Dagur - 28.07.1938, Page 1
D A O U R
kemur át á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfél.. Eyfirðinga.
Gjalddagi fyrir 1. jiilf.
Afgreiðslan
er hjá JÓNl Þ. ÞÓR, Norð-
urgötu 3. Talsími 112. Upp-
sögn, búndin við áramót, sé
komin til afgreiðslumanns
fyrir 1. des.
Akureyri 28. júlí 1938.
33. tbl.
Fridrik ríkiserfingi íslands og Danmerkur
og Bngirídur krónprinsessa heimsækja
gr
Island.
Koma þeirra til Reykjavíkur
og móttökur þar.
Á sunnudaginn komu krónprinshjónin/ Friðrik og Ingiríður,
til Reykjavíkur með Dronning Alexandrine. Lagðist skipið þar
að bryggju kl. 7 síðdegis. Var þá allur hafnarbakkinn þéttskip-
aður fólki og er talið, að það hafi skipt mörgum þúsundum.
Rétt fyrir kl. 7 komu forsætisráðherra og frú hans, móttöku-
nefndin og'fleiri ifyrirmenn niður á bryggjuna. Um leið og skip-
ið lagðist að bryggjunni, lék Lúðrasveit Reykjavíkur tvö lög.
Þegar krónprinshjónin komu í land, bauð forsætisráðherra og
forseti bæjarstjórnar þau velkomin. Krónprinshjónin og fylgd-
arlið þeirra stigu síðan í bílana og óku að Hótel Borg, en síðan
var farið heim til forsætisráðherra og þar snæddur kvöldverður.
Á mánudagsmorgun lögðu krónprinshjónin af stað ásamt
fylgdarliði austur að Gullfossi og Geysi og Sogslfossum. Að
kvöldi þess dags lögðu krónprinshjónin af stað með „Drottning-
unni“ og héldu vestur og norður um land.
Koman til Akureyrar og móttökurnar þar.
„Drottningin11 kom hingað kl. 3 ¥2 síðdegis í gær. Hafði þá
fjöldi fólks safnast saman á bryggjunni. Bæjarstjórnin hafði
valið þriggja manna móttökunefnd, og voru það bæjarfulltrú-
arnir Árni Jóhannsson, Axel Kristjánsson og Brynleiifur Tobias-
son. Var nefndin að sjálfsögðu mætt á bryggjunni, ásamt bæj-
arstjóra, bæjarfógeta, sóknarpresti og fleiri fyrirmönnum bæj-
arins. Er skipið var lagzt að bryggjunni, komu krónprinshjónin
í ljós, og hóf þá Kantötukór Akureyrar undir stjórn Björgvins
Guðmundssonar sönginn „O, Guð vors lands“, og þar á eftir
söng kórinn „Kong Kristian stod ved höjen mast“. Voru þau
ummæli höfð eftir krónprinsinum, að sér hefði hvergi verið
Ifagnað eins vel og ynnilega með söng eins og hér.
Þegar krónprinshjónin voru stigin á land, bauð bæjarstjóri
þau velkomin til Akureyrar. í fylgd með þeim voru forsætis-
ráðherra og frú hans, Ragnar Kvaran landkynnir o. fl. Stigu
nú krónprinshj ónin og fylgdarlið þeirra í bíla og var ekið að
Laugalandi, skólinn skoðaður og te drukkið. Var skólanefndin
mætt þar ásamt fleirum úr sveitinni. Leizt gestunum prýðilega
á skólann.
Klukkan 8 í gærkvöld settust krónprinshjónin, fylgdarlið
þeirra og allmargir bæjarbúar að miðdegisverði í boði bæjar-
stjórnar Akureyrar í Menntaskólanum. Var setið undir borðum
þar til um kl. 11. Bæjarstjóri mælti þar fyrir minni krónprins-
hjónanna, en krónprinsinn þakkaði með ræðu. Þá minntist bæj-
arfógeti, Sig. Eggerz, konungshjónanna og Brynleilfur Tobiasson
menntaskólakennari mælti fyrir minni Danmerkur. Fór sam-
sæti þetta hið bezta fram.
í dag ferðast krónprinshjónin austur um Þingeyjarsýslu, og
á morgun halda þau og fylgdarlið þeirra suður til Reykjavíkur.
Friðrik ríkiserfingi er fæddur 11. marz 1899. Hann kvæntist
Ingiríði 24. maí 1935. Er þetta í þriðja sinn, sem hann heim-
sækir ísland.
Ingiríður drottningarefni er dóttir Gustafs Adolfs ríkiserf-
ingja Svíþjóðar. Hún er fædd 28. marz 1910. Er þetta í fyrsta
sinn, sem hún kemur til íslands.
Við heimsókn hinna tignu gesta hingað til Akureyrar tjaldaði
náttúran ekki því bezta, sem hún átti til. Það var þoka og súld.
í dag er bjartara veður.
Það, sem einkum þykir einkenna þessa konunglegu gesti, er
ljúfmennska og lítillæti.
A
M
Outtormur J. Guttormsson
skáld kom hingað til bæjarins í
gær; mun hann dvelja hér fram
yfir helgi, en halda þá austur á
ættstöðvar sínar í Fljótsdalshér-
aði, sem hann hefir aldrei augum
litið,
Guttormur er sextugur að aldri,
nokkuð þreytulegur og ber þess
merki, að hann hefir tekið til
höndunum um dagana. Hann seg-
ir sér lítist prýðilega á ísland og
er undrandi yfir framförunum
hér.
Hann talar svo hreina og góða
íslenzku sem bezt má vera, þó að
hann hafi alið allan aldur sinn f
Canada meðal enskumælandi
þjóðar. Þegar hann er spurður að,
hvort hann kjósi heldur að mæla
á íslenzka eða enska tungu við
sérstök tækilfæri, þegar mikið
liggur við, svarar hann hildaust:
„Eg kýs íslenzkuna. Eg hefi valið
mér hana að málfari“.
Dánarfregn.
Látin er í Riverton, Man., þann
22. maí árdegis, að heimili Mr. og
Mrs. Guðjón Johnson, öldruð kona
og einstæðingur, Guðrún Krist-
jana Sigurjónsdóttir Halldórsson.
Hún var fædd að Kvíslarhóli á
Tjörnesi í Suður-Þingeyjarsýslu,
28. des. 1866. •— Foreldrar hennar
voru Sigurjón Halldórsson og
Dóróthea Jensdóttir Búkk. Var
föðurætt móður hennar komin frá
Nikulási Búkk, norskum eða
dönskum manni, er settist þar að,
og giftist þar Karínu Björnsdóttur
kaupmanns, og hefir ættmargur
orðið. — Guðrún ólst upp hjá -for-
eldrum sínum fram yfir ferming-
araldur, en fór þá að vinna í vist-
um, bæði á Tjörnesi, í Axarfirði
og síðar um mörg ár í Húsavíkur-
bæ. Þrítug að aldri keypti hún
leyfi til þess að þurfa ekki að
binda sig í ársvistum. Sum síðari
árin á íslandi vann hún á Akur-
eyri. Til Canada fluttist hún árið
1914, ásamt Jónu Björgu systur
sinni og Indriða Árnasyni manni
hennar og börnum þeirra. Þau
settust að á Gimli, og þar dvaldi
Guðrún um all-mörg ár, en flutt-
ist til Árborgar árið 1931, var hún
þá til heimilis hjá Tryggva Ingj-
aldssyni og Hólmfríði konu hans.
Um nokkur síðustu ár átti hún
heima í Riverton, vann hún þar
um hríð, á heimili Mr. og Mrs.
Th. Hallgrímsson, en síðar hjá Mr.
og Mrs. Jónas Magnússon á Ósi,
um nokkur ár.
Sjálf átti hún lítið heimili, og
hugði þar á fagra elli, eftir annir
æfidagsins. Hún fékk slag tveim-
ur dögum áður en dauða hennar
bar að höndum, tók þá Mrs. Sig-
(Framh. á 4. síðu),