á, segír Alfreð það vísvitandi eða af van~ þelckingu ósatt, sem hann segir um tekjuskattsskyldu eignaaukn- ingar hjá samvinnu- eða hlutafé- lagi, og þess vegna er hin ská- letraða niðurstaða hans ramm- skökk. Hin rétta niðurstaða er, að eftir skattalögunum, sem giltu til áramóta, þurfti K. E. A. að greiða 5000 kr. hærri tekjuskatt ■RimHnnnffHfiifnH — nýtilbúið — inniheldur aðeins ilm- andi kaffibæti, ekkert vatn, Þess vegna er Freyju-kaffIbætisduftið drýgst og bezt og þó ódýrara en kaffibætir í stöngum, Notið það bezta, sem unnið er í landimr ^•fffiTiyirrffTimiMl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.