Dagur - 06.10.1938, Page 2

Dagur - 06.10.1938, Page 2
174 D A G U R 43. tbl. Sfjómmálaslðgæðið a Englandi og tsilandi. NÝJABÍÓ Fimmtudagskvöld kl. 9: Mikið eiga Englead* ingar eftir að læra hjá Knúti Arngrímssyni. Ófriðarhættan er liðin hjá í bili að minnsta kosti. Menn fagna því víða um lönd, þar á meðal í Eng- landi. Ógnir síðustu heimsstyrj- aldar hafa skerpt skilning manna á því, hvílíkt brjálæði það er að ætla að útkljá ágreiningsmál þjóða á milli með grimmd og manndrápum. Að þessu sinni er það Chamberlain forsætisráðherra Breta, sem tekizt hefir að fá eitt slíkt ágreiningsmál leyst án vopnaviðskipta þjóða á milli. Fyr- ir þetta afrek er hann mjög dáður af öllum þeim, er friðnum unna, þó að skiptar séu skoðanir um úr- lausn þá, er fékkst með samningn- um í Miinchen. Þjóðirnar þrá yfir- leitt frið, meta hann mest af öllu, og hinir vitrustu og góðgjörnustu menn telja það meir en vafasamt, að réttlætinu verði nokkuru sinni fullnægt með blóðugu stríði. Frá því sjónarmiði er það fagnaðar- efni, að Chamberlain hefir borið gæfu til að varðveita Evrópufrið- inn. STJÓRNARANDSTÆÐINGAR í ENGLANDI. Eins og í öllum þingræðislönd- um er ákveðin flokkaskipting i brezkjt þinginu. Núverandi ríkis- stjórn þar í landi, með Chamber- lain í broddi fylkingar, á því ákveðna og allharðsnúna andstæð- inga, sem ekki hika við að gagn- rýna gerðir hennar og stefnu, þegar þeim þykir þess þörf. En sú gagnrýni, þó í fullri einurð sé framborin, fer allajafna fram á sæmilega kurteisan hátt. Og and- stæðingarnir ganga lengra en þetta: Þeir viðurkenna fullum fet- um það, sem þeim þykir stjórnin gera rétt. Á meðan á deilunni um Tékkóslóvakíu stóð og Chamber- lain átti í samningum við Hitler um friðsamlega lausn deilunnar, skoruðu andstæðingar hans á hann hvað eftir annað að kalla saman þingið, en hann taldi það ekki hyggilegt og þverskallaðist við, líklega vegna þess að hann hefir óttast, að hugaræsingar manna myndu spilla fyrir og trufla tilraunir hans um friðsam- lega lausn. Svo þegar þingið loks kom saman 28. f. m., rakti hann allar tilraunir sínar og sinna manna til málamiðlunar og birti að lokum þann boðskap Hitlers, að hann væri fús til nýrrar samn- ingagerðar. Við þetta glæddust vonir manna um, að Chamberlain myndi takast að varðveita friðinn í álfunni. Þá skeði þetta eftir- tektaverða, að Chamþerlaln var hvað eftir annað hylltur af þing- mönnum, meira en dæmi eru til i sögu þingsins, og það ekki einung- is af flokksmönnum sínum, heldur líka af andstæðingunum. Og er Chamberlain hafði lokið ræðu sinni, lýstu foringjar stjórnarand- stæðinga því yfir, að þeir væru því samþykkir að fresta þingfund- um um nokkra daga, til þess að Chamberlain gæti haldið áfram friðarstarfi sínu og leitt það til lykta ef unnt væri. Þessir atburðir bera það ský- laust með sér, sem áður var að vísu vitað, að stjórnarandstæðing- ar í Bretlandi eru þess albúnir, þegar því er að skipta, að votta stjórninni þakklæti fyrir það, sem vel er gert. Það er af því að stjórnarandstæðingar í Bretlandi eru gæddir ábyrgðar- og siðgæðis- tilfinningum í stjórnmálaafskipt- um sínum. HINN NAZISTISKI SIÐGÆÐIS- POSTULI SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS Á ISLANDI. Nú víkur sögunni heim til okk- ar ástkæru fósturmoldar og þess flokks, er nefnir sig Sjálfstæðis- flokk. Þann 1. ágúst síðastl. héldu Verzlunarmannafélag Reykjavík- ur og Sjálfstæðisfélögin í Reykja- vík og Hafnarfirði skemmtisam- komu að Eiði, skemmtistað Sjálf- stæðismanna. í umboði Sjálf- stæðismanna flutti þar ræðu Knútur Arngrímsson, vígður mað- ur í þjónustu heilagrar kirkju og fyrv. prestur. Hann byrjaði ræð- una á yfirlýsingu um það, að stefna Sjálfstæðisflokksins væri „heilagt málefni“, og síðar sagði hann, að það væri „ekki hægt að frelsa þessa þjóð, án þess að Sjálf- stæðisílokkurinn sigri“. Þess vegna væri áríðandi að fólk það, er Sjálfstæðisflokknum fylgdi, væri „samstillt og hrifið og með hjartað á réttum stað“. Þá vék ræðumaður að því, að andstæð- inga Sjálfstæðisflokksins hefði aldrei skort „illmennsku“, en „göfugmennskan“ væri öll innan Sjálfstæðisflokksins. Til þess nú að nokkur von væri til þess, að göfugmennin í Sjálfstæðisflokkn- um mættu sigrast á illmennum í andstöðuflokkunum, þyrfti að beita þremur aðalvopnum: 1. „Brennandi ofstæki“, 2. „Djúpri fyrirlitningu11 á mál- stað andstæðinganna, 3. „Við verðum að muna, að hvar og hvenær, sem við gefum andstæðingi okkar rétt, í hversu smáu atriði, sem er, veikjum við okkar málstað, en styrkjum hans“. Þá talaði ræðumaður Sjálfstæð- isflokksins um, að ekki væri hægt að „frelsa þjóðina með einföldum sigri flokksins eingöngu, heldur yrðu „áhrif“ andstæðinganna einn- ig að „þurrkast út“, ennfremur: „takmark baráttunnar er svo mik- ils virði, að við megum tæpast við pví að skoða nokkurn hlut ópóli- tískt“. Loks áttu Sjálfstæðismenn að „vaxa út úr hinum stirðu form- um þingflokkabaráttunnar" og taka upp einhver ný baráttuform (ofbeldi?) „og hætta ekki fyr en sigur er fenginn, hvað sem hann kostar“. Eítir þessum leiðarvísi Knúts Arngrímssonar áttu svo Sjálfstæð- ismenn að heyja baráttuna í fram- tíðinni fyrir sigri flokksins. Fram- kvæmdirnar áttu að byggjast á „brennandi ofstæki“ og mögnun „dýpstu fyrirlitningar“ á málstað andstæðingsins, sem aldrei má „gefa rétt“, hvernig sem á stend- ur. Sigri hins „heilaga málefnis1' átti að ná, „hvað sem hann kost- aði“, enda orkar ekki tvímælis, að miklu átti að fórna fyrir þann sig- ur; sú fórn var hvorki meira né minna en gjörsamleg útilokun alls þess, er nefnist stjórnmálalegt sið- gœði. Slík útilokun var bezt við hæfi hins „heilaga málefnis“ — stjórnmálastefnu Sjálfstæðis- flokksins. Það var reyndar ekkert undra- vert, þó að skoðanir yrðu nokkuð skiptar innan Sjálfstæðisflokksins um ágæti þessara vinnubragða, r Akaflega skemmtileg mynd með ágætum leikurum í aðalhlutverkunum, þeim Cíaudeíte Golbert og Melwyn Douglas. sem Knútur Arngrímsson heimt- aði fyrir sigri hins „heilaga mál- efnis“, enda vitnaðist fljótlega, að hörð átök urðu í flokknum um hinar nýju kenningar Knúts, því hinir gætnari og vandaðri menn í flokknum gátu illa fellt sig við þær og kröfðust þess, að Sjálf- stæðisflokkurinn afneitaði honum opinberlega í aðalmálgagni sínu. Sú afneitun kom reyndar fram í Morgunblaðinu, en svo viðrinisleg, að ekkert mark varð á henni tek- ið, og smátt og smátt hefir það verið að koma betur og betur í ljós, að hinn siðferðilegi andi í starfsreglum Knúts Arngrímsson- ar hefir náð meiri og meiri tökum í vinnubrögðum hinna launuðu starfsmanna í þjónustu Sjálfstæð- isflokksins, svo sem ritstjóra hans og Árna frá Múla, sem einkum virðist hafa drukkið r sig safann úr kenningum Knúts. MIKIÐ EIGA ENGLENDINGAR ÓLÆRT AF KNÚTI! Áður hefir verið vikið að því stjórnmálasiðgæði, sem ríkir í Hef fengið nýjustu tegund ljósmyndavéla, er tekur svo- nefndar Koinbinationsniyndir, en það eru margai myndir af mismunandi slærð á einni og sömu plötu. Getui hún tekið frá 4 upp í 48 myndir, bi jóstmyndir, almyndii eða hópmyndir, eftir eigin vali. Reynið þessar skraut- legu, margvíslegu myndir. Hvergi ódýrari. Ljósmyndastofan Gránufélagsgötu 21, Akureyri. G. F ii ii c li-R « s m u s s e n. EffffffffffffVffHffffVffffffHKtl! þvottarúllur os þvottavindur fyrirliggjandi. Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.