Dagur - 19.06.1935, Blaðsíða 1

Dagur - 19.06.1935, Blaðsíða 1
DAGUR iemur út á hverjum fimtu- rlegi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðsían •r hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir l.des. XVIII. ár •f Akureyri 19. júní 1935. 25. tbl. Leiksýning. Leikflokkur frá Reykjavík er væntanlegur til Akureyrar nú þessa næstu daga, og ætlar sér aö hafa sýningu á hinu stórmerka leikriti Einars H. Kvaran, Synciir annœra. Flokkurinn er undir stjórn þeirra Soffíu Guðlaugs- Einar H. Kvaran, dóttur og Haralds Björnssonar. Hefir leikurinn verið sýndur nú um nokkurt skeið í Reykjavík og víðsvegar um Suðurland, við hinn ágætasta orðstír. Hafa blöð höf- uðstaðarins talið sýningu þessa með því allra bezta, sem sézt hef- ir þar á leiksviði á síðari árum. Þau þrjú, er hafa með höndum aðalhlutverkin: Soffía Guðlaugs- dóttir, Haraldur Björnsson og Gestur Pálsson, eru öll landskunn- ir leikarar. Aðrir leikendur, sem Soffía Guðlaugsdóttir. að sunnan koma, eru: Regína Þórðardóttir, Anna Guðmunds- dóttir, Nína Sveinsdóttir, Nína Jónsdóttir og Valdemar Helgason. Hér á Akureyri verða fengnir leikendur í fjögur • smáhlutverk. Leiðbeinandi við æfingar hefir verið Soffía Guðlaugsdóttir. Eitt Reykjavíkurblaðanna fer svofelldum orðum um leikritið i»Syndir annara^; »Um þetta leikrit þarf varla að fjölyrða. Það mun vera mönnum svo kunnugt, enda er það af' mörgum talið að vera eitt af Haraldur Björnsson. beztu skáldverkum Kvarans. Myndirnar, sem það bregður upp, eru allar jafnsannar, lifandi og sannfærandi, hvort sem þær sýna kaffisamdrykkju reykvískra hefð- arkvenna, þar sem margt ber á góma, allt frá hneykslissögum smábæjalífsins og upp í stórpóli- tísk leyndarmál og fyrirætlanir, sem varða alþjóð, eða harðvítug-t stjórnmálaþras milli stjórnmála- foringjanna í landinu. Eins og kunnugt er, er Einar H. Kvaran meistari í því að túlka mannlegar tilfinningar og ástríð- ur í hvaða myndum, sem þær Regína Þórðardóttir. birtast. Innileg vinátta, heitasta ósk, sárasta sorg og bitrustu von- brigði er oft ógleymanlega lýst af þessum eftirlætishöfundi islend- inga. Koma þessir eiginleikar höf- undarins skýrt fram í þessum sjónleik, sem hér er um að ræða«. Um meðferð nokkurra leikenda á hlutverkunum segir sama blað meðal annars: »Haraldur . Björnsson leikur Grím Ásgeirsson. Hlutverkið er vel við hæfi Haralds og er mjög erfitt að finna nokkuð að leik hans. Hann er samfelldur frá upphafi og skeikar aldrei....... Frú Soffía Guðlaugsdóttir nýt- ur sín ágætlega í hlutverki Guð- rúnar konu Þorgeirs. Allir beztu hæfileikar hennar sem leikara njóta sín og er varla hægt að í- mynda sér að hlutverkið verði betur af hendi leyst...«s »Frú Regína Þórðardóttir leik- ur Þórdísi. Leikur hennar var viðburður. Það er langt síðan að ung kona hafi sýnt svo góð- an leik hér á leiksviði. Fjör henn- ar og kátína var fullkomin og framkcina fullkomlega sönn. Þeg- ar hún þýtur eins og fjaðrafok út, er hún ágæt, og þegar hún kemur meö skakkan hattinn á fallegum kollinum, er hún alveg fullkomim. Leikurinn verður sýndur n. k. föstudag og laugardag og ekki oftar hér á Akureyri. Og þó að allmikið hafi verið hér um skemmtanir og aðrar samkomur undanfarið, þá má samt fastlega Gcstur Pálsson. gera ráð fyrir, að leiksýning þessi fái ágæta aðsókn, þessi tvö kvöld sem hún verður á boðstólum. Nýja-Bíó Miðvikudagskvöld kl. 9: flrlöy óQiftrar tnóður. (Syndefald) Frönsk talmynd í 10 þáttum. Aðalhlutverkið leikur hin heims- fræga franska leikkona: Annabella. Myndin er Iistavel leikin og svo áhrifarík, að hún mun þeira seint gleymast, er sjá hana. Menntaskólanum á Akureyri var slit- ió 14. þ. m. 17. júní. K. A. gekkst fyrir hátíða- haldi hér á Akureyri þann dag. Nokkru eftir hádegi hófst guðsþjónusta á Ráó- hústorgi, þar sem sóknarpresturinn sr. Friðrik Rafnar prédikaði. Lúðrasveitin Hekla lék þar nokkur lög. Síðan var gengið út á leikvang, og flutti Sigurð- úr Eggerz bæjarfógeti þar ræðu fyrir minni Jóns Sigurðssonar. Ennfremur fór þar fram lúðrablástur og íþróttir. Veður var hið bezta um daginn. Kíghósfi «g bólusetning. Mjög eru skoðanir lækna deild- r.r í þessum efnum, og þeir munu langtum fleiri sem líta svo á, að bólusetning hafi lítil eða engin áhrif á veikina. i þýzkum sér- fræðibókum frá árinu í fyrra (Klose, Feer) er ekki minnzt á bólusetning heldur en hún Væri ekki til. Dr. Madsen hefir ritað grein um þetta efni í U. f. L. 1933, og lýsir þar áliti danskra lækna, en það er á þessa leið: Þeir telja frekar gagn að bólu- setning en ekki. Dr. Madsen (for- stjóri Serumstofnunarinnar) er höfundur og talsmaður bólusetn- ingarinnar og tekur það skýrt fram, að bólusetning sé alls ekki læknin’g, heldur vörn; börnin sýk- ist allt að einu, en, að hans áliti, vægar. Ef gagn á að verða að bólusetningu, verðúr að dæla efn- inu inn í tæka tíð; helzt svo, að vika líði frá síðustu dælingu þar til veikin brýst út, m. ö. o. byrja dælingu '|/2 mánuði áður. Þá, viku eftir síðustu dælingu, eru varnar- efnin mest í blóðinu og mótstaða gegn veikinni á hæsta stigi (M. Kristensen og S. A. Larsen: Comp. Rend, Soc. Biol. 1926). Af skýrslu dr. Madsens frá Færeyj- um 1923 og 1929 er svo að sjá, að dánartala hinna bólusettu sé niun lægi-i en þeirra, sem óbólu- settir eru (0,15 móti 2,4) og ef þetta' skyldi reynast rétt, en um það er mjög erfitt nokkuð að full- yrða, þá tel ég sjálfsagt að bólu- setja þá, sem veilireru, og sérílagi v.ngbörn, því þeim stafar mikil bætta af kíghósta, eins og sjá má af þessum dánartölum: Af hundr- aði deyja á fyrsta ári 24; frá 1. —5. árs 2,6; 5.—15. 0,7; síðan 0. (Israel-Rosenthal, Aaser). Eftir minni reynslu hér á Akureyri er þessi dánartala mikils til of há, en gæta verður þess, að farsóttir eiTi mismunandi illvígar, og að hér hafi þær verið af vægari teg- und, þótt mér í sumum þeirra hafi fundizt að ekkert skorti á þyngd né fylgisjúkdóma (lungna- bólgu, krampa og berkla). Yfir- leitt má segja að veikin leggist mun léttara á brjóstbörn en pela- börn (Henoch, Strumpell). Sá er galli á bólusetniilgunni að hún. er varhugaverð á börnum á fyrsta mánuði og ræður Dr. Madsen al- —■ (Pramh. á 4. aíðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.