Dagur - 08.10.1936, Page 2
170
DAGUR
41. tbl.
Ræða
Sigurðar Jónssonar
bónda á Amarvafni,
á búnaðarþingi 15. sepfember 1936.
Þótt eg kveðji mér hljóðs, mun
eg eigi taka þau nefndarálit i
heild, sem hér liggja fyrir, til
umræðu. Eg sný mér aðeins að
nokkrum þeim aðalatriðum í
nefndaráliti meirihlutans, sem
ágreiningur er um.
1 álitinu segir: Búnaðarþing
skal a ð e i n s halda annaðhvert
ár og lög B. f. gera ekki ráð fyr-
ir aukaþingi. Meirihluti nefndar-
innar heldur því fram, að þetta
aukaþing geti því ekki tekið
ákvörðun, sem bindandi sé fyrir
B. I. og því síður breytt lögum
þess. Þetta orð: aðeins er nú
tilbúningur netndarinnar, það
stendur ekki í þeirri lagagrein
B. í., sem kveður á um búnaðar-
þingshald. Þar er sagt: Búnaðar-
þing skal halda annaðhvert ór.
Með öðrum orðum: Það er tryggt
i lögunum, að sjaldnar má það
ekki vera, en lögin banna hvergi,
að það sé haldið oftar. í3au banna
heldur ekki að aukaþing sé
baldið, enda er það söguleg
staðreynd, að það hefir verið
haldið fyr en nú , og svo verið
litið á, að gjörðir þess væru lög-
mætar. Dragi maður dæmi írá
stofnun hliðstæðri við búnaðar-
þing, nefnilega sjálfu Alþingi, þá
bendir það líka til, að aukabúnað-
arþing ætti að vera fært um að gera
lögmætar ályktanir i mikilsverð-
um málum, því þar, á Alþingi,
lætur þjóðfélagið einmitt sum
mikilsverðustu mál sín, s. s.
stjórnarskrárbreytingar, koma fyr-
ir aukaþing.
Meirihluti stjórnar B. í. er
samþykkur meirihluta nefndar-
innar í þessu efni. En mér verð-
ur þáaðspyrja: Ef stjórnin litur
svo á, að þetta þing geti ekki
gert lögmætar ályktanir um það
aðalmál, sem fyrir þingið erlagt,
hvers vegna kvaddi hún það þá
saman?
Stjórnin getur ekki hafa haft
þá skoðun, þegar hún kvaddi til
þessa aukaþings, að það væri í
rauninni svona óstarfhæft, eins
og nú er haldið fram. t*að sést,
ef nánar er athugað. Gerum ráð
fyrir, að á þessu þingi hefðu allir
orðið sammála um, að B. í. tæki
að sér framkvæmd jarðræktarlag-
anna, og síðan að breyta lögum
B. í. samkvæmt því, þá hefði
stjórn Búnaðarfél. íslands, eftir
þeim skilningi, sem formaður
hennar heldur nú fram, orðið að
stöðva okkur til þess að hér yrði
ekki framin lögleysa. Hún hefði
.orðið að stöðva það þing, sem
hún kvaddi saman og banna því
að leysa það verkefni, sem hún
hafði fyrir það lagt.
Þetta dæmi sýnir, að sá skiln-
ingur, sem stjórnin heldur n ú
fram, getur ekki staðist. Hann
hefir myndast nú á slðustu
stundu, eða að öðrum kosti
hljótum við að taka undir orð
framsögumanns minnihlutans, að
stjórnin er að hafa okkur að
»ginningarfíflum«. Hún er að
leika sér með okkur vil eg segja,
ef það styngi hana minna í
eyru.
Það er engin ástæða fyrir meiri-
hluta stjórnar að vilja nú ganga
frá þeirri skoðun, sem húu hlýt-
ur að hafa haft, að þetta þing sé
ályktunarfært. Eg hefi sannað
með tilvitnun í lög B. í., að það
er ekkert lagabrot þó Búnaðar-
þing starfi oftar en annaðhvert
ár og það er heldur ekki brot á
venju.
Þá færir meirihluti nefndar-
innar það fram sem ástæðu fyrir
þvi, að málið verði að bíða næsta
reglulegs Búnaðarþings, að enn
vanti upplýsingar um hvernig
búnaðarfélagsskapurinn i landinu
líti á málið. Þetta álit liggur fyrir
úr ýmsum búnaðarsamböndum,
en þó sýnast sumir nefndarmenn
vera ráðnir í að ganga þvert á
móti þeim vilja, sem þeir vita
að heima fyrir stendur á bak við
þá sjálfa. En að öðru leyti vil
eg segja um þetta atriði. Það var
öllum kunnugt, strax á síðast-
liðnu vori, að þetta mál hlaut að
koma til meðferðar búnaðarþings
nú í haust. Það er því óverjandi
tómlæti hjá búnaðarsamböndun-
' um, þar sem það hefir verið
vanrækl að leita eftir vilja bún-
aðarfélagsmanna um þetta mál.
Og þar sem samböndin vanræktu
þetta, var það óverjandi tómlæti
hjá fulltrúum, sem vissu að þeir
yrðu nú i haust að taka ákvörð-
un um málið, að þeir skyldu ekki
sjá um, að aflað væri upplýsinga
um þennan vilja. Þeir fulltrúar,
sem og þau sambönd, sem þetta
hafa vanrækt geta sannarlega
ekki með góðu móti deilt á
ríkisvaldið fyrir að hafa vanrækt
að leita álits búnaðarfélagsskap-
arins um málið, þegar það var
undirbúið fyrir Alþingi. Því koma
þeir nú hér sjálfir og vita ekki
það sem þeim er skylt að vita?
(Framh.)
Grunsaimlegur dauðdagi. Um miðjan
síðasta mánuð hvarf stúlka á Eskifirði,
. Halldóra Bjarnadóttir að nafni. Hálf-
um mánuði síðar fannst lík hennar við
bryggju I kauptúninu. Við líkskoðun
benti ýmislegt á að ekki væri um
drukknun að ræða, og þótti atburður
þessi svo grunsamlegur, að málið var
afhent sýslumanni. Maður sá, er stúlk-
an hafði dvalið hjá, var settur í gæzlu-
varðhald.
Barn drukknar. Á laugardaginn var
drukknaði í bæjarlæk tveggja ára son-
ur hjónanna á Sílalæk í Aðaldal.
Hjónaband. Síðastl. Iaugardag voru
gefin saman í hjónaband ungfrú Svafa
Stefánsdóttir kennslukona og Geir Jón-
asson magister.
Vasabókarmálið.
Þrír nazistapiltar í Reykjavík
voru úrskurðaðir í gæzluvarðhald
út af þjófnaðinum á vasa- eða
minnisbók fjármálaráðherra, sem
skýrt var frá í síðasta blaði. Að-
ferð þessara þokkapilta fyrir rétti
hefir verið á þá leið, að hver hefir
afsakað sig, en reynt að koma
þjófnaðinum á aðra félaga sína.
Eftir nokkra daga var þeim sleppt
úr gæzluvarðhaldi.
í þessu þjófnaðarmáli bar það
meðal annars til tíðinda, að blað
nazistanna var prentað í prent-
smiðju Steindórs Gunnarssonar
með langri grein um hina stolnu
minnisbók og voru tilfærð nokkur
atriði úr bókinni, en þó slitin úr
samhengi og skýrð á villandi hátt.
Var blaðið síðan borið út um
Reykjavíkurbæ.
Forstöðumanni prentsmiðjunnar
var þó fullkunnugt um þjófnað-
inn, því lögreglan hafði gert upp-
tækt handrit það, með tilvitnun-
um í bókina, er var í prentsmiðj-
unni, og hann hafði jafnvel fengið
fyrirskipun frá lögreglustjóra um
að prenta ekki blaðið án vitundar
lögreglunnar. Hafði Steindór heit-
ið þessu, en sveik það loforð og
gerðist þar með meðsekur nazist-
unum í athæfi þeirra.
Þegar Steindór var kallaður fyr-
ir lögreglurétt, kannaðist hann við
fyrirskipun lögreglustjóra og lof-
orð sitt, en skellti skuldinni á
verkstjóra prentsmiðjunnar; hann
hefði ekki hlýtt sér! Þegar verk-
stjórinn var síðan yfirheyrður,
neitaði hann því að hafa fengið
nokkur fyrirmæli frá Steindóri
hér að lútandi.
Er allt á sömu bókina lært hjá
þeim mannaumingjum, sem flækt
hafa sig í þessu þjófnaðarmáli.
Fyrir rúmlega tveimur árum
fengu nazistarnir þann vitnisburð
úr hásæti Sjálfstæðisflokksins, að
þeir væru æskumenn með „hrein-
ar hugsanir“ og væru „góðir
sjálfstæðismenn“. Þessir „góðu
sjálfstæðismenn“ með „hreinu
hugsanirnar“ hafa nú opinberað
innræti sitt með því að stela
einkaskjölum frá pólitískum and-
stæðingi og nota síðan þýfið til
birtingar í árásarskyni á þann,
sem stolið var frá.
Um allt land spyrja menn undr-
andi: Er það þetta, sem á máli í-
haldsins kallast að vera góður
sjálfstæðismaður? Lýsir svona at-
hæfi hreinum hugsunum og
drengilegri baráttuaðferð?
Samkvæmt ofangreindum vitn-
isburði er það svo í siðferðis- og
réttarmeðvitund á æðstu stöðum
innan Sjálfstæðisflokksins.
En allir óspilltir menn líta svo
á, að í þessu athæfi nazista birtist
andstyggilegar hugsanir og sví-
virðileg bardagaaðferð.
í fyrstu fór svo fyrir Morgun-
blaðinu að það þorði ekki að verja
fingralengd nazista, en tók þann
kost að afneita mönnunum með
„hreinu hugsanirnar“ og hafði við
orð, að verknaður þeirra væri „lít-
ill drengskapur“ og framkoma
þeirra „óverjandi“.
En brátt fór þó að kveða við
nokkuð annan tón í aðalmálgagni
„Sjálfstæðisflokksins“ og auðséð
að því rann blóðið til skyldunnar
gagnvart þessum brjóstmylking-
um íhaldsins, nazistahyskinu. Mbl.
reynir að hagnýta sér hin stolnu
plögg á sama hátt og nazistablað-
ið, birtir einstakar setningar og
orð úr minnisbók fjármálaráð-
herrans, rangfærir þau, misskilur
og slítur úr samhengi og leitast á
þann hátt við að spilla áliti ráð-
herrans og trausti landsins út á
við.
Jafnframt hefir aðalmálgagn
Sjálfstæðisflokksins ■ komið fram
með algerlega frumlega réttar-
farsreglu, sem gengur í þá átt, að
það hafi verið skylda fjármála-
ráðherrans að gæta minnisbókar
sinnar svo vel að ómögulegt væri
að stela henni frá honum! Þessari
skyldu hafi Eysteinn Jónsson
brugðizt. Samkvæmt þessu ,munu
ritstjórar Mbl. vilja halda því
fram, að refsingu beri ekki að
leggja á þá, sem stela, heldur eigi
þeir að taka út refsingu, sem stol-
ið er frá! Nái íhaldið einhvern-
tíma undir sig völdunum, má bú-
ast við, að það breyti hegningar-
löggjöfinni í þessa átt.
Hafragrjón laus og í pökkum
Grahamsmjöl,
Riismjöl, Kúmen,
Sukkat.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Nýlenduvörudeild.
Siiftliiiliililiililiiiilð
w