Dagur - 28.11.1935, Blaðsíða 2

Dagur - 28.11.1935, Blaðsíða 2
202 DAGUR 48. tbl. flokksmaður og fylgir samvinnu- stefnunni að því er stjórn verk- smiðjanna snertir. En þetta er ekki það sjónarmið, sem núver- andi meðstjórnendur hans hafa og þessvegna hefir árekstur orðið. Til annarar handarinnar er Sv. B. með sjónarmið »kapitalista« um verksmiðjureksturinn eins og annað. Til hinnar »sósíalistarnir«, sem að vísu alltaf taka undir, þegar um auknar kaupkröfur frá hendi verkamannanna í 1 a n d i er að ræða, en hafa verið undar- lega tómlátir um hag s j ó- m a n n a n n a, hinna eiginlegu framleiðenda að því er síldina snertir. Fulltrúar þessara tveggja, ann- ars fjandsamlegu stefna, hafa nd tekið höndum saman til að ná yf- irráðum í stjórn verksmiðjanna. Þeir byrja með því að reka góðan og duglegan starfsmann úr fram- kvæmdastjórastöðunni, án saka. Síðan ráðast þeir á Þormóð Eyj- ólfsson og leitast við að gera hann valda- og áhrifalausan í þessum efnum og- mun það vera aðaluppistaða sambands þeirra. Þormóður hefir verið í stjórn verksmiðjanna frá upphafi og unnið mikið starf í þeirra þágu, enda tekizt að gera rekstur þeirra öruggan og að þeirri máttarstoð síldarútvegsins, sem Magnús sál. Kristjánsson og aðrir forgöngu- menn þessa máls ætluðust til að síldarverksmiðja ríkisins yrði. Hann nýtur líka almenns trausts í þessu starfi, sem bezt má sjá á því, að þ r í r r á ð h e r r a r 0 g ú r þ r e m u r s t j ó r n m á 1 a- f 1 0 k k u m hafa skipað hann í stjórn verksmiðjanna. Mun þvi enginn dirfast að neita því, að hann hafi langbezta þekkingu þeirra- sem nú eru í stjórn verk- smiðjanna, á öllu, er að rekstri þeirra lýtur. Þegar svo þess er gætt, að hanh er formaður verk- smiðjustjórnarinnar og ber því a ð a 1 á b y r g ð i n a, er það þá nokkur furða, þó hann taki það óstinnt upp, að meðstjórnendurn- ir vísa framkvæmdastjóra, sem hann ber fyllsta traust til, úr starfi? En það, að hann vildi ekki láta hlut sinn í þessu og beitti kappi í því efni, kalla þeir yfir- gang og ofstopa og bæði láta flokksblöð sín ausa hann svívirð- ingum fyrir og gera það sjálfir líka. Og svo ætlar þessi glæsilega þrenning: Sv. B., J. S. og P. Þ., að fara að stjórna verksmiðjun- um eftir sínu eigin höfði, en ólík- legra hefir skeð heldur en þó á þeim sannist bráðum hið forn- kveðna: »eldi heitari brennur með illum vinum friður fimm daga, — en þá slokknar, er hinn sjötti kemur og versnar allur vinskapur«. Bernh. Stefánsson. Hjálpræðisherinn. Heldur vakningai- viku fyrir böm og fullorðna. Fimmtu- dag kl. 6 og 8%. Föstudag kl. 8%. Sunnudag kl. 10%. Bæn kl. 2 og 6 fyr- ir börn. kl, 8% bjálprœðissamkoma. Nokkur þingmál. Hér skal getið nokkurra mála, er fyrir Alþingi liggja: Ný framfœrslulög. Frv. til nýrra framfærslulaga er samið af þingmönnunum Páli Hermannssyni og Jónasi Guð- mundssyni. Aðalbreytingamar, sem felast í frumvarpinu eru þessar: 1. Sveitfestitíminn er afnuminn. 2. Hver maður á framfærslurétt í heimilissveit sinni og öðlast þann rétt strax og hann sezt að í annari sveit. 3. Sveitarflutningar eru afnumd- ir. 4. Ríkissjóði er gert að jafna framfærslukostnaðinn eftir á- kveðnum reglum. 5. Ekkjur og fráskildar konur njóta samkv. frv. sama eða svipaðs réttar og ógiftar mæð- ur. 6. Nánari ákvæöi eru sett um stjóm framfærslumála. Auk þessa er fjöldi nýrra á- kvæða í frv., sem leiðir af þess- um aðalbreytingum. Áttundi kafli frv. er um jöfnun framfærslukostnaðar. Þar segii- svo: »Framfærsluhéruðum lands- ins skal skipta í tvo flokka. Era í öðrum flokknum allir kaupstað- irnir og kauptún þau, er hafa yfir 500 íbúa og sem eru sérstök sveit- arfélög, en í hinum flokknum eru öll önnur sveitarfélög«. Atvinnumálaráðuneytinu er ætl- að að reikna út, hver sé meðal- talskostnaður í hvomm jöfnunar- flokknum fyrir sig. Nú fer sam- anlagður framfærslukostnaður sveitarfélags fram úr meðaltali framfærsluútgjalda í þeim jöfn- unarflokki, sem sveitarfélagið til heyrir, þá fær sveitarfélagið end- urgreiðslu úr ríkissjóði eftir þar til settum reglum. A Iþýðulryggingar. Frv. um alþýðutryggingar er samið af Brynjólfi Stefánssyni, Sigfúsi Sigurhjartarsyni og Þóröi Eyjólfssyni, og nutu þeir aðstoð- ar Vilmundar Jónssonar land- læknis við samningu þess. Fi-v. nær yfir slysatryggingar, sjúkra- tryggingar, elli- og örorkutrygg- ingar og atvinnuleysistryggingar. Að því er til slysatrygginganna kemur, er frv. í aðalatriðum eins og slysatryggingarlögin, sem nú gilda. Sjúkratryggingin er byggð á grundvelli sjúkrasamlaga, og er sá grundvöllur þekktur og reynd- ur víða um heim. Fi’v. gerir ráð fyrir, að allir séu skyldir að tryggja sér ellilífeyri og að útbogun lífeyris byrji við 67 ára aldur. Til þess að tryggja sér 500 kr. lífeyri á ári æfilangt frá 67 ára aldri, þarf t. d. ekki nema rúmlega 11 kr. árlegt gjald frá 16 til 67 ára aldurs. Um atvinnuleysistryggingar liggur engin reynsla fyrir hér á landi, og var því sá kostur tekinn að taka til fyrirmyndar það fyrir- komulag, sem Danir, Svíar og fleiri þjóðir hafa hallazt að, en það er í því fólgið að styrkja at- vinnuleysissjóði stéttarfélaganna af almannafé. Hlutverk tryggingarinnar er það fyrst og fremst, að tryggja verkamenn gegn því atvinnuleysi, sem stafar af árlegum sveiflum innan atvinnulífsins. Það atvinnu- leysi, sem orðið er varanlegt frá ári til árs, verður ekki læknað með tryggingum, segja höfundar frv. í greinargerð. Ennfremur segja þeir, að sá heildarkostnað- arauki, sem af framkvæmd trygg- inganna mundi leiða fyrir ríkið á fyrsta ári, yrði eftir því sem næst veröur komizt 240 þús. kr. sem sundurliðast þannig: Vegna sjúkrasamlaga kr. 90 þús. Vegna ellilauna og ör- orkubóta — 75 — Vegna atvinnuleysistr. — 75 — Um fjárhagsbyrðar einstakling- anna er það að segja, aö gert er ráð fyrir ársiðgjöldum til sjúkra- samlaga frá 20—36 kr. á mann og er þar að vísu ekki um nein ný útgjöld að ræða. Til elli- og ör- orkutryggingarinnar er til þess ætlazt, að tryggður greiði 6 kr. árgjald í sveit, en 7 kr. í kaupstað og auk þess 1% af skattskyldum tekjum. Höfundar frv. telja liklegt, að þau framlög, sem bæjar- og sveita-félög, komi til með að greiða vegna trygginganna, spar- izt að miklu leyti í minnkandi framlögum til fátækraframfærzlu. Framfœrsla sjúkra manna. Frv. um þetta efni er samið af landlækni og er tilraun til um- bóta á berklavarnarlöggjöfinni o. fl. — Breytingar a landhelgis- gœzlunni. Fjárveitinganefnd flutti fyrir nokkru svohljóðandi þingsálykt- unartillögu í sameinuðu þingi: »Sameinað Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að leita fyrir sér innan lands og utan um, hvaða tilboð sé hægt að fá í: a. Varðskipið óðin, b. Varðskipið Þór, og leggja síðan árangurinn fyrir næsta Alþingk. Samkv. ákvörðun Alþingis skip- aði stjórnin nefnd manna til þess að gera tillögur um framtíðarfyi'- irkomulag landhelgisgæzlunnar með hliðsjón af því, að björgunar- starfsemin yrði að meira eða minna leyti sameinuð landhelgis- gæzlunni. Tillögur þessarar nefndar liggja nú fyrir þinginu og ganga í þá átt að færa land- helgisgæzluna í það horf, að hún verði framkvæmd af fleiri skip- um og staðbundnari en hún nú er og að við gæzluna verði að miklu leyti notaðir vopnaöir, hrað- skreiðir vélbátar. I sambandi hér við er áðurnefnd þingsályktunar- tillaga fram komin. Bann gegn ónaudsynlegum skotvopnum. Frv. um þetta efni er flutt að tilhlutun dómsmálaráðherra. Sam- kv. þvi þarf sérstakt leyfi til að eiga og bera vopn, og verður slíkt leyfi því aðeins veitt, að" menn þurfi að nota vopn atvinnu sinnar vegna. Leyfi þai-f einnig til þess að flytja inn vopn. Vopnaburður mun takmarkaður í flestum löndum og sýnist því eðlilegt og sjálfsagt að svo sé einnig hér. Gardyrkjuskóli. Frv. um þetta efni er að tilhlut- un landbúnaðarráðherra samið aí þeim Steingrími Steinþórssyni búnaðarmálastjóra og Bjarna Ás- geirssyni alþm. og jafnframt hafa þeir gert ýmsar athuganir í sam- bandi við stofnun slíks skóla. Samkv. frv. skal stofna gai'ð- yrkjuskóla að Reykjum í ölfusi,er veiti nauðsynlega undirbúnings- menntun og sérþekkingu í garð- yrkjustorfum. Skólinn skál geta veitt viðtöku minnst tólf nemendum árlega og starfa á tímabilinu frá 1. mai'z til 30. nóvember. í sambandi við hann skal starfrækja kúabú og alifuglarækt. Skólinn skal vera jafnt fyrir pilta og stúlkur og námið verður bæði bóklegt og verklegt. Nemendur fá í skólanum ókeyp- is kennslu, húsnæði, fæði og þjón- WWfWWHHWWWWWW S: Sænskur S itimburfarmur ** nýkominn, Allar tegundir af timbri til húsa- bygginga nú fyrirliggjandi. Kaupfélag Eýfirðinga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.