Dagur - 08.10.1936, Síða 1
D AGUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Afgreiðslan
er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð-
urgötu 3. Talsími 112. Upp-
sögn, bundin við áramót, sé
komin til afgreiðslumanns
fyrir 1. des.
Akureyri 8. október 1936.
Orðsending
og
kveðja
frá
Steingrími Matthíassyni
héraðslœkni.
Kæru héraðsbúar mínir.
Eg hefi tekið þá ákvörðun að láta af
embætti og leita mér atvinnu erlendis.
Ýmsar orsakir hafa knúð mig til
þess, en ekki sízt sú, að eg hef á
seinni árum fundið vaxandi tormerki
á, að geta gegnt bæði spítala og hér-
aði í senn eins vel og eg vildi. Eg
hef því tekið það ráð, að skilja við
hvorttveggja nú í tíma, áður en mér
fyrir aldurssakir verður enn erfiðara að
gegna skyldum mínum.
Eg ætla mér nú fyrst um sinn, að láta
fyrirberast f Danmörku, þar eð eg á
kost a að finna þar starfssvið, sem
mér ekki er um megn; en sannast að
segja veit eg ekki hér á landi bæ né
sveit sem eg vildi skifta um fyrir Ak-
ureyri og Eyjafjörð.
Eg bið ykkur afsaka að eg hefi ekki
séð mér fært að fara víðsvegar út um
héraðið til að heimsækja að skilnaði
mína afarmörgu vini og kunningja. Eg
verð að láta þessar fátæklegu línur
nægja sem kveðju.
Mér er Ijúft að þakka ykkur hjart-
anlega alla þá velvild og vinsemd og
umburðarlyndi sem mér ætíð hefir
verið sýnd í öll þau 30 ár sem eg
hefi þjónað héraðinu, og eg vildi óska
þess að eiga eftir að geta horfið heim
hvað eftir annað þó ekki væri nema
stuttan tíma í einu til að heilsa upp
á ykkur og mitt gamla, góða, fagra
hérað og til þess enn betur að við-
halda tryggð og vináttu við ykkur.
Að svo mæltu kveð eg ykkur, kæru
héraðsbúar, með beztu árnaðaróskum.
Á skipsfjöl utan við Eyjafjörð
þ. 30. sept. 1936.
Sleingiímur Matthiasson.
NB. Blaðið »lslendingur< er vinsam-
lega beðinn að flytja einnig þessa grein.
Stgr. M
Kirkjan. Messað á Akureyri n. k.
sunnudag kl. 2 e. h.
Zíon. Samkoma á sunnudaginn 11.
okt. kl. 8.30 e. h. Allir velkomnir.
Eldur uppi i Vatnajökli? Á sunnu-
daginn sáu menn, er voru á leið yfir
Fjarðarheiði, mökk mikinn í stefnu af
austanverðum Vatnajökli. Töldu þeir
líklegt að hér væri um eldgos að ræða.
Húsik-kvöld
þeirra ungfrú Guðrúnar Þor-
steinsdóttur og hr. Roberts Abra-
hams í Nýja-Bíó í fyrrakvöld var
hið unaðslegasta á alla lund.
Hr. Abraham lék mörg verk á
píanó, eftir ýmsa af mestu tón-
snillingum veraldarinnar af frá-
bærri snilld. Getur engum dulizt,
að maðurinn er allur gagntekinn
af músík og leikur eins og sá, sem
vald hefir. Áslátturinn ýmist
mjúkur og yndisþýður sem sunn-
anblær, eða voldugur og tilþrifa-
mikill eins og „stormur er geysar
um grund“. Fjölbreytnin í leik
hans er afar mikil. Má rétt af
handahófi nefna hinn leikandi
létta þrísöng systranna úr „Meyja-
skemmunni“, eftir Schubert, eða
hinn stórfellda Sorgarmarch Beet-
hovens. Sorgin, jafnvel angistin og
hinn griðlausi dauði í bassanum,
hið tröllaukna Scherzo eftir
Brahms, allt slíkt grípur tilfinn-
inguna.
En meðal annarra orða. Hvernig
víkur því við, að hæfileikar slíks
galdramanns á hljóðfærið, sem hr.
Abraham reynist, eru ekki teknir,
meira en raun er á, í þjónustu
söngmenningar í bænum?
Ungfrú Guðrún Þorsteinsdóttir
söng allmörg lög, eftir ýmsa höf-
unda. Dálítið hik var á henni fyrst
í stað, en hún sótti sig svo, að yfir-
leitt hefir henni aldrei tekizt jafn-
vel sem að þessu sinni. Rödd
hennar, sem er mezzo-sopran, er
undurfögur yíða og mjúk á því
sviði, sem hún nær yfir, og vel
skóluð, og íegurst er hún í veik-
um söng. Stundum hefir dálítið
virzt skorta á að söngur þessarar
gáfuðu söngkonu væri nægilega
líflegur, eins og skapið og snerpan
væri ekki á nægilega háu stigi, en
að þessu sinni bar ekkert á því.
Öruggleikinn, með frábærri aðstoð
hr. Abrahams, var svo mikill. —
Hreif söngkonan áheyrendur mjög
og varð hún að endurtaka mörg
lögin. Textaframburður hennar er
í bezta lagi og öll framkoman
mjög látlaus. Betri meðferðá„Den
farende Svend“ eftir Karl Runólfs-
son hefir eigi heyrst hér áður, og
vögguvísa Brahms var pi’ýðilega
sungin, sérstaklega í þriðja sinn.
Aðsókn að hljómleikunum var
dágóð, en hefði þó mátt vera betri.
Ef þau ungfrú G. Þ. og R. A. gefa
okkur kost á að heyra til sín aft-
ur, má helzt ekkert sæti í húsinu
vera autt. X.
ÁRNI FRIÐRIKSSON:
DÝRAMYNDIR.
Útgefandi: ísafoldarprentsmiðja.
Skólarnir eru að byrja. Nem-
endur taka að svipast um eftir
kennslubókum. Flestar þeirra,
sem eru á markaðinum, eru gaml-
ir kunningjar, en alltaf slæðast þó
einhverjar nýjar með. Ein þeirra
er bók sú, er hér skal lítillega gerð
að umtalsefni.
Það hefir fyrir löngu verið ljóst
þeim, er fást við kennslu og nám,
hve mikils virði það er fyrir allan
skilning að geta skoðað hluti þá,
sem um skal lært. Einkum á þetta
sér stað um náttúrufræði. En svo
eru staðhættir hér, að furðu lítinn
hluta af dýrum þeim og plöntum,
sem um er lært er kostur að skoða
eða þekkja af eigin reynslu. Eina
úrræðið er þá að grípa til mynda,
sem alltaf geta gefið nokkurt til-
efni til sjálfstæðrar athugunar, og
að minnsta kosti fest námsefnið
nokkuð í huga nemandans.
Bók Árna magisters Friðriksson-
ar ætti því að verða kærkomin
öllum þeim, er fást við náttúru-
fræðinám og kennslu, jafnvel í
hvaða skóla sem er hér á landi.
I bókinni eru 302 myndir af
lúyggdýrum, en formálinn og tit-
ilblaðið gefa íyrirheit um að von
sé framhalds um hrygglausu dýr-
in, enda er þess sízt minni þörf.
Myndirnar eru sóttar víðsvegar að
og því vitanlega nokkuð misjafn-
ar að gæðum, en yfirleitt eru þær
góðar og gefa góða hugmynd um
dýrin að svo miklu leyti sem ein-
stök mynd getur gert það. Hverri
mynd íylgir, auk nafna á íslenzku
og latínu, örstutt frásögn um
heimkynni dýranna, lengd þeirra
og einstöku smáupplýsingar aðrar.
í smágreinum þessum er ýmiskon-
ai fróðleikur, sem oft vantar í þær
dýrafræðibækur, sem meira hafa
lesmálið.
Myndaval í svona rit getur allt-
af verið álitamál. Einn getur kos-
ið mynd þessarar tegundar, annar
hinnar. Að minni hyggju hefir
magister Árna tekizt myndavalið
vel. Hann hefir sniðið myndaval-
ið við kröfur þær í dýrafræði-
námi, sem gerðar eru í íslenzkum
skólum og einkum tekið tillit til
hinna íslenzku tegunda. Ég hefði
þó kosið að hann hefði gengið enn
lengra í þá átt. Ég hygg að bókin
hefði komið að betri notum, þó að
einhverju af hinum erlendu dýra-
myndum hefði verið sleppt, en
NÝJA-BÍÓ ■■
Isýnir fimmtud. 8. þ.m. kl. 9
Becky Sharp
Gullfalleg 100 prc. litmynd
Aukamynd: undirbún-
ingur fyrir Olympisku leik-
ana siðastliðinn vetur.
Niðursett verð.
Sýnd í síðasta sinn.
myndir íslenzkra dýra, einkum
fugla, verið teknar í staðinn, ef
stærð bókarinnar hefir verið tak-
mörkuð. Einnig hefði ég kosið i
bókina nokkrar myndir af ein-
stökum líkamshlutum og líffærum
dýra, t. d. beinum. Það hefði ekki
stækkað bókina mikið, þótt þar
hefðu verið t. d. hauskúpu- og
fótamyndir af spendýraættbálkun-
um. En ekki verður á allt kosið,
og alltaf er hægt að breyta til og
bæta við í nýrri útgáfu, sem von-
andi lætur ekki bíða sín lengi, því
að tæplega er hætta á, að þessi
bók seljist ekki.
Frágangur bókarinnar er hinn
bezti, eins og á öllum þeim bók-
um, er ísafoldarprentsmiðja gefur
út. Hefir hún unnið þarft verk
með bókagerð sinni.
Að endingu vil ég ráða öllum,
sem dýrafræði nema eða kenna
hér á landi til að fá sér bók þessa.
Akureyri, 1. okt. 1936.
Steindór Steindórsson
frá Hlöðum.
Gamanleikurinn »Eruð þér frímúr-
ari?« verður leikinn annað kvöld kl.
8%. Leikfélagið biður þess getið, að
börnum verði ekki leyfður aðgangur að
fyrstu sýningu.
Hjálpræðisherínn. Föstudag kl. 8.30:
Æskusamkoma. Sunnudag kl. 10.30:
Bæn. Kl. 2: Sunnudagaskóli. Kl. 8.30:
Hjálpræðissamkoma. Mikill söngur og
hljóðfærasláttur. Allir velkomnir. Mánu-
dag kl. 4: Heimilissambandið. Allir
verða að koma.
Gísli Bja/rnason frá Steinnesi, fulltrúi
í fjármálaráðuneytinu hefir verið rek-
inn frá starfi sínu vegna megnrar ó-
ireglu.
Veðrúttan hér norðanlands er frábær-
lega góð um þessar mundir, sunnanhlý-
vindar.