Dagur - 01.12.1938, Blaðsíða 1

Dagur - 01.12.1938, Blaðsíða 1
D AGU R kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. GJaldkeri: Árni Jóhanns- son 1 Kaupfél. Eyfiröinga Gjalddagi fyrir 1. Júli. • • • • • XXI. árg. | Afgreiðslan er hjá JÓNl Þ. ÞÓB, Norð- urgötu 3. Talsimi 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiöslumanns fyrir 1. des. Akureyri 1. desember 1938. 51. B. tbl. Landbrot 09 ræktun. Jóhann Frímann: í dag verða sjálfsagt sögð mörg fögur og spakleg orð um sjálf- stæði þjóðar vorrar. Sennilega verða þó fá þeirra minnisstæð, þegar stundir líða fram. Lausnar- orð tímanna eru sjaldan sögð í veizuskvaldri eða hátíðaglaumi, heldur á reynzlu- og alvörustund- um. — Maður, sem fer yfir heiði í björtu veðri og þykist sjálfur geta séð fótum sínum forráð, tekur lítt mark á því, þótt til hans sé hróp- að: „Haltu svo fram stefnunni", „víktu til hægri“, eða „víktu til vinstri“, þótt sá, er stóð þar í sömu sporum í dimmviðri og villt- ur, minnist slíkra aðvarana æfi- langt, því að þau réðu örlögum hans og afdrifum í förinni yfir Illagil og Bröttubrekku. Þó gæti svo farið, að þjóð vor kæmi fyrr en varir að þeim vega- mótum, að góð ráð yrðu dýr, og hún sæi, að frelsi hennar og sjálfs- forræði er annað og meira en játning varanna og sjálfsögð og eilíf mannréttindi, sem aldrei verða af henni tekin, hvernig sem á er haldið. Skeleggustu og orðslingustu rit- höfundar þjóðarinnar hafa misk- unnarlaust dregið dár að hinu „sjálfstæða fólki“, mönnunum, sem heldur vildu svelta en þiggja náð- arbrauð, mönnunum, sem heldur vildu búa skuldlaust, þótt hokur væri, en kaupa yfirlæti og umsvif fyrir annara fé. — Og vissulega er slíkur hugsunarháttur skopleg- ur og hættulegur, þegar hann rekur menn út í ýkjur og öfgar. En það er þó jafnvíst, að heil- brigður metnaður og sjálfsbjarg- arhvöt er snar og vígður þáttur þjóðlífs vors, ein þeirra „fornu dyggða“, sem nú tíðkast að hafa i' flimtingum, en eru þó fjöregg þjóðarinnar og lífgjafar. íslenzkir bændur hafa á síðustu áratugum hafið nýtt landnám í sínu eigin landi. TæPlega getur veglegra hlutskipti. En mér er sagt, að sumstaðar hafi hinn op- inberi: fjárstyrkur og meðfæddur stórhugur teygt menn lengra i þessa átt en góðu hófi gegnir: Sumir hafa hugsað um það eitt að leggja sem mesta víðáttu undir plóginn og herfið, en minna um það skeytt, að búa svo um hnút- ana, að jarðabótin gæti orðið til langframa og tök væru á að rœkta hið brotna land. Árangurinn hefir orðið: Víðlent landbrot, en illa hirt og óræktað, sem óðar hleypur í kargann aftur, vegna skorts framræslu, undirbúnings, áburð- ar og umhirðu. — Mér virðist þetta dæmi nokkuð einkennandi fyrir margt annað í búskaparhátt- um þjóðar vorrar á því gelgju- skeiði stjórnarfars og menningar, sem hið íslenzka, fullvalda ríki hefir nú að baki sér: Sjómennirn- ir hafa stundum keypt vönduð og rándýr veiðarfæri, sem þeir hafa spillt og eyðilagt næstum sam- stundis með óvægilegum veiðiað- ferðum og ónógri umhirðu. Og í andlegu lífi þjóðarinnar hefir sama sagan gerzt: Það skortir sízt að skólar, félög, blöð, bókmenntir, Orðsending til ungra Framsóknarmanna. Um leið og ég vil vekja athygli á fundarboði F. U. F., sem birtist hér í blaðinu í dag, langar mig til að senda ungu Framsóknarfólki — konum og körlum — nokkur orð: Fram að þessu hefir „Félag ungra Framsóknarmanna11 hér í bænum samanstaðið af ungum piltum eingöngu. En á fundi, sem haldinn var í félaginu á síðast- liðnu vori, var ákveðið að gefa einnig ungum stúlkum kost á að ganga í félagið, og var þá helzt á- formað að fyrsti fupdurinn á þessum vetri yrði nokkurskonar útbreiðslufundur. Því miður gat það nú ekki orðið, en á fundi þeim, sem áformað er að halda á sunnudaginn kemur, gefst ungu fólki — sem vill fylgja Framsókn- arflokknum — kostur á að gerast meðlimir í félaginu. Og þar sem mér er kunnugt um að margir hafa látið á sér heyra, að þeir ætl- uðu að ganga í félagið, þá vænti ég þess, að fundurinn verði fjöl- mennur. Ungir Framsóknarmennl Dragið ykkur ekki lengur í hlé. Fylkið útvarp og önnur menningar- og áróðurstæki hafi tekið nóga víð- áttu undir plóginn og herfið, en vorvindarnir hafa stundum virzt vera einu sáðmennirnir á þeim akri og haustvindarnir annazt uppskeruna alla. Hér er hvorki staður né stund til þess að finna þessum orðum mínum frekar stað, eða skýra þau nánar í svo stuttu máli. En eg vænti þess, að ýmsir muni þó skilja, hvað við er átt. Vér höfum trúað á almætti skipulagsins og krafizt alls af skipulaginu, en skipulagið er þó aðeins form, sem að vísu er gott og nauðsynlegt til þess að steypan megi vel takast, en fánýt og einkis virði, ef málm- urinn, sem steypt skal úr, er seyrður og meingallaður. En sé þessu svo farið, þarf að hreinsa hann og skíra í deiglu alvöru og sjálfsfórna, áður en hellt er í mótin. Landbrot, landnám hefir verið hið mikla kjörorð vort þessi fyrstu sjálfsmennskuár. Ræktun, sáning og uppskera þarf að verða kjörorð þeirra tíma, er nú fara í hönd. ykkur heldur undir merki flokks ykkar. „Sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér“. Við þurfum að æfa okkur í að vinna saman, því aðeins getum við orðið útverðir samvinnunnar. Fjölmennið á fundinn á sunnu- daginn. Magnús Alberts. Skskféíao Akurevrar 20 ára. í tilefni af 20 ára starfsafmæli Skákfélags Akureyrar, hafa félag- ar þess ákveðið, að minnast þessa með því að halda hér skákmót. Skákmót þetta fer fram í Verk- lýðshúsi Akureyrar og hefst föstu- daginn 2. des. Á móti þessu mætir skákmeistari íslands, Baldur Möller og tekur hann, ásamt hin- um ágæta skákmeistara Guðmundi Arnlaugssyni, þátt í keppninni í I. flokki. Einnig mun Baldur þreyta hér samtímaskák við 35— 40 menn á sunnudaginn kemur í Samkomuhúsi bæjarins, og er öll- um skákmönnum, þó ekki séu fé- lagsbundnir, heimilt að taka þátt í henni gegn kr. 1.00 gjaldi. Allir skákmenn og skákvinir ættu að nota þetta einstaka tækifæri til að sjá íslenzkan meistara tefla og tefla við hann, Skákrnnur. Bók fyrir foreldra. Th. Bögelund: Foreldrar og uppeldi. Otgefandi og þýðandi: Jón N. Jónasson, kennari. Prentverk Odds Björnssonar. Akureyri. Líf og hamingja allra manna frá vöggu til grafar er slungið úr tveimur höfuðþáttum: arfgengi og uppeldi, og þótt það sé vitað að börn taki í arf kosti og lesti for- eldra sinna, þá er hitt álit spakra manna, að uppeldið ráði þó meiru um örlög mannsins barna, og hin ábyrgðarmesta lífsstaða hér á þessari jörð sé sú, að vera faðir og móðir. Nú mætti ætla að allt kapp væri lagt á að búa syni og dætur þjóðfélagsins alveg sérstak- lega undir þetta, en svo er þó ekki. Enginn skóli hefir þetta að höfuð- verkefni. Og það koma miklu fleiri bækur út um alidýrarækt heldur en mannrækt. Miklu fleiri bækur til leiðbeiningar um hirð- ing og meðferð alidýra heldur en um meðferð barna. Miklu fleiri námsskeið haldin til að kenna ali- dýrauppeldi heldur en barnaupp- eldi. Er þá að furða, að öllu þessu athuguðu, þótt margvísleg mistök verði á uppeldi barnanna, mistök, sem bitna á þjóðfélaginu í heild og birtast í allskonar menningar- leysi og þjóðarlöstum. Það má því teljast gleðilegur viðburður, þegar góðar bækur um barnauppeldi koma á bókamarkaðinn, innan um allt hitt ruslið, sem oft er svo sorglega mikið að vöxtum. Og ég hika ekki við að fullyrða, að bók sú, er að ofan getur, er góð bók, sem ég vil eindregið ráða foreldr- um til að kaupa og lesa, og ég geri það með góðri samvizku. Auk þess, sem bókin fjallar um þau efni, sem hverju foreldri ætti að liggja þyngst á hjarta, þá hefir hún þann kost, að hún er ljóst og alþýðlega rituð og gefur svör við fjöldamörgum spurningum, sem mæta hverju foreldri daglega. Allt efni bókarinnar skiptist í kafla og skulu hér nefndir nokkrir hinir helztu: Arfgengi og umhverfi. — Líkamlegar refsingar við lítil börn. — Svefn barna. — Heilsufar barna. — Hreinlæti. — Klæðnað- ur barna. — Leikir bai’na. — Sál bamsins. — Gáfur. — Heimska. — Leti. — Hinar mörgu spurningar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.