Dagur - 09.05.1935, Blaðsíða 2

Dagur - 09.05.1935, Blaðsíða 2
86 DAGUR 19. tbl. Rit Jöisar Hallgrímssoir I,—IV. bindi. Reykjavík, isafoldarprenfsmiðjan h.f, 1929—1934. Naumast hefir nokkurt íslenzkt skáld orðið ástfólgnara þjóð sinni en Jónas Hallgrímsson: Alinn upp í íslenzkri sveit, hélt áfram að vera dalanna barn, enda þótt hann hlyti heimsborgara- menntun og náttúruvísindin gerðu að- eins að dýpka þann frábæra skilning og þá næmu titfinning fyrir fegurð náttúrunnar, sem hann virðist hafa haft að eðlisfari allt frá barnæsku. Jónas var fegurðar dýrkandi eins og öll ágætustu skáld hafa verið frá upp- hafi vega. Hann tilbað sólina sem »máttka mynd guðs« og syngur henni dýrðar- óð í Sóisetursljóðum sínum: Hinn rósfagri röðull er frelsari og frjógvari jarðar. Hann lætur vonina vorblíða drjúpa sem dögg í döpur mannhjörtu er sofa í dimmunni og vekur þau sem vallarblómin að vormorgni. Af hinu hómeriska orðfæri á kvæðinu má sjá, að máltilfinning hans er þjálfuð í skóla Sveinbjarnar Egilssonar, en raunar er þó fegrun málsins aðeins einn þáttur- inn í fegurðardýrkun hans. Hann hefl- ar kvæði sfn með óendanlegri vand- virkni og leitar að fegurri og fegurri orðum, en þau leiftra í sál hans eins og spegiimyndir af því sem hann sér og þau skapast ósjálfrátt: »Halla þú, röðull, höfði skínranda bráhýr, brosfagur að brjósti ránar:« eða: »Drag nú ið blástlrnda, blysum leiftranda salartjald saman yfir sæng þinni«. Þessi lofgerð til sólarinnar er ein- kennandi fyrir skáldgáfu Jónasar. Yfir hugsanalífi hans hvflir sólskinið í daln- um, friður heiðanna, blámi lofts og lagar og birta jðklanna. Og í ljóðinu hans endurómar niður lækja og linda, fossahljóð og sævarbrim — það kveð- ur í runni, kvakar í mó, þar heyrist svanahljómur og lóunnar »dírrjndí«, er hún syngur fagnaðarsöng sinn upp í bláloftið. Og í ljóðunum birtast öll möguleg litbrigði smáblómanna, sem skarta á glitofinni gróðurskikkju lands- ins. Ekkert dylst »náttúruskoðaranum«, sem hafði gjörkannað landið ogþekkti það öllum öðrum betur. Hann sezt jafnvel við fætur huldunnar upp við fossinn og knýr hina »sólfögru mey«, sem er sál Fjallkonunnar, út til sam- funda við sig og rekur fyrir henni harma sína. Pví Jónas er einnig skyggn á það, sem áfátt er: Landið er fagurt og frítt, en menningin sam- svarar engan veginn náttúrufegurðinni. Henni hefir hnignað frá því á Iand- námsöld. Manndómur og prýði eru horfin: Dauft er í sveitum, hnípin þjóð í vanda og holtaþoka vesaldóms- ins hvílir yfir þjóðlífinu. Heimskir menn unna því lítt sem fagurt er og gera sig að vanaþrælbm eymdarinnar. Pað svíður í sál skáldsins að föðurland vort skuli á þennan hátt vera orðið að háði. Og þá kemur fram ný hlið á skáldskap Jónasar: Pað er drynjandi eggjun um að sýna á ný dáð og mannrænu: »Veit þá engi, að eyjan hvfta á sér enn vor ef fólkið þorir«. Það er listræn óbeit á ómennlng- Tilboð óskast í að sementslétta sundlaug U. M. F, »Framtíð« að Hrafnagili. Botn- flðtur sundstæðisins er ca. 200 m.2, veggflötur ca. 146 m.2. Sandur og sem- ent lagt til á staðnum. Verkinu skal lokið fyrir 5. júní n. k. — Tilboð sendist fyrir 15. þ, m. til undirritaðs, sem gefur allar nánari upplýsingar. — Ungmennafélagið áskilur sér rétt til að velja eitt tilboðanna eða hafna öllum. Kristneshæli 8. mai 1935. F. h. U. M° F. »Framtfð«. Eiríkur Q. Brynjólfsson. Stjórnmálafundir. unni sem hitar lund skáldsins og fær það til að brýna raustina, því að »góður sonur getur ei séna göfga móður með köldu blóði viðjum reyrða og meiðslum marða, marglega þjáða og fá ei bjargað*. Og hin hlýju sólskinsbjörtu ljóð fóru eins og mjúkir og frjóir vorvind- ar um hugi og hjörtu þjóðarinnar. Hún vaknaði af blundi. Ljóð Jónasar kveiktu vorhug og birtu og ortu sig inn í sálirnar. Meðal alþýðunnar unni honum hvert mannsbarn að lok- um. Hin tárhreina list hans og feg- urðardýrkun náði því æðsta takmarki allrar listar, að gagntaka og hafa end- urskapandi áhrif á sjálft þjóðlífið. með því að hella yfir það Ijósi sínu, auðga það og fegra. ísafoldarprentsmiðjan h. f. hefir unn ið þarft verk með því að gefa nú út í fyrsta sinni öll rit Jónasar Hallgríms- sonar í bundnu og óbundnu máli. Eru komin út fjögur stór bindi, sem hafa inní að ha'da, auk Ijóðanna: smá- sögur hans, bréf og dagbókartírot frá ýmsum árum, svo og athuganir hans frá rannsóknarferðum þeim, er hann fór um landið, ritgerðir ýmislegs efnis og smágreinar bæði um skáldskap fornleifar og fleira, auk hinna stærri jarðfræðilegra og landfræðilegra rit- gerða. Hefir meginið af þessu aldrei verið gefið út áður, þó að oft hafi það staðið til — og það kemur nú margt í leitirnar, sem eigi nema fáum hefir verið kunnugt. Eru enn ókomn- ar skýringar og athugasemdir yfir öll bindin, ásamt æfisögu skáldsins, sem ætlað er að fylgi fimmta bindinu. Sér Matthias Þórðarson um útgáfuna og er ekki að efa, að það verður gert með vandvirkni. öllum unnendum Jónasar er það mjög kærkomið, að fá nú loks heild- arútgáfu af ritum hans. Enda þótt margt mæli með því, að skáldfrægð framliðinna manna sé ef til vill bezt borgið með því, að gefa út Ijóð þeirra að jafnaði einungis í úrvali, þá er þó sjálfsagt um jafn þjóðfrægt skáld og vísindan-ann að auki að eiga a. m. k. eina útgáfu af ritum hans. Sanngjarnt er alltaf að meta menn eftir þvi bezta sem þeir hafa gert, en afburðamenn- irnir þola það vcl, þó að smáskuggar komi í myndina. Þeir verða fyrir það mannlegri og standa með því skýrari og gleggri fyrir hugskotssjónum les- andans. Eftir að hafa farið yfir bréf og dagbækur Jónasar Hallgrímssonar verð- ur hann mér kærri og hugstæðari en nokkru sinni fyr. Fetta ástúðlega Iundarfar, sem birtist í kunningjabréf- um hans, vinnur hvers manns hug. Hann á bæði til trúarlega alvöru og viðfeldnan vísindalegan áhuga. Hann á til jöfnum höndum æringjalegustu gamansemi og viðkvæmasta þunglyndi — en þó ljóðræna fegurðartilfinning umfram alt. Pað er heillandi að bregða sér öld aftur í tímann og ferðast með honum um landið — fylgjast með hugsunum hans og geðbrigðum, áhugmálum og áhyggjum. »Listaskáldið góða« mun vafalaust eignast marga lesendur nú eins og ætíð. Allar eldri útgáfur af ljóðmælum hans voru uppseldar, þegar þessi var hafin og mér er nú sagt að fyrsta bindi af þessari útgáfu sé mjög á þrotum. Senlamín Kiistjðnison. i Eins og tilkynnt hefir verið í útvarpinu, boðar Framsóknai- flokkurinn til almennra stjóm- málafunda -hér í héraðinu fimmtu- daginn 20. júní næstk. Fundirnir verða haldnir samtímis á þessum stöðum: Saurbæ. Hrafnagili. Akureyri. Þinghúsi Glæsibæjarhrepps. Reistará. Árskógssandi. Dalvík. Hefjast þeir allir nefndan dag kl. 2 e. h. Ýmsir helztu forystumenn Framsóknarflokksins skipta á milli sín að mæta á fundunum, og væntanlega láta forystumenn annarra flokka heldur ekki á sér standa að mæta. Skemmtisa/mkoma skólabama í Hrafnagilshreppi verður haldin í þing- húsi hreppsins sunnud. 12. þ. m. — Til -skemmtunaí verður smáleikur, söngur, upplestur og dans. Bömin skemmta sjálf. Aðgangur kr. 1.00. All- ur ágóði af skemmtuninni rennur 1 ferðasjóð barnanna. Ungf'i’ú Sigríður Theód&rsdóttir frá Bægisá fór til Danmerkur með Dr. Alexandrine í gær og dvelur þar næstu tvö ár við nám. Utanáskrift hennar þann tíma er: Ankerhus, Sorö, Dan- mark. Kosning í útvarpsráðið fór þannig: A-listi 1902 atkv., B-listi 3276 atkv,, C- listi 1783 atkv. Samkv. því kosnir: Pálmi Hannesson rektor, Ámi Prið- riksson fiskifr. og Jón Eyþórsson veð- urfræðingur. Innilegt pakklœti fyrir heim- sóknir, stórar og veglegar gjajir, heillaskeyti, vinaþel og fagnað, er sveitungar mínir og fleiri vinir sýndu mér ú fimmtugsafmœli mínu s. I. sumardag fyrsta. Guð gefi ykkur öllum gleði og gœfuríki sumar. Laugalandi, 29. apríl 1935. Einar G. J6na§son. Tilkynning. Anna Jóhannesdóttir, sem andaðist á sjúkrahúsi Akureyrar 1. maf s.l„ verður jarðsungin 11. þ. m. og hefst frá kirkjunni kl. 1 e. h. LeiBiuÍMýuingai' I tíðu §lefáns. Laugardaginn 4. maí síðastl. hélt ungfrú Fríða Stefáns kvöldskemmtun I samkomuhúsi bæjarins. Aðal skemmti- atriðin voru 2 leikfimihópar, sem sýndu leikfimi og dansa, og gafst bæjarbúum þar kostur á að kynnast leikfimistarf- semi ungfrú Fríðu. Fyrst sýndu nokkr- ar smátelpur æfingar við :-Bí bí og blaka« og »Þyrnirósu« í viðeigandi búningum. Því næst sýndu stúlkur úr Gagnfræðaskóla Akui-eyrar stigdansa og leikfimi. Mjög góður rómur var gerður að sýningum þessum, og létu áhorfendur í ljósi óblandna ánægju. Auk þess söng M. A.-kvartettinn og Sigfús Halldórs skólastjóri las upp. — Hvorttveggja með snilld og prýði. Á eftir var stiginn dans. Áhorfandi. Dánmdægur. Þann 1. maí andaðist hér á sjúkrahúsinu Anna Jóhannesdótt- ir, 82 ára að aldri. | Reiðhjól kven- og karla fáum við með Goðafossi á morgun. Kaupfétag Eyfirðinga. Járn- og glervðrudeild. ÍMmHMIiliiMiiMMai

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.