Dagur - 23.05.1935, Blaðsíða 1

Dagur - 23.05.1935, Blaðsíða 1
ÐAGUR rcemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVIII. ár » 4» » * « •1 ús Torlason Afgreiðslan er h]& JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyii 23. maí 1935. hefir sagt sig úr »Bændaflokkn- um«. íhaldsmenn heimta, að hann segi af sér þingmennsku, og Ste- fán í Fagraskógi komi í staðinn. Halda þeir, að hann verði sér þægara verkfæri en Magnús og Ijúfari að ganga undir íhalds- handjárnin. En hvaða vissa er fyrir að svo reynist? Ekki getur »einkafyrirtækið« gert kröfu til þess, að M. T. víki úr þingsæti, því það gekk til kosninga með þá yfirlýsingu, að þingmenn þess yrðu engum flokksböndum háðir, og að enginn af frambjóðendum þeirra væri bundinn við annað en fylgja sannfæringu sinni, og þó að M. T. hafi stundum greitt atkvæði öðruvísi en »einkafyrirtækinu« og ihaldinu geðjaðist að, þá getur hvorki litla eða stóra íhaldið sannað það, að hann hafi greitt atkvæði móti sannfæringu sinni. \W\\, L en pó Áúýr Brauðgerð K. E. A. framleiðir rúgbrauð, er heílr alla þessa kosti. Undanfarin ár hafa verið búin til hér og víðar í landinu rúg- brauð, sem bökuð hafa verið með lélegum áhöldum í köldum ofnum, og hefir bökunin tekið 12 til 20 klukkustundir. Hafa brauð þessi, sem nefnd hafa verið »seydd rúg- brauð«, þess vegna tapað mestu af þeim fjörefnum, sem annars eru í rúgbrauði. Nú hefir brauðgerð K. E. A. byrjað með alveg nýja aðferð og ný áhöld við bakstur á seyddum brauðum. Þessi nýja tegund seyddra rúgbrauða frá brauðgerð K. E. A. er framúrskarandi ljúf- feng, skorpulaus og drjúg í not- kun og það sem mest er um vert: næringarrík og holl og auðug að bætiefnum að þvi er fróðir menn fullyrða. Þrátt fyrir þessa miklu kosti, er þó verð heilbrauðsins (IV2 kg.) aðeins 40 aurar. Almenningur hefir líka kunnað að færa sér í nyt þessa ódýru gæðaframleiðslu, því síðan þessi nýja brauðtegund kom á mark- aðinn, hefir sala rúgbrauða frá K. E. A. nú þegar meira en tvö- faldazt f-rá því, sem áður var. Þegar brauðgerð K. E. A. tók til starfa, var verð á rúgbrauði (2 kg.) hér í bæ 80 aurar. Brauð- gerðin færði það þá þegar niður í 70 aura og hefir síðan haldið lækkun verðsins áfram, þar til nú að rúgbrauðið, IV2 kg. að þyngd, er komið niður í 40 aura. Svarar það til 53 aura verðs á 2 kg. rúg- brauði. Þar að auki hefir brauð- gerðin greitt kaupendum 10% arð á síðustu árum, og er þá verð á 2 kg. rúgbrauði nú raunverulega komið niður í 48 aura. K. E. A. hefir þannig’, með þessari starf- semi sinni lækkað verðið á þess- ari almennu neyzluvöru um 40% . og þar að auki bætt gæði hennar að miklum mun. Árangur samvinnustarfsins al- staðar: Bætt kjör ahnennings. | 21. tbl. .Verkin tala'. Nýja-Bíó lslenzk Ijósmyndasýning í Hamborg. Félag íslendinga í Þýzkalandi, ásamt Deutsche-Novdische Gesell- schaft og vikublaðinu Hamburg Illustrierte, efndi til sýningar á ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirs- sonar í salkynnum málverka- safnsins »Kunsthalle« í Hamborg. Sýningin var opnuð 8. mgrz s. 1. að viðstöddu ýmsu stórmenni. Stóð hún fram í byrjun apríl og vakti allmikla athygli- Sá, sem þetta ritar, hefir átt þess kost að sjá ummæli fjölda þýzkra blaða um sýningu þessa, og ljúka þau öll lofsorði á mynd- list Vigfusar og þó ekki síður á hina stóvfelldu og sérstpkú hátt« úrufegurð, er myndirnar sýna héðan að heiman. Það er að sjálfsögðu alltaf gleðilegt, þegar landar vorir og samborgarar geta sér góðan orðs- tír af verkum sínum hvar sem er í heiminum, og er jafnan skylt að geta þess að góðu. En þó er það vafalaust markverðast í þessu samfoandi, að sýning þessi er merkur þáttur í því' þýðingar- mikla starfi að opna augu er-1 lendra manna fyrir íslandi og náttúrufari þess og auglýsa það sem íerðamannaland. Nágrannaþjóðir vorar verja (Frtwnh, á 3, síÓu), Sprengimennirnir, þeir er skipa flokk þann, er kennir sig við bændurna, eru og hafa verið að kveina undan því, hversu fram hjá þeim er gengið, þegar til þess kemur að skipa þarf menn í trún- aðarstöður. Þó vita þeir það, sprengimenn, að þeir standa í beinni andstöðu við yfirgnæfandi meirihluta allra kjósenda í land- inu. Þeir mega vita og muna hið dæmalausa fylgisleysi þeirra við síðustu Alþingiskosningar. Og þeir vita það mjög vel, að við þær kosningar gengu þeir fram til að spilla fyrir samtökum bænda og samvinnumanna og tókst það líka, þó að eigi tækist þeim að ná há- marki þeirrar spillingar, sem þá í fávizku sinni hafði dreymt um. Þeir vita það og, að bændurnir trúa þeim ekki til neins og treysta þeim ekki í nokkru máli. Samt gala þeir, sprengimennim- ir, svo undir tekur í sorphaugum íhaldsins. Hann er ekki ófagur söngurinn sá! Þeir vita það, sprengimenn, að meiri hluti allra bænda i landinu nefnir flokk þeirra sjaldnast öðru nafni en Sprengiflokk, og þeir vita líka, að annað heiti á flokk- ur þeirra ekki, sem er sannara og réttlátara, af því það stendur í beinu og órjúfanlegu sambandi við breytni og framkomu þeirra, Sprengiflokksmanna, fyrr og síð- ar. — Þeir vita það líka, að þeir ætluðu að skreyta sjálfa sig með því að kenna sig við bændurna og með því hylja úlfinn undir sauðargærunni, ekki bændunum til framdráttar, heldur sjálfum sér. Það er eftirtektarvert, að það skyldi verða fyrsta ganga Sprengiflokksins, þessara óláns- sömu ,manna, þegar þeir þvælast út á orustuvöll þjóðmálanna, að þeir þá skuli í heimildarleysi og í fyllstu óþökk nota sér bænda- nafnið á flokk sinn, um leið og flokkurinn vinnur félagsmálum ' bændanna hið mesta ógagn sem hægt var að gera. — 111 var þeirra fyrsta ganga og hafa fleiri slíkar á eftir farið. Þarf engan að undra það, þegar litið er til þess hversu til málefnanna var stofnað í fyrstu. Þetta er brot úr fæðingarsögu Sprengiflokksins, eða Öllu heldur einn þáttur hennar, eins og hægt er að sýna hann í stórum drátt- um. Glæsilegur er hann ekki. — Samt gala þeir, hanarnir. Öllum má vera í fersku jninni, Laugardags> og sunnudagskv. kl. 9: hversu Sprengiflokksmenn báru sig ergilega — aumingjalega, þegar skipaðir voru menn í kjöt- verðlagsnefndina. Þá göluðu han- arnir hátt og mikið. Og íhaldið endurvarpaði galinu á sína vísu. Auðvitað! — En hversvegna var galað? Vegna þess, að Búnaðarfélagi fs- lands var eigi ætlað að nefna mann í kjötverðlagsuefndina. Lá þá í augum uppi, að Sprengi- fiokksmönnum var fyrirmunað að geta fengið bita í gogginn. Enda hafa hanarnir galað, síðan þau tíðindi gerðust. Sennilega hefði Búnaðarfélag íslands átt kost á þvi að tilnefna mann í kjötverðlagsnefnd, hefði féiagið eigi sjálft — því miður — verið búið að koma svo ár sinni fyi-ir borð að það (B. í.) er komið í beina og opinbera and- stöðu við yfirgnæfandi meiri hluta bænda í landinu, vegna framkomu og aðgerða þeirra manna, sem mestu ráða innan Búnaðarfélagsins. Þessu er ekki hægt að neita. Það er opimber staðreynd. Formaður Búnaðarfé- lagsins, annar búnaðarmálastjór- inn og tveir ráðunautar félagsins, — allir þessir háu herrar voru frambjóðendur af hálfu Sprengi- flokksins við siðustu kosningar til Alþingis. Allir þessir nlenn unnu leynt og ljóst á móti bændunum og reyndu að spilla fyrir kosn- ingu umbótaflokkanna, svo sem þeir höfðu vitsmuni til — og meira. Allir þessir menn fóru út um sveitir landsins með opinn hníf til beggja handa og stefndu oddi og egg að bændunum, Fram- sóknarflokknum og þeim mönn- um, sem staðið hafa fyrir um- bótamálum bændanna. Hvar sem þeir .komu, Sprengimenn, lýstu þeir yfir því, hversu flokki þeirra ykist fylgi með degi hverjum. -— Bréfaskriftirnar til miðstjórnar flokksins voru svo dæmalausar, að foringjarair höfðu tæplega undan að lesa. Fimm þingsæti al- veg viss og auk þess nokkur hálf-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.