Dagur - 20.10.1938, Blaðsíða 3

Dagur - 20.10.1938, Blaðsíða 3
45. tbl. DAGUR 183 Island og Islendingar. LANDFLÓTTA ÞJÓÐIR. Margar sögur vorar byrja á að skýra frá að Haraldur hárfagri hafi brotið Noreg undir sig, en margir göfugir menn hafi stokkið frá óðulum sínum til íslands eða vestur um haf, heldur en að þola ofríki konungs. Að sagan endurtaki sig er á- þreifanleg reynsla. Enn stökkva menn frá eignum og óðulum og leita sér bólfestu í fjarlægum löndum, fremur en þola ofríki þeirra er brotið hafa þau héruð undir sig er þeir áður byggðu. Gyðingar hafa verið landflótta þjóð um æfilangt skeið; og þó hafa þeir orðið ofjarlar sumra ef ekki flestra hinna svonefndu stórþjóða í verzlunar- og peningamálum, þar sem þeir hafa tekið sér ból- festu. Nýlega hafa þeir óskað að fá aðsetur í Noregi. — Tékkar fara landflótta í tugum þúsunda, þeir hafa óskað að mega hverfa vestur um haf og setjast að í norðvestur Kanada. Eg geng að því sem vísu, að áður en varir fari einhver hluti þeirra flótta- manna, sem nú eru í vandræðum með bólfestu, þess á leit, að fá landsvist á íslandi. er mold höfð í milli hnausanna til uppfyllingar. En hvernig var það, voruð þið ekki að gera tilraun með þetta hér fyrir tveimur árum? spurði eg, og misheppnaðist það ekki? Jú það er rétt, var svarið, við undirbjuggum þetta svo illa þá, að allt vatnið rann út af túninu hjá okkur, áður en það náði að frjósa, en nú ætlum við að halda vatninu í skefjum innan garðsins og vona svo auðvitað, að komi frost. Ætlið þið svo að selja aðgang- inn að svellinu og græða á því peninga? spurði eg. Ekki er nú til- gangurinn sá að græða á þessu fé, svaraði þessi sami, þó gerum við ráð fyrir að selja ofurlítið aðgang- inn, ef svellið fæst gott, rétt til þess að hafa svolítið upp í kostn- aðinn, sem alltaf mun verða dá- lítill, en aðalmarkmiðið er það fyrir okkur að vekja áhuga al- mennings fyrir þessari hollu og góðu íþrótt, skautaíþróttinni, sem því miður svo afar fáir stunda, og mun þ>að vera meðfram því að kenna að hér festir svo sjaldan ís á pollinum og mönnum þykir langt að fara á skauta fram á Eyjafjarðará. Ég kvaddi þennan unga mann og gekk hann aftur að verkinu. En þökk sé íþróttafélaginu „Þór“ fyrir framtakssemina og þessum ungu mönnum, er þetta leggja á sig fyrir áhugamál sitt. Allir bæj- arbúar munu óska þess, að þessi tilraun megi takast, og þeir fái að njóta svellsins í vetur. Akureyri 5. okt. 1938. Árvakur, ÍSLAND EKKI FULLNUMIÐ LAND. Það er öllum ljóst, er nokkuð hafa ferðast um ísland, að það er langt frá því að vera fullnumið. Sjálfsagt hefir enginn gizkað á, eða getur gizkað á, hve margir menn gætu lifað og starfað á ís- landi, en trúað gæti eg að það fari svo í framtíðinni, að ísland verði eitt hið fjölbyggðasta fjallaland í álfunni. Sem betur fer eru augu þjóðarinnar óðum að ljúkast upp, og sjá að möguleikar til farsæl- legrar afkomu eru márgfaldir á móts við það sem lengi var álitið, en hina fyllstu og ýtrustu mögu- leika til fólksfjöigunar og velmeg- unar hafa fáir hugmynd um. Helgi Péturss hefir manna fyrstur og manna bezt sýnt fram á að Islendingar eru ein hin efni- legasta þjóð, ef rétt er stefnt, og Englendingurinn Adam Ruther- ford hefir þú tröllatrú á landinu og þjóðinni, að hann spáir hvoru- tveggju hinni glæsilegustu fram- tíð; álítur að landið og þjóðin sé fyrirhugað til mikilla dáða og af- reka. Um álit Helga Péturss og spádóma Rutherfords er ekki nema gott eitt að segja, og hvað helzt á erfiðum tímum, er nauð- synlegt að geta litið björtum aug- um á framtíðina og gert sér góðar vonir, en þó skyldi enginn gleyma að við lifum á einum hinum al- varlegustu tímum er enn hafa yfir álfuna komið, og að við íslending- ar eigum því meira í húfi í fram- tíðinni sem erlendar þjóðir sann- færast betur um hina mörgu og miklu afkomumöguleika landsins. ÆSKILEGIR INNFLYTJENDUR. Það er gizkað á, að um 30 þús- und íslendingar séu búsettir í Bandaríkjunum og Kanada. Það er menntað og mannvænlegt fólk, og á sumum sviðum víðsýnna og gleggra en við sem heima búum. Það gæti verið stór gróði — and- legur og efnislegur — fyrir bæði Austur- og Vestur-íslendinga, að nokkur hundruð þeirra — eða þúsund flyttust heim og settust hér að til fulls. Þeir myndu út- breiða hér áður óþekkta búnaðar- hætti og finndu eflaust áður óþekktar landsnytjar. — Mögu- leika fyrir þessu landnámi ætti að athuga áður en það er of seint. Áður en okkur óskylt fólk flytur inn í landið, að okkur óspurðum, og tekur það ránshendi. Því með jafn mikið og gott landrými og við höfum, getum við ekki vænzt að verða látnir afskiptalausir eins og nú horfir við í álfunni. HIÐ HELGA LAND. Fi’á því að Vesturheimsferðir hófust, hefir ísland ætíð verið hið lielga land í augum Vestur-íslend- inga og þetta er svo enn í dag. Jafnvel þeir, sem bornir eru og barnfæddir vestra hafa tekið þessa skoðun í arf frá foreldrum sínum og þar er fylgst með því sem hér heima gerist af meiri athygli og dýpri samúð en í nokkru öðru landi, og grunur minn er sá — byggður á sterkum líkum, að auð- velt væri að fá fjölda marga til að flytja heim til aðseturs. Það vildi svo einkennilega til, að þegar ég var að skrifa það sem að framan er sagt, barst mér bréf vestan af Kyrrahafsströnd, frá skáldkonunni Jakobínu Johnson, og þó að það fjalli ekki beinlínis um þau efni, er ég hefi verið að tala um, þá er þar nokkur sönnun fyrir því, sem ég hefi sagt um hug Vestur-íslendinga og þau sterku tengsl sem verið hafa frá upphafi milli manna austan hafs og vest- an og sem nú styrkjast árlega við gagnkvæmar heimsóknir góðra gesta. Frú Jakobína skrifar 15. sept. síðastl. „Það er ennþá góð íslenzk stemning hér um slóðir, síðan Jónas Jónsson heimsótti okkur. Þetta örvar mig til framkvæmda í því efni sem annríki lífsins ýtir til hliðar dag eftir dag, nfl. bréf- legs viðtals við vini manns heima. Jónas Jónsson má hafa haðann á og þarf talsvert þrék til þess sem hann gerir á þessu sumri. Hann er á stöðugu ferðalagi og talar alltaf og alstaðar fyrir Islendinga og við þá, verður fyrir miklum missvefni — eða svo var það hér. — Fólkið er hrifið af hans góðu og alþýð- legu framkomu og hópast um hann og vill ekki sleppa honum. Unga fólkið finnur að hann er reglulegur cosmopolitan1) og því þykir vænt um að hann talar ensku svona vel, svarar blaða- mönnum og ávarpar á ensku hvar sem hann er beðinn að gera það. Hér er alstaðar langtum meiri á- hugi fyrir Scandinavisku löndun- um en nokkru sinni fyrr. Þeirra socal og economic policy2) athug- uð og umrædd. í sumar var hér á ferð Hambro, forseti norska stór- þingsins. Hann talaði opinberlega á ensku og í útvarpið. Hann er hreinasta afbragð í ræðustól.“ Að sinni fer ég ekki fleiri orð- um um þetta mál, en vil taka það fram, að æskilegustu innflytjend- ur til íslands eru fyrst og fremst Vestur-íslendingar. F. H. Berg. U alheimsborgari. 2) Þjóðfélagsleg og hagfræðileg stefna. ZION. Samkomur næstkomandi sunnudag: Kl. 10% f. h. Sunnu- dagaskóli. Öll börn velkomin. — Kl. 4: Almenn samkoma. — Kl. 8V2: Almenn samkoma. — Ólafur Ólafsson, kristniboði og Gunnar Sigurjónsson, cand. theol., tala á báðum samkomunum. •V- i í ♦ Handan ylir höfin. ♦ ♦ ♦ ♦ — Stórbruni varð í Stokkhólmi 10. þ. m. í brunanum eyðilögðust fimm skipsfarmar af Íslandssíld, er stórkaupmennirnir Ameln áttu. — Óeirðir hafa gosið upp 1 Austurríki milli kaþólsku kirkj- unnar og' nazistaflokksins. Nazist- ar gerðu árás á höll erkibiskups- ins í Vínarborg og bústað prest- anna, fótbrutu einn prestinn og settu biskupinn í fangelsi í höll sinni. Páfastóllinn mótmælir of- beldisverkunum. — Belgísk farþegaflugvél hrap- aði til jarðar á Þýzkalandi 10. þ. m., og biðu 20 manns bana. — Kínverjar segjast hafa unnið mikinn sigur á Japönum fyrir nokkru sunnan við Yangtzefljót og hafi 20 þús. japanskir hermenn stráfallið í orustu þar. Japanir hafa sett mikinn her á land í Suður-Kína. — Samningar milli Ungverja og Tékkóslóvakíu ganga erfiðlegar en búizt var við um tíma. Eru kröfur Ungverja miklu víðtækari en menn höfðu búizt við. Tals- verðar óeirðir hafa orðið á landa- mærunum. Hitler og Mussolini eru sagðir ósammála um kröfur Ungverja. Vill Hitler ekki láta Ungverjaland fá sameiginleg landamæri við Pólland. Ríkis- stjórnir Rúmeníu og Júgóslavíu, sem eru bandalagsríki Tékkósló- vakíu, hafa mótmælt kröfum Ung- verja og telja þær svo ósanngjarn- ar, að ekki geti komið til mála að verða við þeim. — Þingkosningar eru nýlega af- staðnar í Nýja Sjálandi. Úrslit kosninganna urðu þau, að jafnað- armenn fengu hreinan meirihluta eins og þeir áður höfðu. — John Simon fjármálaráð- herra Breta og náinn samstarfs- maður Chamberlains, hefir birt tilkynningu, þar sem lögð er mikil áherzla á nauðsyn þess að undirbúnar séu nú þegar ýmsar varúðarráðstafanir, því enginn tími vinnist til slíks, þegar ný ófriðarhætta sé skollin yfir. Þykir þetta benda á vantrú Chamber- lains og stuðningsmanna hans á utanríkismálastefnu sinni. —Fregnir hafa borizt frá Ber- lín um það, að engin þjóðarat- kvæðgreiðsla muni fara fram í Súdetahérðunum. Hafi samkomu- lag orðið um þetta í alþjóða- nefndinni. Samkvæmt því verða lnadamæri Tékóslóvakíu ákveðin með samningi. Er þess jafnframt vænzt, að samkomulag fari batn- andi milli Þýzkalands og Tékkó- slóvakíu. Skíðafataefnið komið Fingra- og belgvetlingar úr skinni, — nýfustu tiskur. Hannyrðaverzl. Ragnh. O. Björnsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.