Dagur - 21.09.1939, Page 3

Dagur - 21.09.1939, Page 3
38. tbl. D A G U R 155 Hér með tilkynnist, að Júlíus Danielsson, fyrrum DÓndi í Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal, andaðist á Akureyri mánudaginn 18. þ. m. — Jarðarförin ákveðin síðar. Jóhanna Bjömsdóttir og börn. Aumastir allra Spurul svarað. í 37. tbl. »íslendings* 8. þ. m. er smágrein með fyrirsögninni, »Stríðs- gróði eða?< í grein þessari er fyrst sagt frá því, að er ófriðarblikan var sem svörtust í Póllandi, hafi sumir pólskir kaupmenn reynt að hækka vör- ur sínar í verði; hafi þeir þá verið teknir, sendir í fangabúðir, en verzl- unum þeirra lokað, og letrað á hurð- ina »Stríðsgróðamenn< í áframhaldi og niðurlagi greinar- innar er svo sagt frá verðhækknn, er varð 1. þ. m. á framleiðsluvörum Gefj- unar og þeirri spurningu varpað fram, hvort hér sé um stríðsgróðabrall að ræða, eða hvort hin litla verðhækkun, sem orðið hafi á ull, geri slíka hækk- un sem þessa réttlætanlega. Pó þessi grein sé langt fyrir neðan það að vera svaraverð, þá skal henni samt að nokkru svarað og sérstaklega af því, að það virðist augljóst mál hver tilgangur greinarhöfundar muni vera, sem sé, að læða því inn hjá fólki að forráðamenn ullarverksmiðju samvinnumanna hér á staðnum þjáist af sömu tilhneigingu og stríðsgróða- kaupmennirnir í Póllandi, að nota sér það vandræðaástand, er styrjöldin skap- ar, til þess að okra á framleiðsluvör- um sínum. Pessi tilraun »Spuruls« mun ábyggi lega ekki ná tilætluðum árangri, af þeirri einföldu ástæðu að allur al- menningur þessa bæjarfélags, og raun- ar alls landsins, hefir fengið fyrir því margra ára reynslu, að það eru ekki samvinnufélögin eða önnur starfsemi þeirra, sem hefir ógnað landsmönnum með vöruokri; aftur á móti hefir þrá faldlega verið sönnuð margskonar ok- urverzlun á hendur mönnum í and- Iegu spyrðubandi við greinarhöfund. Nægir í því efni að benda á hið taum- lausa okur heildsalanna hér á landi, þangað til þeir voru settir undir opin bert eftirlit, með skipun verðlagsnefnd ar. Almenningur þessa lands veit, að samvinnufélögin hafa skapað honum meira öryggi um hóflegt vöruverð en nokkur önnur verzlunarfyrirtæki, sem hér hafa verið starfrækt í tugum um- liðinna ára, og almenningur þessa bæj arfélags, hefir í gegn um viðskipti sín við stærsta kaupfélag landsins haft góða aðstöðu til að glöggva sig á þessum staðreyndum. Gefjun mun að sjálfsðgðu gefa for- ráðamönnum verðlagseftirlitsins allar umbeðnar upplýsingar í sambandi við síðustu verðhækkun verksmiðjunar, en láta sig litlu skipta heilabrot »SpuruIs« um samhengið á milli stríðsgróðakaup- manna í Póllandi og síðustu verð- breytingar verksmiðjunnar. S&mvinnumaður. Sundfélagið „GRETTIR“ heldur fund í kvöld kl. 8Vz í Skjaldborg. Fundarefni er inntaka nýrra fé- laga, vetrarstarfið og fleira. Allir félagar ættu að mæta. Síldveiðinni er nú að mestu lok- ið. Síðastl. laugardag var komið í salt á öllu landinu 243 þús. tunn- ur, en í bræðslu 1.160 þús. hl. Er hvorttveggja allmiklu minna en í fyrra, þrátt fyrir fleiri skip, er tóku þátt í veiðinni í sumar. frá Uppsölum í júnímánuð s. 1. andaðist hér á sjúkrahúsinu Aldis Eiriksdóttir frá Uppsölum í Svarfaðardal rúml. hálf- níræð að aldri. Aldís var ein af börnum Eiríks bónda í Uppsöium, gáfu og merkis- manns. Hún var jglæsileg kona á yngri árum og gáfuð svo sem hún átti kyn til. Dvaldi hún lengst af í Svarfaðardal, en þó mörg hin síðari ár hér á Akureyri. Sonur Aldísar Porst. P. Porsteins- son rithöfundur og skáld, sem nú dvelur í Kanada, sendi móður sinni eftirfarandi ljóð s. 1. vor þá er hún varð 85 ára. Verður það, samkv. ósk ýmsra vina og vandamanna birt hér. Sn. S. Eg fœri þér, móðir, ei hamingju hjal i höll þína sóllöndum á, sem hátt yfir ellinnar eymdadal í almættið gnœfir há. Par lifirðu i trú þinni lifið sjálft i Ijösi, er mér ekki skin, sem heima átti aðeins i ár og hálft við ástheitu brióstin þin. En fjölmargt eg á að þakka þér, en það var mér lánið mest hve góða frœndurna gafstu mér þótt gœtti eg ei arfsins sem best. Nú þekki eg log þau er lýsa mér við litla dagsverkið mitt. Ef eitthvað þar finnst sem fémœtt er það fegra skal nafnið þitt. Nei. Nafnið þitt fagra ei fegrað eg get, en fest þar að lokum það skal. sem fegurðin eignast frjálsust met í framtiðar dísasal. — Eg veit hvað þú leiðst þótt lund sýndist kát og leikur við augna hvarm. Með sjóðandi hlátd þú seiddir burt grát og söngst frá þér grimman harm. En oft varð svo þröngt í þeim dáða dal að dö út hver söngur á vör, og œskulogana askan fal við erfið og harðlynd kjör. — En nú er það löngu liðið hjá og lifshorfið annað og nýtt. Og sjálf áttu i hjarta þá helgu spá. sem huggar svo undur blítt. Og blessist þér œfinnar umliðin tíð og órunninn dagur hver. Og blessist hver hjúkrandi höndin Þýð, sem hagrœðir mjúklega þér. Og blessist þér afmœlið, bjarta dis, og barnsglaða trúin þin, er veit að signaða sólin ris og sigrandi i dauða skin' P. P. P. Aðalslátrun sauðfjár hófst um land allt í byrjun þessarar viku. Slátrun í sláturhúsi K. E. A. hér í bæ byrjaði í fyrradag og stendur yfir til 5. október. Verður slátrað þar alls 17—18 þúsund fjár á þeim tíma. Ungmennastúkan Akurlilja nr. 2 heldur fund í Skjaldborg sunnu- daginn 24. þ. m. kl. 8 Vz e. h. Nýtt mál. Áríðandi að félagar mæti. Kommúnistaforingjarnir íslenzku eru ekki öfundverðir eins og nú er komið fyrir þeim. Ein af vörn- um þeirra fyrir hlutleysissamn- ingi Stalins og Hitlers var sú full- yrðing, að Rússar ætluðu að magna og margfalda hjálp sína til Kínverja gegn Japönum. Það er ekki lítils vert, sögðu kommúnist- ar, að Rússar ætla að vernda 400 miljónir manna gegn „fasisma og stríði“. Rétt á eftir gera Rússar friðarsamning við ofsækjendur Kínverja og gefa þar með Japön- um frjálsar hendur í Austur-Asíu. Þar með höfðu Rússar svikið Kín- verja í þrengingum þeirra. Þegar Stalinstjómin dró saman fjögra miljóna manna her, var því spáð, að herinn mundi verða not- aður gegn Pólverjum í þágu Hit- lers. Kommúnistar sögðu, að það kæmi alls ekki til mála, því Rússastjórn væri svo einstaklega friðelskandi og auk þess dytti henni aldrei í hug að ásælast nokkum landskika. En ef svo færi að Rússar tækju þetta til bragðs, þá sögðust kommúnistar tafar- laust segja þeim upp hlýðni og hollustu. En til þess kæmi aldrei. Varla höfðu kommnistar sleppt orðinu, þegar her Stalins ruddist inn í Pólland, til þess að hirða það, sem honum bæri samkvæmt leynisamningi við Hitler og Rib- bentrop. Pólverjar voru sundur- flakandi í sárum eftir viðureign- ina við Þýzka hérinn, sem hvorki þyrmdi konum eða börnum í Pól- landi. Þetta ástand notar Stalin sér og lætur her sinn stinga rýt- ingnum í bak hinnar særðu þjóð- ar. Síðan þetta skeði eru kommún- istaforingjarnir heldur langleitir Ríkisstjórnin gaf út bráðabirgða- lög s.l. mánudag, þar sem ísl. krónan er losuð við sterlings- pundið, vegna áframhaldandi gengisfalls þess, en það hefir fall- ið yfir 20%, síðan stríðið byrjaði. Eins og skráningin var áður á steilingspundinu, stóð það í 27 ísl. kr., en eftir breytinguna verður það um 24 krónur og tilsvarandi hækkun verður um leið á Norður- landagjaldeyri. Er nú krónan skráð í hlutfalli við dollar en ekki pund, og jafn- gildir nú dollarinn h. u. b. kr. 6.30. Með þessari ráðstöfun er reynt að koma í veg fyrir verðhækkun á erlendum vörum hér á landi. og í svip þeirra má lesa spurning- una: Hvað eigum við nú að segja fólkinu okkar næst, svo að við ekki missum tökin á því? Þeir vonast að líkindum eftir „nýrri línu“ frá Moskva. En eins og málum er nú komið, eru kommúnistaforingjarnir aum- astir allra aumingja. Alur úiiÉsur seltur idir m stjórn. Ríkisstjórnin hefir gefið út bráðabirgðalög, þar sem allur út- flutningur landsins er settur und- ir eina stjóm. Þessi stjórn er skipuð fimm mönnum, en ríkisstjórnin ákveð- ur nánar með reglugerð starfsemi hennar. Útflutningsnefnd skipa: Jón Árnason framkvæmdastjóri, Ric- hard Thors framkvæmdastjóri, Finnur Jónsson alþm. og Ólafur Johnsen stórkaupmaður. Reglugerðin um sölu og út- flutning á vörum er svohljóðandi: Engar íslenzkar afurðir er heim- ilt að bjóða til sölu, selja til út- landa eða flytja úr landi nema að fengnu leyfi útflutningsnefndar. Ríkisstjómin skipar útflutnings- nefnd, er hafi á hendi eftirlit með sölu og útflutningi á öllum ís- lenzkum afurðum samkvæmt reglugerð þessari. Leyfi ríkisstjórnarinnar þarf til útflutnings á öllum öðrum vömm en íslenzkum afurðum. Til þess að standast kostnað við störf útflutningsnefndar og annan kostnað af framkvæmd þessarar reglugerðar skulu allir þeir, sem flytja vörur út úr landinu, greiða %°/oo — hálfan af þúsundi — af útflutningsverðmætinu, þó eigi minna en 2 kr. fyrir hvert ein- stakt leyfi, og greiðist gjald þetta til lögreglustjóra á útflutnings- stað. Brot á reglugerð þessari varða sektum allt að 100000 kr. eða fangelsi, ef miklar sakir eru, og skal farið með mál út af þeim sem almenn lögreglumál. Þýzkur kafbálui kom til Reykjavíkur í fyrradag með 3 slasaða menn. Þurfti einn þeirra að fá sjúkrahússvist og var honum leyfð hún með því skil- yrði, að hann dveldi hér á landi, þar til stríðinu væri lokið. — Kafbáturinn lagði síðan sama dag til hafs aftur,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.