Dagur - 23.07.1936, Blaðsíða 3

Dagur - 23.07.1936, Blaðsíða 3
30. tbl. DAGUR 127 3. Dregið nokkuð úr ýmsum styrkjum. A þessum ráðstöfunum öllum, sem meiri hluti þingsins sam- þykkti, sparaðist um 1 millj. sam- tals, og hefðu þá að öllu óbreyttu tekjur og útgjöld fjárlaganna fyr- ir 1936 hvort um sig orðið um 14 millj. En þá var eftir að taka til- lit til þeirra nýmæla, og annarra sérstakra ráðstafana, sem þingið 1935 hafði með höndum og hlutu að kosta veruleg útgjöld; má þar til nefna vaxtalækkun landbúnað- arins, skuldaskilasjóð smáútvegs- manna og skaðabætur fyrir tjón af ofviðri á Norðurlandi, sem sett höfðu verið lög um á fyrra hluta þingsins 1935. Þar við bættust svo jþau stóru nýmæli, sem voru til meðferðar á síðari hluta þingsins þetta sama ár og ákveðið var af meiri hlutanum að fram skyldu ganga. Voru þar stærstu atriðin nýbýlin og alþýðutryggingarnar, sem til samans hlutu að kosta um Vi milljón. En nánar tilgreint voru þessi viðbótarútgjöld vegna ný- mæla á þessa leið: Til nýbýla og samvinnu- bygginga kr. 160 þús. — f óðurtrygginga í sveitum — 15 — — kartöfluverðlauna — 30 — — mjólkurbúa .... — 75 — — vaxtalækkunar fasteignal. bænda — 75 — — kjötfrystihúsa .. — 20 — — að bæta ofviðris- tjón — 60 — — iðnlánasjóðs .... — 25 — — skuldaskilasjóðs smáútvegsmanna — 160 — — að bæta bátatjón 1 Ólafsfirði — 15 — — alþýðutrygginga — 300 — Til þess að standast kostnað við þessi nýju útgjöld (nál. 1 millj.) ákváðu stjórnarflokkarnir að afla nýrra tekjustofna. Þessir nýju tekjustofnar eru tveir: Hátekju- skattur og gjald á ýmsar erl. vör- ur. Samtals er áætlað að þessir 2 tekjustofnar gefi af sér nálega 1 jmillj. kr. í ríkissjóðinn, og voru þeir lögfestir aðeins fyrir árið 1936. Meira en helmingur allra inn- fluttra vara (miðað við verð) er undanþeginn gjaldinu. Heyra þar undir þær vörur, sem notaðar eru beint til framleiðslu til lands og sjávar og ennfremur nauðsynleg- ustu tegundir kornvöru. Gjald- skyldu vörunum er skipt í 4 jflokka og nemur gjaldið á 1. fl. 2%, á 2. fl. 5%, á 3. fl. 10% og á 4. fl. 25% af innkaupsverði varanna, kominna um borð í skip erlendis. Sem dæmi má nefna, að á sykri, sem er í 5% flokknum, nemur gjaldið einum eyri á kg. og á kaffi í sama flokki 3—4 aura á kg. En gengisviðauki sá á kaffi og sykri, sem áður var afnuminn eftir til- lögum núverandi stjórnar, var fer- falt hærri en þetta. Aðalniðurstaðan í vinnubrögð- um stjórnarflokkanna við af- greiðslu fjárlaga fyrir árið 1936 er þá sú, að með ýmiskonar ráðstöf- unum hefir verið spöruð ein millj. kr., sem nægir til að mæta þeim ýhalla, sem orðið hefði á núgild- andi fjárlögum með því útliti, sem var um tekjur og gjöld ársins, en án þess að leggja nokkuð til ný-, .mæla þeirra, sem áður er ge'tið. Hinsvegar hefir með nýjum tekju- stofnum verið aflað upphæðar, er 'líka nemur einni milljón, til að standa straum af nýmælunum. Þannig tókst að halda fast við þá stefnu núverandi fjármálaráð- herra og flokks þess, er hann til- heyrir, að fjárlögin skyldu vera án greiðsluhalla, án þess að skera niður verklegar framkvæmdir og stuðning við atvinnuvegina. Þegar svo var komið, var aðal- upphæð fjárlaganna fyrir árið 1936 orðin rúmlega 15 millj. kr. Ffdrhagsafkoma ríkissfóðs árið 1935. Á árinu 1935 hefir orðið rekst- ursafgangur sem nemur 740 þús. kr. Er þar mjög skipt um til hins betra, því að undanfarin ár hafði verið reksturshalli þannig, að sambærilegur reksturshalli var ár- ið 1932 1 millj. 541 þús., árið 1933 62 þús. og árið 1934 1 millj. 420 þús. kr. Rekstursniðurstaða ríkis- sjóðs hefir því á árinu 1935 verið hér um bil 2 millj. kr. betri en næsta ár á undan. Þegar hinsvegar er bætt við rekstursútgjöldin þeim útgjöldum, sem ríkið hefir á árinu 1935 varið til afborgana af skuldum og eigna- aukningar, kemur út 155 þús. kr. greiðsluhalli. Má því segja að greiðsluhallinn, sem áður var, hafi svo að segja horfið á árinu. Er þetta hagstæðasti greiðslujöfnuð- ur ríkissjóðs um allmörg ár. Alls hafa greiðslur ríkissjóðs á árinu reynzt rúmlega 16 millj. kr. Til samanburðar er það, að meðaltals- greiðslur næstu 5 ára á undan námu einmitt rúmlega 16 milljón- um, og greiðslur ársins 1934 allt að iy2 millj. kr. hærri. Kollvarpar þetta með öllu frekjulegum full- yrðingum stjórnarandstæðinga um að útgjaldagreiðslur ríkissjóðs hafi aldrei verið eins háar og síð- an núverandi ríkisstjórn og flokk- ar þeir, er hún styðst við, ráða og bera ábyrgð á fjármálum ríkisins. Rækjuvetksmiðja Ísaíjarðar. Verksmiðjan tók til starfa 26. júní. í henni vinna að staðaldri um 35 stúlkur, 3 karlmenn og 3 unglingar. Vinnutími hefir oftast orðið um 7—10 klst. Fyrir verk- smiðjuna hefir til þessa aðeins fiskað einn bátur, og hefir hann í flestum sjóferðum fiskað 5—600 kg. en hæáf 1001 kg. Á bátnum eru aðeins tveir menn, og hafa þeir fengið alla veiði sína í Hest- firði. Fyrstu 7 dagana, sem verk- smiðjan starfaði, sauð hún niður 2571 kg. af rækjum og fengust úr því 6750 dósir. Nú (15. júlí) hefir verksmiðjan soðið niður ca. 17000 dósir. Haldist svipaður afli, og fleiri bátar verði teknir til veiðanna, þarf að vinna í vaktaskiptum í verksmiðjunni og mundu þá fá þar vinnu tvöfalt til þrefalt fleira fólk en að ofan greinir. Fiskimálanefnd hefir lagt fram nokkurt fé til stofnkostnaðar, en ísafjarðarbær annast allan undir- búning og framkvæmd. Tveir Norðmenn, sem hér eru búsettir, hófu sl. sumar rækjuveiðar, ' en þeir gátu aðeins afsett lítið eitt af afla sínum og hafa því búið við mjög þröngan kost fjárhagslega, vegna síns brautryðjendastarfs, nú komið á annað ár. Nú hefir bær- inn gert samning við þá um for- gangsrétt til veiði fyrir verksmiðj- una. Menn þessir heita O. G. Syre og Simon Olsen. Starfrækslu verksmiðjunnar stjórna nú í samráði við fjárhags- nefnd, tveir ungir menn, þeir Þor- valdur Guðmundsson ráðunautur fiskimálanefndar í niðursuðumál- um og Tryggvi Jónsson niður- suðumaður frá Akureyri. Hafa þeir báðir lært niðursuðu erlendis og virðast vera vel að sér í sinni grein. Hafa rækjurnar þótt ágætar og standa í engu að baki sænsk- um og dönskum rækjum, sem hér hafa verið hafðar til samanburð- ar. Hafa Svíar, sem hér voru á ferð, lokið á þær miklu lofsorði. Hér í bænum (á ísafirði) hefir þegar selst mikið af rækjum, og á Siglufirði er hafin ör sala á þeim. Þessi ísfirzka framleiðsla fæst í heildsölu hjá Ólafsson & Bernhöft og Sambandi ísl. samvinnufélaga, (sem tekið hafa að sér að annast dreifingu hennar í Reykjavík og Hafnarfirði. ísfirðingur. Sambandsping U. M. F. I. Niðurl. 4. Að koma á félagsbundinni ræktunar- og landbúnaðarstarf- semi drengja og stúlkna, líkri því sem gerist í Bandaríkjunum, og ýmsum löndum Evrópu, ef til þess fæst stuðningur sá, sem um getur í 1. og 2. lið þessarar samþykktar. Sambandsþingið skorar á sam- bandsstjórn og hin einstöku félög U. M. F. I. að beita sér fyrir því, að takast megi að skapa þjóðlegrl og samræmdari stíl í húsgagna- og húsagerð í sveitum landsins heldur en nú er þar almennt að finna. 7. Kjörorð U. M. F. í. Þar sem stjórnmálaflokkur sá, er nefnir sig „Þjóðernissinna“ hef- ir tekið sér kjörorð U. M. F. I.: „íslandi allt!“ lýsir sambandsþing- ið yfir því, að ungmennafélögin eiga ekkert skylt við nefndan stjórnmálaflokk. 8. Friður og menning. Sambandsþing U. M. F. I. 1936 skorar á allan æskulýð í landinu til baráttu gegn einræði og stríði og hvetur til öflugrar baráttu fyr- ir lýðræði, persónulegu frelsi, friði og menningu. Stjórn sambandsins var öll end- urkosin, en í henni sitja: Sam- bandsstjóri: Aðalsteinn Sigmunds- Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að dóttir min, Ólína Margrét, andaðist 18. þ. m. Jarðarförin er ákveðin sunnu- daginn 26. þ. m. að Möðruvöllum og hefst kl. 12 á hádegi. Melgeröi 20. júlí 1936. Randver Jóhannesson. son, kennari, — ritari: Daníel Agústínusson, kennari, og gjald- keri: Rannveig Þorsteinsdóttir, verzlunarmær. Kristindómur Og kommúnismi. Akureyri. Prentverk Odds Björnssonar. MCMXXXVI. Höfundur bókar þessarar, sem út kom snemma á þessu sumri, er síra Benjamín Kristjánsson, prest- ur til Grundar- og Saurbæjar- þinga í Eyjafirði. Er hann þegar orðinn þjóðkunnur sem andríkur kennimaður og ágætlega fær rit- höfundur, en efni bókarinnar eru nokkrar ritgerðir, sem að lang- mestu leyti fjalla um kristindóm og kommúnisma. Eins og kunnugt er, hafa nokkr- ir menn, sem til rithöfunda telj- ast, tekið sér fyrir hendur að boða íslenzkri alþýðu, það sem þeir munu álíta að sé fagnaðareriridi kommúnismans og samtímis hafa þeir gengið allverulega í berhögg við kirkju og kristindóm. Við nokkra af þessum postulum kommúnismans hefir Benjamín Kristjánsson háð allsnarpa deilu, og eðlilega haldið hiklaust fram þeim yfirburðum, sem kirkja óg kristindómur hafa yfir kommún- ismann. Ritgerðir Benjamíns hafa birzt 1 blöðum og tímaritum, en eru nú komnar út í bókarformi. Eiga nú allir auðveldara með að kynna sér varnargögn síra B. K. fyrir kirkju og kristindómi. Mér þykir líklegt að þeir verði nokkuð margir, sem lesa þessa bók og öðl- ast við þann lestur bæði skemmt- un og skilningsauka. Við lifum á þeim tímum, sem krefjast þess, að menn viti nokkur deili á mönnum og málefnum þeim, er snerta samtíð þeirra og með því að lesa Kristindóm og kommúnisma gefst þeim kostur á að fræðast um eðli og tilgang þeirra stefna, er bókin dregur nafn af. Rúmið leyfir ekki að tilfærðar verði setningar og málsgreinar úr bókinni, en í henni er mesti fjöldi skarpra athugasemda, og yfirleitt er stíll höfundarins þannig, að hann hrífur menn með sér og opn- ar þeim svið nýrra hugsana og fróðleiks. F. H. Berg. Sllfurpúðurdós, merkt >Dóra< tap- aðist á leiðinni frá Hjaltéyri til Akureyrar. Skiiiit { verzlunina >Baldurshagi«,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.