Dagur - 21.04.1937, Blaðsíða 2

Dagur - 21.04.1937, Blaðsíða 2
62 DAGUR 16. tbl. ,Allt er betra en I. Undanfarin ár hefir íslenzka þjóðin orðið að þola eldraunir ým- issa vandkvæða. Hinar stöðugu viðsjár stórþjóðanna eftir heims- styrjöldina og afleiðingar hennar, hafa lagzt í fang öllu friðsamlegu lífi. Viðskiptahömlur og tollmúrar hafa verið og eru Þrándur í Götu allrar frjálsrar verzlunar og eðli- legra viðskipta milli þjóða. Hér á landi hefir þetta greinilegast kom- ið fram í hinum miklu erfiðleik- um um sölu afurðanna, svo mjög hefir þrengt að öllum framleið- endum til lands og sjávar. Þetta allt er kunnara en frá þurfi að segja. En í þessum eldraunum hef- ir viðhorf íslenzku stjórnmála- flokkanna mótazt og skýrzt. Skal nú stuttlega vikið að viðhorfi flokkanna. II. Saga hins íslenzka afturhalds er raunasaga. Frá öndverðu hafa í- haldsmenn óspart blótað guði sína, þá hina afskræmilegu, sem þeir sjálfir gefa falleg heiti, svo sem ó- heft einstaklingsframtak og frelsi, en er í raun og veru aðstaða fárra manna til að ráð yfir lýð, lönd- um og lausum aurum, ýmist fyrir kraft hinnar mótuðu myntar, eða blátt áfram vegna gífurlegrar skuldasöfnunar, sem vaxið hefir bönkunum yfir höfuð, sakir lin- kindar bankastjóranna við brask- arana. Hugtakið, sem felst í orð- inu einstaklingsframtak, eins og aíturhaldið hefir framkvæmt það, er í stuttu máli sagt sú aðstaða, að nokkrir stóreignamenn og heildsalar geti rakað saman fé ár- lega, og nokkrir ábyrgðarlausir og óprúttnir spekúlantar geti óáreitt- ir ieikið sér með sparifé og láns- traust þjóðarinnar. Þetta telja blöð og málpípur afturhaldsins sjálfsagt mál. En afleiðing hins eftirlitslausa einstaklingsbrasks hefir orðið milljónatöp bankanna á nokkrum mönnum og íþynging atvinnuveganna. Innan íhaldsflokksins hefir jafn- an maður gengið undir manns hönd til að verja fjármálaspillingu og milijónatöp braskaranna á und- anförnum árum. Svo langt hefir ósvífnin gengið, að Ólafur Thors hét á allt íhaldsliðið um daginn að „veita viðnám“ gegn því, að spari- fé þjóðarinnar, sem Kveldúlfur hefir sogað í hít sína, væri tryggt eftir föngum. Ef Landsbankinn gengi ekki að því að gefa Thors- bræðrum eftir um 1 milljón króna, þá átti „viðnámið“ að skella á. Sennilega hefir lýðræði landsins aldrei verið sýnd meiri lítilsvirð- ing en með framkomu Ó. Th. í þessu máli. En afturhaldið gerði góðan róm að allri frammistöð- unni. Það vildi ekkert annað gera en verðlauna allt sukkið, fjár- dráttinn og óstjórnina í Kveldúlfi með einnar milljón króna eftir- gjöf! Þó fóru svo leikar í þessu máli, að íhaldið gugnaði á að „veita viðnámið11, þ_egar það sá við hvert ofurefli var að etja. Þá var Björn Ólafsson, fulltrúi heildsalanna í Reykjavík, ekki myrkur í máli í útvarpserindi sínu um verzlunarmálin. Var ekki hægt að skilja mál hans á annan veg , en að þjóðin væri til vegna heildsalanna, og að það væri ský- laus réttur þeirra að verzla við landsmenn, sem þýðir oftast í framkvæmdinni að okra á lands- mönnutn. Nægir að benda á srór- gróða heildsalanna undanfann ár, smbr. rannsóknir skipulagsnefntí- ar atvinnumála. Raunasaga íhaldsflokksins er á þá leið, að hann stendur vörð um hagsmuni nokkurra stóreigna- manna og heildsala, sem krefjast þess „réttar“ að græða árlega stór- fé á þjóðinni. Hann stendur vörð um hag og háttu nokkurra stórút- gerðarmanna og braskara, sem eyða gróða góðæranna hérlendis eða erlendis í óhóf og vitleysu, en láta skipin ganga úr sér og þjóð- inni blæða, ef spilaborgir þeirra um fljóttekinn gróða hrynja í rústir. Saga íhaldsins er á þá leið, að hagur fárra marina er jafnan settur þjóðarhag ofar. Svo langt gengur þetta, að málgögn flokks- ins hafa varið af sinni alkunnu andagift, njósnara og landhelgis- þjófa, sem auðguðust á því að gefa útlendingum upplýsingar um varðskipin, svo þeir gætu í næði látið ránsgreipar sópa um land- helgina. Og einn slíkur kumpáni er vel séður á þingbekkjum í- haldsins. Þetta eru sjálfstæðir menn, sem kunna að afla sér fjár! Á undanförnum árum hafa æðstuprestar íhaldsins sóað mill- jónum króna af lánsfé og sparifé þjóðarinnar í óhóf og vitlaust brask. En skortur á rekstursfé, at- vinnuleysi og okurvextir, sem liggja eins og mara á þjóðinni, munu lengi halda á lofti minningu þeirra manna, sem lifðu hátt á kostnað þjóðarinnar fyrir náð síns flokks. III. íhaldsmenn hafa 2 taglhnýtinga, Bændaflokkinn svokallaða og Naz- ista, sem þeir afneita með vörun- um í dagsbirtunni, en styðja í verki í leynum. Þannig er það op- inbert leyndarmál, að íhaldið kom móðurskipi Bændaflokksins, Hann- esi Jónssyni, á þing. En hann hefir það helzt sér til ágætis, að vera einhver þrautleiðinlegasti maður, sem hefir látið til sín heyra í út- varpinu, og svo er hann íhaldinu auðvitað mjög fylgispakur í öllum þess herferðum, eins og aðrir Bændaflokksmenn. Gera þessir tveir flokkar smámál ein að á- greiningsmálum, en í raun og veru er þetta einn og sami flokkur. Má hverjum heilvita manni vera það ljóst, að æðstuprestar íhaldsins myndu hvorki hafa stuðlað að kosningu Hannesar Jónssonar né veitt málgagni Bændaflokksins ihaldið'. fjárhagsstuðning, ef þeir hefðu ekki átt dygga þjónustu vísa í staðinn. Er það nú talið fullvíst, að þetta allsherjarafturhald verði í bandalagi við næstu kosningar og þarf þá ekki frekari vitna við um viðhorf þessara flokka og sjón- armið, þau eru ein og hin sömu. En íhaldsmenn hafa líka hinar mestu mætur á Nazistum, verja ýms óhæfuverk þeirra, svo sem vasabókarþjófnaðinn o. fl., en af- neita þeim margsinnis, þegar líður að kosningum. Hinsvegar eru mál- gögn íhaldsmanna full aðdáunar á hinum erlendu einræðisherrum, hæla þeim á hvert reipi, og telja uppreisn Francos gegn löglegri stjórn Spánar til hreystiverka. Og það er vitað, að fasisminn á ítök í hjörtum margra íhaldsmanna, þótt þeir reyni að dyljast með lýðskrumi og fallegum flokksheit- um. IV. Gegn hinni neikvæðu afstöðu afturhaldsins til allra vandamála þjóðfélagsins, hafa núverandi stjórnarflokkar barizt góðri bar- áttu. Þeir hafa tekið með festu og þreki á hinum margvíslegu vanda- málum, beitt sér fyrir hverskonar nýjungum í atvinnumálum, svo sem karfavinnslu, fiskherðingu, auknum síldarverksmiðjum, o. fl. o. fl. Þeir hafa í félagi komið af- urðasölulögunum á til hagsbóta fyrir alla bændastétt landsins. Og þeir hafa komið á hagstæðum greiðslujöfnuði við útlönd með starfsemi Innflutnings- og Gjald- eyrisnefndar. Gegn öllum umbóta- störfum stjórnarflokkanna hefir afturhaldið barizt með hnúum og hnefum. Fyrir löngu eru allir aft- urhaldsflokkarnir gersamlega rök- þrota og standa nú strípaðir frammi fyrir alþjóð í allri sinni hugsjónaörbirgð. í þessu er fas- ismahættan fólgin. Það er saga alls afturhalds á öllum tímum að grípa til hnefaréttarins, þegar rök- in vanta og blekkingar duga ekki lengur. Þess vegna æfði íhaldið liermennsku í Kveldúlfsportinu um árið og þessvegna æfa Nazist- ar baráttulið. Það er vitað að við næstu kosningar sameinast öll aft- urhaldsöflin, ljóst eða leynt, og munu gera sitt ítrasta til að vinna þær. Afturhaldið veit sem er, að ef það vinnur ekki næstu kosn- ingar, þá á það sér aldrei við- reisnarvon framar. Meðan ýmissir s örðugleikar þjaka þjóðinni er nokkur von til að gera allt um- bótastarf stjórnarflokkanna tor- tryggilegt með ýmiskonar óhróðri og blekkingum. En eftir því sem árin líða og árangurinn kemur betur í ljós, er óhugsandi að vefja neinum blekkingahéðni að höfðum landsmanna. Við næstu kosningar stendur ís- lenzka þjóðin á örlögþrungnum krossgötum. Annarsvegar er við- reisn og bjargráðastarf stjórnar- flokkanna, hins vegar ánauð og ógnir afturhaldsins. Hvað skeður, ef íhaldsöflin kæmust til valda? Þeirra fyrsta verk yrði að afnema öll innflutningshöft og gjaldeyris- nefnd, sem unnið hefir það afrek að koma á hagstæðum greiðslu- jöfnuði við útlönd, en það er þjóð- inni lífsnauðsyn. Þá myndi aftur- haldið gera tilraunir til að lækka kaupgjald í landinu og gera þann- ig hlut allrar alþýðu verri. Því auðvitað byggjast sölumöguleikar á framleiðslu sveitanna á því, að kaupgeta sé fyrir hendi í kaup- stöðunum. Þá myndi atvinnuleysið stórlega aukast, því afturhaldið myndi draga úr öllum verklegum framkvæmdum hins opinbera, en við það ykjust enn vandræði allra landsmanna. Afurðasölulögin yrðu annaðhvort afnumin eða gerð gagnslaus og myndi hlutur sveita- fólksins versna við það um allan helming. Þá myndi afturhaldið ekki víla fyrir sér að gefa allskon- ar bröskurum og óreiðufélögum eftir stórfé af sparifé og lánsfé landsmanna. í stuttu máli sagt, ef afturhaldið kæmist til valda í landinu, þá myndu hefjast skelfi- legri bolabrögð um allt stjórnar- far, en dæmi eru til, og það gæti enganveginn endað nema með til- raunum til einræðis í landinu. Gegn þeim hörmungum berjast allir frjálslyndir menn við næstu kosningar. Á þess,um hættulegu tímum verður að stilla öllum flokkskröfum í hóf og umfram allt að eyðileggja ekki samvinnu stjórnarflokkanna með neinu bylt- ingabrölti í einni eða annari wwfwiwmmmwHni Gardínutau, fleiri tegundir, nýkomid. Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.