Dagur - 12.08.1937, Blaðsíða 3
DAGUR
163
*39. tbl.
»Guðlastandi m« 09
Aiiliuf Oook.
Eftir
Pétur Sigurðsson.
Hr. Arthur Gook á Akureyri er
annað slagið að senda mér tóninn,
þótt eg hafi nú aldrei lagt mig niður
við að gera hann að umtalsefni bein-
lfnis. Þegar eg ritaði greinina »Guð-
lastandi menn«, þá var eg ekki beint
að hugsa um hann, því eg man sjaldn-
ast að hann sé til. En sök bítur sekan,
og Arthur Gook hefir fundist hann
eiga heima í hópi guðlastandi manna,
og því þurft að svara fyrir þá. Annars
þykir mér vænt um, hve grein mín
hefir ratað heppilegar leiðir. 18. marz
s.l. flytur »Dagur« grein frá A. Gook,
sem á að vera einskonar svar við
minni grein, og ætla eg nú fyrst og
fremst að benda á, hve oft hann fer
með hin grófustu ósannindi, þetta sem
menn oft kalla lygi, í þessarri litlu
grein sinni.
Takið nú eftir: Fyrst segir hann um
mig: »Hann telur alla þá guðlast-
aðar hafa verið og starfa nú víða
um land. Hefir þessum félög-
um fjölgað stórkostlega hin síð-
ustu ár.
Tillögur þær, sem bornar voru
fram í þessu efni, fengu þegar
hinar beztu viðtökur og hefir á-
hugi ungra Framsóknarmanna
fyrir málefninu farið dagvaxandi
síðan.
Síðastl. vetur skrifaði stjórn F.
U. F. í Reykjavík öllum félögum
ungra framsóknarmanna á land-
inu bréf, þar sem þau voru beðin
að láta álit sitt í ljósi um þetta
mál og samstarfs þeirra var óskað
því til eflingar og endanlegrar úr-
lausnar. Undirtektir félaganna
voru yfirleitt hinar prýðilegustu
og báru ljósan vott um ríkan á-
huga fyrir málefninu.
Þrátt fyrir þessar góðu undir-
tektir og þann almenna áhuga,
sem allir F. U. F. félagar á land-
inu sýndu í máli þessu, hefir
stofnun sambandsins enn ekki
komist í framkvæmd sakir kosn-
ingabaráttunnar í vor. En svo bú-
ið má ekki lengur standa. Það er
hrein og bein skylda þeirrar
æsku, sem fylgir stefnu Fram-
sóknarflokksins, að mynda sín eig-
in pólitísku sambönd og styðja
þannig og styrkja velgengni hans
á ókomnum tíma.
Stefnumál Framsóknarflokksins
eru mál æskunnar, og verkefni
þeirrar kynslóðar, sem á að erfa
landið. —
Þið æskumenn og konur, sem
fylgið Framsóknarflpkknum að
málum! Sýnið nú ennþá einu
sinni að þið skiljið og virðið það
glæsilega starf, sem flokkur ykk-
ar hefir unmð í þágu íslenzks
menningarlífs á undanförnum ár-
um. Látum hinn glæislega kosn-
ingasigur 20. júní sl. verða okkur
hvöt til átaka. Stofnum samband
ungra framsóknarmanna á þessu
ári.
H. H.
andi menn, sem ekki vilja aðhyllast
hans kenningar í trúarefnum*. Þetta
er ókristileg lygi. Eg gef mönnum
fullan rétt á skoðunum sínum, en þá
kalla eg guðlastandi menn, sem segja
ljótt um Guð, og er ekki vandi að
finna slíkar kenningar um Guð í ritum
trúflokka, og einnig hér á landi.
í öðru lagi segir hann, að deilur
um trúaratriði, hjá íslendingum, sem
eg nefni í bók minni: >Takið steininn
burt«, séu ekkert nema ímyndun hjá
mér. Það þarf mikla ósvífni til að
ljúga þannig, vitandi afl hægt er að
benda á gömul og ný blöð í stórum
bunkum, og önnur rit, sem mikið er
í af slíkum deilum, og flestir kannast
við hér á landi.
í þriðja lagi segir A. Gook, að eg
hafi b a n n a ð fólki austur á fjörð-
um, í félagsskap þar, að lesa viss rit
og blöð. Þetta eru líka gróf ósannindi
og get eg leitt marga votta að. Eg
ráðlagði meðlimum þessa félagsskapar
að lesa ýmsar góðar bækur og kristi
leg, vel skrifuð rit, en ganga heldur
fram hjá ritum eftir hálf-ruglaða menn
eða andlega »dópaða>. Það orð skilur
A. Gook, þótt eg hneigi það á ís-
lenzku. Og slík vandræða rit hafa
flætt yfir landið. Félagið hætti störfum
vegna þess, að hinir frjálslyndari félagar
þess vildu ekki rækta þar neina Gooks
guðfræði, eða þess manns. sem þar
kom sem spillandi andi.
í fjórða lagi segir A. Gook, að það
sé >ímyndun« mín, að einhverjir trú-
arflokkar banni mönnum að fara í
leikhús. Þetta eru lfka ósannindi, því
betur veit A. Gook. Eg get vel sagt
frekar frá gömlu konunni, sem eg
nefndi í grein minni, sem kom grát-
andi frá böðlum hennar, er voru að
ávíta hana fyrir það að hafa farið í
leikhús. Svo það er bezt fyrir hr.
Gook að þegja um það, sem hann
ekki veit um.
Um það, hvað standi í ritningunni
og ekki, ætla eg ekki að eyða orðum
við A. Gook að svo stöddu. Eg hefi
reyndar litið töluvert í hana, eins og
hann. Þennan eina stað, sem hann
nefnir í grein minni, því viðvíkjandi,
rífur hann út úr samhengi. En það
sem þar var sagt, treysti eg mér til
að verja hvar sem er. Eg taldi upp
fleira í einu, en manninn, sem stal, og
sem var grýttur fyrir það, ásamt son-
um sínum, dætrum og öllum skepn-
um, og er þetta ein hin Ijótasta saga,
sem í bókum finnst, því þar voru
saklausar skepnur líka látnar gjalda
hinnar »brennandi reiði* þess guðs,
sem þar var að verki.
Þetta er of oft farið með helber ó-
sannindi í svona stuttri grein, hr. A.
Gook, af manni, er þykist guðsmaður
vera. — Annars skal eg gjarnan segja
það um leið, að eg vildi heldur eng-
an Guð tilbiðja, en að tilbiðja þann
Guð, sem stendur á bak við alla
dómsýki A. Gooks, eins og hún fyrr
og síðar hefir birst í blaði hans, er
»Norðurljósið« kallast, en ætti heldur
að heita: Norðanhret. í því blaði hef-
ir hann ráðist á flestar andlegar stefn-
ur, sem gert hafa vart við sig á landi
hér, að hans fráskilinni, og dimmt
væri yfir okkar fagra litla bæ — Ak-
ureyri, ef ekki hefðu skinið þar önn
ur andans Ijós, en þetta rangnefnda
»Norðurljós«. — Eg vildi líka mikið
heldur fara með hinum týndu sauð-
um, en að búa í himnaríki mönnuðu
trúboðum með slíka guðshugmynd og
trúarskoðanir, sem oft birtast í ræðu
og riti manna eins og A. Gooks og
þeirra, sem hann er að gerast mál-
svari fyrir. Eitt sinn sagði, til dæmis,
A. Gook í »NorðurIjósi« sínu, um
menn, sem ekki eru ver kristnir en
hann, og trúa á ritninguna engu síð-
ur en hann, að samkvæmt vissri kenn-
ingu þeirra liti út fyrir, að »Satan
væri frelsari þeirra, en ekki Kristur«.
Slíkir dómar lýsa hugsunarhættinum.
Þá f*r A. Gook eitthvað að rugla
um það, að einhver villukenning, sem
hann kallar, sé komin frá »trúarfé-
lagi«, sem eg »standi í«. — Ekki
vantar spámanns-hæfileikana! Hann
hefði átt að viia eitthvað um það, í
hvaða félagi eg er, áður en hann fer
að skipa mér að hreinsa fyrir mínum
dyrum. Það vill svo óheppilega til,
að eg er ekki í neinu »trúarfélagi«,
eins og skýrslur hins opinbera munu
vitna um, en auðvitað hefði eg átt að
vera búinn að innrita mig í hina is-
lensku þjóðkirkju, og mun sennilega
gera það, en óhætt fyrir A. Gook að
bíða þangað til.
Að lokum skal eg geta þess, að eg
tel það vinning að hafa vissa menn á
móti mér. Greindir, góðir og vel
upplýstir menn hafa þakkað mér svo
vel fyrir greinina »guðlastandi menn«,
að eg má vel við una og mun svo
hirða lítt um, þótt þeir menn illskist,
sem verða sannleikanum reiðir.
Reykjavík, 8. apríl 1937,
Pétur Sigurðsson.
Listamenn ai guðs náð?
Ég var staddur á heimili, þar
sem ég var gestkomandi. Á meðal
ýmiskonar mynda í aðalstofunni
var ein, sem mér varð starsýnt á.
Húsráðandi veitti því athygli og
sagði: „Þetta segir..... málari,
að sé Eyjafjallajökull eins og
hann eigi að vera.“ Um leið og
han'n sagði þetta, brá fyrir ein-
kennilegum glampa í augunum,
sem mér virtist fremur stafa af
glettni en aðdáun. En ég spurði
sjálfan mig í hljóði, hvort málar-
inn myndi vera einn þeirra, sem
nefndir eru „listamenn af guðs
náð.“ Ég héfi síðar spurt að þessu
upphátt, en ekki fengið neitt svar,
og ég er stundum í nokkrum vafa
um, hvort nokkur viti þetta með
vissu. Þó hefir sérvitringur einn
sagt mér, að listamenn af guðs
náð væru þeir einir, sem setja
vildu sinn ímyndaða svip á það,
er þeir fengjust við, en af náð
sinni léti guð þá lifa og lofaði
þeim að fúska við eitt og annað,
sem þeir sjálfir og jafnvel allur
öfiðsþjónusiur i Grundarþingapresta-
kaili: Kaupangi sunnud. 22. ágúst kl. 12.
Munkaþverá sama dag kl. 3 e. h.
Innilega þökkum við öllum er auð-
sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför Jóhönnu Jakobs-
dóttur.
Foreldrar og systkini:
almenningur teldi sér trú um að
væri list.
Þið vitið það, lesendur góðir, að
varasamt er að taka mark á orð-
um sérvitringa, en þó er það svo,
að erfitt er að segja af hvers
munni sannleikur framgengur.
__*__
Ég sat í Nýja Bíó á mánudags-
kvöldið og hlustaði og horfði á
hermileikarann Gísla Sigurðsson,
sem þá „presenteraði“ fyrir „pu-
blikum“ þessa bæjar nokkra al-
kunna menn. Hann sýndi þá tal-
andi, gangandi, grátandi og syngj-
andi, og „publikum“ iðaði í skinn-
inu yfir þessu sálarfóðri, sem því
hlotnaðist um hásláttinn. Lófa-
klappinu og fagnaðarlátunum ætl-
aði aldrei að linna, því göngulag-
ið, ræðustíllinn, gráturinn og
söngurinn hafði seytlað eftir ó-
sýnilegum leiðum inn í meðvitund
mannanna og þeím þóttu áhrifin
harla góð; en rétt áður en ég sté
út úr dyrum hússins, laut einhver
að eyra mínu og hvíslaði: „Þarna
sástu listamann af guðs náð.“ Ég
leit snögglega um öxl og mætti
augnaráði sérvitringsins, sem stóð
að baki mér. Andlit hans var eins
og höggvið í marmara; þar vott-
aði hvorki fyrir brosi né skugga.
Auditor.
Gísli Sigurðsson
hermileikari frá Reykjavík skemti
bæjarbúum með eftirhermum í
Nýja Bíó á mánudagskvöldið og
endurtók þá skemmtun sína aftur
á þriðjudagskvöldið. Aðsókn var
mjög góð. Hermdi Gísli eftir
nokkrum þjóðkunnum ræðumönn-
um og einnig flestum helztu söng-
mönnum vorum. Var eftirherm-
unum tekið með miklum fögnuði,
hlátri og lófataki af áheyrendum,
enda var margt af því, sem þarna
var á boðstólum, vel af hendi
leyst og sumt ágætlega. Sérstak-
lega lætur Gísal vel að sýna fas
manna, göngulag og aðra tilburði.
Þá er og undravert hve vel hann
nær röddum söngmanna; stafar
það meðal annars af því, að hann
er sjálfur æfður söngmaður. Aft-
ur á móti tekst honum ekki eins
vel að ná málrómi ræðumanna,
og var sá þáttur eftirhermanna
ærið misjafn.
NÆTURVÖRÐUR er í Stjörnu Ap6-
teki þessa viku. (Frá n. k. mánud. er
næturvörður i Akureyrar Apóteki.)
Vinum og vandamönnum tilkynnist, að eiginmaður minn
og faðir, Guðbrandur Hákonarson, iézt á
Ríkisspítaianum í Kaupmannahöfn, aðfaranótt 11. þ. m.
Sigrfður Árnadótiir. Jóhanna Ouðbrandsdóttir.