Dagur - 25.07.1935, Síða 3

Dagur - 25.07.1935, Síða 3
30. tbl. DAGUR 131 IIin nýja Samvinna. Á aðalfundi Sambands ísl. sam- vinnufélaga 1984, sem haldin var á Laugarvatni, komu tveir kaup- félagsstjórar, þeir Egill Thorar- ensen og Vilhjálmur Þór, með þá tillögu að breyta tímarlti kaupfé- laganna í mánaðarrit með mynd- um. Var þessi tillaga samþykkt, og síðan ákvað stjórn Sambands- ins,, að hin nýja útgáfa ritsins skyldi hefjast nú í vor. Samkvæmt þessu hefir Sam- vinnan nú breytt um form og er orðin mánaðarrit. Kom fyrsta heftið út í júní. Ritstjórar eru Jónas Jónsson og Guðiáugur Rós- inkranz. Jónas Jónsson ritar for- mála að hinn nýju »Samvinnu«. Þar segir meðal annars: »»Hin nýja »Samvinna« á að vinna fyrir yfirstandandi tíma. Forgöngumennirnir ætlast til, að hún verði einskonar skuggsjá þess, sem gerist í landinu á veg- um samvinnumanna. Þar á að sýna, einkum með myndum og stuttum greinum, allt það veiga- mesta, sem samvinnumenn starfa að í landinu. Það er ætlazt til að tímaritið verði fjölbreytilegt að efni, léttlæsilegt og mjög ódýrt eftir stærð. Það er ætlazt til, að »Samvinnan« vei’ði útbreiddust allra tímarita og blaða á landinu. Hún á að komast inn á hvert heimili á landinu, þar sem til er maður eða menn, sem leita í lífs- baráttunni stuðníngs undir merki frjálsrar samhjálpar«. Þá eru smápistlar um sam- vinnustarfið innanlands, eða fréttir af starfi samvinnufélag- anna víðsvegar um landið. Síðan er upphaf að sögu, TöfrahÖllin, eftir Tagore, þýdd af Jóni Thor- arensen. Þá er greín um bygging- arsamvinnufélög, eftir Guðlaug Rósinkranz. Auður Jónasdóttir ritar um ensku kvennagildin (The Co-operative Women’s Guiid) og Jónas Jónsson'um íslenzk heimili og skóla. Ritið prýðir fjöidi mynda af mönnum og mannvirkjum. Forgöngumenn kaupfélagsskap- arins í Þingeyjarsýslu stofnuðu tímarit kaupfélaganna fyrir meira en aldarfjórðungi. Sigurð- ur Jónsson á Yztafelli var fyrsti ritstjóri þess. ársrit Ræktunarfélags Horðurlands 1934, 31. árgangur, flytur fund- argerð aðalfundar félagsins það ár og birtir aðalreikning og efna- hagsreikning þess fyrir 1933, ennfremur skýrslu um starfsemi Rf. Nl. 1934 og garðyrkjuskýrslu yfir sama ár. I ritinu eru og skýrslur búnaðarsambandanna í Norðlendingafjórðungi. — Auk þessa flytur ritið útvarpserindi um belgjurtirnar og þýðingu þeirra í íslenzkri jarðrækt, eftir Ólaf Jónsson framkvæmdastjóra félagsins, grein um votheysgerð eftir sama höfund o. fl. I skýrslunni um starísemi fé- lagsins 1934 er þess getið, að á því ári hafi það byrjað á tveimur nýjum tilraunaflokkum,, þar sem eru tilranmvr méð Imkterhismitun á ýmswm belgjurfoem og í öðru lagi kornyrkjutilramvir. Báðar þessar tilraunir ættu að vekja hina mestu athygli. Um korn- yrkjutilraunirnar segir svo: »Áhugi fyrir kornyrku fer mjög vaxandi víðsvegar um land og er þvi mjög nauðsynlegt að gerðar séu ítarlegar tilraunir með korn- yrkju víðar en á Sámsstöðum og þá sérstaklega með tilliti til þess, að veðráttufar er næsta ólíkt á Suður- ög Norðurlandi. Af þess- um ástæðum var sú ákvörðun tekin, að Ræktunarfélagið legði stund á tilraunir með kornrækt. Starfsemi þessi er þó' ennþá að- eins á byrjunarstigi, því ennþá skortir tilfinnanlega aðstöðu til að gera slíkar tilraunir, svo sem húsrúm til geymslu á uppsker- unni, þreskiáhöld o. fl., en úr þessu verður vonandi hægt að bæta á næstunni og verða þessar tilraunir auknar mikið á komandi sumrí«. Síðan er skýrt frá árangri til- raunanna á þessa leið: „a. Sáðfimattlraun ineð Dönnesbygg: Sáðtímar % 12/5 22/5 3Í/5 Korn pr. ha. í 100 kg. 30,2 27,5 26,1 22,1 Þyngd á 1000 kornum í gr. 40,4 37,8 37,6 36,2 Grómagn í % 81,4 87,0 62,7 72,0 Sex byggtegundir, sem reyndar voru, þroskuðust allar sæmilega. Pyngd á 1000 kornum frá 38,2 — 42 grðmm og grómagn frá 76— 91,3%. b. Sáðiimalilrann með NiAarhafra: Sáðtimar % 12/5 22/5 30/5 Korn pr. ha. f 100 kg. 14,0 13,8 13,9 10,0 Hálrnur pr. ha. í 100 kg. 42,0 45,5 50,0 48,0 Pyngd á 1000 kornum í gr. 32,2 32,6 33,0 34,8 Grómagn f °/o 6,0 9,3 4,7 4,« Haframir þroskuðust svo seint, magnið hafi eyðilagst af frostí. að mjög erfitt var það þurrka þá Af sex hafrategundum, sem og hafa þeir vafalaust ódrýgst reyndar vom, varð 1000 korna mjög mikið. Þrátt fyrir það þó þyngdin frá 33,9 og upp í 43 gr., þeir virðist allvel þroskaðir, spíra en grómagnir 9.8—26%. þeir lítið, og er sennilegt að gró- Snmarið var mjög óh&gstsett til Jarðarför Magðalenu litlu dóttur okkar, sem andaðist þriðju- daginn 16. þ. m., fer fram laugardaginn 27. júlí n. k. og hefst með húskveðju á heimili okkar Pingvallastræti 4 kl. 1. Akureyri 24. júlí 1935. Krlstin Jóhannsdóttir, Helgi Iryggvason. Pökkum innilega auðsýnda samúð við ándlát og jarðarför Stefáns Kristjánssonar. Fyrir hönd ættingja og vandamanna. Akureyri 24. júli' 1935. Friðrik Magnússon, Jakob Karlsson. „Sólveig“ Skáldsaga eftir Kristján Sig. Kristjánsson. Stjórnmálaþroski vor Islend-, inga virðistj því miður,. ekki vera mikill, og er leikunnn, sem leik- inn er á stjórnmálasviðinu, fjarri því að vera það, sem Englending- ar nefna »fair play« (fagur leik- ur). Menn bítast og berjast, oft um aukaatriði, og mannskemma hver annan. Þetta er orðið ýms- um þeim, sem ekki eru blindaðir af flokksfylgi, ærið áhyggjuefni. Og þeir hafa ekki trú á hinum taumiausa krafti, enda þótt hann sé í orði kveðnu helgaður góðum málefnum, en halda því fram, að vandræðin stafi ekki hvað sízt af því, að hina hlutlalfusu yfirsýn vanti, útsýnið frá fjallstindinum, sem er hafinn yfir allar hinar ó- líku leiðir. Einn af þessum mönn- um er Kristján Sigurður Krist- jánsson, rithöfundur, sem ýmsum ef af góðu kunnur fyrir ljóð og æfintýri, sem birzt hafa eftir hann hingað og þangað. Hánn hefir nú í hyggju að gefa út, ef nægilega margir áskrifendur fást, skáldsögu frumsamda, sem fjallar einmitt að miklu leyti um þjóðfé- lagsmál. Ég hefi fylgzt með til- orðningu sögunnar og get mælt með henni við hvern sem er. Að- alpersóna sögunnar, sem er kona, Sólveig að nafni, er allstaðar hinn góði andi, sem græðir sár, greiðir úr flækjum, nær í hið bezta í sál- um manna og leysir yfir höfuð Hérmeð tilkynnist vinutn og vanda- mönnum að okkar ástkæra tengdasyst- ir og systir, Guðrún Rannveig Jóhann- esdóttir, andaðist á heimili okkar, Strandgötu 23, 23. þ. m. Jarðarfðr- in er ákveðin laugardagiun 27. þ. m. og hefst með húskveðju frá heirailinu kl. 4 e. h. Bergþóra Bergvinsdóttir. Júlíus Jóhannesson. hvert viðfangsefni, svo að allir mega eftir atvikum vel við una. Sólveig á því erindi inn í íslenzk- ar bókmenntir og inn í íslenzkt stjórnmálalíf. Sannleikurinn er sá, að þeir eru í raun og veru allt of fáir,, sem taka að sér hlutverk sáttcbsemjarans í íslenzku þjóðlífi. Það þykir víst ekki nógu tilkomu- mikið hlutverk. Sólve'ig er fyrst og fremst sáttasemjarinn, en um leið á hún eld hugsjónamannsins og skapandi mátt, sem byggir á á rústum hins gamla tíma. Það er fullkomlega ómaksins vert að kynnast þessari göfugu sál með því að kaupa bók þá, er hér um ræðir. Bókin verður ca. 12 arkir að stærð, og kostar óbundin kr. 3.80 og bundin kr. 5.00 og kemur út um jólaleyti næsta vetúr. Reykjavík í júlí 1935. Grétar Fells. Áskrifendalisti um kaup á of- angreindri skáldsögu liggur frammi hjá ritstjóra þessa blaðs. Ættu ummæli Grétar Fells um söguna að vera góð meðmæli. Frá aðallundi S. í. S. Framh. Ráðstöldn ársarðsins. Samkvæmt tillögn sambands- stjórnarinnar var ársarði af rekstri Sambandsins 1934 ráð- stafað á þessa leið: kornyrkju og með tilliti til þess verður árangurinn að teljast sæmilegur«. Norðlendíngar ættu að fylgjast vel með áframhaldi kornyrkjutil- rauna Rf. Nl., því þar getur ver- ið um stórmerkilegt framtíðarmál að ræða. Frá framhaldandi til- í’aunum verður að sjálfsögðu skýrt í ársriti félagsins. 1. Til Stofnsjóðs Krónur. 46.280.08 2. — Varasjóðs 9.256.02 3. — Sjótr.sjóðs 19.449.46 4. •— Gefjunarsjóðs 18.003.41 5. — Reksturstr.sjóða: a. gæruverksm. 13.931.84 b. gamastöðvar 12.633.37 6, — Menníngarsj. 3.369.99 7. Yftirfært til n. á. 22.365.33 Samtals kr. 145.289.50 Skýrsla framkvœmclastf. útflutnings deildar. Jón Árnason framkvæmdastjórl bóf ræðu sína með því að tala ýt-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.