Dagur - 10.11.1938, Blaðsíða 3

Dagur - 10.11.1938, Blaðsíða 3
48. íbl. UAQUR 195 Hugsanir nafna I I Það skrifar einhver maður brot úr hugsunum sínum í íslending' og kallar sig Jón í Grófinni. Vafa- samt er, hvort veröldin væri nokkuð ver stödd, þó að hann tryði aðeins konu sinni fyrir þess- um þankabrotum og léti þau ekki koma á prent. En nafnið gefur til kynna, hve frumlegur þessi mað- ur er. Hann hefir auðsjáanlega stolizt til að lesa Alþýðublaðið og séð þar nafn Hannesar á Horninu. Þar fær hann svo hugmyndina um hið snjalla dulnefni. Annars er þetta réttnefni, því að auðséð er, að maðurinn er langt niðri í einhverri gróf. Leyfi eg mér alira vinsamlegast að skora á hann að komast sem fyrst upp úr henni, og í því sambandi ætti hann að kynna sér hina ágætu aðferð Miinchhausens. Nafni minn segir m. a., að meg- inhluti opinberra skatta sé tekinn af kaupmannaverzluninni. Gott og vel, við skulum gera ráð fyrir, að svo sé. En hvaðan eru þeir pen- ingar, sem kaupmenn greiða í skatta? Eru þeir ekki álagning á vörur, sóttir í pyngju almennings? Og er það sanngjamt, að kaupfé- lögin greiði skatta af þeim ágóða, sem þau skila viðskiptavinum sín- um aftur um hver áramót? Heldur nefni minn, að hann geti talið nokkrum manni trú um, að happadrýgra sé fyrir bæjarfélag, að kaupmenn hljóti ágóða af verzlun en kaupfélög? Veit hann ekki, að kaupmaðurinn ber sinn eigin hag fyrir brjósti og.ekkert annað? Hann flytur oft og einatt burt, er hann hefir grætt nokkuð að ráði. í Kaupmannahöfn dvelja nú ýmsir íslenzkir kaupmenn og eyða þar því fé, sem þeir höfðu grætt á verzlun hér á landi. Ekki verður sá ágóði hinum gömlu við- skiptavinum að gagni né viðkom- andi bæjarsjóði. Slíkt hendir ekki kaupfélög. Nei, ef nafni minn heldur áfram að skrifa í sama tón, á hann ekki einu sinni skilið þetta fagra dul- nefni, sem hann hefir tekið sér, heldur ætti hann að kalla sig Jón í gröfinni. Jón. (Framh. af 1. síðu). stöðvunum á Spáni. Telja upp- reistarmenn sig hafa náð þar ýms- um stöðum, er hafi hernaðarlega þýðingu, en stjórnarherinn telur sig hinsvegar hafa haldið velli. Bróðir Francos yfirhershöfð- ingja fórst í flugslysi nýlega. Þann 7. þ. m. hafði Madrid, höf- uðborg Spánar, verið rétt tvö ár í umsátursástandi. Uthverfi borgar- innar eru víða í rústum. — Fyrir nokkrum dögum varð stórbruni í borginni Mai'seiUe í Fi'akklandi. Tjónið er metið 10 milj. franka, og allmargir fórust í eldsvoðanum. Þá hefir annar stórbruni orðið i Oslo, höfuðborg Noregs. Kviknaði þar í ljósmyndasal, þar sem fjöldi manna var saman kominn. Þrjátíu manns brunnu til bana, og voru sum líkin svo skemmd að óþekkj- anleg voru. — Hitler hélt nýlega ræðu fyrir 100 þúsund manns. Meðal annars sagði hann, að Þýzkaland væri eins og skepna með hvössum broddum út úr sér á alla vegu, en þessi skepna væri þó ekkert hættuleg, ef hafðar væru gætur á því að koma ekki of nærri henni! Almennar samkomur í Zíon hefjast með guðsþjónustu í kirkj- unni sunnud. 13. nóv. kl. 2 e. h. Sóknarpresturinn messar, Ólafur Ólafsson prédikar. Samkoma um kvöldið kl. 8% í Zíon og' síðan á hverju kvöldi alla vikuna, sunnud. 13. nóv. til sunnud. 20. nóv. Ræðu- merm: Ólafur Ólafsson, kristni- boði, og Gunnar Sigurjónsson, cand. theol. Söngur og hljóðfæra- sláttur. Allir velkomnir. — Börn, munið simnudagaskólann í Zíon kl. 10% f. h. Stúkan Brynja nr. 99 heldur fund í Skjaldborg næstk. mið- vikudag 16. nóv. kl. 8% e. h. Stúk- urnar ísafold, Tilraun og Akur- liljan heimsækja Brynju. Inntaka nýrra félaga, innsetning embætt- ismanna o. fl. Ennfremur skemti- atriði á eftir fundi. Allir templar- ar mæti. Fylkjum liði mót áþján 20. aldarinnar. Ungmennastúkan Akurlilja nr. 2 heldur afmælisfagnað í Skjald- borg laugardaginn 12. nóv. n. k. Félagar eru beðnir að vitja að- göngumiða föstudagskvöld kl. 8% í Skjaldborg. I. O. O. F. = 12011119 = Bankastjórar við Útvegsbankann hafa verið skipaðir frá 1. nóv. þ. á þeir Ásgeir Ásgeirsson alþm. og Valtýr Blöndal fulltrúi. Þriðji bankastjóri Útvegsbankans er Helgi Guðmundsson. Dómur hefir verið uppkveðinn í aukarétti Reykjavíkur yfir Arn- old Petersen, sem stýrði bifreið- inni, er hið eftirminnilega slys varð í Tungufljóti 20. ágúst sl. Var hann dæmdur í 60 daga fangelsi óskilorðsbimdið og svifting öku- leyfis æfilangt. Fróðá, leikrit Jóhanns Frímaims, hefir stjórn Leikfélags Reykjavík- ur ákveðið og fengið leyfi fyrir að búa undir jólasýningu í höfuð- staðnum. GULABANDIÐ er bezf ......... Jarðarför Benedikts Guðjóns§onar, Moldhatigum, er ákveðin laugardaginn 12. þ. in. og hefst mefl húskveðju á heimili hins látna kl. 11 f. h. Jarðað verður að Möðruvöllum ■ Hörgárdal. Vandamenn. F*að tilkynnist hér með ættingjum og vinum að jarðarför Huldn Jónsdótlur frá Baldursheimi, sem andaðist á sjúkrahúsinu á Akureyri 3 þ. m , fer fram á Möðruvöllum í Hörgárdal, þriðjudaginn 15. nóv., kl. 1 e. h. Aðstandendur. r' <cz>oo<rz>oo oo<z>oo<=>o< Vegna jarðarfarar sijófnarnefndarmanns Benedikts Guðjönssonar frá MOLDHA.DGDM verða sölubúðir og' skrlfstofur Kuupfél. Eyfirðinga á Akurcyri lokaðar laugard. 12. þ. m. frái kl 12 á hádegi. Stfórnin. c=>oc ♦»♦♦♦♦»♦♦»♦» ♦■♦♦♦♦♦»♦ »♦♦»»♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦»»»♦•»»♦♦♦»♦ »»»»»» Gulabandið geymist vel I Tilkynning. $auma§Íofu opna ég Iiriðjiidagiimnl5. náv., fi Haínarstræti 04 (milli Ham* borgar og I’aris). — Sauma alls- konar karlmanuafatnað, kven- kápur og dragtfr. — Nokkrar kápur fyrirliggjandi. Bernliarð L a x d a I, kleeðskerl. Messur i Grundarþinga- prestakalli. Möðruvöllum sunnud. 13. nóv. kl. 12 á hád. Hólar sunnud. 27. kl. 12 á hád. Saurbæ sunnud. 4. des. kl 12 á hád. Grund 11. des. kl. 12 á hád. Leikfélag Akureyrar sýnir sjónleikinn Fróðá n. k. sunnudag með LÆKKUÐU VERÐl. (engin sýning á laugardaginn.) Leikurinn hefir nú verið sýndur 6 sinnum og oftast við ágæta aðsókn. Barnastúkurnar Sakleysið og Samúð hafa sameiginlega hluta- veltu í Skjaldborg á sunnudaginn kemur, og hefst hún kl. 4 síðdegis. Margir góðir drættir. Látið hluta- veltuna fremur njóta þess en gjalda, að börn standa að henni. Stúdentafélagið hér í bænum gengst fyrir skemtisamkomu í ráðhúsinu 11. nóv., á afmæli Matthiasar Jochumsson- ar. Ágóðanuui verður varið til bók- hlöðu þeirrar, sem á að bera nafn síra Matthiasar. — Happdrættismiðar bókhiöðunnar verða einnig seldir sama dag. Gerið svo vel, góðir Akureyringar, að sækja samkomuna og kaupa happ- drættismiða, til þess að flýta fyrir því að hægt verði að reisa veglegt bóka- sáfn í bænum, Komið saman, til þess að heiðra minningu mesta andans mannsins, sem dvalið hefir á Akureyri. »Allir leggi-aaman!<

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.