Dagur - 02.01.1936, Síða 3

Dagur - 02.01.1936, Síða 3
1. tbl. DA6UR 3 Þetfa er annaðhvort af ótrúlega mikilli vanþekkingu mælt, eða fram- úrskarandi óráðvendni, því ekki er lengra síðan en frá í fyrra (1934) að flokkarnir í Húsavík reyndu með sér í hlutbundnum kosninguni til hreppsnefndar og kjörfylgi þeirra sást svart á hvítu. Þá fékk listi Framsóknarflokksins 139 atkv. (kom að 2 mönnum). Listi Kornrn- únista 107 atkv. (kom að 1 manni). Listi Sjálfstæðismanna 104 atkv. (kom að 1 manni). Listi Jafnaðar- rnanna 61 atkv. (kom engum að). Með öðrum orðum: Framsóknar- flokkurinn hafði iangmest kjörfylgi og Framsóknarflokkurinn og Jafn- aðarinannaflokkurinn til samans uin helmingi meira fylgi en Kommún- istaflokkurinn. »Verkamaðurinn« snýr því alveg við sannleikanum, jx'gar hann segir, að Kommúnista- flokkurinn hafi álíka mikið kjörfylgi í Húsavík og hinir vinstri flokkarnir báðir til sarnans. Svona málafærsla er neðan við allar hellur. Ef gizka ætti á einhverjar breyt- ingar á kjörfylginu frá í fyrra, eru þær alls ekki Kommúnistum í vil. Á yfirstandandi ári hafa þeir, þrátt fyrir rösklega baráttu, misst »Verkamannafélag Húsavíkur úr »Verklýðssambandi Norðurlands« og fleiri ósigra beðið, er benda tlí minnkandi áhrifa. Yfirleitt inunu menn úti um Iand gera of mikið úr fjölmenni kommúnistanna í Húsa- vík. Eftir því, sem ég bezt veit, eru nú skráðir eða flokksbundnir komm- Únistar í Húsavík innan við 20 að tölu. Áðurnefnd blöð (»Verkam.« og »Alþýðum.« á Akureyri) deila um samstarfsyfirlýsinguna. »Alþýðum.« segir hana »háborgaralegs eðlis«, en »Verkamaðurinn« vill allt annað frekar heyra uin hana sagt. Yfirlýsingin er svohljóðandi: »Undirritaðar stjórnir Framsókn- arfélags, Jafnaðarmannafélags og Kommúnistafélags Húsavíkur lýsa yfir því, að þær ákveða að vinstri flokkarnir þrír í Húsavík skuli vinna sameiginlega að kosningu Sigurðar Kristjánsosnar yngra í Steinholti í hreppsnefnd Húsavíkurhrepps, byggt á þeirri ákvörðun, að allir þessir flokkar — bæði í gegn um sveitarstjórn og einnig með al- mennu samstarfi — beiti sér fyrir eftirfarandi: 1. Eflingu atvinnuveganna á Húsavík og þá fyrst og frenist með því: að styðja af fremsta megni aukn- ingu sjávarútvegs, að vinna að því, að í Húsavík fari fram síldarsöltun i stórum stíl, að vinna að því, að sjómenn nái samböndum til að selja ísfisk, hve- nær sem hagfellt þykir að veiða hann, að vinna að þvi, að jaínan sé til sæmilegur beituforði í Húsavík, að vinna að því, að garðrækt sé aukin, að vinna að því, að fénaður hreppsbúa sé betur fóðurtryggður en stundum hefir verið, að vinna að því, að hið opinbera veiti jafnan þann stuðning, er skylt er til framkvæmda og atvinnubóta í þorpinu, " • • • • • »-• m •-•-< að þeim reglum, sem Verka- mannafélag Húsavíkur og Verka- kvennafélagið »Von« setja um kaupgreiðslur, sé fylgt. 2. Fullkomnun hafnargerðarinnar í Húsavík. 3. Framkvæmd hitaveitu frá Hverunum til Húsavíkur. 4. Að öflug peningabúð — bankaútbú — verði sett á stofn í Húsavík. 5. Jafnrétti og friði á lýðræðis- grundvelli, en gegn fasismanum í þeim myndum, sem hann birtist (t. d. útilokun frá viiniu vegna póli- tískra skoðana). Húsavík 15. nóv. 1935. Stjórn Framsóknarfélags Húsávíkur. Karl Kristjánsson. Hjalti Illugason. Bcnedikt Björnsson. Stjórn Jafnaðarm.fél. Húsavíkur. Þórður Eggertsson. Sigurður Krist- jánsson. Stjórn Konnnúnistafél. Húsavíkur: Kristján Júliusson. Guömundur Jónsson. Jóhann Björnsson. Auðvitað hefir »Alþýðumaðurinn« alveg rétt fyrir sér í því, að í yfir- lýsingu þessari er enginn »komm- únismi« í þess orðs venjulegustu merkingu. En »Verkamaðurinn« þarf ekki að vera argur yfir því. I yfirlýsingunni kemur fram fram- sóknarhugur og lýðræðisandi, sem heiður er fyrir húsvíska kommún- ista að hafa talið fullnægjandt grundvöll fyrir samvinnu. Ættu kommúnistar annarra byggðarlaga að taka sér þetta til fyrirmyndar. Þá myndu þeir þarfari þegnar og jineira til greina teknir en nú -eru þeir. Undir alla fiinm iiði yfirlýsing- arinnar mun hver framgjarn og frjálslyndur Húsvíkingur geta ritað. 011 framkvæmdamálin, sem nefnd eru í yfirlýsingunni, eru mjög að- kallandi og lítt umdeilanleg. Verka- mennirnir hafa sama rétt til að á- kveða verð sinnar vöru — vinnunn- ar — eins og frainleiðendur verð kjöts og mjólkur (sbr. síðustu máls- grein 1. liðs). Qegn Fasisma vilí hver lýðræðissinni vinna. Otilokun frá vinnu fyrir stjórnmálaskoðun eingöngu, er ósamboðin frjálslynd- um mönnum (sbr. 5. lið). Húsavíkurþorp varð fyrir ógur- legu stórtjóni í október 1934. Þá eyðilögðustu rnargir bátar, stærri og smærri, er margt fólk hafði haft at- vinnu af. Síðastliðið sumar var þar mikil vinna við byggingu hafnar- bryggjti, fjörustéttar og sjúkrahúss. Að þeirri vinnu snerust hinir skip- lausu sjómenn í bili. En eftirleiðis verður ekki atvinna við þetta. Þess vegna þarf að nýju að efla sjósókn og hverskonar nytsama atvinnuvegl, svo fólkið hafi nóg verkefni. Húsavíkurþorp hefir mikil skilyrði til vaxtar og viðgangs, ekki sízt nú, þegar hafnarbryggja er þar komin. Annarsvegar eru ein af betri fiski- miðum hér við land (þorskur, síld, ýsa, flatfiskur). Hinsvegar ágætur jarðvegur: frjó og éfnarík mold og mikil víðátta. Túnrækt er þar þegar mjög mikil og garðrækt í hröðum vexti. Þorpið mjólkurfæðir sig að mestu og kjötfæðir sig að býsna miklu leyti. Sauðfé þorþsbúa getur sótt sumarbeit á kjarnaafrétti Kelduhverfis og Mývatnssveitar. Loks eru hinir heitu hverir Reykjahverfis í aðeins 18 km. fjar- lægð. Og það mun varla líða lang- ur tími þar til vatn úr þeim verður leitt til Húsavíkur og sívirkur hiti jarðar þannig notaður til þess að vinna fyrir þorpið: hita íbúðir, gróðuvhús, fiskþerrihús, saltvinnslu- stöð o. s. frv., o. s. frv. Húsavík er nefnilega að skilyrð- um einn af beztu blettum þessa lands, — þeim blettum, sem þjóðfé- lagið mun velja til að fullkomna og útbúa sein aðsetur fyrir stóran hóp þegna sinna, þegar framsæknir menn og frjálslyndir hafa sigrast á þröngsýnu íhaldi og vanafestu og knúið öfgafullan konnnúnisma til bróðurlegs samstarfs eða eytt hon- um. Samvinna vinstri flokkanna i Húsavík við kosningu hreppsnefnd- armannsins 17. nóv. s. 1. — og sam- vinnuyfirlýsingin — er vottur um nokkurn skilning á þessu, og um leið vísir til framtíðarsamtaka, eins og þau ættu að verða. Þessi samvinna gjörsigraði Sjálf- stæðisflokkinn — íhaldið. — Það hefði að vísu verið létt verk fyrir Framsóknar- og Jafnaðarmenn útaf fyrir sig. Það hefðu jafnvel Fram- sóknarmenn einir getað gert. En hún gerði meira. Hún fékk öfgum byltingarsinnanna í hóf stillt — eða öllu hel^lur: eyddi þeim. Fyrir það er þessi samvinna um- ræðuverð — og dálítið eftirtektar- vert hvernig framhaldið verður. Húsavík 12. des. 1985. Karl Kristjánsson. Svínarækt. Á allra síðustu árum hafa tvær framleiðslugreinar bætzt við hina fábreyttu framleiðsluhætti íslenzkra bænda: refarækt og svinarækt. Og allt útlit er fyrir, að sú þriðja sé í uppsiglingu, kornræktin. Er það vel farið, því hingað til hefir fram- leiðsla þeirra næstum eingöngu ver- ið kjöt, ull, og mjólkurafuröir og of- urlítið af garðávöxtum, til heima- notkunar, — þótt enn séu — þvi miður — mörg heimili á landi voru, sem enga hafa garðholuna. Slík fá- breytni í framleiðsluháttum hefir or- sakað ógurlegt fjárhagslegt hrun, meðal bændanna, nú í kreppunni, þar sem aðalvaran, dilkakjötið, hef- ir ekki selzt, nema með undirboði frá framleiðslukostnaði, auk þess sem ailtaf fer minnkandi það magn, sem hægt er að selja. Hinir fram- sýnni, tneðal bændanna, fóru þess- vegna að svipast um eftir fleiru, sem bændur gætu stundað, og ár- angur þeirrar leitar eru þessar 2— 3 framleiðslugreinar, sern ég drap á hér að ofan, alifuglarækt o. fl. Allt virðist þetta lofa góðu, ef þekking, vilji og hagsýni eru til staðar. Hvað refaræktína snertir, þá virð- ist hún vera komin allvel á veg, þar sem Búnaðarfélag Islands hefir tek> ið hana á arma sína og leggur bændum, m. a. til sérstakan refa- ræktarráðunaut, og hlýtur það að vera ómetanlegur styrkur íyrir alla, sem eru að byrja, því skerið, sem oftast steytir á, er vankunnátta byrjendanna. Með svínaræktina er allt öðru málí að gegna, enginn sérstakur ráðu- nautur til leiðbeininga, ekkert (svo mér sé kunnugt) til á íslenzku um það mál, o. s. frv. Afleiðingin hefir því orðið sú, hjá alltof mörgum svínaræktarbyrjend- um, að þeir hafa gefizt upp, vegna ýmiskonar mistaka, og litlar eða engar líkur til að þeir byrji framar í þeirri grein — sumir hverjir. Qeta allir séð, hvílíkt tjón það er fyrir unga atvinnugrein og að svo búið má ekki standa. Eftir fornsögum vorum og ör- nefnum að dæma hefir svínarækt verið talsverður þáttur landbúnað- arins til forna. Samt mun yfirleitt hafa verið farið illa með svínin og arðurinn sjálfsagt verið eftir þvf. Mun þeim allvíða hafa verið beitt, vetur og sumar, í skógana. Sú teg- und, sem þoldi slíka meðferð, hlýt- ur að hafa verið óvenju harðgerð og loðin vel. Leifar af slíkri svínateg- ung finnast enn í stöku afdölum í Noregi og e. t. v. víðar. Þau eru stálgrá að lit, harðgerð mjög, en þykja afurðarýr. 1. Svlnaættirnar. Svínin teljast til hófdýranna og er nánastur frændi þeirra vatnahest- urinn. Af þeim eru til fleiri ættir og er aðeins ein, villisvínið (sus), í ná- inni ætt við hið tamda svín. Villisvínið greinist í margar teg- undir og afbrigði, og er útbreitt næstum um allan hinn gamla heim. Aðeins tvær tegundir villisvíns, hið evrópiska villisvín og Asíu-villisvin- ið (sus scorfa og sus vittatus) eru einskonar forfeður tamda svínsins, hvort í sinni álfu. Svo iangt sem sögur ná, hefir tamda svínið verið eign mannanna, og nú er það útbreitt um allan heim. Samkvæmt áðurnefndum upp- runa greinist það í tvo höfuðstofna: Evrópu- og Aslusvínið. Tamda svinið i Evrópa, sem talið er að sé afspringur evrópiska villi- svínsins, og getur enn þann dag í dag sameinast því, er háfætt, með bogið bak, langt trýni og ýmist hangandi eða standandi eyru. Lit- urinn er gulhvítur eða ryðgulur, stundum grá- eða svartflekkóttur. Tamda svínið í Asíu skilur sig frá því evrópiska með styttra og breiðara höfði og útstæðum kinn- tannaröðum. Þessir tveir höfuðstofnar grein- ast, hvor fyrir sig', í mörg afbrigði og ættir. Svínaættirnar í Evrópu greinast í fjóra höfuðflokka: 1. Landsvínið í Mið-, Vestur- og Norður-Evrópu. 2. Hrokkna kynið í Suðaustur-Ev- rópu. 3. Hið svonefnda rómanska kyn. 4. Kynið á Englandi. Verð ég að láta mér nægja að.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.