Dagur - 18.11.1937, Side 2
226
DAGUR
55. tbl.
„Heldiir er nú gorgeir í
liOEiiini, pillar!
„Alþýðumaðucinn^ kallar samvinnn-
fyrirtæki þau, sem rinnudeilan stóð
um, „afturúrkreistinga".
.,Ekki er nú Erlingur neitt smápeð ‘(!),
segir „Alþýðumaðurinn .
„Alþýðum.“, er út kom 9. þ. m.,
spyr á þessa leið:
„Og hvaðan kemur þeim „Dags“-
mönnum leyfi til að auglýsa sam-
vinnufyrirtækin svona afturúr-
kreistinga annara iðnfyrirtækja,
sem greiða hærra kaup, en hagn-
ast þó vel?“
Þessi samvinnufyrirtæki, sem
Alþm. talar um, eru verksmiðjur
S. í. S. og K. E. A., sem stöðvuð
hefir verið vinna við. Fyrst og
fremst mun þar átt við Gefjuni og
hún borin saman við Klæðaverk-
smiðjuna á Álafossi.
En má spyrja Alþm.: Hvaðan
kemur honum leyfi til að auglýsa
það, að Álafoss-verksmiðjan hagn-
ist vel? Hvaðan hefir blaðið þær
upplýsingar? Úr því að ritarar
Alþm.-snepilsins tala af svo mikl-
um þekkingargorgeir um hagnað
þessarar verksmiðju, þá er bezt að
reyna dálítið í þeim þolrifin og
skal því hér með gkorað á þá að
gefa upplýsingar um eftirtalin at-
riði:
1. Hvað er hagnaður Álafoss-
verksmiðjunnar mikill?
2. Hvað hefir sú verksmiðja
greitt í vexti og afborganir af
skuldum sínum, síðan kaupið
þar var hækkað?
Geti ritarar Alþm. ekki gefið
skýr og ábyggileg svör við þessu
og þær upplýsingar, sem sanna
fullyrðingu þeirra um góðan
hagnað, þá eru þeir í allra augum
komnir í sjálfheldu eigin ósann-
inda.
Það hefir mikla þýðingu í sam-
bandi við kaupdeiluna hér að fá
þetta upplýst, því eins og kunn-
ugt er halda foringjar hins svo-
kallaða verkfalls því mjög á
lofti, að hliðstæð fyrirtæki í
einkarekstri við verksmiðjur
S. í. S. hagnist vel, þó að þau
greiði hærra kaup. Það á að vera
sönnun þess, að S. í. S. geti greitt
hærra kaup við iðnrekstur sinn
en nú gerir það. En þessir verk-
fallsherrar eiga aðeins eftir að
sanna það, að þeir fari með rétt
mál.
Það er nokkuð vafasamur hag-
ur fyrir verkafólk við iðnaðar-
stofnun, ef kaupgjald er spennt
svo hátt, að stofnunin verður að
draga saman seglin eða veslast al-
veg upp, því þá tapar fólkið at-
vinnunni þar. En þar með er ekki
sagt, að verkafólkið hafi verið of-
haldið af kaupinu, þó að atvinnu-
reksturinn þyldi það ekki. Þetta
er einfalt og auðskilið mál, sem
allir kannast við, þó að Alþm.
kunni að berja hausnum við stein-
inn af eintómum þráa gegn því
að kannast við sannleikann.
Skoðað í þessu ljósi er það mið-
ur vel viðeigandi að kalla iðnað-
arstofnanir S. í. S. „afturúrkreist-
inga“, þó að forráðamenn þeirra
vilji sjá þeim farborða, og það
meðal annars vegna verkafólks-
ins sjálfs.
En það kallar „Alþm.“ „heift til
fólksins“ að vilja ekki stofna at-
vinnufyrirtækjum í hættu með of
háu kaupgjaldi.
Það er hámark öfugmælanna.
í þessu sambandi má geta þess,
að Klæðaverksmiðjan á Álafossi
selur framleiðslu sína hærra verði
en Gefjun.
Öll grein Alþm., sem hér er gerð
að umræðuefni, er með þessu
sama marki brennd: Grunnur yf-
irborðsvaðall rökþrota, gorgeirs-
fullra blekbullara.
Greinarhöf. vill t. d. snúa því
upp í drengskaparbragð að f als a
laun við Gefjun með því að sleppa
fcæði premíu og ágóðahlutdeild.
Þetta segir hann hafa verið gert af
hlífð við eiganda verksmiðjunnar,
af því að premían sé svo „smán-
arlega lág“.
Allir fullvita menn skilja þó að
fölsunin var gerð með það eitt
fyrir augum að gera forráða-
mönnum Gefjunar smán og rægja
stofnunina fyrir sjónum þeirra
manna, sem ókunnugir eru launa-
greiðslum þar. En á máli Alþm. er
fölsun og rógur sama og dreng-
skaparbragð!
Þá spyr Alþnr. reigingslega,
hvaða sjúkrahlunnindi séu meiri
við Gefjun en aðrar verksmiðjur.
Reynt skal að fræða, blaðið um
þetta. Eftir ákveðinn starfstíma
eru sjúkrahlunnindi við Gefjun
fullt kaup í 3 mánuði að með-
altali. Eftir því sem bezt verður
vitað eru samskonar hlunnindi í
verksmiðjum fyrir sunnan fullt
kaup í 10 d a g a. Er þá búið að
seðja fróðleikslöngun AJþm. um
þetta. Getur svo blaðgreyið
skemmt sér við að reikna út hlut-
föllin á milli 3 mánaða og 10 daga.
Enn segir Alþm. í sömu grein:
„Ekki er nú Erlingur neitt smá-
peð, fyrst hann skuli vera settur,
og sjást, við hliðina á stórveldinu
með mörgu „stjórana“ og luxus-
bílana“.
Fyrst skal nú viðurkennt að
Erlingur sé ekkert smápeð, en
hann er þá enginn stórgripur
heldur, en þar svona mitt á milli.
En þar sem Alþm. talar um stór-
veldi, sem þurfi mikla stjórn og
mikinn vinnukraft til að gegna
hann við K. E. A., og „þar sprakk
blaðran“. Það er gul öfundin yfir
vexti og viðgangi K. E. A., sem
þarna gægist fram. Þeir, sem til
þekkja, geta gert sér ljósa grein
fyrir ástæðunni til öfundarinnar
einmitt úr þessari átt, þótt lítil-
mannleg sé hún.
Loks spyr Alþm. hvað liggi eft-
ir K. E. A. „í þarfir fólksins“ og
ráðleggur því að „halda sér við
jörðina11. Það er nýbúið að skýra
frá því, að K. E. A. hafi meðal
annars stofnað til atvinnuaukning-
ar í bænum á síðastl. sumri, sem
veitt hefir verkafólki 40 þús. kr.
Samt spyr Alþm. eins og álfur út
„Alþm.“, er út kom í fyrradag,
þrástagast á því, að samningur sá,
er gerður var milli fulltrúa aðila
í vinnudeilunni, og lagður var
fyrir Iðjufund á laugardaginn,
hafi verið „tilboð“ um kauphækk-
un frá atvinnurekendum. Á þenna
hátt gerir „Alþm.“ sig beran að
þeirri*flónsku að kunna ekki skil-
greiningu á tilboði og samningi,
sem tveir aðilar koma sér saman
um.
Halldór Frlðjónsson ber svik
upp á Jón Sigurðsson crlnd-
reka.
í sömu „Alþm.“-grein er frá því
skýrt með breyttu letri, að hvor-
ugur þeirra nafna, Jón erindreki
eða Jón Hinriksson, hafi mælt
með því; að Iðjufundurinn sam-
þykkti samningsgrundvöll þann,
er þeir lögðu fyrir fundinn. Skjal-
lega er þó hægt að sanna að þeir
lofuðu þessu. Halldór Friðjónsson,
sem ritað hefir greinina, ber því
svik upp á þá nafnana.
I sambandi við þessi svikabrigzl
á hendur þeim nöfnum, er það
eftirtektavert, hvernig „Verka-
úr hól. Og hvað ráðlegginguna
snertir, þá skal það tekið fram,
Alþm. til skilningsauka, að fiskur-
inn var verkaður niðri á jörðinni,
.en ekki uppi í loftinu!
Þá er eftir að benda á allra
verstu fjarstæðuna í þessari Alþm.
grein. Dettifoss kom nýlega með
vörur til verzlunar K. E. A. For-
ingjar verkfallsins harðbanna, að
vörurnar séu fluttar í land, þó að
engin kaupdeila ætti sér stað við
verzlunina. Afleiðingin af þessu
óheyrilega framferði er sú, að
skipið verður að sigla á brott
með vörurnar. Svo segir Alþýðu-
maðurinn, að það sé K. E. A.,
sem hafi „látið sigla með vörurn-
ar burt frá fólkinu“.
Hefir nokkur heyrt blygðunar-
lausari ósannindi en þetta?
maðurinn“ skýrir frá þessu sama
efni. Hann skýrir svo frá:
„Á þessum fundi varð þess
greinilega vart, að samninga-
nefndin eða 2 menn úr henni
vildu, að félagið tæki afstöðu með
tilboðinu.“
Þetta skýtur nokkuð skökku við
frásögn „Alþm.“ Líklega er Vm„
þó lýginn sé, sannorðari en Hall-
dór Friðjónsson.
„SinánarlilboðlS".
H. F. nefnir samningsgrundvöll-
inn, sem Iðja hafnaði, „smánartil-
boð atvinnurekendanna.“ Síðar í
sömu grein segir hann, að fengizt
hafi „allveruleg hækkun á kaupi“
með síðari samningagerðinni. í
síðara skiptið lækkaði heildar-
kaupið um 60 kr. á ári. Eftir þess-
ari rökfærslu H. F. liggur þá
„smánin“ í því, að heildarárskaup-
ið hafi verið 60 kr. of hátt í fyrra
„tilboðinu“, sem hann svo kallar.
Vitnisburður H.F. á garð Þ.M.J.
Halldór Friðjónsson neitar því
að hafa haldið æsingaræður á
WWWHWHHIWHIHH
Ef yður vantar í betri kfól,
þá komið og
lítið á n ý k o in n u tauin.
Kaupfélag Eyfirðinga,
Vefnaðarvörudeild.
Vitsmimu* og sann-
leiksást „Alþýðnm.M.
„Alþýðnmaðucinn" kann ekki skil^reiningu
á tilboði og samningi.