Dagur - 19.01.1939, Blaðsíða 1

Dagur - 19.01.1939, Blaðsíða 1
DAOUR keinur út & hverjum ftmtu- degi. Kostar kr. 6.00 &rg. Gjaldkeri: Ársi Jóhanns- son i Kaupfél. Eyfiréinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÖNl Þ. ÞÖE, Norö- urgötu 8. Talslmi 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin tii afgreiðslumanns fyrir 1. des. XXII. árg. \ > » * <» * # -•# -#-4 Akureyri 1Q. janúar 1939. LEIKHÚSIÐ. Drengnri Leikur þessi hefir verið sýndur tvisvar, síðastl. laugardags- og sunnudagskvöld, í bæði skiptin við góða aðsókn og ágætar við- tökur. Leikritið er ekki mikið lista- verk, en það er margbreytilegt og fer vel á leiksviði. Þungamiðja leiksins er alvarlegs efnis og fjallar um vandamál allra tíma, uppeldi æskulýðsins. Auðugur faðir sér ekki sólina fyrir syni sín- um, lætur allt eftir honum og ger- ir hann að lærðum ónytjung með dekri sínu og blindri föðurást. En þessi ranga uppeldisaðferð hefnir sín grimmilega bæði á föður og syni. Inn í þessa raunasögu er svo fléttað ástaræfintýrum og ýmis- konar skoplegum atburðum, sem lyfta leiknum og fjörga. Útbúnaður leiksins er góður, sérstaklega er skógarsýningin í 4. þætti ljómandi falleg. Jón Norðfjörð er leikstjóri og hefir sýnilega unnið að því af áhuga og góðum skilningi. Nokkur orð um helztu hlut- verkin: Stærsta hlutverkið og vanda- samasta er Mörup skósmíðameist- ariA leikinn af Gimnari Magnús- syni. Yfirleitt leysir hann hlut- verkið mjög vel af hendi og af góðum skilningi. Færi þó betur á, þegar hann á í orrahríðinni við Frank og dóttur sína, að meira kenndi þunga en minni hávaða í leik hans, og í 5. þætti, þegar hann er orðinn öreigi og yfirgefinn, mættu vera meiri blæbrigði í rödd hans. Samt koma tilfinning- ar hans skýrt og eðlilega í ljós, þegar hann fær vitneskju um dótturson sinn, sem heitinn var eftir honum. Söngur hans er all- staðar prýðilegur eins og vænta mátti. . .Bertelsen er leikinn af Þóri Guðjónssyni. Leikandirm sómir sér ágætlega í hlutverkinu, bæði hvað útlit og framkomu snertir; leikur hans er alltaf hressandi og gustmikill eins og vera ber. Frank skósmið sýnir Jón Norð- fjörð. Er það létt verk fyrir jafn- hæfan leikara, enda afbragðsvel af hendi leyst ög þó sérstaklega þar, sem mest alvara er á ferðinni. Helzt mætti að leik hans finna, að hann sé stundum fullsterkur gagnvart meðleikendum hans. n ai iii i n n. Eyðslusegginn og landeyðuna Leopold, son Mörups, sýnir Jó- hann Guðmundsson. Verður ekki annað sagt en honum takist það allsæmilega. Líkt má segja um Gísla Konráðsson í hlutverki Söll- ings söngkennara; þess má geta, að G. K. er utan leiksviðs hinn snotrasti piltur, þó að hann í aug- um leikhúsgesta geti naumast ver- iÖ eftirsótt kvennagull þarna á leiksviðinu. í leiknum eru nokkur kvenhlut- verk og sum þeirra töluvert fyrir- ferðamikil. Emmu Bertelsen leik- m' ungfrú Valgerður Þorsteinsd. rösklega og fremur laglega, og Maríu systur hennar, þessa grát- gjörnu stúlku, sem Leopold fór skammarlega með, sýnir Ásthild- ur Guðlaugsdóttir. Hlutverkið er leiðinlegt og því ekki von að byrj- anda takizt að gera mikið úr því. Klöru dóttur Mörups, sem gift- ist Frank, leikur Helga Jónsdóttir. Má einkum um leik hennar segja, að söngur hennar er með ágætum. Stínu vinnukonu, skemmtilegt hlutverk, leikur Sigríðiu- Gísla- dóttir létt og lipurt, og hefir hún þó aldrei komið á leiksvið fyrri. Auk þessa eru mörg smærri hlutverk, sem að öllu samanlögðu eru stórlýtalaust af hendi leyst. Að líkindum á leikurinn eftir að skemmta bæjarbúum og nær- sveitamönnum lengi og vel. I. O. O. F. = 1201209 == I. Messað í Glerárþorpi næstk. sunuudag kl. 12. ZION. Næstkomandi sunnudag kl. 10.30 f. h. barnasamkoma. Kl. 8.30 e. h. almenn samkoma, allir velkomnir. Ungmennastúkan Akurlilja nr. 2 heldur fund í Skjaldborg sunnu- daginn 22. þ. m. kl. 8.30 síðdegis. Sænsk kvikmjmd kemur með „Goðafossi" og verður væntanlega sýnd á fundinum. Þorrablótsskemmtun heldur Framsóknarfélag Akureyrar í Skjaldborg næstk. laugardags- kvöld. Þeir, sem hafa skrifað sigá lista, sem þátttakendur, vitji að- göngumiða á skrifstofu félagsins í Hafnarstræti 105 á föstudaginn kemur frá kl. 3 til 11 síðdegis, því þeir verða ekki afhentir eða seldir við innganginn. | Benedikt BlöndaL | búfræðingur og hreppstjóri á Hallormsstað, varð úti fyrra mánudag á Þórudalsheiði, sem liggur á milli Reyðarfjarðar og Skriðdals. Var hann á heimleið frá Reyðarfirði, og fylgdi honum maður upp á háheiðina, en sneri þá aftur eftir fyrirsögn Benedikts. Þegar hann ekki kom fram var hafin leit að honum, og fannst hann örendur í snjóskafli um klukkutíma gang frá bæjum í Skriðdal og skíðum hans stungið niður hjá honum. Er talið víst að hann hafi orðið snögglega veikur og þess vegna sezt að. Benedikt var rúmlega hálfsex- tugur að aldri og hinn mætasti maður á alla lund, gáfaður áhuga- maður og við margvísleg og mikil- væg störf og framfaramál riðixm um æfina. Hann var um eitt skeið kennari við búnaðarskólann á Eið- um og síðan við héraðsskólann þar og gat sér égætt orð fyrir það starf sem önnur, er hann hafði með höndum. Hann var kvongaður Sigrúnu Pálsdóttur, forstöðukonu hús- mæðraskólans á Hallormsstað. Einn son eiga þau á fermingar- aldri. Kvif lan. Hér með kvittast fyrir grein þá, er hr. Óskar Bender sendi mér í „Verkamanninum“ 14. þ. m., en annars tel eg hana ekki svars verða. í fyrsta lagi vegna þess, að grein þessi er augljós vottur um það nýtízku-ofstæki, sem eg hafði tekið til athugunar. í öðru lagi sökum þess, að engin rök koma þar fram, sem hnekkja athuga- semdum mínum. í þriðja lagi af því, að greinarhöf. virðist elcki skilja íslenzku, eða hártogar vís- vitandi, ef dæma skal af skýring- um hans á niðurlagi þeirrar greinar, sem hann er að svara. Og í fjórða og síðasta lagi, vegna þess, að greinarhöf. virðist lítt til þess fallinn, að deila um málefni heldur slær út í persónulegan skæting, kryddaðan með óviðeig- andi dylgjum og jafnvel hótunum í minn garð og annara „hvítbryst- inga“, sem hann fullyrðir, að „lifi bílífi á kostnað stritandi alþýðu“. Við slíka menn, sem ekki kunna betur að halda á málum sinum, er ekki unnt að rökræða, fremur en hægt er að tefla skák við þá, sem ekki kunna mannganginn. En það læt eg jafnframt háttv. greinarhöí. vita, að enda þótt eg sé slíkt barn í hugsun og rit- mennsku, sem hann vill vera láta, mun eg halda sem leið liggui', hvort sem honum líkar betur eða ver. Því að börnin geta stundum opnað augu þeirra, sem telja sig þeim vitrari, eins og t. d. barnið, sem kvað upp úr með sannleikann um nýju fötin keisarans. Akureyri 15. janúar 1939. Björgvin Guðmundsson. í haust var gengið frá grunni og kjallara nýnrar kirkju á Akur- eyri. Nýja kirkjan á að standa á höfðanum upp af Torfunefinu. Guðjón Samúelsson hefir gert uppdrátt hennar. Á hún að snúa dyrum í austur, út að firðinum, og verður hún tvíturna. Gert er ráð fyrir að kirkjan kosti 160—200 þús. kr. Akureyrar- kirkja er lénskirkja, en söfnuður- inn hefir boðizt til að taka hana að sér. Hefir kirkjuráð mælt með því við ríkisstjórnina að söfnuðin- um yrði afhent kirkjan með 30 þús. kr. tillagi úr ríkissjóði, en söfnuðurinn hefir boðizt til að taka hana með 50 þús. kr. álagi. Kirkjan átti um 45 þús. kr. í sjóði, og Akureyringar hafa safnað 15 þús. kr. til byggingarinnar. Voru því 60 þús. kr. handbærar, þegar byrjað var á byggingunni. * Akureyrarkirkja var reist árið 1862. Áður áttu Akureyrarbúar kirkjusókn að Hrafnagili, en þá var kirkja þar lögð niður. Þetta kirkjubyggingarmál hafði staðið yfir í mörg ár, áður en það komst í framkvæmd. í því eina blaði, sem þá kom út á Akureyri, en það var Norðri, var mál þetta nokkuð rætt. Þar segir m. a. svo, 30. nóv. 1859: „Það var nú íyrir 10 árum rúm- um, að Akureyrarmenn hófu máls á því, að kirkja væri sett hér á Ak., því bærinn var eins og hann er enn, einlægt að vaxa, en sóknar- kirkja bæjarins að Hrafnagili lá svo að segja á hinum enda sókn- arinnar, svo að bæjarbúar áttu hálfrar annarar mílu veg til kirkj- unnar og hann fremur ógreiðfær- an, og þegar þeir vildu sækja hin- (Franvh, á 4, síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.