Dagur - 01.08.1935, Blaðsíða 1

Dagur - 01.08.1935, Blaðsíða 1
D AGUR semur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞóR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir l.des. XVIII. ár. j Akureyri 1. ágúst 1935, 31, tbl. j Tryggvi Þórhallsson | lálinn. Um hádegi í gær flaug su fregn hér um bæinn, aö Tryggvi Þór- hallsson bankastjóri væri nýlát- inn og reyndist sú fregn því mið- ur sönn. Kom mönnum andiáts- fregn þessi á óvart, þó aö hins- vegar væri vitað, að Tr. Þ. hefði um áraskeið þjáðst af þvingandi kvilla,. svo að stundum hefði hann orðið að liggja rúmfastur um stundarsakir af þeim ástæðum. Fékk hann eitt slíkt veíkindakast nú; var reyndur á honum upp- skurður, sem hafði þann enda, er fyrr er frá skýrt. Tryggvi Þórhallsson var fædd- ur í Reykjavik 9. febr. 1889 og varð því 46 ára gamah. Foreldr- ar hans voru Þórhallur Bjarnar- son og kona hans Valgerður Jóns- dóttir. Tryggvi varð stúdent frá Reykjavíkurskóla 1908 og tók guðfræðipróf frá háskólanum 1912. Varð hann síðan prestur að Hestþingum og gegndi því emb- ætti frá 1913 til 1917. Lét hann þá af prestskap og gerðist rit- stjóri Tímans og gegndi því starfi til 1927, er hann varð for- sætis- og atvinnumálaráðherra í ráðuneyti því,. er myndað var eft- Kornrækt á Aldrei hefir verið meiri þörf á því en nú, að finna og fara nýjar leiðir um innlenda framleiðslu,. til þess að draga sem mest úr er- lendum vörukaupum. Ein af þeim leiðum er aukin kornrækt. Hún hefir verið reynd á nokkrum stöðum hér á landi og gefizt vel. Lengst af hafa menn vaðið í þeirri villutrú, að hér væru engin eða að minnsta kosti afarslæm skilyrði fyrir þessari atvinnugrein og væri því ekki ó- maksins vert að reyna hana. En nú sýnist vera að bírta til í þessu efni. Þær korntegundir, sem þrosk- ast hafa vel á Islandi, eru bygg, hafrar, rúgur og baunir. Á Sáms- stööum í Fljótshlið hefir eíns og kunnugt er kornrækt verið stund- uð um nokkur ár með góðum á- rangri og aldrei brugðizt. Munu þar vera kornakrar að víðáttu 16 dagsláttur. Á Hafursá á Fijótsdalshéraði hefir einnig verið reynd kornrækt um 6 ára skeið og gengið vel. Eru akrar þar um 3 dagsláttur. Af ir kosningasígur Framsóknar- flokksins það ái\ Gegndi hann því embætti þar til 1932, er hann baðst lausnar og samsteypu- stjórnin var mynduð. Síðan hefir hann verið aðalbankastjóri Bún- aðarbankans. Árið 1923 var hann kosinn á þing i Strandasýslu og jafnan síð- an endurkosinn í því kjördæmí, þar til við kosningarnar í fyrra. Formaður Búnaðarfél. islands varð hann 1925 og jafnan síðan. Hann var skipaður í kæliskips- nefndina 1924 og í gengisnefnd 1925. Kvæntur var hann önnu Klem- cnzdóttur fyrrum ráðherra Jóns- sonar. Lifir hún mann sinn á- samt mörgum börnum þeirra. Tryggvi Þórhallsson var glæsL menni í sjón og góður drengur í raun. i stjórnmálalífinu hefir hann markað mörg og mikilvæg spor, fyrst sem ritstjóri og síðan sem þingmaður og ráðherra. — Einkum bar hann landbúnaðar- málin fyrir brjósti. Nú er hann hniginn fyrir aldur fram. Er hans áreiðanlega sárt saknað af öllum, er honum kynntust. 7 Islandi. dagsláttu hverri hefir fengizt ár- iega að méðaitali 7—8 tunnur af byggi og höfrum og 12—15 hest- af af háími, sem talinn er ígildi meðalútheys og ézt ágætlega. Ef hafra- og byggtunnan er metin á 25 kr.,, gerir það af dag- sláttunni kr. 175—200, og sé hálmhesturinn metinn á 4 kr., gerir það fil viðbótar 48—60 kr. Samkvæmt þessu gefur þá dag- síáttan af sér 220—260 kr. virði. Það, sem þarf að kaupa að, er útlendur áburður fyrir um 35 kr. í dagsláttu, og svo útsæði fyrsta árið 70 kg. í dagsláttu, sem kost- ar kr. 17.50. Annar kostnaður er vinnan. Auk þeirra tveggja staða, sem þegar hefir verið um getiö,, er nú tekið að stunda kornyrkju í stór- um stíl í Reykholti í Borgarfirði. Hefir þar verið tekið til korn- ræktar allt að 30 dagslátta land og allt útlit fyrir, að ræktunin þar ætli að takast mjög vel. Auk þess hefir nú Ræktunarfélag Norðurlands hafízt handa um kornyrkjútilraunir, eins og getið var um í síðasta blaði. Vænta má þess, að innan skamms leiði reynslan það í ljós, ef-hún er ekki þegar búin að því, að korn megi rækta víðast hvar á landinuTneð góðum árangrl. Get- ur þetta haft geysimikla þýðingu fyrir íslenzkan iandbúnað og at- vinnulíf þjóðarinnar. Setjum svo, að helmmgur allra bænda á íslancli,, sem munu vera um 3000 að' tölu, tækju að jafnaði sínar 3 dagsláttur hver til korn- ræktar, eru ailaf líkur til, að þeir fengju 60—70 þúsund tunnur af korni árlega. Þar með ætti að vera hægt aö losna við mestöll eða öll fóðurbætiskaup frá út- Jöndum og kornkaup handa ali- fuglum. Hafrar, sem sendir hafa verið út til »völsunar«, hafa reynzt eins og þeir hafa reynzt beztir í Nor- egi. Og yfirleitt mun álítíð, að korntegundir þær,, sem ræktaðar hafa verið hér á landi, standi að vörugæðum ekki að baki útlend- um samskonar tegundum. Markið á að vera það, að Is- lendingar brauðíæði sig sem mest sjálfir. Víða mun haga þannig til, að heppilegast væri, að bændur mynduðu félagsskap um bezta landið á vissu kornyrkjusvæði og hefðu þar samyrkju. Mundi það spara þeim mikil verkfærakaup, því handþreskivélar og hand- hreinsivélar kosta um 140 kr. hver, en það verður að minnsta kosti ekki komizt af án hand- hreinsivéla. Álitið er að á næsta hausti verði fyrir hendi allt að 500 tunn- ur af innlendri kornuppskeru. Ef það væri allt notað til útsæðis, ætti það að nægja í rúmar 700 dagsláttur. Ættu bændur, búnaðarfélög og samvinnufélög að leggjast á eitt um að sjá fyrir því, að það yrði allt notað sem sáðkorn á næsta vori, svo að stigið yrði stórt skreí fram á leið í þessu nauðsynja- máli. Leiðarþing I N.Þingeyjarsýslu. K|ó§endur lýsa yfir trausti á niner- andi ríkisstjórn og þingmeirihlula. Þingmaður N orður-Þingeyinga, Gísli Guðmundsson, hélt leiðar- þing í ölium hreppum kjördæmis- ins í júní og júlí í sumar. Hmn 17. júlí var haldið leiðar- þing að Kópaskeri. Á þeim fundi voru samþykktar eftirfarandi til- lögur með samhljóða atkvæðum: 1. »Fundurinn teíur, að iöggjöf sú, um sölu landbúnaðarafurða, sem afgreidd var í þinginu 1934,, hafi verið óhjákvæmileg til bjarg- ar landbúnaðinum, og vottar nú- verandi landbúnaðarráðherra og þingmeirihluta þakkir fyrir þær ráðstafanir«. 2. »Fundurmn lýsir yfir ein- clregnu fylgi við þá fjármála- stefnu núverandi þingmeirihluta og ríkisstjórnar að afgreiða tekjuhallálaus fjárlög, án þess aö draga úr verklegum framkvæmd- um, og nauðsynlega tekjuöflun handa ríkissjóði með hækkun beinna skatta og einkasölu á viss- um álagningarmiklum vöruteg- undum«. 3. »Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir framkomu þíngmanns kjördæmisins og vottar honum fullkomið traust«. »Á sama fundi var ennfremur samþykkt með samhljóða atkvæð- um svohljóðandi tillaga um inn- anhéraðsmál: »Fundurinn skorar á þingmann kjördæmisins að beita sér fyrir því, að fjárframlög til vega í hér- aðinu verði að mínnsta kosti eins mikif árið 1936 eins og á yfir- standandi ári«. Á öðrum leiðarþingum í kjör- clæminu voru samþykktar svipað- ar tillögur þeim, er fyrst greinir hér að framan, auk samþykkta, er gerðar voru um innanhéraðs- mál, ér einkum lutu að samgöngu- bótum. Leiðarþingið að Svalbarði i Þistilfirði skoraði á vegamála- stjórnina. að sjá um að brú verði nú þegar lögð á Garðá, þar sem þjóðvegurinn frá Hafralónsá að Svalbarði komi ella ekki að not- um. Einníg skoraði sami fundur á vegamalastjórnina að láta leggja brú á Svalbarðsá á næsta sumri. Leiðarþingið á Þórshöfn sam- þykkti tillögur, þar sem óskað var eftir framlagi til brúar á Sauða- nesós og til Brekknaheiðarvegar, miðað við að sá vegur verði lagð- ur á næstu 4 árum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.