Dagur - 04.08.1938, Blaðsíða 2
138
D A G U R
34. tbl.
Sorg ihaldsins.
Lán og lánleysi.
íhaldsmenn reyna
að kenna öðrum
um lánleysi siit.
Mikið er nú talað um lánaútveg-
anir til tveggja bæjarfélaga. Ann-
að þeirra er rafveitulán Akureyr-
ar, hitt hitaveitulán til handa
Reykjavíkur.
Rafveitulánið er fengið, að upp-
hæð 1 milj. 700 þús. kr. með
sæmilegum kjörum eftir ástæðum.
Hitaveitulán Reykjavíkur er
ófengið, þrátt fyrir tíðar utanfarir
borgarstjóra, er hann fór þeirra
erinda.
Fyrst reyndi hann að fá lán í
Englandi; heim kominn kvað
hann lánið vera fengið, en þegar
til kom, strandaði allt á því, að
leyfi ensku stjórnarinnar til lán-
veitingarinnar fékkst ekki fremur
en leyfi sömu stjómar til lánveit-
ingar til rafveitu Akureyrar.
Næst fór borgarstjóri Reykja-
víkur til Svíþjóðar í lánsútvegun
og fullyrti, að allt mundi ganga
eins og í sögu, en það fór á aðra
leið. Hann fékk hreina neitun og
kom lánlaus úr þeirrri för.
Bak við báðar lánsbeiðnirnar,
til rafveitu Akureyrar og hita-
veitu Reykjavíkur, var ríkis-
ábyrgð. Bæði fyrirtækin eru talin
glæsileg og líkleg til að bera sig
vel.
Eins og áður er sagt, er Akur-
eyrarlánið fengið og framkvæmd-
ir í þann veginn að hefjast í
skjóli þess. Reykjavík situr aftur
á móti uppi lánlaus, og hitaveitu-
málið því strandað í bili að
minnsta kosti, en vonandi þó ekki
nema um stundarsakir, því illt er
til þess að vita, ef slíkt framfara-
og menningarmál fyrir Reykjavík-
urbæ nær ekki fram að ganga
fyr en seinna.
En hvað veldur þessu lánleysi
Reyk j avíkurbæj ar ?
Eins og kunnugt er ræður íhald-
ið lögum og lofum í höfuðstaðn-
um. Málpípur þess haifa aldrei
þótzt geta lofað ráðsmennsku þess
sem verðugt væri. Samkvæmt frá-
sögn þeirra átti Reykjavík að
vera svo prýðilega stæð fjárhags-
lega, að framkvæmd hitaveitunn-
ar væri leikur einn, aðeins ef
íhaldið fengi að hafa völdin
áfram yfir málefnum bæjarins, og
einmitt þetta mál var mjög notað
í áróðurskyni fyrir íhaldið við síð-
ustu bæjarstjómarkosningar. Var
það meðal annars túlkað þannig
fyrir almenningi, að í raun og
veru væri ríkisábyrgð fyrir láni
til hitaveitunnar með öllu óþörf,
af því að fjárhagur bæjarins væri
svo glæsilegur, vegna hinnar frá-
bæru stjórnar íhaldsins á málefn-
um hans, og þar að auki væri rík-
isábyrgð einskisvirði, þar sem
ríkið væri á gjaldþrotsbarmi fyrir
óhyggilega fjármálastjórn, síðan
íhaldið hrökklaðist frá völdum í
landinu. Þessi íhaldsboðskapur
um ríkisgjaldþrot hefir nú raunar
verið básúnaður um hver áramót
og enn oftar um alllangt skeið.
En þrátt fyrir þenna bássúnu-
hljóm var nú samt leitað fast eftir
ábyrgð ríkisins þegar til kom, og
bendir það á, að ráðamenn
íhaldsins hafi ekki innst inni ver-
ið jafn öruggir um lánstraust
Reykjavíkur og þeir létu og þá
ekki heldur jafn vissir um láns-
traustsJeysi ríkisins og básúnur
þeirra höfðu gefið til kynna.
En eitt er augljóst: íhaldsmenn
í Reykjavík eru órólegir yfir því
að svona skuli komið hitaveitu-
málinu, eftir allar fullyrðingar
þeirra og stærilæti um öruggan
framgang þess undir stjórn
þeirra. Þeir eru sýnilega beinlínis
hræddir við, að fólkið trúi þeim
ekki framar, og að þeir kunni að
tapa merihlutavaldi í höfuðstaðn-
um. Þess vegna hafa þeir leitað að
skýringu á lánleysi sínu, til þess
að hampa henni framan í almenn-
ing og velta ábyrgðinni af lánleys-
inu af sér yfir á einhverja aðra. í
sorg sinni yfir eigin lánleysi
reyna þeir að kenna fjármála-
stjórn ríkisins um allt saman.
Hún hafi verið á þann veg, að
ríkið sé búið að glata öllu láns-
trausti meðal nágrannaþjóðanna
og þvi hafi borgarstjóri fengið
neitun um lán til hitaveitunnar.
Þessari skýringu til staðfestingar
bendir íhaldið á það, að ríkis-
stjórniri hafi haft heimild til að
taka 5 milj. kr. fast lán á þessu
ári, en þegar til hafi komið, hafi
stjórnin aðeins tekið tæpan helm-
ing þeirrar upphæðar sem bráða-
birgðalán, og þetta er talin sönn-
un þess, að ríkið sé búið að glata
lánstrausti sínu! Þetta er nú
hálfskrítin útskýring, svo ekki sé
fastara að orði kveðið. Það á að
vera sönnun fyrir því, að ríkið
hafi glatað lánstrausti, að ríkið
fær 2.2 milj. kr. sem bráðabirgða-
lán, að ríkisábyrgð er tekin gild
fyrir 1.7 milj kr. láni til rafveitu
Akureyrar og fleiri lána, sem alls
nema um 6 milj. króna. Skyni
gæddir menn munu alls ekki
taka þessa skýringu íhaldsins
gilda. Þeir munu þvert á móti
telja }>essa atburði áþreifanlega
sönnun þess, að ríkið hafi E K KI
glatað lánstrausti sínu, þrátt fyrir
megna örðugleika til lands og
sjávar: aflaleysi, markaðshrun,
fjárpest og fleira. En úr því svo
er, þá liggur beinast við að álykta,
að fjármálastjórn ríkisins hafi
verið í góðu lagi á þessum örðug-
leikatímum.
Það er því fullvíst, að íhaldið
verður að leita annarar skýringar
á lánleysi sínu en þeirrar, er að
framan greinir, ef nokkur á að
trúa þ. í. Að vísu skal því ekki
neitað, að lánstraust ríkisins sé af
skomum skammti erlendis af skilj-
anlegum og eðlilegum ástæðum.
En hverjir eru það, sem á undan-
förnum árum hafa róið að því öll-
um árum að spilla lánstrausti hins
íslenzka ríkis erlendis með rógi
um fjárhagsástæður þess? Það eru
íhaldsmenn sjálfir. Eins og áður
er að vikið, hafa þeir einkum um
hver áramót staðhæft, að hér
væri allt komið í kaldakol fjár-
hagslega. Á þessum yfirlýsingum
um hraklegan fjárhag hefir að
vísu ekki verið tekið mark innan-
lands, en vafalaust hafa þær ork-
að einhverju í þá átt að spilla fyr-
ir landinu út á við, þar sem líta
varð svo á, að þær kæmu úr her-
búðum ábyrgs stjórnmálaflokks.
Ef því að ólán íhaldsins í lántök-
um eriendis á að einhverju leyti
rót sína að rekja til þessara spill-
ingaráhrifa, þá kemur það því
sannarlega maklega í koll.
En mundi ekki þetta sorglega
ólán íhaldsins, sem nú hefir yfir
það dunið, vera afleiðing þess
eigin synda og yfirsjóna, sem
fólgnar eru í klaufalegum undir-
búningi hitaveitumálsins? Það,
sem foringjum íhaldsins sýnist
hafa verið mest í mun, er ekki
framkvæmd málsins, heldur hitt
að nota það sér til pólitísks fram-
dráttar, gera sig gleiða á því. Slík
framkoma í þýðingarmiklu og
merkilegu máli hefnir sín venju-
lega á málinu sjálfu. Forsaga
íhaldsins í hitaveitumálinu yfir-
leitt er í senn bæði brosleg og
raunalega. Þegar Jónas Jónsson
var að berjast fyrir byggingu hér-
aðsskóla á heitum stöðum, var
fjandskapur íhaldsins gegn þeim
framkvæmdum taumlaus, og það
linnti ekki á svívirðingum og háði
í íhaldsblöðunum út af þeirri hug-
sjón J. J. að fara að nota jarðhit-
ann. En þegar reynslan hafði úr
skorið í þessu efni og hugsjón J.
J. unnið glæsilegan sigur, lét
íhaldið undan síga að lokum, þeg-
ar því var ekki lengur stætt í
þeim gremjuöldum, er á því
skullu, yfir því að láta þessar dýr-
mætu orkulindir 1 nánd við
Reykjavík ónotaðar. Þá fyrst
neyddist íhaldið til að hefja und-
irbúning að hitaveitu Reykjavík-
ur, en þó með hangandi hendi,
enda hefir þessi langi undirbún-
ingur að verklegri framkvæmd
málsins endað með þeirri skelf-
ingu, að íhaldið hefir nú gloprað
málinu úr höndum sér og út í
sandinn til armæðu og hrellingar
öllum þeim þúsundum, sem trúað
hafa því fyrir þessu stórmáli og
þráð að njóta framkvæmdanna af
því.
Og svo endar þessi þáttur úr
sögu íhaldsins með því, að það
reynir að koma sinni eigin sök yf-
ir á bök saklausra pólitískra and-
stæðinga. Aumari og lítilmaim-
legri gat endir málsins ekki orðið.
En því verður að treysta, að
málið sé ekki dautt, heldur sofi
það.
En það verður ekki íhaldið, sem
vekur það til lífs aftur. Það verða
aðrir að gera.
Að afloknu síðasta Alþingi
fræddi Sigurður Kristjánsson í-
haldsþingmaður lesendur Morg-
unblaðsins á því, að þingmeiri-
hlutinn hefði látið af hendi af op-
inberu fé 90 þúsundir króna til
þriggja tiltekinna þingmanna Al-
þýðuflokksins. Var ekki annað
hægt að lesa út úr skrifum S. K.
en að Framsóknarflokkurinn hefði
í raun og veru stolið þessu fje og
keypt fyrir það stuðning Alþýðu-
flokksins til handa ríkisstjóminni.
Gerði S. K. sig mjög digran út at
þessu hneyksli, sem hann kallaði.
Sannleikur þessa máls var sá,
að atvinnumálaráðherra var heim-
ilað að lána, en ekki gefa, 5 sam-
vinnufélögum allt að 90 þús. kr.,
og átti að nota þetta fje til þess
að greiða utanaðkomandi kröfur,
ef samningar um það tækjust, svo
að félögin gætu starfað áfram og
ekki yrði gengið að efnalitlum eða
efnalausum ábyrgum félagsmönn-
um, sem skuldaskilalögin höfðu
ekki ætlazt til. Skaut því frásögn
Ljósmyndastofan
i Qránufélagfsírötu 21
er opin frá kl. 10—6.
HVERGI ÓDÝRAR.
Guðr. Funch-Rasmussen.
jHwmwwwwwmng
Reiðhjól
karla og kvenna
nýkomin.
Kaupfólag Eyfirðinga.
Járn- og glervörudeild.
"•“••■miiiiiiniiHni