Dagur - 23.09.1937, Blaðsíða 1
DAGUR
kenmr út á faverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Afgreiðslan
er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norft-
urgötu 3. Talsími 112. Upp-
sögn, bundin við áramót, sé
komin til afgreiðslumanns
fyrir 1. des.
XX. árg. | Akureyri 23. september 1937. |
45. tbl.
íhaldið heimtar suðræn
aldin handafátæklingum
Morgunblaðið harmar það mjög
að takmarkaður sé innflutningur
á suðrænum aldinum hingað til
lands. Telur blaðið heilsu þjóðar-
innar stefnt í voða með þvílíku
athæfi. Einkum gengur það mál-
gagni íhaldsins til hjarta að fá-
tækri alþýðu sé meinað að ala sig
á appelsínum sér til heilsubótar.
Þessi mikla umhyggja íhaldsins
fyrir heilsuvernd fátæklinganna
er auðvitað lofsverð, ekki sízt ef
hún kæmi fram á nokkuð breiðari
grundvelli en þeim að heimta
appelsínur á borð þeirra. Því neit-
ar víst enginn, að appelsínur sóu
holl og góð fæða, en þó mun
margur draga það í efa, að þær
séu óhjákvæmilegt skilyrði fyrir
heilsu manna og hreysti, og jafn-
vel kunna einhverjir að vera svo
bíræfnir að halda því fram, að við
getum lifað ágætu lífi án þess að
bragða nokkurntíma suðræn ald-
in, ef við færum okkur vel í nyt
ýmsa heilnæma, innlenda fram-
leiðslu, svo sem mjólk og mjólk-
urafurðir.
En hér kemur líka annað til
greina. Þó að kaupmönnum væri
leyfður innflutningur á appelsín-
um að eigin vild með hollustu-
hætti fátækrar alþýðu fyrir aug-
um, þá er meira en hætt við að fá-
tæklingarnir færu mestmegnis eða
algjörlega á mis við neyzlu þess-
arar fæðutegundar, af því að hún
væri seld svo dýru verði með hag
seljandanna fyrir augum. Hún
yrði því aðeins munaðárvara á
borðum hinna efnuðu. En auðvit-
að er það ekki tilgangur íhalds-
ins!
Skal nú nefnt eitt dæmi þessu
til sönnunar:
í sumar fékk kaupmaður einn
hér á Akureyri í búð sína 8
appelsínukassa til sölu. Sam-
kvæmt verði þessarar vöru á er-
lendum markaði mun innkaups-
verð kassanna allra hafa verið um
90 kr. Einhver kostnaður bæíist
þar auðvitað við, flutningsgjald,
tollur o. fl., og mun láta nærri að
hann sé að upphæð svipaður inn-
kaupsverðinu. Samkvæmt þessu
hefði kaupmaðurinn átt að geta
selí appelsínukassann, sér að
skaðlausu, nálægt 20 krónum,
og það mundi hann líka hafa gert,
ef hann hefði verið jafn hárvið-
kvæmur fyrir hag fátæklinganna
eins og Mbl. segist vera. En þessi
góði kaupmaður sýnist eitthvað
hafa litið á sinn hag líka, því hann
seldi hvern kassa á 50 krónur, eða
alla kassana á 400 krónur. Niður-
staðan mun því hafa orðið sú, að
þessi holla fæða hafi lent á borð-
um hinna efnuðu, en fátækling-
arnir farið á mis við hana, gagn-
stætt því sem Mbl. ætlast til!
Holeozkur oestur.
Hingað kom með Brúarfossi
síðast, Dr. Quintus Bosz frá Ut-
recht í Hollandi, en hann var um
langt skeið ræðismaður Dan-
merkur og íslands í Austur-India,
þar sem nýlendur Hollendinga
liggja. Erindi Dr. Bosz til íslands
að þessu sinni, er að auka verzl-
unarkynni íslands og Hollands.
Dagur hefir haft tal af hinum
hollenzka gesti, og hefir hann
óskað að blaðið birti nokkrar töl-
ur er lúta að verzlunarviðskipt-
um íslands og Hollands.
„Holland“, segir Dr. Bosz,
„flytur inn saltíisk fyrir 120 þús-
und gyllini, af þeirri upphæð fara
aðeins 4 þúsund fyrir íslenzkan
saltfisk. Harðfiskur er fluttur inn
fyrir 170 þúsund gyllini; frá ís-
landi kemur fiskur, sem nemur
aðeins 2 þúsund gyllinum. Þorska-
lýsi fyrir 300 þúsund gyllini, en
ekkert af því lýsi er frá íslandi.
Árin 1934 og 1935 fluttu Hollend-
ingar inn fiskimjöl fyrir eina
milljón tvö hundruð og þrjú þús-
und gyllini, ekkert af því kom frá
íslandi. En árið 1936 fluttu þeir
inn fiskimjöl frá íslandi fyrir 209
þúsund gyllini. Einnig kaupa Hol-
lendingar nokkuð af hestum ár-
lega. Árið 1935 keyptu Hollend-
ingar hesta sem voru undir 145 cm.
hæð, fyrir rúmlega hálfa sjöttu
milljón gyllina og 1936 fyrir 3.454
þús. gyllini, þar af var enginn
hestur frá íslandi. Saltaðar húðir
keyptu Hollendingar 1936 fyrir
4.669.000 gyllina, ekkert af þeim
kom frá íslandi. Um sama leyti
keyptu þeir kálfskinn fyrir 5.516
þús. gyllina, þar af fyrir 1400 gyll-
ini frá íslandi, Sauðskinn voru
keypt 1936 fyrir 280,000 gyllini,
ekkert frá íslandi11.
Dr. Bosz kvaðst vona að þessar
tölur nægðu til að sanna íslend-
ingum, að markaður geti opnazt
fyrir íslenzka framleiðslu í IIol-
landi, ef rétt er að farið. Dr. Bosz
flytur fyrii'lestur um Austur-
India-nýlendur Hollendinga, í
Nýja-Bíó í kvöld, og sýnir í þvi
sambandi kvikmynd frá Java.
Ennfremur sýnir hann myndir við
sama tækifæri frá hinu mikla
skátamóti, er haldið var í Hollandí
sl. sumar.
F. H. B.
Guðmundur Finnbogason:
Mannlagnaðnr.
ísafoldarprentsmiðja H.F. 1937.
Það er alkunnugt að dr. Guð-
rnundur Finnbogason hefir um
langt skeið verið dáður af fjölda
manna sem ræðumaður. Hann
hefir verið fenginn , til ræðuhalds
víðsvegar og við ótal tækifæri, og
hann hefir hvarvetna á mann-
fundum mælt fyrir minnum, og
flutt erindi um hin fjarskyldustu
efni. Hann hefir nú safnað saman
nokkru úrvali þessara tækifæris-
ræðna, alls 52, eða einni fyrir
hverja viku ársins, mun það þó
hending ein. Ræðusafninu hefir
verið valið heitið Mannfagnaður,
en ísafoldarprentsmiðja hefir gef-
ið bókina út á hinn fegursta hátt,
svo að hún er meðal hirma prýði-
legustu bóka, sem hér hafa kom-
ið á bókamarkað.,
Eins og nærri má geta, er víða
komið við í þeösum 52 ræðum,
sem fluttar eru við hin ólíkustu
tækifæri, í ýmsum löndum og á
jafn ólíkum stöðum og veizlusöl-
um suður í Pai'ís og íslenzkum
réttarvegg. Þá er tímabilið, sem
þær eru frá, hvoi'ki meira né
minna en 35 ár. Þetta útaf fyrir
sig gefur mönnum nokkra hug-
mynd um, að ræðumaður muni
víða koma við. En auk þess er
einnig kunnugt að dr. Guðmundi
dettur fleira í hug en almennt
gerist um menn, og er manna
ófeimnastur við að skýra frá
skoðunum sínurn án þess að
spyrja um fyrirfram, hverja dóma
þær hljóti. «
Þetta, sem nú er talið, gerir
bókina Mannfagnað svo óvenju-
lega fjölbreytta og skemmtilega
aflestrar. í hverri ræðu hittir les-
andinn einhverja óvanalega hugs-
un, eða þá hún er sögð á nýjan
og sérkennilegan hátt. Það er
NÝJABÍÓ
Fimmtudagskvöld 23. þ. m.
kl. 9:
Aðgangur 50 aura fyrir full-
orðna. 25 aura fvrir börn.
sama hvort ræðan er flutt fyrir
minni kvenna eða minni íslands,
eða mælt er fyrir einhverjum
merkismanni þjóðar vorrar.
Eins má minnast erm, málsins.
Ræður dr. Guðmundar Finnboga-
sonar eru frábærar að orðauðgiog
málfegurð. Mætti nefna þess ýms
dæmi úr bókinni, en hér vil eg
einungis nefna ræðuna um Kjar-
val, því óvíða fer höfundur jafnt
á kostum og þar í .orðavali og
myndríkum stíl. í því sambandi
má heldur ekki gleyma kvenna-
minninu á bls. 103—105, þar sem
höfundur leikur sér að kven-
kenningum fornum og nýjum, og
gerir þurra orðskýringu að hinu
skemmtilegasta ræðuefni.
Annars leyfir rúmið ekki að
nefna hér dæmi eða tilfæra ein-
staka ræðukafla, enda verða menn
að lesa bókina sjálfir, til þess að
fá nokkra verulega hugmynd um
hana. En það er trúa mín að
Mannfagnaður verði víða lesinn,
og oft til hans gripið, er menn
vilja lesa eitthvað sér til gagns
og gleði. Það mun vafalítið, að
höfundur hefir með þessu ræðu-
safni afsannað þá skoðun, er hann
minnist á í formálsorðum, „að
ræður nytu sín ekki á prenti og
lifðu ekki fullu lífi nema meðan
þær liðu af vörum ræðumanns“.
Eg efast þó ekki um, að flestar
ræðurnar mundu njóta sín betur
fluttar af höfundi sjálfum, en hitt
er jafnvíst, að þær eiga eftir að
lifa vel og lengi í bókinni Mann-
fagnaði.
Akureyri 6. sept. 1937.
Steindór Steindórsson
frá Hlöðum.
Varnir gegn mœdiveikinni.
Ríkisstjórnin hefir skipað 3ja manna
nefnd til að taka ákvörðanir um og
hafa með höndum allar framkvæmdir,
sem gerðar kunna að verða í sam-
bandi við mæðiveikina. Sé um stærri
fjárframlög að ræða, mun nefndin hafa
samráð við ríkisstjórnina. í nefndinni
eiga sæti: Páll Zophóníasson ráðu-
nautur, Hákon Bjarnason skógræktar-
stjóri og Níels Dungal prófessor,