Dagur - 06.06.1935, Blaðsíða 2
102
DAGUR
23. tbl.
fleimavistarskólar.
íslendingar hafa löngum hælt
sér af íslenzkri alþýðumenningu.
Hér eru allir taldir læsir og skrif-
andi. Þess vegna hrukku sumir
upp með andfælum, þegar lands-
prófið 1930 í barnaskólum lands-
ins leiddi það í Ijós, að 8% af
börnum, sem útskrifuðust það ár,
máttu teljast ólæs. Síðan hefur
verið gert ýmislegt til að vinna á
móti þessari óblíðu staðreynd, þó
flest af því hafi aðeins verið til
bráðabirgða. Fyrsta verulega
sporið til að ráða bót á núverandi
barnafræðslu felst í frumvarpi
því um breytingu á fræðslulög-
um landsins, sem samið var af
milliþinganefnd í fyrra sumar, og
lá fyrir síðasta Alþingi. Skal nú
lítillega minnst á tvær breytingar
í þessu frumvarpi til skilnings-
auka fyrir þá, sem ekki eiga kost
á, að kynna sér frumvarpið sjálft.
1. Skólaskyldcm. í frumvarp-
inu er gert ráð fyrir að öll börn
í landinu verði skólaskyld á aldr-
inum 7—14 ára. í kaupstöðum og
mörgum stærri kauptúnum hefur
skólaskyldan þegar verið færð
niður í 7 og 8 ára aldur. Þar verð-
ur því lítil breyting í þessu efni.
En í smærri heimangönguskólum
og farskólum kemur breytingin
aðallega til greina.
Fram að þessum tíma hafa
heimilin í sveitum landsins átt að
annast lestrarnám bamanna. En
þar hefir reynslan orðið sú sama
og í kaupstöðunum: Mörg böm
»Einkafyrirtækið« klofið.
(Framh. af 1. síðu).
Klofningur í llienda-
flokknum óhjá»
hvæmilegur.
Með brottrekstri Magnúsar
Torfasonar úr »Bændaflokknum«,
hljóta dagar flokksins í raun og
veru að vera taldir. Flokkurinn
var stofnaður á þeim grandvelli
að veiða í hann bæði Framsókn-
armenn og Sjálfstæðismenn. Að
vísu voru veiðar hinna síðar-
nefndu aðeins hafðar til blekking-
ar, því flokknum var aldrei ætl-
að annað hlutverk en að verða
undirdeild íhaldsflokksins. En af
þessu leiddi, að í flokknum urðu
menn með ærið ólíkar skoðanir.
Þannig myndaðist hægri og
vinstri armur flokksins. Magnús
Torfason var til vinstri. Nú þeg-
ar M. T. er rekinn úr flokknum,
þarf enginn að hugsa sér, að
hann fari þaðan fylgdarlaus. Af-
leiðingin hlýtur að verða sú, að
flokkurinn detti í tvennt. Annars-
vigar verða hinir frjálslyndari
menn, sem ekki vilja samvinnu
við íhaldið og fylgja Magnúsi
Torfasyni eftir. Hinsvegar þeir,
sem í eðii sínu og að innræti eiga
heimahjáihaldinu; þangað hverfa
þeir. Upplausn »Bændaflokksins«
stendur þannig fyrir dyrum. Það
er vcl farið. Flokkurinn var
aldrei annað en »af vindi vakin
alda, sem verður til og deyr um
leið«.
hafa komið ólæs í skólann. Og fæst
af þeim börnum, sem eru ólæs 10
ára gömul, verða nokkurntíma vel
læs. Því reynslan sýnir, að bezt
er að kenna börnum lestur innan
10 ára aldurs. Þau börn, sem
koma ólæs í skólann, tapa. að
mestu af almennri barnafræðslu,
því allur skólatíminn lendir í ó-
frjótt lestrarstarf.
En til þess að niðurfærsla
skólaskyldunnar verði ekki mjög
kostnaðarsöm,. hefir nefndin lagt
til, að kennsla yngri bamanna
fari fram í skólunum haust og
vor. Með því móti er hægt aö
nota sömu skólahús 'og kennara
fyrir yngri börnin, og þarf því
hvorki að stækka skólahús eða að
fjölga kennurum þeirra vegna. Er
svo til ætlazt, að í heimavistar-
skólum í sveitum njóti 7—9 ára
börn kennslu frá 1. maí—15. júní
og frá 1. sept.—15. okt. Er þetta
vafalaust hyggilegasta lausnin á
þessu máli, því að með því notast
skólahús og kennslukraftar betur
en nú er og í öðru lagi mega for-
eldrar helzt missa yngri börnin.
til nárns að sumrinu.
Reynslan virðist benda til þess,
að óhjákvæmilegt sé, að skólarnir
taki að sér lestrarkennsluna, eins
og frumvarpið gerir ráð fyrir.
2. Hevmavistarskólar. Aöal-
breytingin á núverandi fræðslu-
kerfi, sem frumverpið gerir ráð
fyrir, er það, að reistir verði
heimavistaskólar um land allt, en
gamla farskólafyrirkomulagið
hverfi með öllu. Er gengið út frá,
að 2—3 hreppar sameini sig um
skóla eftir staðháttum. Telst
nefndinni svo til, að um 100
heimavistarskóla þurfi á landinu
öllu, en um 10 eru þegar til. Ef
gert er ráð fyrir, að hver skóli
kosti til jafnaðar kr. 30.000, þá
myndu þessir 90 skólar kosta
2.700.000 krónur, og er það auð-
vitað allmikið fé. Þá gerir nefnd-
in ráð fyrir, að þessir skólar yrðu
byggðir á næstu 10 árum, og
þar sem ríkið leggur fram helm-
ing kostnaðar yrðu það 135.000
krónur á ári. Þar á móti yrði
hluti sveitanna ekki mjög tilfinn-
anlegur, vegna þess, að mikið af
honum mundi verða vinna, sem
héraðsbúar leystu sjálfir af
hendi. Þá er það ótalið, að með
byggingu heimavistarskóla mundi
mega fækka um 6Ö kennurum.
Ýmsar mótbárur hafa verið
bornar fram gegn heimavistar-
skólum. En flestar eru þær af
misskilningi sprottnar, og’ smá-
vægilegar frá sjónarmiði barn-
anna, móts við hina stórgölluðu
farskóla. Hér skulu nefndar tvær
algengustu mótbárumai'. önnur
er sú, að foreldrar hafi ekki efni
á að kosta dvöl barna sinna á
heimavistarskólum. Eins og nú til
hagar þurfa þó margir að kosta
börn sín í farskólum. Og nú vill
svo vel til, að dálítil reynsla er
að fást í þessum efnum, svo hægt
er að sjá hvað þessi kostnaður
muni verða. 1 janúax-—marz-heftl
>Menntamála« 1935, er at-
hyglisverð grein 'um heimavistar-
skólann á Flúðum í Árnessýslu,
eftir Ingimar Jóhannesson skóla-
stjóra. Vil ég ráðleggja öllum
þeim, er kynna vilja sér þetta mál
að lesa þá grein. Þar eru um 30
skólabörn árlega, skipt í tvær
deildir, og eru deildirnar til skipt-
is í skólanum, um 12 vikur hvor
á vetri. Fæðiskostnaður hefir orð-
iö þar að meðaltali 89.4 aurar á
bárn daglega undanfarin 5 ár.
Getur skólastjóri þess, að það sé
nokkru hærra, en sumstaðar ann-
arstaðar, sem stafar m. a. af því,
að launaður er sérstakur ráðs-
maður, auk ráðskonu. Algengast
mun vera, að fæði barna á heima-
vistai’skólum sé frá 65—80 au. á
dag. En göngum nú út frá því,
sem er á Flúðum. Fyrir 12 vikna
dvöl á skólanum þurfa foi’eldrar
að gi-eiða um kr. 75 fyrir barn.
Nú getur skólastjói’inn þess, að
allur fjöldinn af bændum greiði
um og yfir helming kostnaðar
með. matvælum, er þeir fi’amleiða
sjálfir, t. d. garðávöxtum, kjöti,
mjólk o. fl. og verður það þeim
ekki mjbg tilfinnanlegt. Eftir eru
þá 35—40 krónuf, sem þarf að
greiða í peningum með hverju
barni. Ekki. er hægt að segja, að
það sé mikil upphæð, þegar á það
er litið, að þaraa er barninu
tryggð 12 vikna fræðsla og upp-
eldislegar leiðbeiningar undir
handleiðslu góðs kennai'a.
Síðari mótbáran er sú, að böm
uni ekki í heimavistarskólunum,
og heilsu þeirra og siðferði geti
verið hætta búin. Reynslan er allt
önnur. Um skólann á Flúðum
skal þess getið, að skólastjórinn
getur þess, að aðeins 2 börn af
66 hafi ekki kunnað vel við sig
fyrst, en það hafi fljótt lagazt.
Um heilsufarið er það að segja,
að í góðum heimavistarskólum
eru miklu betri skilyrði fyrir
góðu heilsufari, en þegar mörg-
uro bömum er þjappað saman f
lélegum húsakynnum við far-
'kennslu. — Og um siðferði barn-
anna segir skólastjórinri á Flúð-
um, að sér finnist þau börn kurt-
eisari og félagslyndari, sem
lært hafi í heimavistarskólum, en
þau, er notið hafa farkennslu. Og
þau mannist mikið við skólavist-
ina. Þetta er líka allt afar auð-
skilið, ef forstöðumenn heimavist-
arskólanna eru góðir menn, sem
eru starfi shxu vaxnir.
Mótbárurnar gegn heimavistar-
skólunum eru ekki spi'ottnar af
umhyggju fyrir börmmum, heldur
eru þær spi'ottnar af einhverjum
ugg við það að breyta til. En ekki
dugar að taka þennan óljósa
kvíða fyrir hinu nýja svo alvar-
• lega, að hann vei’ði þessu þjóð-
þrifamáli aö fótakefli. Stærsta
framfaraspor í menningannálum
þjóðarínnar er það, að reisa
heimavistarskóla um allt landið á
næstu 10 árum.
Eiríkur Sigurðsson.
Kííiiin
66
99
Það eru bráðum 34 ár síðan ég
var staddur í litlu sveitaþorpi í
N. D, í Bandaríkjunum.
Þetta var á þjóðmenningardegi
Amei’íkumanna 4. júlí. Þann dag
er venjulega mikið um dýrðir og
svo var í það skipti. Mikill fjöldi
fólks hafði safnazt þai'na saman
og margskonar skennntanir fóru
þar fram.
Af því sem fyrir augun bar,
man ég bezt eftir einum manni,
sem vakti athygli mína. Ekki
fyrir þá sök að hann var lítið eitt
»kenndur« — því svo vora fleii'i
— heldur af því að hvar sem
hann var staddur safnaðist um
hann hópur manna, sem virtist
ekki vilja missa af neinu er hann
sagði.
Sjálfur var maðurinn öðravísi
en allur almenningur. Góðlátlegt
kímnisbros leið oft eins og leift-
ur um andlit hans, en þess á milli
var hann hátíðlega alvai’Iegur.
Þegar ég grennslaðist eftir
hver þessi maður væri, var sagt
að það væri hann »Káinn«. Ég
hafði heyi't hans getið, en aldrei
séð hann. En það sem hann var
að fai*a með fyrir þá, sem kring-
urn hann söfnuðust, voru ýmis-
konar kviðlingar er hann hafði
sjálfur ort. Þar á meðal Sól-
skinsvísur hans — ef ég man
rétt.
Þannig hefir það ætíð verið, að
hvar sem Kristján Níels Júlíus
hefir komið á mannamót, hefir
hann þött góður gestur. Hann
hefirjafnan komið færandi hendi,
því hann er maður auðsæll og
veitull.
Leikandi hagmælska, tvíræð
svör og einkennilegar smásögur
■WWIHWWIHWWWa
Nautakjöt
Svínakjöt
Dilkakjöt
Miðdagpylsur
Vínarpylsur
Medisterpylsur
Munið að
r
Aleggspylsur
Bökunardropar allsk.
*
Avaxtamauk
Jarðarber ný uppskera
Citronur
panla í Itfma!
Kfölbúð K. E. A.