Dagur - 30.04.1936, Blaðsíða 2
70
18. tbl.
„Feigðargangan".
í eldhúsumræðunum síðustu hóf
formaður íhaldsflokksins, Ólafur
Thors, mál sitt á því að heimta
þingrof. Þessa kröfu sína rökstuddi
hann með því, að allar ráðstafanir
þeirrar stjórnar, er nú situr að
völdum og stuðningsfiokka hennar,
hefðu verið ein óslitin »feigðar-
ganga«, og ef svo væri látið halda
áfram, væri ekki annað framundan
en »fjárhagslegt hrun og frelsis-
skerðing«. Eina ráðið, til þess að
sporna við því, væri að fela sér og
sínutn mönnum völdin, stöðva
feigðargönguna og beina stjórnmál-
ununt á réttar brautir«.
Síðan notar Þorsteinn Briem
ræðutíma sinn til þess að bera
»sannleikanum« vitni, þeim sann-
leika, er Ólafur Thors hafði verið
að boða.
Hvað er þá um þetta feigðar-
gönguhjal þeirra Ólafs og Þor-
steins að segja? í hverju er »feigð-
argangan« fólgin?
Lítum fyrst á aðkomuna fyrir
núverandi ríkisstjórn.
Þegar hún tók við völdunum, var
ástandið í stuttu máli í fneginatrið-
unum á þessa leið:
Óþolandi lágt afurðaverð í sveit-
um landsins. Miiijóna króna
greiðsluhalli í ríkissjóði. Tíu milljón
króna ósamningsbundnar skuldir.
Greiðslujöfnuðurinn út á við óhag-
stæður uin nálægt 11 milljónir,
Viðskiptaástandið þannig, að tekj-
ur ríkisins af tollum hlutu að öllu
óbreyttu að fara stórum minnkandi,
en jafnframt bráðnauðsynlegt að
sinna brýnni þörf almennings um
aukin ríkisútgjöld til atvinnuveg-
anna og verklegra framkvæmda. Að
síðustu takmarkanir og erfiðleikar
á sölu íslenzkrar framleiðslu á er-
lendum markaði.
Hvernig hefir svo áframhaldið á
þessu erfiða ástandi verið?
Á þessu rúmlega IV2 ári, sem nú-
verandi ríkisstjórn hefir haldið um
stjórnartauinana, hafa örðugleik-
arnir á margan hátt magnazt. Við-
skiptaörðugleikarnir út á við hafa
farið vaxandi en ekki minnkandi.
íslenzkar afurðir jafnvel »frosið
inni« á erlendum markaði. Land-
búnaðurinn í stórum hluta landsins
hefir tvö sumur í röð orðið að mæta
hinum þyngstu búsifjum af völdum
náttúrunnar og síðasti vetur óvenju-
lega harður og snjóasamur á sama
landsvæði. Við sjávarsíðuna hefir
stórskaðaveður og aflabrestur gert
mikinn usla.
Við þetta ástand hefir stjórnin
átt að búa, og er það allt annað en
glæsilegt. En þegar andstæðingar
stjórnarinnar deila* á hana, taka
þeir ekkert tillit til þessa. Eftir tali
þeirra að dæma, er ill veðrátta,
stórskaðar af náttúrunnar völdum
og viðskiptaörðugleikar erlendis allt
ríkisstjórninni að kenna. Hvort ól-
aftur Thors treystir sér til að ráða
við máttarvöld náttúrunnar, ef hann
kæmist í ráðherrastól, skal ósagt
látið. Að minnsta kosti munu engir
aðrir treysta honum til þess, sem
ekki er heldpr von, þar sem hann
er kunnur að því að hafa litla stjórn
á sjálfum sér.
Víkjum nú aftur að »feigðargöng-
unni«.
Á fyrsta ríkisstjórnarári núver-
andi stjórnar hefir orðið 740 þús.
kr. rekstursafgangur í stað 1 millj.
og 420 þús. reksturshalla næsta ár
á undan. Otgjöld ríkisins á því ári
eru jöfn meðaltalsútgjöldum síðustu
fimm ára. Áætlun fjárlaganna hefir
staðizt betur en dæmi eru til á und-
anförnum 10 árum. Tíu millj. kr.
lausaskuldum er búið að breyta í
fast samningsbundið lán með hag-
stæðari kjörum en ríkið hefir áður
getað fengið.
Þetta er þá einn áfanginn á
»feigðargöngu« stjórnarinnar oð'
breyta reksturshalla rikissjóðs i
rckstursafgang.
Annar áfanginn á »feigðargöngu«
stjórnarinnar hefir verið i því fólg-
inn, að frainlög til atvinnuveganna
og verklegra framkvæmda hafa
mjög verið aukin. Sumir skattstofn-
ar ríkisins hafa að vísu hækkað,
þar sem geta var fyrir, en ýmsir
hinna eldri skattstofna hafa jafn-
framt rýrnað mikið vegna minnk-
andi innflutnings. Ólafur Thors
staðhæfði frammi fyrir öllum út-
varpshlustendum í .landinu, að
skattaukinn næmi 5 millj. kr., en
Iandsreikningurinn sýnir og sannar,
að staðhæfing Ólafs er frekustu ó-
sannindi, því heildarupphæð skatt-
anna hefir ekki aukizt meira en tun
rúmlega 1 millj. króna.
Þriðji áfangi »feigðargöngunnar«
er falinn í gjaldeyrismálunum og er
á þá leið, að innflutningur til lands-
ins hefir minnkað um 7 millj. kr. og
greiðslujöfnuður við útlönd batnað
um 6 millj. kr.
Það er nú ekki hægt að skilja
formann íhaldsflokksins á aðra leið
en þá, að hann telji stórkostlega
batnandi greiðslujöfnuð liggja út í
opinn dauðann, því að öðrum kosti
gæti hann ekki kallað þetta »feigð-
argöngu«, ef hann þá sjálfur hefir
nokkra hugmynd um hvað hann er
að segja.
Fjórði áfangi »feigðargöngunn-
ar« felst í afurðasölumálunum.
Kunnugt er, að kjötsöiuskipulagið
hefir haft í för með sér hækkandi
verð á kjöti til bænda, sem nemur
að meðaltali um 20% um allt land-
ið. —
Þessi kjötverðhækkun er »feigð-
arganga«, segir Ólafur Thors.
Um skipulagið á sölu mjólkur er
það að segja, að fyrir utan það, að
mjólkurbúin hafa aukið framleiðslu
sína til stórra muna, hafa þau getað
greitt bændum, sem að vinnslubúun-
um standa, að meðaltali tveimur
aurum 'hærra verð fyrir mjólkurlítr-
ann, en þau áður gerðu.
Þetta hækkandi mjólkurverð til
bænda’ er »feigðarganga«. segir ÓI-
afur Thors.
Að því er til sjávarútvegsins
kemur, þá hefir verið hafin mark-
aðsleit fyrir saltfisk í Suður-Ame-
ríku og fyrir frystan fisk í Norður-
Ameríku og allt útlit fyrir, að sú
leit beri sæmilegan árangur. Enn-
fremur eru verkunaraðferðir á fiski
gerðar margbreyttari en áður, fisk-
ur bæði hertur og hraðfrystur, sem
mun hafa mjög mikla þýðingu fyrir
þenna atvinnuveg. Byrjað er að
stunda karfaveiðar og karfavinnslu
í allstórum stíl. í síldarsölunni hefir
verið komið á skipulagi, sem enginn
treysti sér til að ráðast á í eldhús-
umræðunum.
Allar þessar umbætur eru »feigð-
arganga« í auguin formanns íhalds-
flokksins.
Enn má meðal annars benda á
eftirfarandi atriði:
Núverandi ríkisstjórn hefir komið
fram Iðggjöf, sem árlega getur
skapað heimili fyrir nokkra tugi
fjölskyldna í sveitum og tryggt
landsetum hins opinbera erfðaábúð.
Ráðstöfun hefir verið gerð til aukn-
ingar garðrækt í landinu. Vextir af
iandbúnaðarlánum lækkaðir og láns-
tíini lengdur. Fátækrabyrðinni að
nokkru létt af hreppsfélögum og
þeim lakast stæðu tryggð skulda-
skil. Útflutningsgjald af landbúnað-
arafurðum afnumið og síldartollur
hækkaður. Smábátaútveginum sköp-
uð aðstaða til að ná samningum um.
skuldir. »Fiskiskatturinn« verið af-
numinn. Samþykkt löggjöf um al-
inennar tryggingar, hliðstæð þeirri,
sem menningarþjóðir nágrannaland-
anna hafa sett hjá sér.
Nú hefir landslýðurinn fengið að
lieyra það af vörum formanns I-
haldsflokksins, að allt það, sem
drepið hefir verið á hér að framan,
sé feigðarfian og frelsisskerðing og
í sambandi við það heimtar hann
völdin í sinar hendur, til þess að
stööva feigðargönguna og beina
»stjórnmálunum inn á réttar braut-
ir«, en þessar »réttu brautir« í-
haldsins eiga þá að sjálfsögðu að
ganga í þá átt að snúa öllu við, láta
t. d. reksturshalla koma í stað
rekstursafgangs, fá versnandi
greiðslujöfnuð í stað batnandi, fella
verð á afurðum landbúnaðarins 0. s.
frv.
Hvað skyldu þeir vera margir,
sem vilja fela ölafi Tliors og íhald-
inu hans völdin með þessa dæma-
lausu niðurrifsstefnu fyrir augum?
Hjónafiand: Ungfrú Ramilla Þor-
steinsdóttir og Eiríkur Brynjólfsson
ráósmaður á Kristneshæli.
Rauða-kross-cleild Alcureyrar heldur
aðalfund næstk. sunnudag kl. 4 síðdeg-
is í bæjarþingsalnum.
VEGALÖGIN.
Alþingi hefir nú samþykkt í efri
deild eitt hið eftirtektarverðasta
vegalagafrumvarp, sem borið hefir
veriö fram á Alþingi. Það er borið
fram af tveimur þingmönnum, sín-
um úr hvorum stjórnarflokki. Það
nær til allra héraða á landinu og
bætir úr hóflegum kröfum allra
sýslna, sem hafa almenna þ'örf fyrir
vegi. Langmesta eftirtekt vekur hin
mikið umtalaða breyting að leggja
vetrarveginn frá Reykjavík austur
um fjall yfir Krýsuvík og Selvog til
Ölfuss. Á þeirri Ieið er yfirleitt lítil
hætta á snjó. Fengist þá öruggt
samband milli Reykjavíkur og aust-
urhéraðanna. Vegamálastjóri hefir
beitt sér móti þessari leið, en hefir
þó aldrei farið hana enn. íhalds-
menn í efri deild greiddu atkvæðí
móti henni, og Mbl. hefir verið í illu
skapi út af þessari nýjung. En
stjórnarflokkarnir standa fast sam-
an um málið og eru staðráðnir í að
samþykkja það.
Ýmsar þýðingarmiklar breytingar,
sem við koma Norðlendingum, eru
gerðar með þessu frumvarpi. Skag-
firðingar fá veg austan Héraðsvatna
frá Grundarstokk og í Viðvíkur-
sveit. Ruddur verður vegur yfir
Stíflu og Lágheiði í Ólafsfjörð. Létu
þeir þingmenn Eyfirðinga mæla þá
leið fyrir nokkru. Svarfdælingar fá
veg sinn inn að Urðum frá Dalvík
gerðan að þjóðvegi. Eru það verð-
skulduð verðlaun fyrir dugnaö
þeirra og fórnfýsi, er þeir byggðu
meginhluta þessa vegar með sjálf-
boðavinnu og eigin framlögum.
Næst kemur vegurinn frá Kaupangi
að Kvennaskólanum á Laugalandí.
Austan Eyjafjarðar kemur vegur frá
Grenivík að Svalbarðseyri, og veg-
ur um Köldukinn, yfir hina nýju brú
að Garði í Aðaldal.
Austfirðingabraut byrjar á Skútu-
stöðum og liggur um Reykjahlíð, yf-
ir væntanlega brú á Jökulsá að
Grímsstöðum. Við það styttist suin-
arleið Austfirðinga af Héraði til Ak-
ureyrar um 80 km. Auk þess fá
Austfirðingar rudda leið um Öræfin
frá Möðrudal til Vopnafjarðar og
mun verða byrjað á því verki í sum-
ar. Auk þess fá Austfirðingar þjóð-
veg gegnum Hróarstungu, yfir Lag-
arfoss og áleiðis til Borgarfjarðar,
■HHHWiwwmmww
Smíðatól
mikið úrval.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Járn- og glervðrudeildin.