Dagur - 24.04.1935, Blaðsíða 1

Dagur - 24.04.1935, Blaðsíða 1
D AGUR líemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Arni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga, Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVIII. ár. Afgreiðslan er hjá JÓNÍ Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akareyii 24. apríl 1935, 17. tbl. Miniiingaroíi). Hér skal með fáum orðum minnzt þeirra feðganna á Hlöð- um í Hörgárdal, sem nýlega lét- ust rneð rúmlega mánaðar milli- bili. Halidór hinn 7 janúar og Stefán faðir hans hinn 21. febrú- ar. Stefán Stefánsson var fæddur að Björgum í Hörgárdal 1. febrú- ar 1852. Bjuggu foreldrar hans, Þórey Gunnarsdóttir og Stefán Halldórsson þar þá; var hann yngstur sex systkina. Ellefu ára að aldri fluttist hann með for- eldrum sínum að Hlöðum og átti þar heima til dauðadags. Föður sinn missti hann á unga aldri, en gerðist þá brátt fyrii’vinna móð- ur sinnar, og tók við búi um tví- tugsaldur. Hann kvæntist Mar- grétu Þórðardóttur og átti með henni tvo sonu, sem báðir létust á undan föður sínum, Þorsteinn 1917 en Halldór nú í vetur, sem fyrr er getið. Kona Stefáns lézt fyrir tæpum tveimur árum. Þann- ig yrði í stytztu máli sögð saga Stefáns á Hlöðum. Hún er ekki svó ýkjarík af ytri viðburðum, héldur er hún eins og saga svo margra íslenzkra bænda, saga um starf og framkvæmdir, sem unn- ar eru í kyrþey heima á heimilum þeirra. Og Stefán á Hlöðum var óvanalega starfsamur bóndi, sem markað hefir skýr spor á jörð sinni. Gestur, sem nú kemur heím að Hlöðum, sér þar stórt og fagurt tún og vel hýstan bæ með hinu eldra sniði, áður en steinhúsaald- an barst yfir sveitiraar. Hvort- tveggja er handaverk Stefáns. Þegar hann tók við jörðinni fyr- ir nærfellt 70 árum síðan var hún rýrðarkot, sem framfleytti með naumindum tveimur kúm og fá- um kindum, en nú er hún í tölu hinna betri jarða sveitarinnar. Töðufengur jarðarinnar mun hafa sexfaldazt og aðrar fram- kvæmdir voru að sama skapi. Slíku fékk dugur og framsýni Stefáns áorkað. Byrjaði hann þó búskap sinn með litlum éfnum. En dugnað og elju átti hann meiri en almennt gerist, og leitun mun vera á starfsglaðari manni en hann var. Honum var nautn í vinnunni, og því að láta eftir sig sjást framkvæmdir, sem að gagni gætu komið. Hann efnaðist vel, en engan hlut hygg ég þó hafa verið fjarri skapi hans en dauða fjórfiöfmm- Ef draga á fram i stuttu máli þá þætti, sem sterkastir voru í skapgerð Stefáns, hygg ég þá verið hafa karlmennsku samtímis með bjartsýni og samúð með öll- um, sem minni máttar voru. Karl- mennska hans og stilling kom fram í öllum hans störfum og at- höfnum. Enginn hlutur var hon- um leiðari en úrtölur og kvartan- ir, var því svo einnig farið að honum heppnuðust flest þau störf, er hann byrjaði á, enda var að þeim gengið bæði með forsjá og ótrauðum hug. Aldrei kom þó stilling hans og skapfesta betur fram, en þegar hinar þyngstu raunir steðjuðu að honum, lang- ' vinn veikindi og missir sona hans beggja. Að eðlisfari var Stefán léttlyndur maður og gamansam- ur, þótt enginn hlutur væri hon- um fjær skapi en alvörulaust gaspur; til þessa lundarfars átti bjartsýni hans rót sína að rekja, en hún stóð engu síður föstum fótum í trúarlífi hans. Hann lét sér eigi svo mjög annt um hinar ytri trúarvenjur, en var maður sanntrúaður á guðlega forsjón, er stýrði öllu lífi mannanna til hins bezta, og ætíð var öruggur í þeirri trúarvissu, að hið góða hlyti að sigra að lokum, þótt á móti blési. Því var líkt farið með samúð hans og trú. Hann var ekki einn þeirra manna, sem hæst töluðu í þeim efnum, en manna fljótastur var hann að hjálpa, ef einhver átti um sárt að binda, og hjálp gat að gagni komið. Og margir munu þeir vera, sem leituðu hans í ýmsum vandræðum, og fengu hjá honum einhverja úrlausn mála sinna. Mjög vel einkenndi sambúð hans við hjú sín skap- ferli hans. Hann gerði miklar kröfur til þeirra, en ætíð gekk hann þó þar sjálfur að verki, sem mest á reyndi, og fáa hygg ég þá húsbændur, sem jafnt og hann nutu fullkomins trausts og hylli hjúa sinna. Lét hann sér mjög annt um hag þeirra allan. Var sambúð hans og þeirra sem einn- ar fjölskyldu, og áttu þau þar ætíð hauk í horni, sem hann var »þótt þau væru firr og farin«- iStefán fékkst eigi mikið við op- inber máí, að minnsta kosti ekki hinn síðari hluta æfinnar. Bar það þó eigi til, að menn eigi vildu hlíta forráðum hans, heldur hitt, að hann kaus lítt að hafa' sig i frammi í þeim sökum. Hin síð- ustu ár æfinnar hafði hann látið ajf búskap og fengið Halldóri ayni Stefán Mmm, á Hlööum. Heimilis hrun, héraðsbrestur enn frá Hlöðum ómar. Fallinn er fullhugi í fremstu röð lands vors sönnu sona. Mannvit, kapp, karlmennska og kærleikshugur, dáðin og drengskaparlund, góðfrægan gerði garpinn prúða allt frá æskudögum. Fyrir fám dögum fjöldi manna sótti Hlaðir heim, stóð þá ern, aldinn ættarhlynur sem bjarg í brimlöðri. Helsærður sverðum sorgarinnar leit hann lífsins sól. Yfir vonaval skinu vonarstj örnur: sonarbörn og brúður. Hugðist nú hetjan hinnstu stundu vörn og skjól þeim vera, ganga fórnarfús og föðurmundum brjóta nýjar brautir. Eiga angurstár aldrei að linna? Gefst ei skin eftir skúr? Skyldi heillum horfnar Hlaðir vera? Svo spyr hryggur hugur. Leitum Ijóssins öll, þótt lífsins gátur ráðist fæstar að fullu. — Nýja-Bíó Miðvikudagskvöldið kl. 9 rópar a pig. Jan Kiepura og Martha Eggerlh. Skemmtilegasta söngmynd, sem hér hefir sést. Sumardaginn tyrsta kl. 9 í blindhríð. Dönsk tal- og söngvamynd. Aðalhlutverkin leika: HansW. IbSchönberg, flase Claussen og fleiri af vinsæiustu leikurum Dana. Myndin er afburða skemmtileg þó nafnið sé ekki sumariegt, en vonandi veröur þetta fyrsta ogsíðasta biindhríðin á þessu nýbyrjaða sumri. GLEÐILEGT SUMAR! Þar, sem góðir ganga, eru guðs vegir, og dauðinn leitendum ljós. Var það ei vígsla, er þeir valinkunnu feðgar þrír hafa þegið, undir stærri störf á stærra sviði girtir gerðum nýjum? í trausti trúar á tign vtms anda og alföður ást og vizku, syngjum nýjan söng um sigur lífsins. — — Far heill, frændi og vinur. D. J. sínum jörð og bú í hendur. Starfsdagurinn var oi'ðinn lang- ur, og hann hefir áreiðanlega vænzt þess að njóta meiri hvíld- ar en áður síðustu árin, enda virtist svo, að allt myndi stuðla að því, að æfikveldið gæti orðið bjart og rólegt. En það átti- ekki svo að fara. Sú raun átti enn að bætast á hans aldurhnignu herð- ar að sjá á bak syni sínum í gröf- ina. Enn á ný bjóst hann til að taka við búi og annast uppeldi sonarbarna sinna ásamt móður þeirra. En kraftamir voru á þrotum, og hann andaðist rúmum mánuði á eftir Halldóri syni sín- um eftir fárra dagá legu. Halldór Stefánsson var fæddur að Hlöðum 13. ágúst 1889. Dvaldi hann þar heima alla sína æfi að undanteknum tveimur vetrum, er hann stundaði nám í Gagnfræða- skólanum á Ákureyri og eihmn vetrarparti, er hann dvaldi í Reykjavík. Fyrir nálægt tíu ár- um síðan tók hann við búi af föð- ur sínum eins og fyrr er getið. Hélt hann mjög fram stefnu um búskap og störf öll, sem gert hafði faðir hans, enda voru þeir feðgar líkir um flesta hluti. Ýmis sveitarstörf bárust á hendur HalÞ dóri, þannig var .hann um langt skeið gjaldkeri Sparisjóðs Glæsi- bæjarhrepps. Höfðu þeir feðgar stjórn sjóðsins á hendi. En þess (Framhald á 4. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.