Dagur - 09.03.1939, Blaðsíða 3

Dagur - 09.03.1939, Blaðsíða 3
10. tbi. DAGUR 39 »♦ •-•-• • •-• H (V* *-»-« » •-•■••-• • •••••'• •-• landsmenn skildu nauðsyn slíkr- ar iðju og með hvaða móti hægt var að gera henni mögulegt að bera sig í harðri, erlendri sam- keppni. En Ólaf skorti ekki trúna. Og það lagaðist tiltöLulega fljótt. Og nú til skamms tíma hefir hann gert flestar ef ekki allar prent- myndir, sem notaðar hafa verið í blöð og tímarit hér á landi. Ólafur Hvanndal hefir þannig tvívegis orðið til þess að brjóta ís- inn fyrir ísl. iðnað. í glerskilta- gerðinni, þótt hann starfrækti hana ekki nema um stundarsakir, og í prentmyndagerðinni. Það er gott að minnast slíkra manna. Og þeg- ar saga hins ísl. iðnaðar verður skráð, mun nafn Ólafs Hvanndals verða fremst á blaði — meðal brautryðjendanna. Hverjum þeim, sem yndi hefir af að kynnast nútímatækni á ein- hverju sviði, og ekki hefir áður séð dýrð allrar veraldar — er það opinberun að koma í prentmynda- gerð Ólafs Hvanndals Þar er að vísu lítið um „blikandi veli, blakkir og marrandi hjól“, þvi Ólafur fremur galdur sinn með tækjum, sem láta minna yfir sér en aflvélar margra annara iðnað- armanna En hans tæki eru þeim mun torskildari og dularfyllri. Á vinnustofu hans eru ótal skápar og skot, sem hver um sig býr yfir sínum leyndardóm. Allstaðar virðist ráða sama boðorð: — „Meiri sýrur og sölt“. — Milli hinna ýmsu tækja fylgir Ólafur gestum sínum og kynnir þau eftir beztu getu, eða hann felur hinum prúðu samstarfsmönnum sínum það hlutverk, sé hann sjálfur vant við látinn. Á vinnustofu Ólafs eig- ir hið glögga gestsauga fljótlega öll þau megin skilyrði sem geta gert jafn vandasaman og oft lítt arðberandi iðnað hugsanlegan á voru landi. Þar fer saman: næm- ur skilningur yfir- og undirmamis á þörf hvers annars, mikil leikni í starfi, ódrepandi trú á nauðsyn iðngreinarinnar, takmarkalaus elja og dugnaður og síðast en ekki sízt: drenglyndi og sam- vizkusemi í öllum viðskiptum. Enda er Ólafur Hvanndal óvenju vinsæll maður, og vellát- inn af öllum, sem þekkja hann vel. Hann er prúðmenni í öllu dagfari, yfirlætislaus en glaðvær og skemmtinn í viðræðum. Hann er vinfastur og vingóður, en að sama skapi torveldur viðureignar, sé ráðist á hann að ósekju, enda er hann enginn yfirgangsmaður sjálfur. Við kunningjar hans og vinir, bæði fjær og nær árnum honum allra heilla á sextugsafmælinu. Við þökkum honum mörg og vel unnin störf á liðnum árum og óskum þess jafnframt að ísl. iðn- aður megi sem lengst njóta starfs- krafta þess mannsins, sem ávallt sneiddi hjá götu meðalmennsk- unnar, en í þess stað kaus sér hið erfiða og áhættusama hlutskipti brautryð j andans. Guðmundur Frímann. Geysir. Söngæfing í Skjaldborg í kvöld kl. 8%. Mætið stundvíslega. Gamatt 09 flýtt. íbúatala Akureyrar var eins og lér segir eftirtalin ár: Árið 1804 25 — 1813 48 — 1835 56 — 1840 107 — 1845 160 — 1850 187 — 1855 253 — 1862 286 — 1870 313 — 1880 439 — 1890 602 — 1901 1370 — 1910 2084 — 1920 2500 — 1930 4198 — 1936 4519 * Fyrsta blað, sem gefið var út á Akureyri, var Norðri. Hóf hann göngu sína í ársbyrjun 1853 og kom út til ársloka 1861. Fyrstu árin var Björn Jónsson frá Gren- jaðarstað ritstjóri blaðsins og að einhverju leyti einnig Jón alþm. Jónsson á Munkaþverá. Árið 1856 fluttist Sveinn Skúlason cand. phil frá Kaupmannahöfn til Akur- eyrar, keypti blaðið og var rit- stjóri þess eftir það. Sveinn var gáfaður maður og vel ritfær. Und- ir hans stjórn var Norðri ein- dregið fylgjandi niðurskurði í fjárkláðamálinu og hóf svæsnar árásir á lækningastefnu Jóns Sig- urðssonar, Fyrsti árgangur Norðra endaði á þessari vísu eftir einhvern J. J.: Þú hefir, Norðri, eitt um ár gengið á milli góðbúanna, glatt þig við fundi ýmsra manna og vinsæld þegið vonum skár; þegar þú byrjar öðrum á umferðar hringnum, litli piltur! komdu þér vel, og vertu þá vingjarn, sannorður, djarjur, stilltur. * Eftir að blaðið Norðri var úr sögunni, byrjaði blaðið Norðanfan að koma út á Akureyri árið 1862. Ritstjóri hans var Björn Jónsson, sem áður getur. Björn, sem er elzti blaðamaður á Akureyri, var fæddur 1802 og dó 1886. Hafði hann lengi verið bóndi í sveit, áður en hann hóf blaðamennsku sína. Norðanfari kom út til árs- loka 1885, og var Björn alltaf rit- stjóri hans þann tíma, þó að kom- inn væri á níræðisaldur og skrif- aði lítið í blaðið sjálfur. Blaðið var stefnulaust í landsmálum, þótt í því bh'tust margar stjórn- málagreinar eftir ýmsa höfunda, en það flutti mikið af fréttasnarli. Var blaðið hálfsmánaðar- eða mánaðarblað efth atvikum. * Blaðið Norðlingur byrjaði að koma út á Akureyri 1875. Ritstjór- inn var Skapti Jósefsson cand. phil. Var hann eindreginn fylgis- maður Jóns Sigurðssonar. Blaðið var fremur vel ritað og mun hafa verið áhrifameira en Norðanfari. Norðlingur hætti að koma út 1882. * Blaðið Fróði hóf göngu sína á Akureyri í ársbyrjun 1880. Rit- stjórinn var Björn Jónsson prent- ari, systursonur Einars í Nesi. Fróði var frjálslynt blað, en held- ur þunglamalega ritað. Um 1885 jótti blaðið vera orðið nokkuð íhaldssamt í stjórnmálum, en um Dær mundir hófst stjórnarskrár- aaráttan á ný. Þorsteinn Arnljóts- son frá Bægisá varð þá ritstjóri blaðsins 1886, en í byrjun næsta árs tók Björn við því aftur, og voru þá dagar þess brátt taldir. Frú Bergljót Ibsen er dóttir skáldjöfursins norska Björnstjerne Björnson, en gift var hún Sigurd Ibsen, syni hins heimsfræga skálds, Hinriks Ibsen. Maður rennar var eitt sinn yfirráðherra Noregs, og er hann dáinn fyrir 9 árum. Frú Bergljót er komin fast að sjötugu og er nú orðin sanntrúaður spiritisti, eftir því sem útlend blöð herma og fer ekki dult með það í viðtölum sínum við blaðamenn. Segist hún 5 síðastlið- in ár hafa staðið í stöðugu sam- bandi við mann sinn og ráðfært sig við hann um ýmsa hluti dag- lega lífsins. Hún segir hann leggja mikla áherzlu á, að menn eigi ávalt að vera glaðir, ánægðir og ajartsýnir á hverju sem veltur. Hún segist og hafa náið samband við föður sinn og tengdaföður. Þeir séu báðir mjög hamingju- samir og fullir af fögnuði yfir dá- semdum hins nýja lífs og þeir séu alltaf samvistum í hinum nýja heimi. Sambandið við mann sinn, föður og tengdaföður segir frú Bergljót að sé einn traustasti veruleikinn, sem hún hafi mætt í lífinu. Siliifllélag Akuieyrar hélt skemmtun í Nýja-Bíó s. 1. mánudag. Karl Magnússon flutti erindi um svifflug, Jón Norðfjörð skemmti með upplestri og sýndar voru kvikmyndir, sem teknar voru á flugmótinu á Sandskeiðinu s. 1. sumar, en það var fyrsta flugsýn- ingin, sem haldin hefir verið hér á landi. Einnig var sýnd mynd af landslagi í nágrenni Reykjavíkur og við Hvalfjörð, tekin úr lofti, og bygging svifflugunnar í Reykja- vík. Æskumenn á Akureyri hafa sýnt virðingarverðan dugnað i flugmálunum, bæði með stofnun Svifflugfélags Akureyrar, og smíði svifflugunnar s. 1. sumar. Ættu bæjarbúar því að styrkja starf- semi þeirra á allan hátt. fyrrv. alþingismaður, er nýlátinn, 82 ára að aldri. Ungur nam hann búfræði í Ólafsdal og síðar í Dan- mörku. Gerðist hann síðan bóndi á Hvalsá í Steingrímsfirði, Ljúfu- stöðum og víðar. Um alllangt skeið var hann kaupfélagsstjóri í Hólmavík og að síðustu bóndi að Hlíðarenda við Reykjavík frá 1919. Hann var þingmaður Stranda- manna 1893—1907 og 1912—1913 og landskjörinn þingmaður frá 1916 til 1922. Það tiikynnist ættingjum og vinuni, að Sfefán Magnús- son Hafnarstræti 35, andaðist á Sjúkrahúsi Akureyrar 2. þ. m. Jarðarförin er ákveðin þriðju- daginn 14. þ. m., og hefst frá Verklýðshúsinu kl, 1,30 e. h. Aðsfandendur. I*að tilkyunist að eiginmaður minn, faðir okkar og lengdafaðir, Krisðlnn Krisfjánsson, audaðist að heimili sinu, Aðal- stræti 10, þann 7. þ. m. Jarðar- förin ákveðin síðar. Rðsa SveinsdðíUr, hðrn og tenodabörn. Barnablaðið „VORIД Margir munu kannast við þetta litla blað, sem Hannes J. Magnússon kenn- ari á Akureyri gai út árin 1931 -’35. Fað náði mikilli hylli meðal for- eldra og barna, og varð mörgum að sakna þess, þegar útgefandinn varð að hætta útgáfu þess vegna fjárskorts. Nú er það endurfætt í tfmaritaformi og er 1. heftið nýkomið út, hefir sam- kennari Hannesar, Eiríkur Sigurðsson einnig lagt hönd á plóginn og eru þeir nú báðir útgefendur ritsins. „Vor” Hannesar bar nafn með rentu. Pað var prýðilega ritað, fullt af vorangan í ríki siðlegra og trúarlegra efna. Það flutti mikið af fallegum sögum og léttum fróðleik og gamansemi, en grunntónninn var sterkur og hreinn og hverju barni hollur. Og þetta nýja „Vor” sver sig í ættina. Þar mun ó- efað haldið áfram f sama tón af hin- um áhugasömu æskulýðsleiðtogum, og má það vera gleðiefni öllum for- eldrum hér nyrðra að börn þeirra fái svo hollt og hressandi lesefni. Er þess að vænta, að sem allra flestir foreldrar láti böm sfn kaupa og lesa. Þeim 2 kr., sem til þess fara, er á- reiðanlega vel varið. Og það ætti að vera metnaðarmál allra góðra manna, að hretviðri skilningsleysis og tóm- lætis næddi ekki um þennan vorhug forgöngumanna, sem af áhuga og íórnfýsi nota tómstundir sfnar til þess að reyua að auðga börn og unglinga að andlegum og siðlegum verðmæt- um. Eg þykist líka vera viss um það, að „Vorinu” mun verða vel tekið, og er þá vel farið. SltOflÍ SíglÚSSOR- Kantötukór Akureyrar söng í annað skipti í Nýja Bíó síðastl. sunnud. og loks á þriðjudagskvöld- ið, í hvorttveggja skiptið við góða aðsókn og ágætar viðtökur. Nýr páfi. Páfakjörið fór fram 1. þ. m. og hlaut Pacelli kardináli kosningu og nefnist Píus 12. Hinn nýi páfi er 63 ára gamall og er kominn af þekktri og efnaðri ætt í Rómaborg. Hefir hann orð á sér fyrir gáfur og þekkingu. Hann er talinn ákveðinn andstæðingur fas- ismans, og mælist því kosning hans vel fyrir hjá frjálslyndum blöðum víðsvegar um heim. Hins- vegar kom fram mikill kali í garð hans í blöðum fasistaríkjanna,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.