Dagur - 21.09.1939, Blaðsíða 2
154
DAGUR
38. tbl.
ifsl um land nllt t p. m.
Síðastl. laugardag og sunnudag áttu
allir heimilisfeður að mæta á ákveðn-
um stöðum, til þess að taka við
skömmtunarseðlum sínum og gefa
skýrslur um matvælabirgðir sínar.
Næsta dag, þann 18. þ. m. hófst
svo sala nokkurra matvæla eftir skömmt-
unarseðlum þessum.
Sérstakar nefndir, sem kosnar eru
af bæjar- og sveitastjórnum, hafa um-
sjón með skömmtuninni, hver í sínu
umdæmi, en ríkisstjórnin hefir sett á
stofn skrifstofu til að hafa yfirumsjón
skömmtunarinnar með höndum. Er
Sigtryggur Klemenzson lögfræðingur
forstöðumaður hennar.
Tilhögun og framkvæmd skömmt-
unarinnar fer fram samkvæmt reglu-
gerð, er ríkisstjörnin hefir sett. Bann-
ar hún að selja rúgbrauð og hveiti-
brauð, rúg, rúgmjöl, hveiti, hveitimjöl,
hafragrjón, haframjöl, hrísmjöl, mat-
baunir, bankabygg og aðrar kornvör-
ur, nema fóðurbygg, hafra og fóður-
maís, ennfremur kaffi og sykur, nema
gegn seðlum, sem út eru gefnir að
tilhlutun ríkisstjórnarinnar.
Þá er úthlutun seðlanna fer fram í
fyrsta sinn, skulu viðtakendur þeirra
undirrita drengskaparvottorð um hve
mikinn forða þeir eigi af vörutegund-
um, er seðlarnir hljóða um. Skal forð-
inn dreginn frá við fyrstu eða aðra
úthlutun og hinar síðari, þar til hon-
um er lokið, með því að klippa af
seðlunum sem svarar því vörumagni,
er forðanum nemur.
Seðlaúthlutunin fer þannig fram eftir
áð fyrstu úthlutun er lokið, að í lok
hvers mánaðar eru afhentir seðlar fyr-
ir næsta mánuð til þeirra, sem skila
stofnum af eldri seðlum, með áritun
nafns og heimilisfangs, og ennfremur til
þeirra sem fært geta sönnun á, að þeir
hafi ekki fengið seðla við fyrri úthlut-
anir. Hreppsnefndum er heimilt að
gefa sveitaheimilum, sem vegna stað-
hátta geta ekki dregið að sér matvæli
mánaðarlega að vetrinum, ávísanir um
afhendingu á skömmtuuarvörum hjá
kaupmanni þeim eða kaupfélagi, sem
þau skipta við.
Hver skömmtunarseðill gildir fyrir
einn mann í einn mánuð (að undan-
skildu því að fyrsti skömmtunarseðill-
inn gildir til 1. okt. 1939 og er um
helming af því magni, sem hér fer á
eftir). Skiftist hann í slofn og 30 reiti.
Eru 12 reitir fyrir hveiti eða hveiti-
brauð, hver fyrir 200 g. af hveiti eða
250 g. af hveitibrauði, 6 reitir fyrir
rúgmjöl eða rúgbrauð, hver fyrir 500
g. af rúgmjöli eða 750 g. af rúgbrauði
4 reitir fyrir hafragrjón, hver fyrir 250
g., 2 reitir fyrir hrísgrjón, baunir og
allt annað kornmeti en það, sem hér
er talið að framan, nema fóðurbygg,
hafra og fóðurmaís, hvor fyrir 250 g.,
2 reitir fyrir kaffi, hvor fyrir 125 g.
af brenndu og möluðu eða 150 g. af
óbrenndu kaffi, og 4 reitir fyrir sykur
hver fyrir 500 g.
Það, sem einum manni er ætlað á
raánuði, er þvf samkvæmt þessum á-
kvæðum reglugerðarinnar eins og hér
segir;
2.400 kg. af hveiti,
3.000 — - rúgmjöli,
1.000 — - hafragrjónum,
0.500 — - öðrum tegundum,
0.300 — - óbr. kaffi,
2.000 — - sykri.
Heimilt er að kaupa bygggrjón út
á haframjölsseðla, ef óskað er. Ef svo
er ástatt, að maður má eigi borða
rúgmjöl eða rúgbrauð samkvæmt lækn-
isráði, getur hann sent skömmtunar-
skrifstofunni beiðnir um skipti á þeim
seðlum fyrir hveitiseðla, og skulu rúg-
mjölsseðlarnir, er óskað er skipti á,
fylgja beiðninni ásamt læknisvottorði.
Auk hinnar venjulegu skömmtunar er
leyfð aukaskömmtun á rúgmjöli til notk-
unar í slátur, 2 kg. í hvert. Skuiu þeir, sem
kaupa slátur, sýna skilríki frá seljanda
um kaupin. Þeir, sem hafa látið slátra
heima, skulu gefa drengskaparyfirlýs-
ingu um það, hve mörg slátur þeir
hafi tekið þar. Smásöluverzlunum er
heimilt að afgreiða rúgmjöl samkvæmt
þessum skilríkjum, sem þeir afhenda
síðan hreppsnefndum á sama hátt og
segir í 12. gr. reglugerðarinnar og fá
innkaupsleyfi í staðinn.
Með skömmtunarreglugerðinni er
öllum brauðgerðarhúsum og verzlun-
um lagðar skyldur á herðar. Fyrirtæki
þessi urðu að telja fram birgðir sínar
af sköinmtunarvörum um síðustu helgi
og síðan verða þau ’ að gæta þess
vandlega að selja engum vörur nema
annaðhvort gegn afhendingu seðla eða
ávísana hreppsnefnda og bæjarstjórna
frá þeim mönnum, sem svo eru i
sveit seítir, að þeir þurfa meiri forða
í einu, en skömmtunin leyfir
Enn fremur ber heildverzlunum að
gæta þess vandlega, að þær mega
framvegis engar vörur af hendi láta
til smásala eða brauðgerðarhúsa, nema
samkvæmt ávísun hreppsnefnda og
bæjarstjórna. Ber heildverzlunum að
gæta þess vandlega, að þeim er ekki
heimilt að afhenda þær vörur, sem
skömmtunarreglugerðin fjallar um, til
iðnaðarfyrtækja, sætindagerða eða ann-
ara, nema sérstakt leyfi frá aðalskömmt-
unarskrifstofunni komi til.
í ávarpi ríkisstjórnarinnar til almenn
ings út af matvælaskömmtuninni segir
meðal annars:
»Höfuðtilgangurinn með því að
taka upp skömmtun á helstu lífsnauð-
synjum, sem svo að segja daglega eru
notaðar, er sá að koma í veg fyrir
misskiptingu á tnilli landsmanna svo
sem frekast er unnt.
Við skömmtun þá, sem nú hefir
verið fyrirskipuð, er til þess að byrja
með miðað við litlu minni skammt af
rúgmjöli, hafragrjónum, hrísgrjónum
og baunum, en notað hefir verið að
meðaltali undanfarið, en skammturinn,
sem ætlaður er af hveiti, kaffi og sykri
er verulegum mun minni en undan-
farið hefir verið notað að meðaltali.
Er þetta miðað við það, að rúgmjöl
og haframjöl verði að teljast enn
brýnni nauðsynjar en hinar vöruteg-
undirnar.
Þegar þessi skammtur er ákveðinn,
er allt í óvissu um aðflutninga til
landsins og raunar einnig um birgðir,
einkum birgðir manna á heimilum og
er því ekki hægt að vita raeð vissu,
hvort unnt reynist nú alveg á næst-
unni að veita mönnum aðgang að
kaupum á þeim skammti, sem ætlað-
ur er samkvæmt seðlum. Eigi að síð-
ur er það alveg öruggt, að skömmt-
unin gerir verulegt gagn nú þegar,
jafnar á milli manna þeim birgðum,
sem fyrir hendi eru eða verða á næst-
únni.
Gagnsemi seðlafyrirkomulagsins mun
þó koma enn betur í ljós, ef ófriður-
inn stendur til langframa.
Um leið og þess er getið, að ekki
er hægt að ábyrgjast eins og nú
standa sakir, að nægilegar byrgðir verði
fyrir hendi, til þess að menn geti
fengið keyptar vörur samkvæmt
skömmtunarseðlunum, er rétt að taka
það fram, að ríkisstjórnin hefir und-
anfarið gert allar hugsanlegar ráðstaf-
anir til þess að tryggja aðflutninga á
þessum vörum, svo og öðrum þeim
vörum, sem bráðnauðsynlegar eru til
neyzlu og ekki síður til framleiðslu.
Mun sterfað að því af kappi framveg-
is og almenningi gefið yfirlit um þau
mál, þegar meira verður vitað um þessi
mál.
Aðvitað ber mönnum að hafa það
hugfast, að skömmtunin, jafnvel þótt
engar truflanir eigi sér stað vegna
vöruskorts, hlýtur alltaf að hafa í för
með sér mikla röskun á venjum manna,
og stafar það af því, hversu misjöfn
notkun einstakra heimila er á venju-
legum tímum.
Sumum kann að finnast skammtur-
inn nógur, öðrum of lítill. En hér
verður ekki við öllu séð og engin
önnur leið fær, en að ætla öllum
jafnt. Af þessu kunna þó að stafa
margskonar óþægindi, og verða menn
að bera þau með þolinmæði og minn-
ast þess, að skömmtunaraðferðin er
viðhöfð til þess að forðast ástand, sem
verra væri við að búa en mismun
þann, sem sumum kann að finnast á
skammtinum og því, sem þeir eru
vanir að nota.«
Einkenniieg
ráðstöfun
í skömmtunarfyrirkomulagi því,
sem nú er upp tekið, finnst ýms-
um það, að sala á svokölluðum
matarbrauðum í brauðgerðarhús-
um er takmörkuð með skömmtun-
arseðlum eins og eðlilegt er, en
tilbúningur og sala á sætum smá-
NÝ.JA-BTÓ mm
IFöstudags-, laugardags- og
sunnudagskvöld kl. 9:
Fljótandi
gull.
Gullfalleg og viðburðarík
tal- og hljómmynd, er ger-
h ist á þeim tímum, er hinar
| auðugu olíulindir Ameríku
Ifundust. Myndin er mjög
skemmtileg og Ieikin af
hinum ágætu leikurum
svo sem:
Ifgne Oii,
Siiiolpl) Scott
Og
Dirottiy Looir.
Á ljósmyndastofunni í
Gránufélagsgötu 21 get-
ið þér fengið nýmóðins
Xombinationsmyndir
og margar fleiri gerðir, sem
hvergi fást annarsstaðar.
Guðrún Funch-Rasmussen.
K A U P I
notuð isl. frímerki hæsta verði.
Guðm. Guðlaugsson Kea
kökum ekki bannaður eða tak-
markaður. Það mun þó álit fjölda
manna, að sætar kökur séu hið
mesta meinvætti fyrir meltingar-
færin, auk þess sem mikil sykur-
eyðsla er samfara tilbúningi
þeirra. Þessi framleiðsla mætti
því og ætti að hverfa úr sögunni
eða takmarkast að miklum mun
öllum að meinalausu. Á meðan
hægt er að fá hart brauð, vínar-
brauð og bollur eftir vild eins og
nú er, ætti það að vera nægjan-
legt sem kaffibrauð.
gHHIWHIHHWWHW
K a u p i ð
vetrarskóna
hjá okkur.
Kaupfélag Eyfirðicga.
Skódeildin.