Dagur - 28.07.1938, Qupperneq 2
134
D A G U R
33 tbl.
Andirmlifiræhirmsami
Sá .aldraði' fer erm á kreik.
í vetur tók „Alþýðumaðurinn“
sér fyrir hendur að birta árásar-
greinar á samvinnufélagsskapinn
hér í landi, og beindust árásirnar
einkum að starfsemi Kaupfélags
Eyfirðinga. Höfundurinn nefndi
sig til skiptis „aldraðan samvinnu-
mann“, eða „gamlan samvinnu-
mann“.
Þessum árásargreinum var svar-
að 1 Degi á þann veg að ekki stóð
steinn yfir steini í árásarskrifum
þessa gamalmennis. Síðan varð
löng þögn. En í 30., 31. og 32. tbl.
Alþýðumannsins, fyrir og eftir
síðustu mánaðamót, fer sá „gamli“
enn á kreik og hefir upp raust
sína í sömu tóntegund og áður og
nefnir þá framleiðslu sína „and-
svar“ til Dags. Endurtekur hann
þar fyrri árásarefni sín á starf-
semi kapufélaganna, sem áður var
búið að marghrekja, svo að þau
féllu dauð og marklaus til jarðar.
Greinarhöfundur japlar sí og æ
á því, að samvinnufélagsskapur-
inn hafi ekki „einn“ leyst allan
vanda, hann leysi ekki „vanda
fólksins í hvívetna“, sé ekki „al-
máttugur“, skapi ekki hverjum
manni, sem til hans leitar, „efna-
lega og andlega alsælu“ o. s. frv.
Hann reynir að láta líta svo út,
að það sé þetta, sem deilan standi
um. Þessi heimskulegi vaðall þess
„gamla“ um það, að samvinnan sé
ekki almáttug og hafi ekki skapað
himneska alsælu á jörðu á hálfri
öld, er með öllu utangátta. Vitan-
lega hafa engir forystumenn sam-
vinnustefnunnar haldið neinu
slíku fram, svo sá „aldraði" er
hér einungis að berjast við sína
eigin hugaróra. Hinu hefir aftur
á móti verið haldið hiklaust fram,
að samvinnufélagsskapurinn haíi
reynzt almenningi, sem hans hefir
notið, verulegur og veigamikill
þáttur til stórfelldrar viðreisnar í
lífsbaráttu hans.
Fyrir þessu hafa færð verið
skýr rök, sem sá „gamli“ reynir
ekki að hrófla við. Hann viður-
kennir með þögninni, að eigna-
aukning bænda á starfssvæði K.
E. A. hafi reynzt allveruleg á und-
anförnum árum og að skuldlaus
eign þeirra hafi á tæpum áratug
hækkað um nokkuð yfir hálfa
miljón króna. Hann reynir ekki
að hagga við þeirri staðreynd, að
bætt verzlunarkjör vegna starf-
semi K. E. A. hafi átt sinn mikla
þátt í þessum framförum, enda er
það á allra vitorði. Að vísu reynir
sá „aldraði“ að véfengja eigna-
aukninguna með því, að fasteigna-
mat sé of hátt. Máli sínu til sönn-
unar tilfærir hann það „æfintýri“
að fasteignamatsmenn hafi breytt
mati á húsi einu úr 2200 kr. í 5000
kr., af því að ný stoð, sem kostaði
4 kr., hafi verið sett undir úti-
tröppur! Líklega er þetta ekki
bókstaílega satt fremur en önnur
æfintýri. En þó svo væri, er það
heldur veik sönnun fyrir of háu
skattmati almennt. Annars er það
matsmanna sjálfra að svara skæt-
ingi þess „gamla“ á hendur þeim.
Til viðbótar því, sem áður hefir
verið skýrt frá um framfarir á
starfssvæði K. E. A. hin síðari ár,
skal hér bent á framkvæmdir um
byggingar, kaup á búvélum o. fl.
í einum hreppi í Eyjafirði. Það er
Öngulstaðahreppur. I honum eru
42 bújarðir. Framkvæmdirnar
hafa aðallega verið gerðar síðan
1920, þó að langmestu leyti á síð-
ustu 10 árum.
Framkvæmdaskýrslan lítur
þannig út:
Ibúðarhús úr steini 32
Steinfjós 22
Steinhlöður 23
Rúma um 14 þús. hestburði.
Votheyshlöður úr steini 44.
Rúma um 2200 hestburði.
Aðrar hlöður með járnþaki 17.
Rúma um 5100 hestburði.
Haughús úr steini 22
Þvaggryfjur úr steini 14
Kartöflugeymslur úr steini 5
Rúma um 400 tn.
Sláttuvélar 37
Rakstrarvélar 17
Jarðvinnsluherfi og plógar 21
Auk þess raflýsing á 8 bæjum
og útvarpstæki á 26 bæjum.
Hér við bætast svo hinar miklu
framkvæmdir í ræktunarmálum,
sem átt hafa sér stað í hreppnum.
Samfara þessum miklu umbót-
um hafa skuldlausar eignir í
hreppnum hækkað á árunum
1927—36 um 78 þús. kr.
Nú getur sá „gamli“ stytt sér
stundir með því að reyna að sann-
færa lesendur Alþm. um, að allar
þessar miklu framfarir eigi að
engu leyti rót sína að rekja til
starfsemi K. E. A., því það virðist
vera honum óviðráðanleg ástríða
að hreinsa það félag sem rækileg-
ast af öllum stuðningi við fram-
farir í nærliggjandi héruðum.
Svo langt leiðir þessi sterka ástríða
hann, að hann beinlínis heldur
því fram, að ílóttinn úr sveitun-
um á mölina sé samvinnustarf-
seminni að kenna, að kaupfélögin
séu að leggja sveitirnar í auðn og
þar mest, sem samvinnustarfið sé
langst á veg komið.
Svo þegar andað er á þessar
ástríðukenndu og órökstuddu stað-
hæfingar þess „gamla“, þá bregst
hann reiður við og hrópar um
„svívirðilegt athæfi“, sem haft sé
í frammi! Er manninum sjálfrátt?
En eftir allan þennan vaðal hins
„aldraða“ skýtur hann fram
þeirri játningu, að samvinnufé-
lagsskapurinn hafi ekki einungis
verið, heldur .sé til „mikilla bóta
frá fyrra fyrirkomulagi yerzlunar-
og viðskiftamála“. Hvað er að
tarna? Félagsskapur, sem er að
leggja sveitirnar í auðn, vinnur
að hans dómi mikið gagn á sviði
verzlunar- og viðskiftamála, ein-
mitt í sínum aðalverkahring. Er
það fyrir þetta gagnlega starf sitt
að félagsskapur samvinnumanna
er að leggja sveitirnar í auðn?
Eru sveitirnar að fara í auðn
vegna þess, að fyrir atbeina sam-
vinnumanna hafa kjötlögin, eftir
frásögn greinarhöfundar, „hækk-
að kjötið í verði um 50%“?
Hefir nokkur maður augum lit-
ið jafn fáráanlegan hugsana- og
mótsagnagraut eins og þann, sem
sá „gamli“ tilreiðir lesendum
„ Alþýðumannsins“ ?
Þá þykist greinarhöf. vera ákaf-
lega hneykslaður út af því, að
nú sé verið að hverfa frá hinum
upprunalegu hugsjónum forkólía
samvinnuhreyfingarinnar 1 land-
inu. Hugsjón þeirra var nú fyrst
og fremst fólgin í því að bæta
verzlun og viðskipti, og greinar-
höf. viðurkennir, að það hafi tek-
izt vel. En hann lætur svo, sem
sín viðkvæma samvinnusál sé
djúpt særð, vegna þess að K. E.
A. viðhafi hlutafélagsfyrirkomu-
lag á einstöku minni háttar starfs-
greinum sínum, þar sé um flótta
að ræða frá samvinnuhugsjóninni.
Sá „aldraði11 ætti að reyna að
koma vitinu fyrir mest þroskuðu
samvinnumennina á Norðurlönd-
um og þótt víðar sé leitað, það
eru Svíar; þeir hafa mjög tekið
upp þenna hátt í samvinnustarfi
sínu í seinni tíð, líklega vegna
þess að þeir hafa ekki notið leið-
beiningar hins „aldraða“ um það,
að þessi háttur þeirra væri „alger
uppgjöf samvinnunnar og niður-
læging“. Svíum mundi áreiðan-
lega bregða í brún við þær upp-
lýsingar!
En til huggunar hinu særða
gamalmenni skal því bent á eftir-
farandi atriði:
Þó að hlutafélagsfyrirkomulag
hafi verið upp tekið í fáum starfs-
greinum K. E. A., þá má heita, að
allt hlutaféð sé á einni hendi, þ.
e. félagsins sjálfs. Það er því fé-
lagið sjálft, sem hefir öll ráð í
ÍBÚÐ ÓSKAST
1. okt. n.k. — 2—3
stofur og eldhús. Þrent
fullorðið í heimili. —
Upplýsingar gefur
Sfcfán Transtason prentari
hendi sér um þessar starfsgreinir
ekki síður en aðrar.
Það er ekkert meginatriði hvaða
stakk eða ytra form samvinnuífé-
lagsskapurinn sníður sér; það get-
ur verið hagkvæmt að hnika því
nokkuð til eftir ástæðum á hverj-
um tíma.
Það getur verið varasamt að
rígbinda félagsskap við eitt og
sama form í öllum atriðum um
aldur og æfi, því þá er hætta á,
að hugsjónin stirðni upp eða jafn-
vel deyi vegna þrengsla í hinu ó-
írávíkjanlega formi.
Það, sem mest á veltur, er, að
hinn rétti andi svífi jafnan yfir
vötnum félagsskaparins, en það er
áreiðanlega ekki sá andi, sem
birtist í greinum hins „aldraða“.
Því hvernig vill hann varðveita
samvinnuhugsj ónina ?
Hann segir að það sé óhrekj-
andi staðreynd, að samvinnufé-
lagsskapurinn sé ekkert „lokatak-
mark“ á verzlunar- og viðskipta-
sviðinu, nei, ónei; hann lætur í
það skína, að lokatakmarkið eigi
að vera framkvæmd á ríkisrekstr-
arhugmyndum sósíalista.
Þetta er tryggð hans við sam-
vinnuhugsjónina. Hann álasar
öðrum um ótryggð við hana, en
sjálfur vill hann afmá hana með
öllu og setja ríkisrekstur í stað-
inn. Ef þetta eru ekki svik við
samvinnuhugsjónina, þá eru eng-
in svik til. „En eitt er víst, að
frumherja samvinnufélaganna hef-
ir aldrei dreymt slíka drauma“,
svo að eigin orð greinarhöf. séu
notuð.
Strax í byrjun samvinnufélags-
skaparins hér á landi ætlaði kaup-
mannavaldið að kæfa hann í fæð-
ingunni. Það mistókst. En sá andi,
sem þá birtist, lifir enn og kemur
Ljósmyndastofan
\ Oránufélagrsírötu 21
er opin fró kl. 10—6.
HVERGI ÓDÝRAR.
Guðr. Funch-Rasmussen.
nimiHHHromiiw
FÍRMTErri.
Verð frá kr.4.90. 3
Kaupfélag Eyfirðinga.
__ Vefnaðavörudeild.