Dagur - 01.06.1939, Blaðsíða 1

Dagur - 01.06.1939, Blaðsíða 1
DAGUR kemur ít á hverjum fimmtudegi Kostar kr. 6.00 áig. Gjaldk. Árni Jóhannsson ■ Kaupfél. Eyfirðinga. Gjaldd. fyrir 1. júlí. AFGREIÐSLAN er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Tal- sími 112. Uppsögn, btindin við áraniót, sé komin til afgreiðslu- manns fyrir 1. des. XXII • árg. j Akureyri 1. júní 1939. I 22. tbl. ,Hvar er í heimi hæli tryggt - T Sigfús Einarsson, maðurinn, sem túlkaði þessi orð svo meistaralega í tónum, er nú sjálfur horfinn sjónutn okkar. Hér mun, eftir beiðni ritstjórans, í stuttu máli gerð grein fyrir aðaleinkennum í verkum hans. Aðstaða íslands á vettvangi tón- listarinnar er flestum kunn. Mexm ganga þess ekki duldir, að það var hinn svonefndi rómantíski stíll, sem fyrstvu allra nýrra tónlist- rænna stefna hafði veruleg áhrif á tónsmíði og tónsmekk hérlendis, eftir að miðaldastíll tvísöngva og rímnalaga hafði haldizt nærri ó- breyttur í aldaraðir. í stað eðli- legrar stílþróunar, er tónlistin þarfnast ef til vill meira en hinar listagreinamar (renaissance, ba- rok, rokoko, klassik, romantik), kom hér snögg og róttæk breyt- ing, jafnvel uppreisn móti hinum fomu söngvenjum, sem nú voru taldar ófullnægjandi og úreltar. Ekki allir þeir, sem þá fengust við tónsmíðar, gátu staðizt þessa öflugu rómantísku stílöldu. Sigfúsi Einarssyni tókst það. Að vísu lét hann fulltrúa nýrri kynslóðar um það hlutverk að reisa gegn henni vandaðan stíflugarð með því að hverfa einmitt aftur til hinna frumstæðu stefja fornsöngvanna og vinna úr þeim frumleg tón- verk. Steinar í þessum stíflugarði eru, meðal annars, nýjustu lög Karls O. Runólfssonar, sem les- endur munu kaimast við. Verk Sigfúsar Einarssonar eru rómantísk að hljómbúningi. En hann leggur sérstaka rækt við eitt atriði, sem margir hinna róman- tísku höfunda láta sig litlu skipta: við formið. Það er eigi sízt full- komnun formsins, jafnvægi hend- inganna þrátt fyrir allan drama- tískan kraft, sem gerir „Gröfin“ að einu bezta kórlagi Norður- landa. Með gætinni hendi stýrir hann fram hjá öllum skerjum væminnar tilfinningarsemi, en hin rökfasta raddfærsla í hans útgáfu íslenzkra þjóðlaga getur verið mörgum til fyrirmyndar. Það er sagt, að Jóhann Svend- sen hafi komizt svo að orði á hljómsveitaræfingu: „Mine Herr- er, det er ogsaa en Kunst at spille Pavserne!" En það er líka vandi að rita „Pavser“ — þagnamerki — á réttum stað og varla minni en að rita nótumar sjálfar. Þessa það er ekki aðeins nauðsynlegt að geta sagt það, sem maður ætlar sér, heldur einnig að geta látið það ósagt, sem ekkert kemur efn- inu við. Með því að sameina rómantiska hljómvimu og fornís- lenzka formfestu hefir Sigfús Ein- arsson, ekki aðeins í föðurlandi sínu, heldur líka erlendis, hlotið sæti meðal raunverulegra tón- skálda. „Því að margir eru kallaðir, en fáir útvaldir“. Robert Abraham. Sjómannadagurinn. Sá háttur hefir verið upptekinn af félögum sjómanna í Reykjavík, að minnast stéttarinnar með há- tíðahöldum fyrsta sunnudag í júní. Þá eru sjómenn yfirleitt i landi við að útbúa skipin á síld- veiðar, svo tíminn er mjög heppi- lega valinn, enda voru skemmtan- imar þann dag geysilega fjölsótt- ar, og tókust prýðilega. Nú hafa félög sjómanna hér einnig ákveðið að stofna til há- tíðahalda þenna dag, og hefjast þau með því að meðlimir Skip- stjórafélagsins, Vélstjórafélagsins og Sjómannafélagsins koma saman á innri hafnarbryggjunni kl. 10 f. h. og ganga síðan fylktu liði um götur bæjarins, staðnæmzt síðan kl. 11 á Ráðhústorgi, þar sem hefst guðsþjónusta. Séra Friðrik J. Rafnar prédikar. — Kl. 2 e. h. hefst útiskemmtun við höfnina, kl. 5 skemmtun í Samkomuhúsinu og loks dansleikur í Samkomuhúsinu um kvöldið. Merki sjómannadagsins verða seld á götunum, og verður ágóði sá, sem verða kann af sölu þeirra og skemmtununum, látinn ganga í sjóð til kaupa á björgunarskútu fyrir Norðlendingafjórðung. Nú hafa Sunnlendingar eignast sína björgunarskútu „Sæbjörgu“, og okkur Norðlendingum er ekki síður þörf á að eignast okkar „Björgu“. Mætti svo fara, ef bæj- arbúar fjölsækja hátíðahöldin, að töluvert fé safnist í sjóð, sem gæti valdið því, ásamt þeim allveru- legu fjárhæðum, sem fyrir hendi eru annarstaðar, að ekki líði á löngu þar til hægt verði að leggja kjöl að Björgunarskútu Norðlend- Héraðsmót Framsókoarmanna að liraloagii. Á síðasta aðalfundi í Framsókn- arfélagi Akureyrar var því hreyft, hvort ekki mundi gerlegt að halda héraðsmót Framsóknar- manna fyrir Eyjafjarðarkjördæmi og Akureyrarbæ í sumar. Tilmæli þessi fengu góðar undirtektir og voru menn þess mjög hvetjandi að úr framkvæmdum yrði. Varð því að ráði að skipa 5 manna nefnd til að fjalla um þetta mál. Nefnd þessi hefir, ásamt' stjórn Framsóknarfélags Eyjafjarðar- sýslu og nokkrum meðlimum úr Félagi ungra Framsóknarmanna, unnið af hinu mesta kappi að und- irbúningi og framgangi þessa máls. Undirbúningi er nú það langt komið, að ákveðið hefir ver- ið, að halda héraðsmót að Hrafna- gili sunnudaginn 11. júní næstk. Á móti þessu munu mæta og flytja ræður, auk ýmsra innanhér- aðsmanna, þeir Jónas Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, Eysteinn Jónsson, ráðherra og Þórarmn Þórarinsson, ritstjóri og verða tveir þeir síðastnefndu mættir á þingi Sambands ungra Framsóknarmanna, er hefjast mun hér á Akureyri um þetta leyti. Ýms skemmtiatriði munu verða þarna, en um þau er ekki að fullu ákveðið ennþá, og munu þau, ásamt mótinu, verða rækilega auglýst, þegar dagskráin endan- lega hefir verið ákveðin. Enginn mun efast um, að þarna verði hin ánægjulegasta skemmtun, ef veð- ur ekki bagar, og er þess fastlega vænst, að Framsóknarmenn al- mennt fjölmenni og séu samtaka um að gera daginn ánægjulegan og eftirminnilegan. G. G. Frambjóðandi Framsóknarflokks-_ ins við alþingiskosningu í Austur- Skaftafellssýslu 25. þ. m. verður Páll Þorsteinsson kennari á Hnappavöllum í Öræfum. Guðfræðiprófessorarnir Magnús Jónsson og Ásmundur Guðmunds- son eru nýlega lagðir af stað til Landsins helga. 5(i þúsuml gestir höfðu heimsótt íslandsdeild heimssýningarinnar í New York frá opnun hennar og fram til hvítasunnu, eða til jafnaðar 2000 á dag. Hefir aðsóknin farið mjög vaxandi. Karlakór Akureyrar söng imdir stjórn Áskels Snorra- sonar í Nýja Bíó kl. 5 á hvíta- sunnudag. Aðsókn var mjög góð og söng kórsins vel tekið að vanda. Einsöngvarar voru Magnús Sigurjónsson í Stenka Rasin og Sverrir Magnússon í Hóladans eft- ir Friðrik Bjamason. Á söng- skránni voru tólf lög, fyrsta lagið Hin dimma, grimma hamrahöll, eftir Sigfús Einarsson; bað söng- stjórinn áheyrendur að rísa úr sætum, meðan það lag var sungið, til virðingar höfundinum. Var svo gert. Við tvö síðustu lögin, Nú sigla svörtu skipin, eftir Karl O. Runólfsson, og Sittu heil, eftir söngstjórann, var Róbert Abraham við hljóðfærið. Ýms af lögunum voru endur- tekin. Nemendasamband Laugaskóla heldur mót að Laugum laugardag- inn 10. og sunnudaginn 11. júní næstk. Dvöl, 2. h. þ. á., er nýkomin út. Efnisyfirlitið lítur þannig út: Pearl S. Buck: Byltingamaður. — Jóhannes úr Kötlum: Eftir krossmessuna. — Guðm. Davíðs- son: Undralönd. — Kristirm Pét- ursson: Óráð. — L. Halvard: Brúð- an. — Aðalsteinn Halldórsson frá L.-Skógum: Ljósi foss. — Þor- steinn Jósepsson: Quartier Latin. — Arnljótur frá Múla: Vorvísur. — Jóhannes Steinsson: Sáluhliðs- menn og Veggverjar. — Hrólfur úr Eyjum: Sandur (þýtt kvæði). — Pétur Sigurðsson: Hin mikla Vestmörk. — Boris Pilniak: Næð- ingur mannlífsins. — Jón Helga- son: Tvö kvæði. — G. E. Eyford: Viðhald íslenzkunnar í Vestur- heimi. Claude Gevel: Kúlan, sem villtist. — Leifur Haraldsson: Vort eilífa líf. — Hólmsteinn Helgason: Refaveiðar á Melrakkasléttu. — V. G. Bókafregnir. — Jóhannes Björnsson: Rödd úr sveitinni. — list kunni Sigfús, Hann vissi, aö inga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.