Dagur - 31.08.1939, Síða 3
35. tbl.
D A G U R
143
Dánardægur.
Ragnar E. Kvaran, forstjóri
Ferðaskrifstofu ríkisins, andaðist
24. þ. m. í Landsspítalanum, eftir
að uppskurður hafði verið gerður
á honum.
Ragnar var fæddur 24. febrúar
1894 og því rúmlega 45 ára gam-
all. Hann var sonur Einars H.
Kvarans rithöfundar.
Eftir að Ragnar hafði lokið
skó'lanámi hér heima, fluttist hann
vestur um haf árið 1922 og gerð-
ist prestur í Winnipeg. Stundaði
hann þar prestsskap í 11 ár. Árið
1933 kom hann heim aftur, settist
að í Reykjavík og hafði ýmislegt
fyrir stafni, þar til hann gerðist
landkynnir. Eftirlifandi kona hans
er Þórunn, dóttir Hannesar Haf-
stein.
Ragnar E. Kvaran var bráðgáf-
aður maður eins og hann átti kyn
til, málsnjall og orðhagur og
glæsimenni í sjón.
Er mikill harmur kveðinn að
ástvinum hans, ættingjum og vin-
um, er hann nú er burt kallaður á
bezta skeiði æfinnar.
Jón Stefánsson trésmiður and-
aðist á mánudagsnóttina að heim-
ili sínu, Glerárgötu 3 hér í bæn-
um, 71 árs að aldri.
Nýja línu
til að dansa eftir hafa Komúnist-
ar fengið frá Moskva. Þeir eiga að
hætta að kalla Hitler „blóðhund“
eins og þeir hafa gert, en í þess
stað eiga þeir að hella svívirðing-
um yfir Bretland og lýðræðisrík-
in. Vér heyrum og hlýðum, segja
hjú Stalins hér á landi.
Verkamenn í Frakklandi reyn-
ast ekki eins auðsveipir eins og
Steingrímur Aðalsteinsson og Jak-
ob Árnason. Franskir verkamenn
svara skipun Stalins um að dansa
eftir línum á vegum fasismans
með því að ganga úr kommúnista-
flokknum.
Jóhann
Frímann
skólastjóri Iðnskóla Akureyrar er
á förum úr bænum; hefir hann
verið skipaður skólastjóri héraðs-
skólans í Reykholti.
Jóhann hefir kennt í Iðnskólan-
um í 12 ár og haft stjórn hans á
hendi sl. 9 ár. Hann hefir og leyst
af hendi kennslu í Gagnfræða-
skólanum, síðan hann var stofn-
iður, og jafnan þótt hinn hæfasti
kennari og skólastjóri. Verður
hans eflaust sárt saknað af sam-
kennurum sínum og nemendum
og fjölmörgum öðrum bæjarbúum
og vandskipað í hin auðu starfs-
rúm hans hér í bænum.
Á laugardagskvöldið hélt Iðn-
aðarmannafélagið honum og konu
hans samsæti í Samkomuhúsinu
og afhenti þeim þar fagurt mál-
verk að gjöf.
Dagur óskar Jóhanni allra heilla
í hinum nýja verkahring sínum á
hinu forna höfuðbóli Snorra
Sturlusonar og þakkar honum all-
ar ánægjulegar samverustundir.
Gunnar Jónasson frá Fossvöll-
um, hinn vinsæli bóksali, er
staddur hér í bænum í bóksöluer-
indum. Hefir hann yfir 100 teg-
undir af úrvalsbókum og selur
margar þeirra langt fyrir neðan
hálfvirði.
Steinunn Jóhaniiesilóttir
setur enn tslenzkt met.
í gærkveldi voru mættir upp við
sundlaug dómarar og tímaverðir
sundmótsins og var ætlunin að
Steinunn Jóhannesdóttir gerði til-
raun til að hnekkja metinu á 400
m. bringusundi fyrir konur. Hún
brást heldur ekki og setti mjög
glæsilegt met, eða bætti tímann
um 19 sek. Gamla metið átti Betty
Hansen, Rvík, og var það 7 mín.
58.5 sek. Er þetta því eitthvert
glæsilegasta met, sem sett hefir
verið hér.
Til
Eggerts Melstað
á 60 ára afmæli hans
29. ágúst 1939.
Hálfrar aldar æfi
og áratugur betur
svífur fyrir sjónum,
sitt þar skrifar letur
sumar, vor og vetur,
von og sorg og kvíði,
haust með húm og skugga,
herför lífs í stríði.
Varðað hefur veginn
von með ljósa arma,
brotið af sér böndin
bölsýnis og harma.
Lífs er letrað „karma“,
þótt leyndar séu slóðir.
Ryðja vegu og varða
vaskir menn og góðir.
Gegnum æsta elda
ef að vegir lágu,
engir aðrir betur
úrlausn vandans sáu.
Ör í þjóðar þágu
þín var hönd til verka,
hamarshöggin greiddi
hagleiksmundin sterka.
Sittu ennþá ungur
árin mörg við stýri,
létti ennþá leikinn
lífsins æfintýri.
Sjáðu, sveinninn hýri,
sólu gylla tinda,
stýrðu gegnum strauma
og stórsjó lífsins vinda.
Hafliði M. Sæmundsson.
MESSUR n. k. sunnudag, í sam-
bandi við prestafund Hólastiptis:
Á Munkaþverá: Sr. Helgi Sveinss.
— Grund: Sr. Óskar Þorláksson.
— Ak.: Sr. Þorgrímur Sigurðsson.
í Lögm.hlíð: Sr. Guðbrandur
Björnsson, prófastur.
í Glæsibæ: Sr. Þorvarður Þormar.
í Möðruvallaklaustri: Sr. Friðrik
A. Friðriksson, prófastur.
Messurnar hefjast allstaðar kl.
2 eftir hádegi.
Afmæli. Eggert Melstað slökkvi-
liðsstjóri hér í bæ átti sextugs af-
mæli 29. þ. m. Eggert er Húnvetn-
ingur að ætt, en fluttist hingað til
bæjarins þegar hann var 17 ára
og hefir dvalið hér óslitið síðan.
Slökkviliðsstjóri bæjarins hefir
hann verið síðastl. 21 ár.
Sólveig Jónsdóttir á Eyrarlandi,
tengdamóðir Einars Árnasonar al-
þm., átti níræðisafmæli í gær.
Síldveiðin var orðin s.l. laugar-
dag: 186 þús. tn. í salt og 916 þús.
hl. í bræðslu. Á sama tíma í fyrra
242 þús. tn. í salt og 1.416 þús. hl.
í bræðslu.
Frásögn um sundmót o. fl. er
blaðinu hefir borizt, verður að
bíða næsta blaðs vegna þrengsla.
Bréf frá Kaupmanna-
liöfn 18. jáli 1939.
Gisli Kristfánsson;
(Framhald).
var til fæðufanga, og svo var
fleygt í þau ögn af korni til ábæt-
is. Við rannsókn á eggjunum hef-
ir það komið í ljós, að gæði þeirra
eru ekki aðeins háð geymsluað-
ferðunum, heldur og fóðrinu að
mjög miklu leyti. Á það við, eins
og allir þekkja, hvað skelina —
skurnið — snertir, en þó ekki síð-
ur innihaldið. Gæðin og geymslu-
þolið hefir gefið mönnum tilefni
til að meta eggin eins og hverja
aðra markaðsvöru, og matið er
byggt á ýmsum einkennum, sem
dæmt er eftir, bæði að utan og
innan. Innri gerð og gæði dæmt
með hjálp ljósrannsókna. Eggja-
sala hefirverið álitlegur tekjulið-
ur smábænda, þar sem konan hef-
ir hirt og fóðrað 50—100 hæns.
Svo hefir horft um stund, sem
markaður þessi mundi búinn að
vera, sökum þess, að frá smábýl-
unum kom svo mikið af óhreinum
eggjum, og þvegnum eggjum, en
hvorugt er hæft til söiu á erlend-
um markaði, og helzt hvergi; því
þau egg þola ekki geymslu nema
fáa daga, án þess að fúlna. Þegar
hér við bættist svo að meginhluti
eggja þessara var framleiddur af
lélegu fóðri, var ekki að ástæðu-
lausu, að þau hafa verið kölluð
„mykjuegg“. Með ströngu mati,
sem útilokar óhrein egg og þveg-
in, og þau sem gölluð eru á annan
hátt eða legin, er haldið í horfinu
og sköpuð skilyrði fyrir áfram-
haldandi markað, með betra verði
en fyrr. Matið verður auðvitað til
þess, að almenningur gerir sér far
um að framleiða hrein egg og
fóðra á réttan hátt.
Nú munu menn ef til vill
spyrja: Hvernig er hægt að fá al-
menning til að breyta um hátterni
í skyndi? Jú, það er hægt, en auð-
vitað ekki á einni nóttu, né einni
viku, en á fáum mánuðum tekst
það. Að því er stuðlað með leið-
beintngum; til þess er ráðunauta-
starfsemin. Auglýsingar kaup-
mannanna bera það einnig með
sér, að verðmunur á góðum og
slæmum eggjum, eins og öðrum
vörum, er allverulegur. Og hags-
munaspursmálið verður jafnan
viðkvæmt, jafnskjótt og hægt er
að telja í krónum og aurum. Síð-
ast, en ekki sízt, má minnast á
sýningarnar, sem eru einn af
áhrifamestu þáttunum 1 þessu
efni sem svo mörgum öðrum.
Fæstum íslendingum hefir gef-
ist kostur á að sjá búfjársýningar
þær, sem haldnar eru á hverju
sumri í öllum nágrannalöndunum.
Sýningar þessar eru meðal
stærstu atburða hvers árs, og eru
þær ekki aðeins staðir, þar sem
úrvalskynbótadýr eru sýnd og
verðlaunuð, heldur er og í sam-
bandi við sýningar þessar, sem
oft standa 2—3 daga, fundir og
ráðstefnur, þar sem múgur og
margmenni kemur saman til þess
að kynnast, fræðast og skemmta
sér.
Þungamiðjan er að vísu oftast
dýrasýningin, en auk hennar eru
sýningar frá öðrum þáttum land-
búnaðarins, áburðarnotkun, rækt-
un og þýðing áburðarins, jarð-
vinnslan og þýðing hennar, rækt-
un nytjajurta með sýnishornum,
myndum og töflum. Verksmiðj-
urnar keppast um að sýna nýtízkii
vélar og verkfæri, sem hver bóndi
þarf að eignast og nota.
Hússtjórnarráðnautarnir hafa
deildir, þar sem sýnd er meðferð
hinna ýmsu matvæla og gildi
þeirra. Handiðnaðurinn og ýmsar
aðrar iðngreinar eiga og jafnan
sín tjöld á sýningum þessum. Ótal
margt fleira mætti nefna, og sízt
má gleyma sölubúðunum með
tombólum og góðgæti, veitinga-
tjöldum og skemmtistöðum, allt
er þetta á afgirtu sýningarsvæði,
sem á hinum stærri sýningum
nær yfir tugi hektara.
Auðvitað verður að vera nokk-
uð handa öllum, því hér safnast
saman bæði eldri og yngri, menn
og konur, bæjarbúar og bænda-
fólk. Ekki skal fella dóm á það
hér, hverjir eru stærstu viðburðir,
eða eftirtektarverðustu deildir,
sýninga þessara. Bændunum
finnst auðvitað mest um vert, þeg-
ar búfé þeirra er leitt til sýnis
fyrir áhorfendahóp, þar sem þús-
und augu stara. Slík skrúðganga
vel alinna dýra og vel hirtra, vek-
ur jafnan mikla eftirtekt, jafnvel
meðal þeirra bæjarbúa, sem ekki
vita hver er munur á hesti og
hryssu. Þeir, sem eiga beztu dýr-
in, brosa ánægjulegir, er verð-
(Framhald).