Dagur - 21.04.1939, Blaðsíða 2

Dagur - 21.04.1939, Blaðsíða 2
62 DAQUR 16. tbl. • ♦• • • •■•-•-•■♦-•-»-•-•♦ • • • •-•• • • •-• »•••-• » ••-•-•-•• • •• ♦-♦-•■■•-• •■♦-•-♦♦-•-•-• ♦♦-♦-•-♦■•■■•'• • ♦♦♦•-- innar á helztu vöruna, sem er kjötið, svo Ktil, að hún leyfir ekki áhættulán. Sala kjötbúðai-innai- var alls um kr. 329.000.00. Pylsugerðin hefir aukið fraxnleiðslu sína að nokkrum mun, og má óhætt íullyrða, að fi’amleiðsla þessarar starfsgreinar hefir einnig stöðugt farið batnandi. Kolasalan hefir talsvert minnkað frá því sem var árið áður. Stafar það af því, að á árinu 1938 seldi félagið enga stærri kola- slatta til annara hafna vegna innflutnings- og gjaldeyriserfið- leika. Sala til félagsmanna mun þó hafa orðið með mesta móti. Saltsalan var heldur meiri en áður, sem eðlilegt er, vegna aukinnar saltfiskverkunar og síldarsöltunar. IÐNAÐURINN: Félagið hefir lagt allt kapp á að auka iðnað sinn, bæði í eigin verksmiðjum og með ýmiskonar aðstoð við félagsmenn, sem reka handiðnað og smærri véla-iðnað. Smiörlíkisverksmiðjan eykur stöðugt framleiðslu sína og síð- ustu mánuði ársins var hafin framleiðsla á ýmsum efnagerðar- vörum í húsakynnum verksmiðjunnar. Ber þessi framleiðsla, þótt í smáum stíl sé, þegar vott um framtíðarmöguleika og má gei'a sér vonir um talsverða fram- leiðslu þegar á þessu ári. „Freyja“ og „Sjöfn“. Vegna mjög vaxandi eftirspumar á vör- um sápuverksmiðjunnar, var ráðist í að stækka hús þessarar verksmiðju á s.l. sumri. Var gamla verksmiðjuliúsið rifið að mestu leyti og nýtt hús reist á sama stað um það bil helmingi rúmbetra en það gamla. Tókst að framkvæma þessa breytingu á rúmlega fjóium mánuðum og tók verksmiðjan aftui’ til fullra starfa fyrir áramót. Hraðfrysting á fiski vai' með mesta móti árið sem leið. Nam útflutningsverðmæti fiskjarins um kr. 231.000.00, en í vinnulaun var greitt alls um kr. 68.000.00. Fiskimjölsframleiðslan. Félagiö festi kaup á beinamjölsverk- smiðju á Dalvík og lét endurbæta hana og keypti nýtízku beinakvörn frá Noregi. Hefir undanfarið verið unnið að mölun á fyrra árs beinum og er þegar búið að flytja út og selja um helming framleiðsl- unnar. Hefir mjölið reynst ágætlega og verða sennilega engin vand- kvæði á að selja það sem eftir er af mjölinu. Lifrarbræðslur voru starfræktar í Dalvík, Hrísey og Grenivík. Ný tæki voru keypt í lifi’arbræðsluna í Dalvík, en ekki er enn fengin fullkomin reynsla um hvort svai’ar kostnaði að setja upp samskonar tæki i hinum verstöðvunum. Lýsisframleiðsla síð- asta árs er enn óseld. Má þar mestu um kenna, að vitamininni- hald lýsisins reyndist mjög lítið, en vegna mjög mikilla birgða á heimsmarkaðinum hefir verið óframkvæmanlegt að selja nema vitaminauðugt lýsi. Matvœlaniðursvuða hefir verið framkvæmd í smáum stíl, aðal- lega soðið niðiu’ kindakjöt og kæfa. Gróðurhúsin og kornrœktin: — Seinnihluta ársins 1937 var reist annað gróðurhús við laugina að Bnhihúsum og var það tekið til afnota snemma á síðastliðnu ári. Voru bæði húsin notuð til þess ýfi’asta og mest áherzla lögð á ræktun tomata. Alls voru seldar vörur frá Brúnhúsum fyrir kr. 4.600.00 og gaf þessi starfsemi félagsins nú í fyrsta sinni dálítinn arð. — Mun verða haldið áfram með þessa gróðurhúsa- ræktun og bætt við nýjum húsum við fyrsta tækifæri. Komræktartilraimum var haldið áfram á jörð félagsins „Klauf“. Var enn bætt við sáðlandið og byggi sáð í alls um 4Vz hektara, höfium í M> hektara og rúg í Vi hektara. Uppskera var léleg eins og vænta mátti eftir annað eins kulda sumar. Nætur- frost komu í öllum mánuðum sumarsins en óvenju kulda og votviðratíð allan fyrri hluta siunars. Þótt segja megi að kornræktartilraunir féiagsins gefi allt annað en bjartar vonir um þessa ræktun hér í Eyjafirði, hefir ekki enn fengizt sú reynzla fyrir þessari ræktun, sem hægt sé að byggja nokkuð verulega á, og verður tilraununum því hald- ið áfram minnsta kosti næsta sumar. IANDBÚNADAR- OG SJÁVARAFURÐIR. Eins og mönnum er kunnugt, varð mjög tiifinnanlegt verð- fall á landbúnaðaraí'urðum seinni hluta ársins 1937 og fiaman af árinu 1938. Mátti því búast við örðugleikum með sölu afurða síðastliðins árs, en óhætt er að fullyrða að salan hefir gengið vonum betur. Ull og gærur eru þegar seldai’. Af freðkjötinu er talsvert óselt ennþá en von um að allt seljist án verulegi’a vandræða. Þó hefir verð á fieðkjötinu frekar farið lækkandi og því Ktil von um að bændur geti vænzt nokkurra uppbóta á haust-verðinu. Jarðepla-uppskera brást mjög síðastliðið ár og var innlegg fé- lagsmanna ekki nema um helmingur þess, sem var árið 1937. Var þessi uppskerubrestur til mjög tilfinnanlegs skaða fyrir fjölda bænda. Er þó þess að vænta, að menn láti ekki þessa slæmu útkomu síðasta árs verða til að draga úr kartöflurséktun í héi’aðinu, heldxu’ verði unnið áfram að stóraukinni fram- leiðslu þessarar nytjajurtar. Fiskframleiðsla félagsmanna reyndist með mesta móti og verðlag á saltfiski Ktið eitt liærra en árið áður. Saxna er að segja um síldarframleiðsluna. Hefii’ hún aldrei áður verið jafn- mikK. Annaðist h.f. „Njörður“ sölu á allri síld félagsmanna, arrnari en „matjessíld“, sem Síldaxútvegsnefnd hefir einkasölu á. Grálúðuframleiðsla var ennfremxn: með langmesta móti og hefii' þessi nýja framleiðsluvara mjög bætt afkomu mai’gra út- gerðarmanna við fjörðinn. Er nú þegar búið að gera sölusamn- inga um rúmlega annað eins magn og framleitt var hér við fjörðmn s. 1. ár og mxm verðið vera svipað og endanlegt verð reyndist þá. Dragnótaveiði félagsmaxma var og með mesta móti s.l. sumar, þótt enn sé meiri hluti innleggs tK hi'aðfrystingar veitt af aðkomubátum. Útgerðarfélag K. E. A. Skip félagsins „Snæfell“ var í iörum mestan hluta ái'sins, en vegna minnkandi vörxiflutninga, sér- staklega fiá landinu, og þar af leiðandi lækkandi fi-agta, vai ð að leggja skipinu upp í s. 1. desembermánuði og hefir það legið þar til um miðjan þennan mánuð. Auk „Snæfells“ hefir félagið haft eitt skip á tímaleigu í 3 mánuði og leigt nokkur skip til einstakra ferða. ,,Hvassafell“ var gert út á síldveiðar og vai' það með aflahæstu skipum íslenzka fiskiflotans. FJÁRHAGSAFKOMAN. — Yfirleitt má segja að fjárhagsaf- koma félagsmanna hafi verið góð árið sem leið. Bœndur hafa fengið viðxinandi verð fyrir afurðir sínaj', þegar tillit er tekið til þess, að verð á erlendri nauðsynjavöru hefir lækkað mjög mikið frá því sem var 1937. Skepnuhöld voru almennt góð og engin veruleg óhöpp sem steðjuðu að landbúnaðinum. — Sjómenn og útgerðarmenn munu þó almennt hafa haft betri afkomu vegna aukxnnar fi'amleiðslu og fiekar hækkandi verðs á sjávarafurðum. Verkamenn á Akureyri höfðu sæmilega at- vinnu og hjálpaði þar mikið vinna sú er félagið veitti við fisk- verkun, hraðfrystingu, byggingai’ o. fl. AUa jafnan fer mjög saman afkoma félagsins og félagsmanna. Hefir það og reynst svo síðastliðið ár, að reikningar félagsins sýna mjög sæmKega útkomu. Þó er það svo, að stöðugt ber meira og meira á þeim örðugleikum, sem vaxandi innflutnings- takmarkanir valda rekstri verzliniarinnar. Síðastliðið ár hefir mjög gengið á vörubirgðir félagsins og má því búast við meiri vöruvöntun í ái' en nokkru sinni fyr. Þar að auki má gera ráð fyrir, að gengisfallið hafi í för með sér enn meiri takmarkanir á innflutningi, þar sem óvíst er hvort innflutningsleyfin verða aukin, sem svarar gengislækkuninni. Skuldasöfnxm hefir engin orðið hjá félaginu síðastKðið ár og hefir tekist að stöðva algjörlega hina miklu skuldasöfnxm í Ól- afsfirði og snúa blaðinu við, þannig, að talsverð lækkun hefir fengist á skuldum þar jafnt og í öðrum deildum félagins. Hafa því ástæður félagsmanna gagnvart félaginu enn færst í rétta átt, eins og sjá má af eftirfarandi vfirliti yfir ástæðurnar í árslok 1938: Innstæður félagsmanna í reikningum, stoínsjóð- um og InnlánsdeKd ......................... kr, 2.322.930.45 En skuldir þeirra samtals .................... — 717.942.26 Inneign hæiri en skuldir .......................... kr. 1.604.988.19 En í árslok 1937 voru innstæð- urnar ........................ kr. 2.159.344.09 og skuldirnar ................... — 813.938.18 ------------ — 1.345.405.91 Hafa því ástæður félagsmanna batnað á árinu um ................ — 259.582.28 » » » tf f f iWWniuji Oúmmístígvél kvenna karla og barna Skóhlífar Snjóhlífar Strigaskór Kaupfélag Eyfirðinga *§§ Skódeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.