Dagur - 24.10.1935, Side 1
DAGUR
íemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjaldkeri: Arni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Afgreiðslan
er hjá JÓNI Þ. ÞÓR.
NorðurgötuS. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir l.des
XVIII. ár
•I
Akareyri 24. október 1935
*
*
43 tbl.
Nýja brúin á Skjálfandafljóti.
Siðari hluta sumarsins, sem nú
er að enda, hefir verið unnið að
því að leggja brú yfir Skjálfanda-
fljót í Köldukinn. Er verk þetta
unnið samkvæmt brúalögunum
frá 1932.
Brú þessi er beint ofanundan
bænum Ofeigsstöðum í Köldu-
kinn. Er brúarstæðið valið á
þessum stað, af því að fljótið
rennur þar í einu iagi.
Tveimur til þremur kilómetr-
um ofar er dragferja, sem notuð
heíir verið að þessu, en verður
nú óþörf og legst niður um leið
og nýja brúin verður tekin til
notkunar. Er að mannvirki þessu
hin mesta samgöngubót fyrir
Kinnunga, því 19 beimili í sveit-
inni hafa að þessu verið afskorin
frá viðunanlegum samgöngum og
ekki kerrufært til þeirra.
Brúin er bitabrú gerð úr járn-
bentri steinsteypu og er 196 m.
á lengd. Hún hvílir á 10 stöplum,
og eru 8 þeirra úti í farvegi
fljótsins, allir grafnir niður, en
til frekari tryggingar fyrir þvi að
ekki grafi undan þeim, eru þeir
látnir hvíla á sverum trjám, sem
flest eru rekin 6 metra niður
fyrir vatnsborð.
Efni í brúna kom ekki fyr en
siðast í júlí, og vinna hófst um
mánaðamótin júlí — ágúst. Var þá
byrjað að reka niður staura
undir verkpalla og því næst
staura undir stöpla, grafa fyrir
stöplum og steypa sökklana undir
þá. Þann 1. september hafði
verkinu miðað það áfram, að þá
var að mestu lokið við að reka
niður staura undir verkpalla og
ennfremur fullsteyptir sökklar
undir 5 stöpla. Þegar þar var
komið, var byrjað á uppslætti
yfirbyggingar og jafnframt haldið
áfram að reisa þá stöpla, sem þá
voru eftir. Siðan gekk verkið
áfram eins og í sögu og fullsteypt
var brúin laugardaginn 12. októ-
ber.
Smíði brúarinnar hefir þannig
staðið yfir aðeins 2*/2 mánuð og
hefir aldrei áður tekizt að ljúka
smíði svo stórrar brúar á jafn
skömmum tíma, og hefir því
þarna verið sett met í þeim
efnum’
í ágúst unnu um 40 manns að
þessu mannvirki, en í september
og fram i október um 50 manns.
Verkamenn höfðu með sér mat-
arfélag og sameiginlegt mötuneyti,
og var reistur matskáli, þar sera
50 manns gátu setið að snæðingi
i senn. Verkamennirnir bjuggu í
tjöldum; þeir voru nálega allir úr
Ljósavatns- og Aðaldælahreppum.
Eftir 12. október var hafrn
vinna við uppfyllingu að brúar-
sporðunum, og fyrir nokkrum
dögum var fullyrt, að ef veður
ekki hamlaði vinnu, yrði verkinu
að fullu lokið um næstu mánaða-
mót, og verður brúin þá opnuð
til umferðar og tekin til notkunar.
Er það líkast æfintýri að nú á
haustnóttum er hin mikla móða
»bundin traustum spöngum«, þar
sem hún fyrir 2lli mán., að aflíð-
andi miðju sumri, ríkti einvöld og
»bannaði ferðir manna<; slikur
framfarahraði er talandi vottur
um aukna tækni og orku hugar
og handa.
Kostnaður við brúarlagningu
þessa yfir Skjálfandafljót er innan
við hundrað þúsund krónur og
stenzt mjög vel áætlun.
Árni Pálsson verkfræðingur
befir gert alla uppdrætti og leyst
af hendi öll verkfræðileg störf
við þetta mannvirki og dvalið á
staðnum mestallan þann tima,
sem verkið hefir staðið yfir.
Daglega verkstjórn hafði á hendi
Sigurður Björnsson brúasmiður.
!■
Undirritaður hefir afráðið að
halda kvöldskóla hér i vetur, ef
nægilega margir nemendur gefa
sig fram. Verður kennt bæði ung-
lingum og fullorðnum, og fer
flokkun fram eftir aldri og náms-
þroska.
Fullorðnir menn geta oft lært
mikið á skömmum tíma,, ef þeim
er leiðbeint um að taka námið
réttum tökum. T. d. geta allir orð-
ið sæmilegir reikningsmenn, þótt
enga sérstaka gáfu hafi, sé þeim
kennd réít undirstaða að skilningí
og sjálfsnómi. Eins er um tungu-
mál og yfirleitt allt nám. Gildir
þar undantekningarlaust hið forn-
kveðna spakmæli:
Varðar mest til allra orða,
að imdvrstaðwn rétt sé fundin!
Það er það, sem er kennsla, en
ekkert annað!
I tungumálakennslu verður hlut-
aðeigandi tungumál talað l
kennslustundum, svo að nemendur
temji bæði auga og eyra samtím-
is. —
’Yfirleitt verður allt kap-p lagt á.
ad ná sæmilegvm árangri af
kennslurmi, og er þvi ckki óskað
eftir áhngalausmn nemendum!
Av. Samstæður flokkur manna,
t. d. bílstjórar o. a. gætu hæglega
sameínast um kennslu t. d. í
tungumálum, og yrði þá kennslan
sniðin sérstaklega, við þeirra hæf'i.
Enginn er of ganvall til að læra!
Skírskota að öðru leyti til aug-
lýsingar minnar í »Dcgi« í dag.
Helgi Valtýsson.
Bókafregn.
Æfin.týri handa börnum
og unglingum, þýdd á ís-
lenzku af Birni Bjarnar-
syni frá Viðfirði.
Um síðustu aldamót var ekki
um auðugan garð að gresja af ís-
lenzkum barnabókum. Þá var
mönnum lítt kunn sú staðreynd,
að börn hafa aðrar andlegar þarf-
ir en fullvaxta menn og þar af
leiðandi var að mjög litlu leyti
um það hirt að sjá börnunum fyr-
ir sérstöku lesefni við þeirra
hæfi. Einn af þeim fáu sem sá
þó, að hér var ófyllt skarð, var
hinn ágæti fræðimaður o.g kenn-
ari dr. Björn Bjarnarson frá
Viðfirði, og til að bæta hér lítið
eitt úr, þýddi hann æfintýri þau,
er hér að ofan getur og voru
fyrst gefin út árið 1903. Bók
þessi hefir nú lengi verið ófáan-
leg og íslenzkum börnum því nær
ókunn, en nú hefir bókaverzl-
un Snæbjarnar Jónssonar, Rvík,
gefið hana út á ný, og mun hún
nú engu síður verða kærkomin ís-
lenzkum börnum, en hún var fyr-
ír rúmum 30 árum, þótt úr meira
sé nú að veija.
Um æfintýrin í heild ér það að
segja, að öll hafa þau eitthvað
gott að flytja ungum og þyrstum
sálum. Þa-u skýra í stuttu máli
frá baráttu hins góða og illa og
allsstaðar er það góðleikurinn,
drenglyndið og göfugmennskan
sem gengur að lokum sigrandi af
hólmi. Auk þessara og margra
annara kosta, eru æfintýri þessi
rituð á hinni mestu öndvegis ís-
lenzku.
Ef foreldrar vilja gefa börnum
sínum góða bók, er þeim óhætt
að velja æfintýri dr. Björns frá
Viðfirði.
H. J. M.
Þorleifur H. Bjarnason yfirkennarl
andaðist 18. þ. m. á Landsspítalanum.
NÝJA-BÍÓ
Fösludags-, laugardags-
og sunnudagskvöld kl. 9:
Gutlfalleg og hrífandi
Wienarmynd, tekin af
Sacha-Tohis undir stjórn
Willy Forst. En hún tal-
in fremsta mynd, sem
tekin hefir verid siðustu
'arin og hlaut gullmed-
alíu i Feneyjum.
Aðalhlutverkin leika:
AD0LF W0HLBRÚCK
OLGA TJEKH01A og
PAULA WESSELEV.
Heiðursfélagi. Iðnaðarmannafélag Ak-
ureyrar kjöri Odd Björnsson prent-
meistara heiðursfélaga sinn á síðasta
fundi sínum í þakklætis- og viður-
kenningarskyni fyrir hans ágætu störf
hér í bæ og í sambandi við sjötugs-
afmæli hans.
A Alfnngi gengur nú allt rólega, síð-
an deilunni um þingsetu Magnúsar
Torfasonar lauk. Þingfundir eru stutt-
ir, en því meira unnið í nefndum. Með-
al mála á dagskrá má nefna frv. um
opinberan framfærslustyrk sjúkra
manna og örkumla, frv. til alþýðu-
trygginga, frv. til framfærsluiaga,
breyting á lögum um kjötmat, breyting
á lögum um lax- og silungsveiðar,
hafnarlög fyrir Siglufjörð o. fl.
Frímann B. Arngrímsson fræðimaður
varð áttræður 17. þ. m. Skömmu áður
brá gamli maðurinn sér austur að
Dettifossi, ti) þess að gera þar mæling-
ar. ■—
Tryygvi Gunnarsson. Þann 18. þ. m.
voru liðin 100 ár frá fæðingu hins
stórvirka framkvæmdamanns, Tryg-gva
Gunnarssonar.
Fl/rirlestur Steindórs Sigurðssonav
rithöfundar, er hann flutti í Nýja-Bíó
á sunnudaginn, var allvel sóttur. Gaf
ræðumaður fyrst stuttan útdrátt úr
hinum alkunna fyfirlestri Gests Páls-
sonar um »lífið í Reykjavík« og ræddi
síðan um nútíðarlífið þar, svo sem
götulífið og kaffihúsalífið o. m. fl. og
gerði samanburð á Reykjavík fyrr og
nú,
*