Dagur - 09.03.1939, Síða 1
AFGREIÐSLAN
DAGUR
kemur 'if á hverjum
fimmtudegi Kostar
kr. 6.00 áig. Gjaldk.
Árni Jóhannsson ■
Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjaldd. fyrir 1. júli.
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norður 3. Tal-
sími 12. U ppsögn,
hundin við áramót, sá
komin tii r fgreiðsiti-
manns •fyrir 1. des.
B •» « O r » « * a 15 ö O C #>#»-» -1» ftíí ® « C- t- ■■ O »> -* -®-«• 6 -* -n
XXII. árg. | Akureyri 9. marz 1939.
--#• #-«-•
«-#■ «- « »
5 10. tbl.
Fyrirmyndin, sem Bene-
dikt Jónsson frá Auðnum
gaf unga fóikinu.
Snæhvítur fjallstindur, sem rís
yfir lágsléttur og fjallgarða, setur
tiginn svip á umhverfi sitt.
Yfirbragð hans er konunglegt
og stórskorið.
Útlit hans er talandi vottur um
viðskipti við kaldgeðja veðurfar,
sem vegið hefir að honum með
vopnum frosta og snjóa. En hann
er jafnt fyrir það ímynd óhrekj-
anlegs stöðugleika, er breytir
straumum storma og veitir skjól.
í vernd hans lengjast lágir
sprotar og hefja augu mót morgn-
inum, sem blikar af roðnandi
fögnuði á hans veðurbörðu
vöngum.
Og hvernig sem viðrar, þá er
hinn snæhvíti fjallstindur alltaf
jafn hár og sviphreinn, eins og
þeir einir eru, sem vítt sjá og
vaxið hafa upp úr mistri og mold-
ryki órórra dagvinda.
Benedikt Jónsson frá Auðnum
líktist einmitt snæhvítum tindi nú
á seinni árum. Og hann setti
samskonar svip á mennina eins og
fyrr nefndur tindur á náttúruna.
Ekki fyrir það, að hann væri
svo fyrirferðarmikill á velli, að-
kvæðamikill í framkomu — frá
þeirri hlið sást ekkert sem geð-
hrifum olli, nema þá ef vera
skyldi furðanlega æskukvikar
hreyfingar í hárri elli — heldui
fyrir hitt, að hans langa æfi,
hvíta höfuð og óvenjulega lífssaga
hafði gefið honum sérstæða tign,
fram y-fir lágsléttur æskunnar og
kollótt fell meðalaldursins.
Það, sem vakti þó mesta at-
hygli á þessum manni, og gerði
hann eftirtektarverðan, jafnvel
langt fram yfir hrikaleg afbrigði
fáséðrar og aðdáunarverðrar nátt-
úru, var sú vitneskja, að hann var
maður, sem með alú.ð og ástund-
un hafði eflt hæfileika sína, hafði
látið þá breytast úr blu.ndandi
vonum í sóknharðan kraft, er
barðist í hugdjörfum sigurmóði
fyrir aukinni fræðslu og bættri
lífsaíkomu samtíðarmanna sinna
og niðja þeirra.
Og hann var maður, sem með
margra ára sjálfsnámi af lestrl
flestra þeirra höfuðrita, sem
mestu andar heimsins hafa skrif-
að, eignaðist síðan af eigin athug-
un, og fyrir dómrýni sjálfstæðrar
hugsunar þá eíalausu sannfær-
ingu, að einungis með skipulagðri
samvinnu takist mönnunum að
vinna sér þann veraldlega sess og
gera sig verða þeirrar eilíflegu
velferðar, sem þeir séu þó fæddir
til og viti fegursta.
Og hann var maður, sem ekkert
augnablik lét líða í dvala né aft-
urhvarfi óviss hverflyndis, heldur
miðaði áfram jafnt og þétt og not-
aði hvert tækifæri sem gafst, og
skóp sjálfur fjölda tækifæra til að
fjölga kynnum sínum á fyrir-
brigðum lífsins og þekkja til hlýt-
ar einkenni hvers fyrir sig og gefa
öðrum færi á, að njóta hins sama
með sér.
Þetta stefnufasta framlyndi hóf
hann alltaf hærra og hærra í
menningarsókninni og gerði hann
að sama skapi áhrifa- og umfangs-
meiri.
En nú er þessi fágæti og þroska-
milcli manntindur allt í einu horf-
inn, hniginn í dökkva hinnar ei-
lífu nætur.
Minningin um hann verður
samt ekki draumkenndur hugar-
burður, er liðið getur frá hvenær
sem er, til þess var hann of þýð-
ingarmikill leiðtogi, of raunveru-
leg jyrirmynd.
Benedikt Jónsson er fæddur ár-
ið 1848 á afskekktum dalabæ.
Hann fæddist í þann mund, sem
íslenzk endurreisn fór loks fyrir
alvöru að draga andann, þegar líf-
grös sjálfstæðisins byrjuðu að
gróa.
Sveitadrengurinn hefir. eflaust;
snemma gleymt leikjum sínum
og hlustað fremur eftir viðræðum
fólksins um ástand landsins og
þjóðfélagsmálin og veitt athygli
greinum og bendingum stjórn-
málamannanna.
En hann var ekki lengi hlust-
andi baim. Strax í æsku knúði
hann á fleiri dyr en almenningi
var gjarnt á þeim árum.
Málssvið íslenzkrar tungu veittu
honum ekki þau kynni af byggð-
um þess mannheims, er lágu utan
við h.ið daglega og áþreifanlega líf,
sem fullnægðu hinu vakandi ung-
menni.
Þess vegna nam hann — mest
af sjálfsdáðum — erlendar tungur
og eignaðist þar með næmari
skilning og yfirgripsmeiri þekk-
ingu bæði á því mannlega og nátt-
úrlega en ella hefði orðið.
Mun þá þegar hafa mótast skap-
gerð hans og skoðanir, er síðar
komu svo greinilega í ljós og
réðu öllum hans verkum.
Þegar samvinnuhreyfingin barst
hingað til lands, þá flutti hún
hvorki með sér rósailm né blóð-
þef. Heldur kom hún eins og heil-
næmt útiloft inn um glugga á
loftillu herbergi.
Benedikt fann, að henni fylgdi
sú ósvikula heilbrigði, sem áður
hafði hrifið hann í hillingum fjar-
lægra hugsjóna.
Allir menn áttu siðferðilegan
rétt til að lifa frjálsu athafnalífi.
Jörðin var þeim gefin. Engum
einum var leyfilegt að eigna sér
meira en það, sem hann þurfti til
að framfæra sig og sína, ef við
það útilokuðust aðrir frá því að
komast að eða urðu honum undir-
gefnir.
En jörðin krafðist sáningar, ná-
kvæmra, þolgóðra starfa, ættihún
að verða uppskeruhæf, þá var
eðlilegast og réttmætast, að hver
fengi það í sinn hlut, sem hann
hafði unnið til.
Og þar sem það sýndi sig þrá-
faldlega að mennirnir eru veik-
burða og smáir og fátt segir af
einum, þá kom það ekki ósjaldan
fyrir að bróðurböndin tryggðu
gagnkvæmar úrlausnir á vanda-
málunum.
Þessi meginrök var Benedikt
löngu búinn að tileinka sér sjá-
andi þó það, að þau voru ekki
veruleikinn. Stóð því ekki á hon-
um að verða undireins brjóstfylk-
ingarmaður í liði samvinnuátrú-
andanna, sem hófu endurbóta-
starfið á lífskjörum fólksins gegn-
um hagfelldara fyrirkomulag
verzlunarmálanna.
Þingeyskt skáld kvað eitt sinn:
„Reikult er rótlaust þangið,
rekst það um víðan sjá.
Stormar og votir vindar
velkja því til og frá‘.
Reynslan sannar, að mennirnir
eru heimilislausir útburðir, sem
velkjast um víðan sjá vanþekking-
arinnar, lausir fyrir, óvissir, fálm-
andi, fákunnandi, nema þeir festi
rætur með námi og menntun.
Benedikt var nógu skarpskyggn
mannþekkjari, nógu víðsýnn og
fróður til þess að ganga þess ekki
dulinn, að hin nauðsynlegasta og
varanlegasta rótfesti menningar-
innar er fólgin í kunnáttu og
hyggni almennings. En á seinni
oluta 19. aldar átti alþýðan ekki
um margar leiðir að velja, hvað
andlega upplýsingu snerti.
Einn áll var þó opinn að sálum
fólksins — bækurnar. Benedikt
Jónsson lét ekki þann möguleika
ónotaðan til þess að auðga vitund-
arheim þeirra, sem hann náði til.
Gekkst hann fyrir því, að nokkrir
ungir menn tóku sig saman árið
1888 og keyptu nokkrar erlendar
bækur, er þeir létu ganga á milli
sín.
Var það fyrsti vísirinn að sýslu-
bókasafni S.-Þingeyinga, sem
Benedikt síðan stofnaði og veitti
forstöðu allt til dauðadags. í öllu
hans starfi við safnið kom fram
og naut sín vel fölskvalausi áhug-
inn fyrir öllum velferðar- og um-
bótamálum, er honum var svo
eiginlegur, margþætta, staðgóða
þekkingin, er hann hafði aflað sér
samfara skörpum smekk í vali
bóka, óþreytandi elju og stál-
minni, sem hann átti allt í óvenju-
ríkum mæli.
Mun Benedikt mjög hafa glætt
lesfýsi manna og alveg skapað
fjöldanum m. a. aðgang að önd-
vegisritum og höfundum heimsins.
Hafa ýmsir fengið við þann lestur
réttari og dýpri skilning á sjálf-
um sér og tilverunni í heild, en
þeir áður höfðu.
Starfsemi þessi blés vorvindi
nýrrar þróunar inn í héraðið, og
verða þeir ekki með tölum taldir,
sem hún vakti og vekur beint og
óbeint til meðvitundar um skyld-
ur sínar og ætlunarverk.
Óhætt má fullyrða það, að allir
Þingeyingar og margir fleiri
myndu geta mætzt í sameiginlegri
þökk og virðingu við leiði Bene-
dikts Jónssonar fyrir hið mikla
og blessunarríka starf, sem hann
vann vð bókasafnið, í þágu mann-
ræktarinnar.
Benedikt Jónsson lagði það
ekki í vana sinn að gera gælur við
andvarpandi sorgarsálir með þeim
tilheyrandi munnklökkva, heldur
lét honum betur að svara hverju
sem var með hressandi hvatning-
arorðum lífsglaðs hraustmennis,
því hann hafði þá skoðun, að
fremur beri að lifa lífinu með
brosum en tárum.
Æfi Benedikts Jónssonar var
næstum einn nóttlaus starfsdagur.
Ungur stefndi hann hátt, gam-
all hafði hann verið sjálfum sér
trúr.
Æskuheit hans voru djarfmann-
• (Framh. á 2. síðu).