Dagur - 29.08.1935, Blaðsíða 2

Dagur - 29.08.1935, Blaðsíða 2
150 DAGUR 35. tbl. / skozka féð. Með Gullfossi þ. 25. júlí síðastl. kom til Keykjavíkur skozkur fjárræktarfræðingur Jan Gum- ming, Ailanfearn Inverness í SkotJandi. En af fjárstofni þessa manns keypti Hallgrímur f>or- bergsson Border-Leicester fé það, sem flutt var fiingað til lands og hann heíir síðaii haft til varðveizlu á Halldórsstöðum í Laxárdal og fór þar eftir tillög- um landbúnaðarráðuneytisins skozka. Jan Cumming kom til landsins meðal annars til þess að skoða þennan fjárstofn á Haildórsstöð- um og kynna sér hvernig eldi hans og gæzla hefði gefizt hér á landi. Um Jan Cumming er rétt að geta þess, að hann er í svo mikiu áliti sem sérfræðingur um þetta fjárkyn, að hann er einn af þrem- ur verðlaunadómurum Border- Leichester-fjárins á búfjársýning- um í Skotlandi og írlandi. Jan Cumming skoðaði nákvæm- lega hverja skepnu og gerði sam- anburð á hreinræktuðu dilkunum og einbiendingsdilkunum og fara hér á eftir kaflar úr umsögn fians, sem hann lét í té áður en hann hvarf af landi burt: Islenzka BorcLer-Lncesterféö. »í>egar ég athugaði ofangreint fé, þótti mér fróðlegt að sjá mis- muninn á einblendingslömbunum og ísienzku lömbunum. Að mínu áliti eru einblendingslömbin miklu þyngri og sterklegri að öllu leyti og virðist mér þau mjög væn. Enníremur álít ég að ullin af ein- blendingsfénu hljóti að reynast betur en ullin af íslenzka fénu. Einblendingslömbin yðar eru mjög svipuð þeim einblendings- lömbum okkar í Skotlandi, sem eru 5 viJcum eldri og er þetta ein- blendingsfjárrækt yðar mjög mikið í hag. Þér ættuð því hik- laust að halda áfram við að leiða íslenzkar ær til Border-Leicester hrúta og er ég sannfærður um, af því sem ég hefi séð, að árangur- mn ætti að verða mjög góður. Ef þér kynnuð að æskja ein- hverra frekari upplýsinga um ein- blendingsrækt, þá megið þér, hve- nær sem er, snúa yður til mín og mun ég með ánægju veita yður hverja þá aðstoð er ég get veitt. Mér þótti mjög vænt um að sjá, hvað vel hafði tékizt með Border- Leicester féð og virðist mér það þrífast mjög vel. Aðalvandinn við að ala upp Border-Leicester einblendings- lömb er að skípta nógu oft um haga. Frá því ær bera á að gefa þeim hálf-punds fóðurköku hverri, einu sinni á dag, þar til gróður er orðinn mikill. Ég veit fyrir víst, að það margborgar sig fyrir yður að reyna þetta. Þegar taðan hefir verið hirt og háin fer að spretta þá er gott að beita fénu á þennan seinni gróður. Haginn verður þá aftur nýr og hreinn. Ég varð forviða að sjá, hversu fallegt var íslenzka Border-Lel- cester geldíéð og myndi það prýða margan skozkan fjárhóp af sama kyni (do credit to many a Scottish floch). Þér skuluð hafa það hugfast, að láta aðeins bezta Border-Leicest- er féð lífa, en ióga hinu. Á þann hátt getið þér komið upp hraust- um og sterkum stofni og það mun borga sig að kaupa hrút við og við frá Skotlandi. Er þá betra að kaupa tvo í einu, þeir myndu una sér betur einkanlega á leiðinni og á meðan þeir þyrftu að vera í sóttkví. Einnig er gott að hafa einn til vara, ef annar hrykki upp af eða eitthvað óhapp kæmi íyrir. Ég mun æfiniega fús til að að- stoða yður við slík kaup og ég skal sjá um, að hrútarnir verði alveg óskyldir þeim sem þér haf- ið«. Skozki fjárstofninn hér á landi er nú 39 kindur. Fénu hefir i'arn- ast vel síðastliðið ár. Þó olli lungnaveikin nokkrum örðugleik- um, enda var hún með áleitnasta móti í Þingeyjarsýslu vegna hey- skemmdanna síðastliðið sumar. Hallgrímur Þorbergsson gerir nú ýmiskonar tilraunir með beit- arskipti, til þess að halda hag- lendinu hreinu og heíir hann komið upp sjö girðingarhólfum í túni og engjum. Eitt hreinrækt- aða lambið vandi hann undir á af íslenzku kyni og sleppti á af- rétt. I haust verða til sölu á Hall- dórsstöðum átta lambhrútar og einn hrútur veturgamail og telur Hallgrímur þá vera með þroskað- asta og fallegasta móti. (Útvarpsfrótt 4. ágúst 1935, eftir heimild Hallgríms Þorbergssonar, Hall- dórsstöðum). Við baðstföndina. Það er sól og sumar með 20 stiga hita á degi hverjum. Nótt- in er nokkuð svalari, en þó varla að miklum mun, því vatnið með- fram ströndinni — þar sem fólk- ið tekur sjóböð og sólböð á víxi — er 15°'—16” heitt, og fer íoít- hitinn varla niður fyrir það með- an hásumar er. Lognmolla bæja- lífsins á brennheítan sumardag- inn rekur hvern þann, sem á völ eða hentugleika hefir, að flýja steingötuna, og slá tjaldi sínu á baðströndinni,' ef þar er annars lengur pláss að finna. Þúsundir og aftur þúsundir manna hafast hér við, sumir dag- langt, aðrir nokkra daga, eftir því sem tími gefst, því nú er sumarfrí. Ég hefi reikað hér nið- ur að ströndinní, og mér gefur að líta heilan bæ, tjaldborg — að stærð eins og þorp úti á íslandi. Á ströndinni er allt iðandi af lífi, líkast því sem stundum gefst að að líta við verstöð heima á Norð- urlandi, þar sem bein liggja á sjávarströndinni og maðkurinn vel næ^ður og snarlifandi morar. og skríður út og inn um holar augnatóttir maðksmoginna þorsk- liausa. Hér stend ég’ það langt álengdar, að tjöldin eru á stærð við væn þorskhöfuð (héðan að sjá), og maðkurinn er maður, sem skríður inn um tjalddyrnar til þess að skipta klæðum. Ég færi mig nær. Mannverurnar stækka og ég sé svo glögg skil hlutanna, að hér er ekki um að villast, hvað er á ferli. Menn og konur á ýms- um aldri, börn og unglingar, rosknar og ráðsettar frúr, vel aldir og vel í skinn komnir fram- kvæmdastjórar og stórkaupmenn, grannvaxnar skrifstofustúlkur, fölar og veiklulegar, sólbrenndir, vöðvastæltir íþróttamenn, kapp- gjarnir atorkumenn, syfjaðar landeyður, ríkir og fátækir, allir eru hingað komnir tíl að njóta sumars og sólskins. Og sólin skín hér sannarlega á bæði vonda og góða, réttláta og rángláta, því hver getur efazt um að allir eig- inleikar finnist hér í svo stórum hóp? Allir eru hingað komnir til þess að sækja sólskm, heilsu og kraft þann, sem sumarið veitir, og virðist svo sem hér séu allir jafnir, hverri stétt sem þeir ann- ars tilheyra. Mér dettur því i hug: Ætli það séu þá bara fötin, sem skapa stéttamisnfun og stéttabaráttu með öllu því illu og góðu, sem henni fylgirV Það gæti sýnzt svo. Hér hefir allt verið skilið eftir í tjaldinu, nema síð- asta flíkin, svo lítil og úr þunnu- efni gjörð, að »Guðrúnu« okkar heima á íslandi mundi sjálísagt verða flökurt við þá sýn, því fólk- ið hefir sannarlega nærri því ekk- ert tii að hylja nekt sína með. En engínn maður né kona veitir þvl eftirtekt; hitt mundi vekja eftir- tekt, bros og hlátur, ef skyndi- iega kæmi í hópinn maður eða kona í baðfötum frá árinu 1900, þegar konur böðuðu sig í svo síð- um pilsum, að tærnar máttu ekki sjást, og karlmenn áttu helzt að vera í skinnklæðum, því þá mátti fólk ekki vita og því síður sjá, að likami mannsins er af beinum^ holdi og blóði gerður, og klæddur skinni á yfirborðinu. Nú er öidin önnur, og ný kynslóö komin fram á sjónarsviðið. Öld menntunar og menningar segja ýmsir. Öld ó- menningar, óhófs og iðjuleysis segja aðrir. Ég ætla ekki að kryfja aldarháttinn til mergjar hér. Það er lífið á ströndinni og við sendna fjöruna, sem ég veiti athygli. Er það einkennilegt, þó fólkið, sem býr við þröng kynni í misjöfnum íbúðum stórbæjanna j50 vikur af ánnu, brjóti hvern hlekk í keðju hversdagslífsins og vilji lifa frítt og frjálst í V-z mán- uð, eða meðan sumarfríið varirV Nei, það er ekki undarlegt. Það þarf.ekki að vera neitt flysjungs- eðli, sem brýst út, né ólifnaðar- alda, sem ríkir á meðal fjöldans, sem hér dvelur. öðru nær. Það er íögnuður yfir frelsinu, það er gleði sú, sem sumarið vekur hjá öllum lífverum, Sólin hefir að vísu skinið i fleiri mánuði, en inni í þröngum i götum, í iágum stofum og óhrein- um bakgörðum bæjanna hefir sumarið — hið virkilega sumar — ekki komið; fólkið verður aó fara sjálft út fyrir sín daglegu iandamæri, út í guðsgræna nátt- úruna, og njóta sumarsins þar. Á y% mánuði þarf að safna sólar- geislum til eflingar heilsu og kröftum, svo starfsþrótturinn og sólskinsbrosið geti varað til næsta sumars. Á hverju vori er kappsamiega unnið að því að útvega bæjar- börnunum dvöl úti á landi, á með- an sumarleyfið í skólunum varir, — í 6 vikur. Þúsundir barna streyma frá bæjunum og finna ’inni hjá hollvinum sínum, sem skilja hver nauðsyn það er fyrir barnið að lifa við frelsi og hreint sveitaloft þennan stutta tíma. Mörg börnin eiga víst sama heim- ilið frá ári til árs, og flest bíða þau með eftirvæntíngu eftir næsta sumri. Ég stend hér við ströndina og horfi út yfir sjávarflötinn, sem er létt gáraður af hægum þey, er strýkur yfirborðið. Aldan berst að landi og hnígur hljóðlaust að sandinum, skolar yfir sólbrennd bök og axlir þeirra, sem í vatninu eru, en á landi uppi þerrar sólin og bakar baðfötin og búkana, sem í sandinum liggja. Ég hefi horft um stund og sný heim á leið. Mér verður að líta um öxl einu sinni, og ég sé enn hið hvik- andi líf, rétt eins og þar sem krí- úr og mávar safnast á íslenzka fjöru á sumardaginn. En svo haustar. Meö haustkom- smfHfnnfffKHHHHi Eplit Eplit 3 NýEPLI nýkomin. Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.