Dagur - 21.07.1938, Blaðsíða 3

Dagur - 21.07.1938, Blaðsíða 3
32. tbl. DAGUR 131 NÝJA-BÍÓ Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Viktoría. )5ýzk tal- og hljómmynd i 10 þáttum, tekin eftir hinni heimsfrægu ástarsögu Knut Hamsuns. Aðalhlutverkin leika: Luise Ullrich Og Mathias Wiemann. Flestir munu hafa lesið þessa frægu ástarsögu ann- aðhvort á írummálinu, eða í snilldarþýðingu Jóns Sig- urðssonar frá Kaldaðarnesi. Það hefir verið sagt um síð- asta kafla Viktoríu, að það sé eitthvað það fegursta sem skrifað hefir verið um ást i heimsbókmenntunum. Það orkar ekki tvímælis, að það hefir verið vandasamt verk, að ná þeim ljóma angurblíðu og yndisþokka, sem hvílir yfir sögunni á kvikmynd — en það munu áhorfendur geta dæmt sjálf- ir — en myndin hefir fai'ið sigurför, eins og sagan, um hinn menntaða heim. — Luise Ullrich er sú eina kvikmyndastjarna, er dvalið hefir hér á Iandi um tima — hún leikur hið vanda- sama hlutverk Viktoríu af ógleymanlegri snilld. örorkutryggingar. Auk þess var samþykkt að láta fara fram rann- sókn á því, hvernig bezt yrði komið fyrir tryggingum fyrir alla ■ starfsmenn sambandsfélaganna. Úr iStjórn S. í. S. gengu Björn Kristjánsson á Kópaskeri og Jón ívarsson í Hornafirði. Voru þeir báðir endurkosnir. Varaformaður Sambandsins var kosinn Vilhjálm- ur Þór. Varameðstjórnendur voru endurkosnir þeir Skúli Guð- mundsson atvinnumálaráðherra og Jón Þorleifsson í Búðardal. Endurskoðandi var endurkosinn Tryggvi Ólafsson. Varaendurskoð- endur: Guðbrandur Magnússon og Jón Hannesson. í lok fundarins afhenti formað- ur Sambandsins, Einar Árnason, Hallormsstaðaskóla 3000 kr. gjöf frá Sambandinu, sem forráða- menn skólans skyldu hafa frjáls- an umráðarétt yfir. Gunnlaugur Danielsson, til licimilis i Strandgötu 9 liér í bæ, varð sjötugur að aldri 20. þ. m. /. O. G. T. Sameiginlegur fundur hjá stúkunum á Akureyri Miðvikudaginn 27. júlí 1938 í Skjaldborg, kl. 8% e. h. — Félagar! Mætið stundvíslega. Skáld og skáldskapur. i. Eitt, sem einkennir íslendinga einna mest er það, hve afkasta- miklir þeir eru til allra ritstarfa, og hve margir þeirra fást við ein- hverskonar ritstörf og skáldskap i bundnu og óbundnu máli. Á þetta jafnt við um fólk allra stétta. Eljusami erfiðismaðurinn og önnum kafna erfiðiskonan hafa löngum tekið sér sæti á Braga- bekk, og skiþað það með sæmd og prýði. Ég nefni aðeins þrjú nöfn: Guð- mundur Friðjónsson, Kristín Sig- fúsdóttir, Hulda. Gaman væri þó að nefna miklu fleiri slík nöfn, en rúmið leyfir það ekki í stuttri blaðagrein. Ég nefni þessi þrjú skáld, vegna þess að þau hafa verið afkastamest, og mér finnst þau gnæfa hæst yfir þann hóp al- þýðufólks, sem kvatt hefir sér hljóðs á síðustu árum. Það sem í eftirfarandi línum verður um skáld þessi sagt, veit ég að vel getur líka átt við mörg önnur svo- nefnd alþýðuskáld, sem eigi eru nafngreind hér, enda er því líka ætlað að ná til þeirra. II. Sá, sem þekkir til nokkurrar hlítar einyrkjastörf í sveit, veit og skilur, að bóndinn á Sandi og hús- freyjan frá Kálfagerði muni oft hafa átt ærið langan og erfiðan vinnudag. Er það mjög að vonum. Bæði áttu þau stóran hóp barna, og hin fyrri búskaparár að minsta kosti við fremur þröngan hag að búa. En við endi hins stranga vinnudags, tóku þau sér penna í hönd — gáfu ímyndunaraflinu lausan tauminn — og rituðu bæk- ur. Meðan aðrir sváfu og nutu hvíldar, vöktu þau og miðluðu þjóð sinni af auðlegð andans. Ekki er fjarri mér að ætla, að fyrir muni það hafa komið að þau hafi ekki lagt frá sér pennann fyrri heldur en dagur rann. Hún er sterk þessi þrá, sem dregur og seiðir hugann. Ég full- yrði, að í hverri einustu byggð þessa lands eru fleiri eða færri, karlar og konur, sem eiga þessa þrá í ríkum mæli — brenna af löngun til ritstarfa. Þetta fólk skilur hvers vegna Kristín Sigfús- dóttir og Guðmundur Friðjónsson settust niður og skrifuðu bækur, í stað þess að hvílast eftir unnið dagsverk. III. Þriðja skáldið, Hulda, sem nefnt var í upphafi þessa máls, hefir að því leyti þá sérstöðu, að hún hefir aldrei verið húsfreyja í sveit. En þrátt fyrir það á hún þó á marg- an hátt sammerkt við Kristínu Sigfúsdóttur og Guðmund Frið- jónsson. Og eigi dylst mér, að oft hefir hún vakað, ort og skrifað meðan aðrir sváfu. Hulda á líka sinn bróðurpart af því, er ég með línum þessum vildi segja, en ég t Það tilkynnist ættingjum og vinum, að konan mín, Krisljana Hallgrímsdóltir, andaðist á sjúkrahúsi Akureyrar miðvikudaginn 20. þ. m. Þorvaldur Helgason. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að móðir okkar, Si^urrós Sigurðardóítir, andaðist 15. júlí. — Jarðarförin fer fram að heimili hennar, Reykjarhóli í Skaga- firði, laugardaginn 30. júlí. Slgríður Tr|ámann§dóttir. Sigrún Irjámannsdóttir. Guðmundur Trjámannsson. Pað tilkynnist vinum og vandamönnum, að konan mín og móðir okkar, Sigurhanna Kristfónsdóttir, andaðist á sjúkrahúsi Akureyrar þriðjudaginn 19. þ. m. — Verður jarðsett að Möðruvöllum í Hörgárdal þriðjudaginn 26. þ. m. kl. 1 e. h. Jóhann Björnsson. Sigurlaug Jóhannsdóltir. Steingerður I. Jólmnnsalóttir. Jarðarför Kristfönu Vigfúsdóttur fer fram þriðjudaginn 26. þ. m. kl. 1. e. h. frá kirkjunni. Aðstandendur. I Jarðarför móður minnar, þórcyfar Jónsdóttur, sem andaðist á heimili sínu, Auðbrekku í Hörgárdal, 15. þ. m., fer fram frá Möðruvallakirkju sunnudaginn 24. þ. m. kl. 11 f. h. Anna Einarsdóttir. get hennar sérstaklega af ástæð- um, er nú skal greina. Árið 1936 kom út í Reykjavík, eftir skáld- konuna Huldu, saga, er nefndist „Dalafólk". Vil ég minnast hér á sögu þessa, en þau ummæli mín ber alls ekki að skoða sem ritdóm. Margar bækur koma út í landinu á hverju ári. Eru þær að vonum mjög ólíkar að efni og misjafnar að gæðum. Nú mun fjárhag lestr- arfélaga út um land víðast þann veg háttað, að þau geta ekki keypt nema mjög lítinn hluta þeirra bóka, er út koma. Fæstir einstak- lingar munu heldur svo efnum búnir, að þeir geti keypt bækur svo teljandi sé, þar sem verðlag bóka er svo hátt, sem raun ber vitni. Ríður því mjög á að það, sem keypt er, sé vel valið. Skipt- ast rnenn auðvitað, þar sem ann- arstaðar, í flokka, og deila um það, hvað beri að velja og hverju að hafna. En hvað sem öllum slík- um deilum líður, þá er það naum- ast vansalaust, ef Dalafólk Huldu vantar í bókaskáp nokkurs lestr- arfélags á landinu. Þessi sveitasaga skáldkonunnar er að mínum dómi ekki einungis bezta, heldur langbezta bók þeirr- ar greinar skáldskapar, er út hef- ir komið á síðustu árum. Hún á brýnt erindi til allra, og verð- skuldar því að vera keypt umfram aðrar bækur og lesin með athygli- Bókin „Dalafólk“ hefir að geyma svo geysimikinn auð djúpra og háleitra hugsana, göfugra og heitra tilfinninga, fagurra og lær- dómsríkra orða og svo ríka og innilega samúð með öllu, sem lif- ir og hrærist, að slíks munu finn- ast fá dæmi. Sagan er öll þrungin af frábærlega góðum sálarlífs- og náttúrulýsingum. Lesandinn hlýt- ur að finna angan vors og gróðr- ar grænna, limaríkra trjáa, eygja blámóðu fagurra fjalla, heyra seiðandi nið kristallstærra, hrynj- andi fossa. — Og hann finnur meira. Skáldkonan lýsir svo af- burðavel ástinni, gleðinni, sorg- inni, söknuðinum, — skyggnist svo djúpt inn í leyndustu fylgsn- in hjartnanna og leitar að hinu dýra gulli, sem þar er geymt, og hún finnur það allsstaðar, —• kannar og skýrir svo aðdáanlega vel óradýpt viðkvæmustu og helg- ustu tilfinninga, að lesandinn hlýtur að finna heitan hjartslátt göfugra sálna læsast um hverja taug og inn að innstu hjartarót- um. Það hefir verið of hljótt um þessa góðu bók. Þótt fáeinir rit- dómar hafi birtzt pm hana í blöð- um og tímaritum, þá hefir enginn þeirra, er ég hefi séð, verið eins ítarlegur og vera ætti. Mig undrar það, hve fáir af hinum mjög mörgu ritsnjöllu ís- lendingum hafa fundið hvöt hjá- sér til þess að minnast þessarar bókar og vekja athygli á henni, ekki sízt þegar jafn merkur og mikilvirkur höfundur og Hulda er, á í hlut, — og einnig þegar þess er gætt, að Dalafólk er fyrsta langa skáldsagan frá hendi þessa höfundar. Ég vil því spyrja: Hvað veldur slíkri þögn? Kemur hún til af því að efnis- meðferð og allur andi bókarinnar stingur svo greinilega í stúf við

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.